Morgunblaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.03.2004, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fást í verslunum um land allt H. Blöndal ehf. Sími 517 2121 www.hblondal.com Purga-T sjálfvirku slökkvitækin fyrir sjónvörp • Alltaf á vakt • Slekkur eldinn strax • Fullkomlega öruggt Grafarvogur | Krakkarnir í 10. bekk í Rimaskóla enduðu lestr- arátak í skólanum með stæl og héldu lestrarmaraþon um síðustu helgi þar sem þau lásu upp úr Hringadróttinssögu í heilan sólar- hring. Lesturinn hófst kl. 13 á laug- ardegi og stóð til kl. 13. á sunnu- dag, og skiptu um 45 unglingar sér í nokkra hópa sem skiptust á að lesa, læra, spila og stunda íþróttir, segir Sigríður Þórð- ardóttir, íslenskukennari í Rima- skóla. „Þetta gekk bara mjög vel fyrir sig, allir voru áhugasamir og virt- ust skemmta sér mjög vel,“ segir Sigríður. Hún segir að krakkarnir hafi sjálf ákveðið að lesa Hringa- dróttinssögu, enda nýtur hún mik- illa vinsælda, sér í lagi í tengslum við kvikmyndirnar sem nú er ver- ið að ljúka sýningum á í kvik- myndahúsum. „Ef ég hefði komið til þeirra og stungið upp á því að þau læsu Njálu held ég að þau hefðu ekki tekið svona vel í það. Ekki það að sú bók sé eitthvað leiðinleg, held- ur höfðar Hringadróttinssaga sér- staklega til þeirra,“ segir Sigríð- ur. Lásu úr Hringa- dróttins- sögu í sólarhring Morgunblaðið/Þorkell Hlustað á Hringadróttinssögu: Krakkarnir í 10. bekk í Rimaskóla skiptust á að lesa og létu þess á milli fara vel um sig yfir lestri félaga sinna. Maraþon: Hver nemandi las í um 20 mínútur í senn. Vesturbær | Stígurinn við Eiðs- granda er enn illa farinn eftir óveður á aðfangadag á síðasta ári, þó starfsmenn gatna- málastjóra hafi grófhreinsað hann. Ekki stendur til að laga svæðið að fullu fyrr en vorar. Ekki verður lokið við hreinsum og malbikað aftur fyrr en í apríl í fyrsta lagi, segir Guðbjartur Sig- fússon, yfirverkfræðingur hjá Gatnamálastofu. Hann segir að það færi afar illa með þann gróð- ur sem þarna er ef farið væri að hreinsa á þessum árstíma og því sé rétt að bíða. „Gróðurinn þolir illa ánauð á þessum tíma og svo er nú ekki hægt að malbika mikið núna. Það er vont að eiga við það og við gerum það venjulega ekki um há- vetur, þó það sé kannski óvenju- legur vetur núna,“ segir Guð- bjartur. Ekki er búið að meta heild- artjónið sem varð í óveðrinu, en til stendur að taka það saman fljótlega, segir Guðbjartur. Morgunblaðið/Sverrir Torfærur: Stígurinn við Eiðsgranda er illa farinn eftir áhlaup að morgni aðfangadags á síðasta ári, en ekki verður gert við hann alveg á næstunni. Stígurinn ekki lag- aður fyrr en í apríl Hattaballið sívinsælt hjá heldri borgurum Grund | Heimilisfólk á Grund gerði sér glaðan dag á öskudaginn og hélt Hattaball. Þar mættu allir sem vildu og gátu með hatta og mátti í hátíðarsal Grundar sjá allar mögulegar og ómögulegar gerðir af höttum, kúrekahatta, pípuhatta, kokkahúfur, lögreglukaskeiti og auðvitað gamaldags herrahatta auk þess sem frúrnar mættu með blómahatta, stráhatta, síg- aunaslæður og fleira litríkt. Myndaðist mikil stemning þegar starfsfólk og heimilisfólk dansaði saman prúðbúið við leikandi harm- ónikkuspil. Allir með hatta: Starfsfólk og heimilisfólk á Grund dansaði kátt á Hattaballinu, enda ekki á hverjum degi sem svona gott tækifæri gefst til að lyfta sér upp og dansa við vini og kunningja. Morgunblaðið/Ásdís Mosfellsbær | Atvinnu- og ferðamálanefnd Mosfells- bæjar veitti á dögunum fyrirtækjunum Mottó og Hlín blómahúsi hvatningarverðlaun fyrir árið 2003. Þetta er í fimmta sinn sem slík viðurkenning er veitt í Mos- fellsbæ. Markmið verðlaunanna er að hvetja atvinnurek- endur til dáða og veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Ellefu fyrirtæki voru tilnefnd, en eftir vandlega yfirferð yfir tilnefningar, þar sem nýjungar og nýsköp- un, umsvif í bæjarfélaginu, fjölgun starfsmanna, starfsmanna- og fjölskyldustefna, ímynd og sýnileiki og umhverfi og aðbúnaður voru tekin til greina, urðu þessi tvö fyrirtæki fyrir valinu. Fyrirtækin eru að mörgu leyti ólík, starfa á mjög ólíkum markaði og eru ólík að stærð. Þau eiga það þó sameiginlegt að mati dómnefndarinnar að vera öðrum fyrirtækjum á sínu sviði til fyrirmyndar, nýjungar og nýsköpun hafa einkennt þau auk þess sem ímynd þeirra og sýnileiki svo og umhverfið í kringum þau eru talin til fyrirmyndar. Ánægðir: Sigþór Hólm Þórarinsson frá Hlín blóma- húsi og Ingimundur Magnússon frá Mottó voru að von- um þakklátir fyrir viðurkenninguna frá Mosfellsbæ. Fengu hvatn- ingarverðlaun Mosfellsbæjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.