Morgunblaðið - 13.02.2004, Síða 55

Morgunblaðið - 13.02.2004, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 55 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þú ert kraftmikil/l, umburð- arlynd/ur og hvatvís og lifir oft óhefðbundnu lífi. Þú þarft að taka mikilvæga ákvörðun á þessu ári. Veldu vel. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert tilbúin/n til að leggja hart að þér í vinnunni í dag. Þú hefur líka þörf fyrir að taka til hendinni á heimilinu og innan fjölskyldunnar. Drífðu í því. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur mikið úthald í því sem þú tekur þér fyrir hendur í dag. Notaðu tækifærið til að ráðast í verkefni sem þú hefur lengi slegið á frest. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ekki dæma sjálfa/n þig of hart vegna hluta sem þú hefur ekki komið í verk. Það er mannlegt að komast ekki yfir að gera allt. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú gætir fengið hjálp annarra við eitthvað í dag. Hikaðu ekki við að biðja vini þína um hjálp við flutninga eða umbætur á heimilinu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert tilbúin/n til að leggja hart að þér til að ná mark- miðum þínum í dag. Þú vilt heldur ráðast í verkefni morg- undagsins en hvíla þig. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ert í skapi til að sinna smá- atriðunum í dag. Þetta er því tilvalinn dagur til að ganga frá hvers konar skriffinnsku. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert óvenju nákvæm/ur og þolinmóð/ur í dag og ættir því að nota daginn til að ganga frá smáatriðum varðandi fast- eigna- og tryggingamál, erfðir og sameiginlegar eignir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ættir að ræða skipulagn- ingu morgundagsins við maka þinn. Mundu að góð skipu- lagning flýtir næstum hvaða verki sem er. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert tilbúin/n til að leggja hart að þér í dag og jafnvel til í að takast á við verkefni sem þú hefur lengi ýtt á undan þér. Notaðu tækifærið og reyndu að koma sem mestu í verk. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú lætur ekki annríki og aukna ábyrgð slá þig út af lag- inu í dag. Þú ert fær um að sinna þeim kröfum sem til þín eru gerðar. Það er eins og þú hafir fjórar hendur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert tilbúin/n til að bretta upp ermarnar og ráðast í verkefni sem þú hefur verið að ýta á undan þér. Þú lætur það ekki aftra þér þó um erfið og óþægileg verk sé að ræða. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ættir að nota daginn til að sinna verkum sem krefjast þolinmæði og skipulagningar. Hvers konar nákvæmnisvinna ætti að leika í höndunum á þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. STEFJAHREIMUR Mitt verk er, þá ég fell og fer, eitt fræ, mitt land, í duft þitt grafið, mín söngvabrot, sem býð ég þér, eitt blað í ljóðasveig þinn vafið. En innsta hræring hugar míns, hún hverfa skal til upphafs síns sem báran, – endurheimt í hafið. Einar Benediktsson. LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. AlfreðÞorsteinsson, for- maður borgarráðs og for- maður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur verður sextug- ur 15. febrúar nk. Af því til- efni hefur hann opið hús í Perlunni á morgun, laug- ardaginn 14. febrúar, kl. 17.00–19.00. 60 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 14. febrúar, ersextug Þórdís Garðarsdóttir, Heiðarbraut 2, Garði. Eiginmaður, Lúðvík Guðberg Björnsson, verður 60 ára 8. maí nk. Af því tilefni efna þau hjónin til kraftaveislu laug- ardaginn 14. febrúar kl. 19 í KK-húsinu, Vesturbraut 17–19 í Keflavík. SAGNIR eru ekki til eft- irbreytni, svo við sleppum þeim, enda lokasögnin fárán- leg – sjö grönd, þar sem vörnin er með ás. En sá sem á út heldur ekki á ásnum og hefur heldur ekki klætt sig í skotskóna. Það er austur sem er með ásinn og lesand- inn er í skónum hans. Þraut tíu: Norður ♠ 6 ♥ÁD103 ♦D84 ♣KD1043 Austur ♠Á109743 ♥KG765 ♦62 ♣– Suður hefur sýnt firna- sterk spil með láglitina og