Morgunblaðið - 13.02.2004, Page 68

Morgunblaðið - 13.02.2004, Page 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. HAFIN er vinna við að þróa rafræna aflaskrán- ingu allra fiskiskipa Evrópusambandslandanna auk Íslands, Noregs og Eystrasaltslandanna. Sjávarútvegsstofnun Háskóla Íslands, Radíó- miðun hf. og Fiskistofa leiða þann hluta verkefn- isins sem snýr að skilgrein- ingum á innihaldi rafrænna afladagbóka, formi þeirra, tíðni upplýsingagjafa, örygg- iskröfum og notendaviðmóti. Íslendingar munu í fram- haldinu einnig koma að þró- un og prófun hugbúnaðar sem notast verður við. „Um er að ræða verkefni sem Evrópusambandið hef- ur ákveðið að styðja og lýtur að því að undirbúa reglugerð um rafræna afla- dagbækur fyrir fiskiflota Evrópu,“ segir Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsstofn- unar. Það yrði mikil breyting frá því sem nú er enda sé afli víða skráður í bækur, sem oft skila sér seint og illa til fiskistofa í löndunum sem um ræði. Ekki hafi verið hægt að nota þessar upp- lýsingar hingað til í vísindalegum tilgangi og gangi þetta eftir geti fiskveiðistjórnendur kallað fram fyllri gögn um það sem sé að gerast á mið- unum í rauntíma. Hagræði fyrir sjómenn „Skráningin verður gerð einfaldari, þægilegri og aðgengilegri fyrir skipstjórnendur og hægt verður að senda upplýsingarnar með einu hand- taki,“ segir Guðrún. Skilvirknin verður miklu meiri og hægt er að byggja inn í kerfið villuleit sem eykur áreiðanleika gagnanna sem fiskistof- um eru send. Þetta sé ekki bara hugsað til að auka eftirlit heldur ekki síst til hagræðis fyrir skipstjórnendur. Í upplýsingakerfinu geti þeir nálgast upplýsingar um veiðar sínar, staðsetn- ingu á hverjum tíma, veiðarfæri, hitastig sjávar og séð fylgni á milli margra ólíkra þátta. Guðrún segir Íslendinga í fararbroddi í þróun rafrænna afladagbóka og mikil þróunarvinna hafi verið unnin á undanförum misserum með þátttöku fyrirtækja og Fiskistofu. „Þetta er nán- ast tilbúið og íslenskir sjómenn eru vel að sér, þeir eru vel tæknivæddir og fyrir þá er þetta ekki stórt skref.“ Styrkt af ESB Spurð um hvernig til samstarfs við ESB kom segir Guðrún sambandið hafa kallað eftir verk- efnum um rafrænar afladagbækur. Sjávarút- vegsstofnun, Radíómiðun og Fiskistofa hafi unn- ið umsóknina saman. Rannsóknarmiðstöð á vegum ESB á Ítalíu hafi líka sótt um en nálgast viðfangsefnið á annan hátt. Þá var farið fram á það að verkefnunum yrði steypt saman. „Við höf- um unnið að því undanfarið og nú er því lokið. Verkefnið hófst formlega með fundi í síðustu viku í Mílanó og Íslendingar fara með mjög veigamikinn þátt,“ segir Guðrún. Að verkefninu komi fiskistofur landanna og hugbúnaðarfyrir- tæki, sem vinni saman að því að finna lausnir og prófa þær. Styrkur ESB til verkefnisins nemur um 100 milljónum en Guðrún reiknar með að heildar- kostnaðurinn sé á bilinu 200–300 milljónir króna. Íslenskt hugvit styrkt af ESB Unnið að rafrænni aflaskráningu í Evrópu Guðrún Pétursdóttir FORSTJÓRI Orkuveitu Reykjavíkur telur að raforkukostnaður til viðskiptavina OR á suð- vesturhorninu eigi eftir að hækka um allt að 20%, með breyttu fyrirkomulagi raforkuflutn- ings. Iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, hefur fengið í hendur niðurstöðu meirihluta 19 manna nefndarinnar svonefndu, sem var falið að koma með tillögur að fyrirkomulagi raforkuflutnings og hvernig jafna megi út kostnað og dreifingu. Nefndin var skipuð vegna raforkulaga, sem tóku gildi á síðasta ári, og mun ráðherra leggja fram nýtt frum- varp á næstunni í kjölfar tillagna frá nefnd- inni. Samkvæmt því á nýtt fyrirtæki í flutn- ingi