Morgunblaðið - 02.03.2004, Page 24
LISTIR
24 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÁTíbrár-tónleikum í Saln-um í kvöld kl. 20 leikaKolbeinn Bjarnasonflautuleikari og ástralski
píanóleikarinn Geoffrey Douglas
Madge verk eftir Rudolf Escher,
Edison Denisov, Johann Sebastian
Bach, Ferruccio Busoni og Pierre
Boulez. Aðspurðir segja þeir hug-
myndina að tónleikunum hafa
kviknað í upptökuhléi í Salnum fyrir
rúmu ári þegar Madge var staddur
hér á landi til að taka upp píanó-
konsert eftir gríska tónskáldið Nik-
os Skalkottas ásamt CAPUT, sem
sænska útgáfufyrirtækið BIS gefur
út síðar í þessum mánuði.
„Geoffrey spurði mig hvort ég
hefði leikið Sónatínu Boulez frá 1946
og þar með var hugmyndin að tón-
leikum kvöldsins fædd. Sjálfur hafði
ég í rúma tvo áratugi árangurslaust
leitað að píanóleikara sem hefði
áhuga og getu til að flytja þetta
verk, því það er hreint ekki á færi
allra þar sem það er sérlega krefj-
andi tæknilega séð,“ segir Kolbeinn.
Madge tekur undir þetta og segist
sjálfur hafa átt í erfiðleikum með að
finna flautuleikara sem treysti sér
til að leika verkið, en hann flutti það
fyrst á áttunda áratugnum.
„En þótt verkið sé tæknilega
krefjandi er einstaklega skemmti-
legt að spila það og að mínu mati er
þetta eitt mest spennandi verk tón-
bókmenntanna,“ segir Madge. „Þess
má geta að Boulez var ekki nema 21
árs þegar hann samdi verkið og það
er með ólíkindum hversu þroskaður
hann þá þegar var orðinn sem tón-
skáld. Að sumu leyti má segja að
hann hafi verið ótrúlega ófyrirleit-
inn að skrifa verk sem gerði meiri
kröfur til hljóðfæraleikara en áður
hafði þekkst,“ segir Kolbeinn.
Hvað hin verkin á efnisskránni
varðar segir Kolbeinn að legið hafi
beint við að flytja h-moll-sónötu
Bachs þar sem hún sé algjörlega
einstæð í tónbókmenntum fyrri
hluta 18. aldar og teljist ásamt verki
Boulez til hornsteina flautu-
bókmenntanna. „Þessi tvö verk eru
eins og andstæðir pólar í tónlistar-
sögunni, en eiga samt ýmislegt sam-
eiginlegt,“ segir Kolbeinn. „Þú get-
ur rétt ímyndað þér hvað verk
Bachs hefur þótt erfitt til hlustunar
og skilnings á sínum tíma. En það er
svo mikla dýpt og tilfinningar að
finna í þessu verki, ekki síst í notk-
un Bachs á krómatíkinni,“ segir
Madge.
Auk fyrrnefndra verka mun
Madge leika Chopin-tilbrigði fyrir
píanó eftir Busoni og saman munu
Kolbeinn og Madge leika sónötur
eftir annars vegar Escher og hins
vegar Denisov, sem hafa að sögn
Kolbeins líklega aldrei heyrst hér á
landi áður. „Busoni var einn af
fyrstu nútímapíanistum 20. ald-
arinnar og eitt mikilvægasta tón-
skáld síðustu aldar. Verkið sem ég
leik í kvöld samdi hann frekar seint
á ferli sínum, þ.e. 1921. Þetta er
magnað verk sem sýnir glögglega
stíl hans og hinn sérstaka hljóm-
aheim hans sem er nokkuð impress-
jónískur. Hvað Escher varðar þá
eru verk hans því miður lítið þekkt
utan heimalands hans, þ.e. Hol-
lands,“ segir Madge. „Denisov var
einn af forsvarsmönnum rússnesku
framúrstefnunnar, en verkið sem
við leikum í kvöld ber þess þó ekki
glöggt merki,“ segir Kolbeinn. „Það
er í raun fremur rómantískt og lýr-
ískt með mörgum fallegum hend-
ingum,“ bætir Madge við.
Að sögn Madge er þetta í fjórða
sinn sem hann leggur leið sína hing-
að til lands, en hann kom fyrst fram
hérlendis á Norrænum tónlist-
ardögum á áttunda áratugnum.
Madge lætur vel af upptökunum í
Salnum í fyrra. „Ég verð að nota
tækifærið og hrósa starfsfólki Sal-
arins fyrir einstaka fagmennsku og
sveigjanleika í rekstri. Öll aðstaðan
hér er til fyrirmyndar, sem skiptir
sköpum þegar verið er að taka upp
jafn erfitt og krefjandi verk eins og
þetta verk Skalkottas,“ segir Madge
og bendir á að verkið hafi verið leik-
ið af þremur píanóleikurum þegar
það var frumflutt á sínum tíma sök-
um þess hve erfitt það þótti. „Skalk-
ottas minnir nokkuð á samtíma-
mann sinn, Jón Leifs, að því leyti að
þótt hann hafi verið ötull við að
semja var nánast ekkert flutt eftir
hann meðan hann var á lífi. Hvað
tónlist þeirra varðar eru þeir samt
mjög ólíkir. Samt held ég að í heild
eigi Grikkland og Ísland ýmislegt
sameiginlegt, t.d. einkennist tónlist
beggja landa af ákveðnum ákafa og
brjálsemi,“ segir Kolbeinn. „Ég hef í
gegnum tíðina unnið mikið í Grikk-
landi og því kynnst þessari grísku
brjálsemi afar vel, svo nú bíð ég
spenntur eftir að kynnast íslensku
brjálseminni betur,“ segir Madge og
brosir. Þess má geta að Madge hef-
ur á síðustu árum kynnt sér íslensk-
ar tónsmíðar. „Eitt þeirra verkefna
sem bíða mín í framtíðinni er að
setja saman efnisskrá helgaða ís-
lenskri tónlist, enda eiga mörg tón-
skáld hér það skilið að heyrast víðar
í heiminum.“
Ótrúleg
ófyrirleitni
Morgunblaðið/Þorkell
Geoffrey Douglas Madge og Kolbeinn Bjarnason leika á Tíbrár-tónleikum í Salnum í kvöld.
