Morgunblaðið - 13.02.2004, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 13.02.2004, Qupperneq 57
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 57 GRÍMUR Björn Grímsson, 15 ára drengjalandsliðsmaður í knattspyrnu úr KR, fer á sunnudaginn til reynslu hjá dönsku bikarmeisturunum Bröndby og verður þar við æfingar í næstu viku. Grímur æfði einnig með Bröndby í haust og var honum boðið aftur til félagsins ásamt nokkrum af bestu leikmönnum Danmerkur í sínum árgangi og nokkrum drengjalandsliðsmönnum annars staðar að af Norðurlöndum. Þeir æfa með úr- valshópi efnilegra leikmanna hjá Bröndby. Grímur, sem verður 16 ára í næsta mánuði, lék 6 leiki með drengjalandslið- inu á síðasta ári og skoraði tvö mörk en hann er áfram gjaldgengur með því í ár. Hann hefur alla tíð leikið með Fram en gekk til liðs við KR í vetur. Grímur aftur til Bröndby RAGNAR Óskarsson skoraði 6 mörk og var markahæstur hjá Dunkerque þegar lið hans lagði toppliðið í franska handboltanum, Mont- pellier, að velli, 26:24, í 1. deildinni þar í landi í fyrrakvöld. Þetta var aðeins annar ósigur Mont- pellier í 15 leikjum í vetur en liðið er efstir sem áður með fjögurra stiga forystu í deildinni. Dunkerque er í fimmta sætinu, átta stigum á eftir Montpellier. Ragnar er þriðji markahæsti leikmaður deild- arinnar, hefur skorað 95 mörk í 15 leikjum, og er jafnframt þriðji besti leikmaður hennar, sam- kvæmt stigagjöf netmiðilsins Handzone. Þar eru aðeins Stéphane Stoecklin, fyrrum heimsmeist- ari með Frökkum sem nú leikur með Chambéry, og tékkneski landsliðsmaðurinn David Juricek hjá Istres með betri meðaleinkunn en Ragnar. Hann er hins vegar með flest heildarstig en hef- ur spilað fleiri leiki en hinir. Ragnar með sex gegn toppliðinu ÍSLENSKA karlalandsliðið í badminton fagnaði í gær stór sigri á Kýpur í undankeppni heimsmeistaramótsins, sem fram fer í Slóvakíu, 5:0. Þeir Tryggvi Nielsen, Sveinn Sölvason og Magnús Ingi Helgason unnu allir leiki sína í einliðaleik – Tryggvi 15:5 og 15:6, Sveinn 15:4 og 15:6 og Magnús Ingi 15:13 og 15:9. Í tvíliðaleik unnu Sveinn og Tryggvi sína mótherja 15:6 og 15:4. Helgi Jó- hannesson og Njörður Lúðvígsson unnu sína andstæð- inga 15:5 og 15:5. Karlaliðið er úr leik eins og kvennaliðið, sem tapaði fyrir Þjóðverjum í lokaumferð 5:0. Þjóðverjar unnu þar með riðilinn og halda áfram keppni. Sara og Ragna í 32. sæti Sara Jónsdóttir og Ragna Ingólfsdóttir eru í 32. sæti á heimslistanum í tvíliðaleik, sem gefinn var út í gær. Á listanum í einliðaleik er Sara í 51. sæti og Ragna í 58. sæti Tómas Viborg er stigahæstur íslenskra karla – er í 208. sæti í einliðaleik. Stórsigur á Kýpur í síðasta leiknum  ÓLAFUR Stefánsson skoraði tvö mörk, annað þeirra úr vítakasti, þeg- ar Ciudad Real vann Arrate, 28:19, á útivelli í spænsku 1. deildinni í hand- knattleik í fyrrakvöld. Talant Dujsh- ebaev skoraði 7 mörk fyrir Ciudad Real sem er með fimm stiga forystu í deildinni, er með 32 stig en Barce- lona og Portland 27 hvort.  