Morgunblaðið - 13.02.2004, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 13.02.2004, Qupperneq 52
52 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Riseðlugrín framhald ... BLÓM! ALLTAF BLÓM! MIG LANGAR FREKAR Í PERLUFESTI SVONA TIL TILBREYTINGAR © DARGAUD © DARGAUD GÓÐAN DAG UNGFRÚ STEINARS ... GÓÐAN DAG HARALDUR FRÆNDI. ER ÞETTA FRÆNDI MINN? ÞESSI DRENGUR VEIT ALLA VEGA HVER VIÐ ERUM ... ÓLIVER! ÉG ER MJÖG ÁNÆGÐ- UR AÐ SJÁ ÞIG ... HEM ... YÐUR AFTUR! ... OG SÁRIÐ YÐAR GUÐ- FAÐIR? ISS! ÞAÐ ER EKKERT NEMA SLÆM MINNING! ÞAAÐ GLEEÐUR MIIG MJÖÖG , FRÆNDI MINN! ÞAÐ HEEFÐI VERIÐ MÉÉÉR TIL MIIKILLAR HRYYGGÐAR AÐ VIITA YÐUR MEð ÓÓÞÆGINDI VEGNA ÞESSARA AATBURÐA ... ERUÐ ÞÉR AÐ ÞESSU VILJANDI EÐA HAFIÐ ÞÉR GLEYPT HEILT BOX AF HÆGÐAHERÐI? MÓÐIR MÍN SAGÐI VIÐ MIG: "ÓLIVER, EF ÞÚ OPNAR MUNNINN ÞÁ VERÐ- UR ÞAÐ AÐ VERA TIL Að SEGJA VEL VALIN ORÐ, ANN- ARS SKALTU ..." TIL FJANDANS MEÐ ALLAR KURT- EISISVENJUR! NÚ FÖÐMUMST VIÐ OG ÞÚUMST! E ... EN? SVONA GERIR MAÐUR EKKI FRÆNDI MINN! ... HVAÐ HALDIÐ ÞÉR AÐ FÓLKIÐ HALDI? ... PERLUFESTI! AF HVERJU EKKI EF HENNI LÍKAR ÞAÐ PERLUR ÉG HLÝT AÐ FINNA ÞÆR HÉR JÁ!! BÍDDU NÚ VIÐ ... HVERNIG NÆR MAÐUR ... ELSKAN! GERÐU SVO VEL ÉG GAT EKKI OPNAÐ SKELJARNAR EN ÉG LOFA ÞÉR ÞVÍ AÐ ÞAÐ ERU PERLUR Í ÖLLUM SKELJUNUM EN ... EN ... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞRÁTT fyrir ungan aldur velti ég oft málum líðandi stundar fyrir mér. Eitt brennur alveg sérstaklega á mér í dag en það er hið margumtalaða heilbrigðiskerfi. Nú hefur ríkið boðað mikinn niðurskurð á spítölum, sam- býlum og ýmissi þjónustu. Þar má t.d. nefna lokun nokkurra geðdeilda. Þannig leysir maður engin vanda- mál því ekki fækkar fólki sem á við geðrænan vanda að stríða! Þetta fólk þarf á hjálp að halda og það getum al- veg eins verið við sem stöndum í þeirra sporum á morgun, nú eða ein- hver úr ríkisstjórninni. Mér finnst líka mjög undarleg hegðun að styrkja mynd Hrafns Gunnlaugssonar „Opinberun Hann- esar“, þegar ríkið á í ofangreindum fjárhagsörðugleikum. Að mínu mati var myndin ekki góð, leikararnir stóðu sig illa og það sama má segja um leikstjórann. Ég vil taka það fram að ég hef séð aðrar myndir Hrafns sem ég var mjög ánægð með. Ég vil minna á það að myndin er byggð á smásögu Davíðs Oddssonar. Pælið aðeins í því, kæru landar! SNÆRÓS SINDRADÓTTIR, Vesturvallagötu 3, Reykjavík Heilbrigðiskerfið og Opinberun Hannesar Frá Snærós Sindradóttur, 12 ára GUÐMUNDUR Guðmundsson landsliðsþjálfari mætti í þáttinn Ís- land í dag mánudagskvöldið 2. febr- úar sl. til að gera grein fyrir hrakför- um landsliðsins á EM í Slóveníu. Þáttastjórnendurnir, Jóhanna Vil- hjálmsdóttir og Þórhallur Gunnars- son, hafa verið þekkt fyrir það að taka ekki á viðmælendum sínum með nein- um silkihönskum. Það var því nokkuð undarlegt að nákvæmlega ekkert kom út úr frekar vinalegu spjalli þeirra þriggja og Guðmundi greini- lega hlíft við erfiðum spurningum – eða að minnsta kosti ekki gengið á hann af neinni hörku. Af Guðmundi mátti það helst ráða að frammistaða íslenska liðsins hefði í raun ekki verið svo slæm og hann hefði ekki verið neitt sérstaklega óhress með hana. Mótherjarnir hefðu verið miklu betri en almennt var álitið og allt tal um að riðillinn hefði verið sá léttasti á mótinu því ekki réttmætt. Þá var hann sáttur við undirbúninginn og var ekki samþykkur því að þreyta, lít- il