Morgunblaðið - 13.02.2004, Qupperneq 60
KVIKMYNDIR
60 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
GÁRUNGAR fleygja því nú að
nýjasta tískan hjá leikkonum í
Hollywood sé að taka að sér hlut-
verk sem felur í sér þá áskorun að
vera illa til höfð og ómáluð fyrir
framan tökuvélina, enda sé slík
dirfska gjarnan verðlaunuð með
Óskarstilnefningu, jafnvel sjálfri
styttunni. Þó svo að þetta hljómi fá-
ránlega er e.t.v. fólgið í því sann-
leikskorn sem ber vitni um hversu
mikið afrek það þykir að gæða
Hollywood-kvikmyndir lágmarks
trúverðugleika, með því að láta
sögupersónur líkjast venjulegu
fólki, nokkuð sem er fremur viðmið
en frávik í kvikmyndagerð víða um
heim.
Charlize Theron, sem einmitt
hlaut Óskarstilnefningu í ár, gengur
talsvert lengra en svo að sleppa
farðanum í túlkun sinni á aðalper-
sónu kvikmyndarinnar Ófreskju, er
fjallar um sannsögulega persónu,
Aileen Wuornos, ógæfukonu sem
starfaði sem vændiskona frá þrett-
án ára aldri, en tók síðar að myrða
viðskiptavini sína. Wuornos naut
þess vafasama heiðurs að vera köll-
uð fyrsti kvenkyns raðmorðingi
Bandaríkjanna, en hún var tekin af
lífi í Flórída-ríki í október 2002 fyrir
morð á sjö karlmönnum. Wuornos
fæddist inn í umhverfi fátæktar og
splundraðra fjölskyldna, móðir
hennar mun hafa yfirgefið hana,
faðirinn sömuleiðis, en afinn er tal-
inn hafa misnotað Wuornos er hún
var barn. Wuornos var útskúfuð úr
heimahúsum eftir að hún eignaðist
barn 13 ára og lifði götulífi æ síðan,
og hafði tekjur af því að selja sig
ferðalöngum þjóðvegarins.
Í túlkun sinni á Wuornos gerir
Theron meira heldur en að leika,
hún hreinlega umbreytir sér úr
glæsipíunni sem hún hefur birt
áhorfendum hingað til, yfir í mann-
eskju sem lifað hefur og hrærst svo
lengi í ómennskri veröld að hún hef-
ur tekið á sig yfirbragð ófreskju.
Holdafar Theron er gjörbreytt og
gervameistarinn hefur útmáð hið
meitlaða andlitsfall leikkonunnar og
gefið því grófa og veðraða ásýnd
(hin raunverulega Wuornos hafði ör
í andliti eftir að hafa brennst illa
sem barn). Theron gæðir persónuna
síðan einhverju óræðu samblandi
tómleika og innibyrgðs sársauka, en
á bak við grímuna skín í örvænting-
arfulla og viðkvæma sál.
Titill myndarinnar, Ófreskja,
kjarnar á einfaldan hátt meginverk-
efni myndarinnar og nálgunarleið
aðstandenda við umfjöllunarefnið,
sem leikur einhvers staðar á mörk-
um sannsögulegrar og skáldlegrar
útleggingar. Talsvert hefur verið
fjallað um mál Wuornos í fjölmiðl-
um og sjónvarpi, en í lokaáfrýjun-
inni breytti hún eigin framburði um
að morðin hafi verið framin í sjálfs-
vörn, og telja sumir að með því hafi
hún viljað flýta fyrir endalokunum
eftir rúmlega áratug á dauðadeild-
inni. Nick Broomfield gerði jafn-
framt tvær heimildarmyndir um
Wuornos, þar sem m.a. kemur fram
hversu lélega lögfræðiaðstoð hún
hlaut, hvernig móðir hennar og að-
ilar í lögreglunni reyndu að hagnast
á sölu kvikmyndaréttar að sögu
hennar, og að deila má um hvort
Wuornos var yfirleitt heil á geðs-
munum, og því sakhæf á þann hátt
sem raunin varð.