GUÐJÓN Þórðarson, knatt- spyrnustjóri Barnsley, styrkti leik- mannahóp sinn í gær þegar hann fékk tvo nýja til liðs við sig. Það voru Michael Boulding frá Grimsby og Arron Davies, sem Guðjón fékk að láni frá Southampton.  JESPER Sörensen, danski körfu- knattleiksmaðurinn, lék á ný með KR-ingum í gær þegar þeir mættu Grindavík í úrvalsdeildinni. Sören- sen tábrotnaði fyrir skömmu og reiknað var með 4–6 vikna fjarveru en hann varð leikfær mun fyrr en bú- ist var við.  HIÐ fræga yfirvararskegg Heiner Brands, þjálfara Evrópumeistara Þýskalands í handknattleik, virðist hafa verið fjarlægt í heilu lagi. Að minnsta kosti fór það ekki í vaskinn því þýska sjónvarpsstöðin DSF og netmiðillinn Sport1 gangast fyrir uppboði á því og rennur andvirðið til góðgerðarmála. Lágmarksboð er 120 evrur, um 10 þúsund krónur.  JONAS Ernelind, landsliðsmaður Svía í handknattleik, er á heimleið frá Þýskalandi og hefur samið við Sävehof til tveggja ára, frá og með næsta hausti. Ernelind leikur með HSV Hamburg en spilaði áður með Kiel og Bad Schwartau. Hann er 27 ára og á 90 landsleiki að baki.  LAURA Davies er fyrsta konan sem tekur þátt í karlamóti á evr- ópsku mótaröðinni í golfi, og lék hún á þremur yfir pari á fyrsta keppnis- degi ANZ-meistaramótsins sem fram fer í Ástralíu. Á mótinu er leik- ið með sérstöku Stableford-kerfi sem verðlaunar kylfinga sem leggja áherslu á sóknargolf. Davies er 81. sæti og fékk -1 punkt fyrir skor sitt, líkt og Frakkinn Jean van der Velde sem var með henni í ráshóp.  ÞEIR sem eru í efstu sætum keppninnar eru með 18 punkta og segir Davies að hún þurfi að ná 10 punktum á öðrum keppnisdegi til þess að komast áfram. Nick O’Hern frá Ástralíu lék á átta höggum undir pari og fékk 18 punkta að launum.  KÓLUMBÍSKI knattspyrnumað- urinn Albeiro Usuriaga var skotinn til bana á miðvikudag þegar ráðist var inn á heimili hans í borginni Cali. Hann var þekktastur fyrir að hafa skorað markið sem tryggði Kólumb- íu þátttökurétt í lokakeppni HM á Ítalíu árið 1990 en var síðan ekki val- inn í hópinn sem tók þátt í keppninni. Usuriaga lék með mörgum liðum í Suður-Ameríku og einnig um skeið með Málaga á Spáni. FÓLK Björn nýtur engra styrkja frá Af-rekssjóði ÍSÍ, er ekki nógu öfl- ugur á alþjóðlegan mælikvarða til þess að vera styrk- hæfur. Hann lætur það ekki á sig fá, hyggst upp á eigin spýtur leggja allt í sölurnar til að ná markmiði sínu, sem er keppnisréttur í 1.500 m hlaupi á Ólympíuleikunum í Aþenu í ágúst nk. „Ég hef einbeitt mér að æfingum og keppni í hlaupum frá því um mán- aðamótin október/nóvember. Þá sagði ég upp hálfsdagsstarfi sem ég var í á Almennu verkfræðistofunni og dreif mig í sex vikna æfingabúðir til Athens í Georgíuríki í Bandaríkj- unum,“ sagði Björn í samtali við Morgunblaðið í vikunni – þá nýkom- inn úr keppnisferð til Svíþjóðar. Í fyrrgreindri æfingaferð til Bandaríkjanna sló Björn Íslandsmet Þorsteins Þorsteinssonar, KR, í 800 m hlaupi innanhúss, met sem hafði staðið í 32 ár. Hann gerði síðan gott betur í Malmö sl. sunndag og telur sig eiga meira inni. „Það er ljóst að ég hefði aldrei komist í gegnum aðra eins æfinga- törn og ég fór í gegnum í haust og í vetur hefði ég stundað vinnu með.