fyrir misskilning enda sagnir í sjö gröndum. Lesandinn er í austur og doblar, en því miður spilar makker út hjarta, en ekki spaða. Sagn- hafi stingur upp ás og hendir spaðagosa heima. Síðan tek- ur hann sex slagi á tígul (og hendir tveimur hjörtum og spaða úr borði). Næst snýr sagnhafi sér að laufinu, þar sem hann á ÁG fimmta heima, og tekur þar alla slag- ina. Þegar eitt lauf er eftir er þetta staðan: Norður ♠– ♥D ♦– ♣3 Austur ♠Á ♥K ♦– ♣– Blindur spilar út lauf- þristi. Hvort viltu henda spaðaás eða hjartakóng? – – – Norður ♠6 ♥ÁD103 ♦D84 ♣KD1043 Vestur Austur ♠D852 ♠Á109743 ♥9842 ♥KG765 ♦93 ♦65 ♣875 ♣– Suður ♠KG ♥– ♦ÁKG1075 ♣ÁG962 Lausn: Þetta er spurning um einbeitingu. Austur er í sjokki yfir útspilinu og óttast að spilið vinnist. En ef hann nær að jafna sig og telja slagi sagnhafa sér hann að enn er von. En hefur hann tekið eft- ir því hvernig suður fylgdi lit í laufinu heima? Mun blindur eiga síðasta slaginn á lauf- þrist eða á sagnhafi hærra spil yfir þristinum? Um það snýst málið. Tilfinningalaus tölva myndi leysa vandann á einfaldan hátt, en menn af holdi og blóði gætu tapað einbeitingunni og gleymt að fylgjast með laufum suðurs. En lát ei hugfallast. Suður er líka maður. Og sem slíkur fyrirsjáanlegur. Hann sá fyrir sér endastöðuna strax í byrjun og ákvað að egna fyrir þig gildru. Besti möguleiki hans er að geyma tvistinn heima og láta blindan eiga síðasta slag- inn á næstlægsta spilið. Hann veit sem er að þú rankar ekki við þér fyrr en í lokastöðunni og munt þá horfa á það hvað þristurinn er lágt spil. Stig: Ef þú sérð í gegnum blekkingu sagnhafa og hend- ir spaðaás færðu 10 stig, ann- ars ekkert. Þá er prófinu lokið. Þeir sem náðu 50 stigum eða meira hafa lokið áfanganum, hinir reyna aftur í vor. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 13. febrúar, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Sigríður Jóna Jónsdóttir og Steindór Úlfarsson, Þangbakka 10, Reykjavík. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bg5 e6 7. Dd2 Be7 8. O- O-O O-O 9. Rb3 Db6 10. f3 a6 11. g4 Hd8 12. Be3 Dc7 13. g5 Rd7 14. h4 b5 15. g6 fxg6 16. h5 gxh5 17. Hxh5 Rf6 18. Hh1 b4 19. Ra4 Hb8 20. Df2 Hf8 21. Dg1 Re5 22. Be2 Bd7 23. Rb6 Hf7 24. f4 Rg6 25. Rxd7 Rxd7 26. Dh2 Rgf8 27. Rd4 Rc5 28. Bc4 Hf6 29. f5 Rxe4 30. Bxe6+ Kh8 31. Hdg1 Bd8 32. Bd5 Rc5 33. Bg5 Hc8 34. Bxf6 Bxf6 Staðan kom upp í alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu á Gíbraltar. Sigurveg- ari mótsins, Nigel Short (2702), hafði hvítt gegn Andrew Muir (2303). 35. Dxh7+! Rxh7 36. Hxh7+ Kxh7 37. Hh1+ og svartur gafst upp enda mát í næsta leik. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1. Nigel Short (2702) 8 vinn- inga af 10 mögulegum. 2. Surya Ganguly (2541) 7½ v. 3.–5. Alexey Dreev (2682), Pentala Harikrishna (2582) og Peter Wells (2493) 7 v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik.  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  SMUR- OG DEKKJAVERKSTÆÐI Til sölu vel staðsett smur- og dekkjaverkstæði í Reykjavík. Langtímaleigusamningur í boði á húsnæði. VIÐ SELJUM OG LEIGJUM FASTEIGNIR FLJÓTT OG VEL. SKRÁÐU EIGNINA ÞÍNA Í SÍMA 533 4200 Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Kringlan 8-12, sími 568 6211. Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420. Glerártorgi, Akureyri, sími 461 3322 ÚTSÖLULOK Allra síðustu dagar Enn meiri verðlækkun Allt að 70% afsláttur Nýtt kortatímabil ÁRLEGT alþjóðlegt dansmót í Kaupmannahöfn, sem kallast „Co- penhagen Open 2004“, hefst í dag og stendur til 15. febrúar. Þar munu mæta til leiks danspör víðs vegar að úr heiminum. Frá Íslandi fara sjö pör til þátttöku á mótinu. Keppt verður í flokkum barna, unglinga og fullorðinna í standarddönsum og s- amerískum dönsum. Einnig mun fara fram landakeppni þar sem hvert land skipar lið. Í hverju liði eru fjögur pör og eiga Íslendingar fulltrúa í þessari keppni. Morgunblaðið/ Jón Svavarsson Þátttakendur sem fara á opna Kaupmannahafnarmótið. Alþjóðlegt dansmót í Kaupmannahöfn FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.