Í kvikmyndinni er leitast við að
draga upp trúverðuga mynd af ferli
og aðstæðum Wuornos, og margt er
byggt á hennar eigin frásögnum og
persónueinkennum, og eru morðin
t.d. túlkuð sem þróun frá hreinni
sjálfsvörn, til hatursglæpa eða til-
rauna til að flýja vændislífernið. En
raunsæisleg endurspeglun virðist
þó ekki vera aðalatriðið í Ófreskju,
athyglin er þess í stað fest við ein-
stakling sem samfélagið hefur af-
greitt sem skrímsli og reynt er að
finna hið mennska í henni. Mið-
punkturinn í þeirri sögu er ástar-
samband sem Wuornos átti við
unga konu árið sem hún framdi
morðin, og er það ekki síst í gegn-
um þá tragísku sögu sem mann-
eskjuleg einkenni persónunnar eru
dregin fram. Christina Ricci túlkar
þessa dálítið óræðu persónu, sem
endaði á því í veruleikanum að
verða lykilvitnið í réttarhöldunum
yfir Wuornos. Leikstjórinn dregur
jafnframt fram bakgrunn Wuornos
á smekklegan hátt, án þess að
reyna að afsaka gjörðir hennar, en
áhorfendur fá engu að síður tæki-
færi til að setja sig í hennar spor og
ímynda sér hvers konar hugarheim-
ur verður til við slíkar aðstæður.
Í fótspor morðingja
MONSTER / ÓFRESKJA
Laugarásbíó
Leikstjórn og handrit: Patty Jenkins.
Kvikmyndataka: Steven Bernstein. Aðal-
hlutverk: Charlize Theron, Christina
Ricci, Bruce Dern, Lee Tergensen, Annie
Corley, Scott Wilson. Lengd: 111 mín.
Bandaríkin / Þýskaland. Newmarket
Films, 2003.
Heiða Jóhannsdóttir
Stóra svið
Nýja svið og Litla svið
CHICAGO eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse
Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Lau 14/2 kl 20 - UPPSELT,
Su 15/2 kl 20 - UPPSELT, Fö 20/2 kl 20 - UPPSELT,
Lau 21/2 kl 20 - UPPSELT, Su 22/2 kl 20 - UPPSELT,
Lau 28/2 kl 20 - UPPSELT, Su 29/2 kl 20, - UPPSELT,
Mi 3/3 kl 20 - UPPSELT, Fö 5/3 kl 20 - UPPSELT,
Lau 6/3 kl 20 - UPPSELT, Su 7/3 kl 20 - UPPSELT,
Fö 19/3 kl 20 - UPPSELT, Lau 20/3 kl 20 - UPPSELT,
Fi 25/3 kl 20 - UPPSELT
Fö 26/3 kl 20 - UPPSELT, Lau 27/3 kl 20 - UPPSELT
Fi 1/4 kl 20 - AUKASÝNING
Fö 2/4 kl 20 - UPPSELT
Lau 3/4 kl 15 - AUKASÝNING
Lau 3/4 kl 20 - UPPSELT, Fö 16/4 kl 20
Lau 17/4 kl 20 - UPPSELT, Su 18/4 kl 20
Fi 22/4 kl 20, Fö 23/4 kl 20, Lau 24/4 kl 20 - UPPSELT,
Ósóttar pantanir seldar daglega
Miðasala: 568 8000
Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00
miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00
laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00
Meira (en) leikhús!
SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams
Í kvöld kl 20, Lau 14/2 kl 20,
Fö 20/2 kl 20, Su 22/2 kl 20
Lau 28/2 kl 20, Su 29/2 kl 20
ERLING eftir Hellstenius/Ambjörnssen
su 15/2 kl 20. Lau 21/2 kl 20
Aðeins þessar sýningar
IN TRANSIT e. THALAMUS
Fi 19/2 kl 20
Lau 21/2 kl 14:30 - Á Reykjavíkurflugvelli!