“ Æfirðu miklu meira en áður? „Já, ég geri það, bæði hefur fjöl- breytileiki æfinganna verið meiri og eins hef ég hlaupið fleiri kílómetra, á bilinu 80 til 100 á viku. Það hef ég ekki þolað til lengdar fyrr en nú, bæði vegna meiðsla og sökum al- menns aumingjaskapar. Ég hef oft átt við meiðsli að stríða, eins og þeir vita sem þekkja mig.“ En hvað kom til að þú ákvaðst að segja upp vinnunni til að hella þér af fullum krafti út í æfingar? „Draumurinn er að halda út fram yfir Ólympíuleikana í Aþenu í sumar. Ég ákvað að láta slag standa í fram- haldi af miklum framförum sem ég tók í fyrrasumar. Þá sá ég að með því að einbeita mér að æfingum í ein- hvern tíma gæti ég örugglega tekið enn meiri framförum. Þetta er nokk- uð djörf ákvörðun, en ég sé það núna þegar ég lít á þær framfarir sem ég hef tekið í vetur innanhúss að ég gerði rétt. Tíminn minn í 1.500 metra hlaupinu í Gautaborg um síðustu helgi, 3.47,84 mínútur, samsvarar um 3,44 mínútum utanhúss, það er um 3 sekúndum betri tími en ég náði í fyrrasumar. Ég get þar með alveg fullyrt að nú um stundir er ég sterk- ari hlaupari en í fyrra og þar af leið- andi en nokkru sinni fyrr á ævinni. Eigi að síður er langt í B-lágmark- ið í 1.500 m hlaupi fyrir Ólympíu- leikana, 3,38 mínútur. Ég átta mig á því að það þarf mikið að gerast til þess að ég nái því, en ég er hvergi af baki dottinn við þann ásetning minn,“ segir Björn og bætir við: „Draumurinn um að keppa á Ólymp- íuleikum fær menn eins og mig til þess að verða svolítið geggjaðir og leggja allt annað til hliðar. Raunhæft markmið á næstu mán- uðum er að bæta Íslandsmetin í 800 og 1.500 m hlaupi innanhúss og utan, takist mér að ná lengra, til dæmis á Ólympíuleika, þá lít ég á það sem bónus. Ég er það jarðbundinn enn að ég geng ekki út frá því sem vísu að ég komist til Aþenu.“ Bræður á hlaupum Björn lauk BS-námi í verkfræði við Háskóla Íslands í vor og hyggur í framtíðinni á frekara framhaldsnám. Hann er 24 ára gamall, fæddur á Blönduósi en uppalinn á Mælifellsá í Skagafirði. Björn hóf átta ára gamall að keppa í hlaupum á mótum í heimabyggð sinni en segir að það hafi ekki verið fyrr en um fjórtán ára aldur sem hann sýndi að hann hefði hæfileika til að verða hlaupari. Hann er eitt sjö barna hjónanna Helgu Þórðardóttur og Margeirs Björns- sonar sem búa á Mælifellsá. Ljóst er að rík hlaupagen eru í fjölskyldunni því Sveinn bróðir Björns er Íslands- methafi í 3.000 m hindrunarhlaupi og hefur verið fremsti hlaupari landsins í 3.000–10.000 km hlaupi undanfarin ár. Sveinn er ári eldri en Björn og leggur nú stund á framhaldsnám í Kaupmannahöfn. Yngri bróðir Björns, Ólafur, sem stendur á tví- tugu, hefur einnig vakið