og dreifingu raforku, stofnað sem hlutafélag af orkuveitunum, að taka til starfa um næstu áramót en samkeppni verður í framleiðslu og sölu orkunnar. En 19 manna nefndin var ekki sammála í afstöðu sinni og eiga að minnsta kosti tveir nefndarmenn eftir að skila sameiginlegu sér- áliti skriflega, þeir Guðmundur Þóroddsson, jaðri þéttbýlis. Kostnaður við flutninginn yrði meiri í tilfelli OR og Hitaveitu Suðurnesja, þó að í einhverjum landshlutum myndi raforku- verðið lækka til neytenda. Bendir Guðmundur á að kaupendur raforku á suðvesturhorninu séu nærri 200 þúsund manns, um 70% þjóð- arinnar. Ekki í samræmi við veruleikann Valgerður Sverrisdóttir sagðist ekki geta tjáð sig um niðurstöðu meirihlutans, þar sem ætti eftir að kynna málið í ríkisstjórn, en hún sagði mat forstjóra OR um mögulega orku- verðshækkun vera óraunhæft og órökstutt og ekki í samræmi við veruleikann. Ýmislegt væri ófrágengið, m.a. skipti miklu máli verð- mat á flutningsmannvirkjum orkufyrirtækj- anna. Sérstök eigendanefnd væri að fjalla um það og eignamatið gæti haft áhrif á kostnað við dreifingu og flutning orkunnar. Einnig myndi Orkustofnun hafa eftirlit með gjald- skrám orkuveitna og grípa í taumana ef fyr- irtækin færu að okra á viðskiptavinum sínum. forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR), og Júl- íus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja. Einnig bað ASÍ, sem átti fulltrúa í nefndinni, um frest til að fara yfir málið. Ekki náðist í Júlíus í gær en Guðmundur sagðist í samtali við Morgunblaðið vera afar ósáttur við fyr- irkomulag raforkuflutningsins. Telur hann t.d. að raforkukostnaður til viðskiptavina OR á suðvesturhorninu eigi eftir að hækka um allt að 20%, úr 6 kr. á hverja kílóvattstund í rúm- ar 7 kr. Spurður nánar um þetta sagði Guðmundur að verið væri að bæta við flutningskerfið lín- um um allt land, um leið og t.d. Orkuveitan héldi áfram að reka sitt dreifikerfi innan borgarmarkanna, en flutningskerfið nær að- eins frá virkjunum að fyrstu aðveitustöð í Nefnd ráðherra um raforkuflutning er klofin í afstöðu sinni Forstjóri OR telur raforku geta hækkað um allt að 20% Iðnaðarráðherra segir þetta mat vera óraunhæft Gouda ostur á tilboði í næstu verslun 30% afsláttur JÓNSI, söngvarinn í hljómsveitinni Í svörtum fötum, sópaði að sér verðlaunum á afhendingu Hlustendaverðlauna sjónvarpsstöðvarinnar PoppTíví sem fram fór í Vetrargarðinum í Smáralind í gærkvöld. Jónsi tók sig vel út á skjánum, enda kannski eins gott þar sem hann mun flytja framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í vor í Tyrklandi. Morgunblaðið/Golli Í svörtum fötum sigursæl TOLLVERÐIR tollstjóraembættis- ins fundu á annan tug kílóa af hassi falinn í almennri vörusendingu til landsins í fyrradag. Komu fíkniefnin í ljós við skoðun. Þeir sem grunaðir eru um innflutninginn voru leiddir fyrir dómara í gær. Fínkniefnadeild lögreglunnar var tilkynnt um fundinn og fer hún með rannsókn málsins. Vildu yfirmenn lögreglunnar ekkert láta hafa eftir sér um málið og sögðu það viðkvæmt í upphafi rannsóknar. Hass fannst í flugstöðinni Lögreglan á Keflavíkurflugvelli rannsakar einnig hassfund eftir að 3,5 kg af efninu fundust falin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á mánudag. Lög- reglan varðist frétta af málinu en rannsóknin miðar m.a. að því hvort einhverjir starfsmenn flugstöðvar- innar séu tengdir málinu og hafi átt þátt í að smygla efninu fram hjá toll- vörðum. Samkvæmt verðkönnun SÁÁ er verð á hassi um 1.800 kr. grammið. Nærri 20 kg af hassi fund- ust í tveimur sendingum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.