Su 22/2 kl 14, Fi 26/2 kl 20, Fö 27/2 kl 20
Sýningin er á ensku - Aðeins þessar sýningar
ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield
Lau 13/3 kl 20
Síðasta sýning
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Lau 14/2 kl 14 - UPPSELT, Su 15/2 kl 14, - UPPSELT,
Su 22/2 kl 14 - UPPSELT, Lau 28/2 kl 14 - UPPSELT,
Su 7/3 kl 14, Lau 13/3 kl 14, Su 14/3 kl 14,
Su 21/3 kl 14, Su 28/3 kl 14
GLEÐISTUND
FORSALURINN OPNAR KLUKKUTÍMA FYRIR KVÖLDSÝNINGU
****************************************************************
VIÐ MINNUM KORTAGESTI Á VALSÝNINGAR
Ath:. Ekki er hægt að hleypa í salinn eftir að sýning hefst
DRAUGALEST e. Jón Atla Jónasson
FRUMSÝNING mi 18/2 kl 20 - UPPSELT
Fi 19/2 kl 20, Fi 26/2 kl 20, Fö 27/2 kl 20
loftkastalinn@simnet.is
Fös. 13. feb. kl. 20 örfá sæti laus
Fös. 20. feb. kl. 20 laus sæti
Lau. 21. feb. kl. 20 örfá sæti laus
Fös. 27. feb. kl. 20 laus sæti
Lau. 6. mars kl. 20 laus sæti
- Ekki við hæfi barna -
„Frábært-drepfyndin-átakanlegt“
Opið virka daga kl. 13-18
Miðasalan er opin kl. 14-18 alla daga nema sunnudaga og
fram að sýningu sýningardaga.
Sími miðasölu: 511 4200
www.opera.is
Brúðkaup
Fígarós
eftir Mozart
Frumsýning sun. 29. feb. kl. 19
2. sýning fim. 4. mars kl. 20
3. sýning lau. 6. mars kl. 19
Sýningar hefjast kl. 20
Miðasala alla daga
í síma 555-2222
Miðsala opin mið til lau, kl. 16 - 19
Fös. 13. feb. örfá sæti laus
Lau. 14. feb. nokkur sæti
Fös. 20. feb. nokkur sæti
Lau. 21. feb. nokkur sæti
Fös. 27. feb. laus sæti
Lau. 28. feb. laus sæti
„Hrein snilld í Hafnarfjarðarleikhúsinu“
Valur Gunnarsson DV 7. jan.
„...töfrar Hafnarfjarðarleikhússins losna
fyrir alvöru úr læðingi“ „stórviðburður“
Þorgeir Tryggvason Mbl. 9. jan.
„Sýningin er skemmtileg, litrík,
fjölbreytileg, full af glæsilegum
og skínandi hugmyndum“
Páll Baldvin DV 10. jan
Vinsælasta sýning leikársins heldur áfram
Yfir 30 þúsund gestir!
Mið. 25. feb. kl. 19.00 laus sæti
Sun. 29. feb. kl. 15.00 Uppselt
Selma Björnsdóttir fer í hlutverk Krissu.
Birgitta Haukdal heldur áfram sem Sandy
Jónsi heldur áfram sem DanniMiðasala í síma 562 9700
www.idno.is
Opið frá kl. 18 fim. - sunnudagskvöld.
Edda Björgvinsdóttir
tekur á móti gestum og losar
um hömlur í hádeginu
Lokasýning 13. febrúar. k l . 1 1 . 4 5 .
Tenórinn
Fim. 19. feb. k l . 20:00 AUKASÝNING
Fös. 27. feb. k l . 20:00 örfá sæti
Sellófon
Gríman 2003: „Besta
leiksýningin“ að mati áhorfenda
Fös. 13. feb. k l . 20:00 örfá sæti
Lau.14. feb. k l . 19:00 nokkur sæti
Lau.21.feb. k l .19:00 nokkur sæti
Fim.26. feb. k l .21 :00 nokkur sætI
WWW.sellofon.is og sellofon@mmedia.is
Vegna fjölda áskoranna
verða örfáar aukasýningar
LIPURTRÉ
10 STUTT DANSVERK
(sem þig hefur alltaf langað að sjá)
Danssýning
fyrir hláturmilda
Sýnd í Tjarnarbíó
í kvöld, fös. 13.2 kl. 20.30
lau. 14.2 kl. 20.30
Miðasala í Kramhúsinu,
s. 551 5103 og í Tjarnarbíói.