athygli fyrir árangur sinn á hlaupabrautinni. Fleiri íþróttamenn eru í fjölskyld- unni því Hrafn, hálfbróðir Björns, var um tíma í landsliðinu í hand- knattleik og stóð í marki ÍR-inga. Þá eru fleiri hlauparar í fjölskyld- unni því sambýliskona Björns er Rakel Ingólfsdóttir, hlaupari í FH. „Við skulum ekkert fara út í þá sálma hvort okkar hljóp hitt uppi, ég man það ekki lengur,“ sagði Björn glettinn þegar talið berst að sam- býliskonunni. Eftir að hafa keppt árum saman undir merkjum UMSS og Tindastóls söðlaði Björn um fyrir rúmu ári og gekk til liðs við Breiðablik en á dög- unum tilkynnti hann á ný fé- lagsskipti, að þessu sinni yfir í FH, sennilega elti hann Rakel í það skipt- ið. Félagsskipti Björns yfir til FH- inga ollu nokkru fjaðrafoki, einkum í herbúðum Blika, en Björn segist vona að öldurnar hafi lægt. Björn var frá keppni nærri því allt árið 2001 og árið eftir var hann alveg úr leik vegna meiðsla af ýmsum toga. Segir hann að sá tími hafi verið afar lærdómsríkur en viðurkennir að hann hafi á tíðum verið að því kom- inn að gefast upp og leggja hlaupas- kóna á hilluna. Á þessum árum hafi hann breytt ýmsu í æfingum sínum, lyft meira en áður og hugað einnig betur að teygjuæfingum og fleiri sto- ðæfingum. Það hafi átt stóran hlut í því að loks þegar meiðslin voru að baki á síðasta ári hafi hann strax tek- ið miklum framförum. „Að ýmsu leyti þakka ég löngum meiðslalista að nú er ég að ná árangri. Þegar ég var meiddur velti ég því oft fyrir mér hvort mig langaði til þess að halda áfram eða ekki. Þá fann ég að mig langaði til að ná árangri; úr því ég komst í gegnum hver meiðslin á fæt- ur öðrum var ég viss um að heill gæti ég gengið í gegnum þá þrekraun að æfa betur og meira, einbeita mér að hlaupunum og taka stórstígum fram- förum,“ segir Björn. Hann hljóp 800 m á 1.51.50 mín. í fyrra og hefur bætt sig verulega. Farið er að hilla undir Íslandsmet Erlings Jóhannessonar, 1.48,83, sem er orðið rúmlega 15 ára gamalt. Alls hljóp Björn fimm sinnum undir 1,55 mín. í 800 m hlaupi og tvisvar sinnum undir 3,50 í 1.500 m hlaupi síðasta sumar, en slíkt hefur íslenskur hlaupari ekki gert í háa herrans tíð. Þá hefur hann einnig bætt sig um sex sekúndur í 1.500 m hlaupi og náð fimmta besta árangri Íslendings í greininni, 3.47,61, en vantar enn sex sekúndur til að slá 22 ára gamalt Ís- landsmet Jóns Diðrikssonar. Er vanur á lifa spart Björn er hvergi banginn, segist vera sparsamur, hafi alltaf tekist að halda vel á því sem hann hefur unnið sér inn á sumrin og það komi sér vel núna þegar lifa þurfi spart. „Það litla sem ég eyði fer ég með í sportið,“ segir Björn sem tókst að fá nokkra styrktaraðila til að styðja við bak sitt vegna æfingaferðinnar til Banda- ríkjanna í vetur og fékk að búa hjá Guðrúnu Arnardóttur, Íslandsmet- hafa í grindahlaupum, og eiginmanni hennar í Athens meðan hann var í æfingabúðunum. „Það er hins vegar alveg ljóst að ég safna ekki sjóðum um þessar mundir, en það er ódýrara að lifa þegar maður þarf lítið.