Morgunblaðið - 02.03.2004, Side 18

Morgunblaðið - 02.03.2004, Side 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fást í verslunum um land allt H. Blöndal ehf. Sími 517 2121 www.hblondal.com Purga-T sjálfvirku slökkvitækin fyrir sjónvörp • Alltaf á vakt • Slekkur eldinn strax • Fullkomlega öruggt Grafarvogur | Krakkarnir í 10. bekk í Rimaskóla enduðu lestr- arátak í skólanum með stæl og héldu lestrarmaraþon um síðustu helgi þar sem þau lásu upp úr Hringadróttinssögu í heilan sólar- hring. Lesturinn hófst kl. 13 á laug- ardegi og stóð til kl. 13. á sunnu- dag, og skiptu um 45 unglingar sér í nokkra hópa sem skiptust á að lesa, læra, spila og stunda íþróttir, segir Sigríður Þórð- ardóttir, íslenskukennari í Rima- skóla. „Þetta gekk bara mjög vel fyrir sig, allir voru áhugasamir og virt- ust skemmta sér mjög vel,“ segir Sigríður. Hún segir að krakkarnir hafi sjálf ákveðið að lesa Hringa- dróttinssögu, enda nýtur hún mik- illa vinsælda, sér í lagi í tengslum við kvikmyndirnar sem nú er ver- ið að ljúka sýningum á í kvik- myndahúsum. „Ef ég hefði komið til þeirra og stungið upp á því að þau læsu Njálu held ég að þau hefðu ekki tekið svona vel í það. Ekki það að sú bók sé eitthvað leiðinleg, held- ur höfðar Hringadróttinssaga sér- staklega til þeirra,“ segir Sigríð- ur. Lásu úr Hringa- dróttins- sögu í sólarhring Morgunblaðið/Þorkell Hlustað á Hringadróttinssögu: Krakkarnir í 10. bekk í Rimaskóla skiptust á að lesa og létu þess á milli fara vel um sig yfir lestri félaga sinna. Maraþon: Hver nemandi las í um 20 mínútur í senn. Vesturbær | Stígurinn við Eiðs- granda er enn illa farinn eftir óveður á aðfangadag á síðasta ári, þó starfsmenn gatna- málastjóra hafi grófhreinsað hann. Ekki stendur til að laga svæðið að fullu fyrr en vorar. Ekki verður lokið við hreinsum og malbikað aftur fyrr en í apríl í fyrsta lagi, segir Guðbjartur Sig- fússon, yfirverkfræðingur hjá Gatnamálastofu. Hann segir að það færi afar illa með þann gróð- ur sem þarna er ef farið væri að hreinsa á þessum árstíma og því sé rétt að bíða. „Gróðurinn þolir illa ánauð á þessum tíma og svo er nú ekki hægt að malbika mikið núna. Það er vont að eiga við það og við gerum það venjulega ekki um há- vetur, þó það sé kannski óvenju- legur vetur núna,“ segir Guð- bjartur. Ekki er búið að meta heild- artjónið sem varð í óveðrinu, en til stendur að taka það saman fljótlega, segir Guðbjartur. Morgunblaðið/Sverrir Torfærur: Stígurinn við Eiðsgranda er illa farinn eftir áhlaup að morgni aðfangadags á síðasta ári, en ekki verður gert við hann alveg á næstunni. Stígurinn ekki lag- aður fyrr en í apríl Hattaballið sívinsælt hjá heldri borgurum Grund | Heimilisfólk á Grund gerði sér glaðan dag á öskudaginn og hélt Hattaball. Þar mættu allir sem vildu og gátu með hatta og mátti í hátíðarsal Grundar sjá allar mögulegar og ómögulegar gerðir af höttum, kúrekahatta, pípuhatta, kokkahúfur, lögreglukaskeiti og auðvitað gamaldags herrahatta auk þess sem frúrnar mættu með blómahatta, stráhatta, síg- aunaslæður og fleira litríkt. Myndaðist mikil stemning þegar starfsfólk og heimilisfólk dansaði saman prúðbúið við leikandi harm- ónikkuspil. Allir með hatta: Starfsfólk og heimilisfólk á Grund dansaði kátt á Hattaballinu, enda ekki á hverjum degi sem svona gott tækifæri gefst til að lyfta sér upp og dansa við vini og kunningja. Morgunblaðið/Ásdís Mosfellsbær | Atvinnu- og ferðamálanefnd Mosfells- bæjar veitti á dögunum fyrirtækjunum Mottó og Hlín blómahúsi hvatningarverðlaun fyrir árið 2003. Þetta er í fimmta sinn sem slík viðurkenning er veitt í Mos- fellsbæ. Markmið verðlaunanna er að hvetja atvinnurek- endur til dáða og veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Ellefu fyrirtæki voru tilnefnd, en eftir vandlega yfirferð yfir tilnefningar, þar sem nýjungar og nýsköp- un, umsvif í bæjarfélaginu, fjölgun starfsmanna, starfsmanna- og fjölskyldustefna, ímynd og sýnileiki og umhverfi og aðbúnaður voru tekin til greina, urðu þessi tvö fyrirtæki fyrir valinu. Fyrirtækin eru að mörgu leyti ólík, starfa á mjög ólíkum markaði og eru ólík að stærð. Þau eiga það þó sameiginlegt að mati dómnefndarinnar að vera öðrum fyrirtækjum á sínu sviði til fyrirmyndar, nýjungar og nýsköpun hafa einkennt þau auk þess sem ímynd þeirra og sýnileiki svo og umhverfið í kringum þau eru talin til fyrirmyndar. Ánægðir: Sigþór Hólm Þórarinsson frá Hlín blóma- húsi og Ingimundur Magnússon frá Mottó voru að von- um þakklátir fyrir viðurkenninguna frá Mosfellsbæ. Fengu hvatn- ingarverðlaun Mosfellsbæjar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.