leikgleði og baráttuleysi, hefðu ein- kennt spilamennskuna. Svona gæti alltaf farið þegar út í svona sterkt mót væri farið. Ég varð fyrir miklum von- brigðum með svör Guðmundar því ég bjóst einfaldlega við því að hann myndi axla sína ábyrgð og viður- kenna þau mistök sem hann gerði fyr- ir mótið og á meðan á því stóð. Það gera allir mistök og hvað þá í eins erf- iðu starfi og hans er, og menn þurfa ekkert að skammast sín fyrir það. Þegar ferill Guðmundar sem lands- liðsþjálfara er skoðaður kemur eink- um tvennt í ljós; gríðarleg íhaldssemi sem óneitanlega endurspeglar van- traust á mörgum leikmönnum, og það að landsliðið hefur verið á stöðugri niðurleið frá EM í Svíþjóð fyrir tveim- ur árum, þar sem frábær árangur náðist. Menn virðast ekki almenni- lega átta sig á því að það er mikill munur á því að lenda í fjórða sæti á EM, sem er sterkasta handknatt- leiksmót í heimi, og sjöunda sætinu á HM, sem var niðurstaðan í Portúgal í fyrra. Síðan kemur þessi hörmung núna. Mikið var um það rætt rétt fyrir mót að sjaldan eða aldrei hefði ís- lenska landsliðið í handbolta verið eins sterkt og breiddin líklega aldrei meiri. Ég er samþykkur því að við höfum líklega aldrei átt eins mikið úr- val af frábærum leikmönnum og nú og því er það ákaflega sorglegt að sjá landsliðsþjálfarann nota breiddina nánast minna en ekki neitt. Hvað á það að þýða að fara aðeins með tvo hornamenn í leiki og taka þá áhættu að þeir eigi ekki slæman dag á mótinu, en annað kom nú á daginn með þá Guðjón Val og Einar Örn? Hverslags vinnubrögð eru þetta? Af hverju í ósköpunum voru ekki vara- menn fyrir þessa annars frábæru leikmenn sem greinilega fundu sig illa? Af hverju var Gylfi Gylfason ekki með og af hverju var Logi Geirsson ekki tekinn með – ótrúlega efnilegur leikmaður sem getur auðveldlega leyst bæði hornið vinstra megin og skyttustöðuna? Hvernig var síðan hægt að skilja Arnór Atlason og Heið- mar Felixson eftir heima en taka með þá Gunnar Berg Viktorsson og Ragn- ar Óskarsson, sem Guðmundur ætlaði greinilega aldrei að nota af neinni al- vöru, og þrjá línumenn þegar tveir voru alveg nóg. Þróun handboltans á undanförnum árum hefur verið sú að hraðinn er alltaf að aukast og leik- urinn að verða erfiðari og um leið skemmtilegri á að horfa. Það er því al- veg borðleggjandi að lið sem ætlar sér að vera í fremstu röð verður að hafa góða breidd og stjórnun sem miðar að því ná sem mestu út úr sem flestum leikmönnum – dreifa kröftun- um og eiga því nóg eftir á lokasprett- inum. Tími Bogdans er löngu liðinn og það er ekkert annað en dauðadóm- ur að ætla sér að keyra á átta til níu leikmönnum, sem sumir hverjir voru á öðrum fætinum, út heilt mót og end- urspeglar annað hvort úreltar þjálf- unaraðferðir eða mikla íhaldssemi í bland við átakanlegt vantraust og stór spurning af hverju það stafar. Það vita allir sem til þekkja að Guð- mundur er afar vinnusamur, skipu- lagður og agaður þjálfari með stórt hjarta. Það er hins vegar ekki nóg – Guðmundur verður að víkka sjón- deildarhringinn og læra að treysta leikmönnum sem eru fyllilega færir um að axla sína ábyrgð – annars held- ur landsliðið áfram á þessari leiðin- legu niðurleið. SVANUR MÁR SNORRASON, blaðamaður, Sléttahrauni 25, 220 Hafnarfjörður. Aðeins meira um hrakfarirnar á EM Frá Svani Má Snorrasyni blaðamanni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.