“ Ertu með einhverja bakhjarla um þessar mundir? „Ég hef undanfarin sumur unnið á Almennu verkfræðistofunni og þeg- ar ég hætti þar í haust var ég leystur út með góðum styrk. Síðan fékk ég nokkur velviljuð fyrirtæki til viðbót- ar til þess að styðja við bakið á mér fyrir Bandaríkjaferðina, ekki mikið en það munaði mikið um það. Því er hins vegar ekki að leyna að ég stæði betur að vígi ef ég kæmist á B-styrk hjá Afrekssjóði ÍSÍ, en um það þýðir ekki að fást á þessu stigi, til þess að verð ég að bæta mig tals- vert, hlaupa til dæmis 1.500 metrana á 3,40 til 3,41 mínútu. Það er aldrei að vita hvað gerist í vor, ég lifi í von- inni, en fyrst og fremst um að ná settu marki á hlaupabrautinni.“ Björn langar til þess að komast á heimsmeistaramótið innanhúss sem fram fer í Búdapest í næsta mánuði. Til þess þarf hann að hlaupa 1.500 á 3,43 mínútum, bæta sig um nærri fimm sekúndur. „Guðmundur [Karlsson] landsliðsþjálfari ætlar að reyna að koma mér inn á sterkt mót í Birmingham næsta föstudag [20. febrúar] þar sem ég gæti átt mögu- leika á að fá það góða keppni að ég eigi möguleika á HM-lágmarkinu. Ég er hins vegar ekki alltof bjart- sýnn á að komast á mótið í Birm- ingham, sennilega þarf klíkuskap til þess. Verði ég ekki í Birmingham stefni ég á sænska meistaramótið, sem er sömu helgi, þar legg ég þá allt í sölurnar,“ segir hinn dugmikli Skagfirðingur Björn Margeirsson og er hvergi banginn. Skagfirðingurinn Björn Margeirsson stefnir á Íslandsmet í millivegahlaupum og á Ólympíuleika í Aþenu án styrkja frá ÍSÍ Draumurinn um ÓL gerir menn geggjaða „VISSULEGA var það djarft að segja upp vinnunni og einbeita sér að æfingum og keppni í nokkra mánuði, en ég er ungur, nokkuð spar- samur og tel að láti ég ekki reyna á það núna hversu langt ég geti náð þá geri ég það ekki eftir fjögur eða kannski tíu ár,“ segir Skag- firðingurinn Björn Margeirsson sem vakið hefur verðskuldaða at- hygli í vetur en hann hefur m.a. tvíbætt Íslandsmetið í 800 m hlaupi innanhúss og saumaði að 24 ára gömlu Íslandsmeti Jóns Diðriks- sonar í 1.500 m hlaupi innanhúss í Gautaborg síðasta laugardag. Daginn eftir bætti hann eigið Íslandsmet í 800 m hlaupi, hljóp á 1.53.03 mín. í Malmö. Eftir Ívar Benediktsson ANDRI Steinn Birgisson, knatt- spyrnumaður úr Fram, er til reynslu hjá norska úrvalsdeildar- félaginu Viking Stavanger þessa dagana. Hann fór til Noregs á mánudag og er væntanlegur aftur um helgina, samkvæmt vef Fram- ara. Andri er tvítugur miðjumaður og kom til Fram frá Fylki í vetur eftir eins árs dvöl hjá Árbæjarlið- inu, en hann lék með Fjölni til þess tíma. Andri spilaði með Aftureldingu sem lánsmaður í 1. deildinni í fyrra. Hann er í úrtakshópi fyrir 21 árs landsliðið sem var valinn fyrir skömmu og á dögunum skoraði hann tvívegis fyrir Fram í sigri á Þrótti, 5:3, í Reykjavíkurmótinu. Andri æfir með Viking
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.