HLAUPÁRSDAGURINN bauð
sannarlega upp á „brúðhlaup“ af fót-
fráustu sort þegar vinsælasta ópera
Mozarts var frumflutt fyrir upp-
seldu húsi. Þessi lengsta og e.t.v.
bezta gamanópera hans frá 1785/86
sýnir öll merki fullþroska stórmeist-
ara í greininni þótt samin sé aðeins
fjórum árum eftir Brottnámið úr
kvennabúrinu. Því miður greindi
annars vegleg óperuskrá Íslenzku
óperunnar hvergi frá fyrri Figaro-
uppfærslum hér á landi, en eftir
krókaleiðum tókst að grafa upp að
Kgl. sænska óperan hefði frumflutt
verkið á Íslandi í Þjóðleikhúsinu
1950. Næst var hún færð upp 1969
við óskipta athygli fjölmiðla, en síð-
ast í ÍÓ 1989 undir stjórn Anthonys
Hose. M.ö.o. fyrir heilum fimmtán
árum, og því vissulega kominn tími
til að dusta rykið af drottningu
klassískra gamanópera.
Að öðru leyti má segja að upp-
færslan hafi verið rökrétt framhald
af sýningu ÍÓ á Rakaranum í Sevilla
í fyrra. Því þó að ópera Rossinis sé
30 árum yngri en ópera Mozarts eru
báðar byggðar á sama þríleik
franska leikritahöfundarins Beaum-
archais, og Le Nozze di Figaro tekur
við af því sem gerist í Rakaranum,
þ.e.a.s. eftir að Rosina giftist Alma-
viva greifa. Höfuðpersónur eru
áfram þær sömu – og m.a.s. gengu
nú aftur tveir sömu söngvarar í
sömu hlutverkum og í fyrra, nefni-
lega Ólafur Kjartan Sigurðarson
sem Figaro rakari (nú orðinn einka-
þjónn greifans) og Davíð Ólafsson
sem Dr. Bartolo. Sesselja Kristjáns-
dóttir fór einnig með stórt hlutverk í
báðum óperum; Rosinu í fyrra, en nú
ástsjúka skutilsveinsins Cherubinos;
buxnarullu sem jafnan er sungin af
mezzosópran.
Hafi úrelt miðaldaforréttindi léns-
herra til að sænga með brúðum
þegna sinna á brúðkaupsnóttu (jus
primae noctis) myndað „píkantasta“
söguþráðarkryddið í Brúðkaupi Fig-
aros hefur margt fleira verið bolla-
lagt um þjóðfélagsádeiluna í leikriti
Beaumarchais La folle journée, er
bannað var í heimalandinu strax eft-
ir frumuppfærslu þess 1784, aðeins
fimm árum fyrir frönsku byltinguna.
Sama gildir um óperu Mozarts, þó
að da Ponte tækist að grisja svæsn-
ari púðurskotin úr munni Figaros
svo verkið fengist flutt í austurríska
keisaradæminu. En þó ekki gefist
rúm til að fara frekar út þá sálma
hér mætti kannski minna á að Jos-
eph II keisari sat beggja vegna
borðs í menningarmálum sem upp-
lýstur einvaldur og frímúrari, og
reglubróðir hans Mozart hugsaði án
efa aðalstéttinni þegjandi þörfina, þó
ekki væri nema eftir kveðjusparkið
sem Arco greifi greiddi honum í
óæðri endann er starfsvistinni hjá
Colloredo Salzburgarerkibiskupi
lauk með látum 9.6. 1781.
En hvað sem því líður stendur í
dag fyrst og fremst eftir stórkostleg
tónlist, er leynir á sér undir ærsla-
fullu afþreyingaryfirborði. Raunar
svo mikið, að auðveldara er að mis-
þyrma henni en grínþolnari tónlist
Rossinis við Rakarann, sem enn er í
nægilega fersku minni til saman-
burðar. Enda gáfu sumar senur,
ekki sízt hópsöngsatriðin sem
mynda kontrapunktískan „tour de
force“ Brúðkaupsins, stundum til-
efni til að spyrja hvort ekki hefði að-
eins mátt dempa ærsl og tempó til
ágóða fyrir meiri fágun og styrk-
rænt jafnvægi. Að vísu var úr afar
vöndu að ráða í vonlitlu húsi, þar
sem hálfgert pappabragð er af inni-
lokuðu hljómsveitinni (a.m.k. fram-
arlega úr gólfsætum) og að sama
skapi fátt er hvetur söngvara til fín-
gerðari tilþrifa. Hefur því ugglaust
verið freistandi að láta sjónleikinn
fleyta stykkinu yfir hljómburðar-
hjallann, enda var frá þeim bæjar-
dyrum séð lítið út á framvinduna að
setja, er streymdi áreynslulaust
fram með „góðu flæði“ eins og kallað
er.
Leikstjórn og búningar voru líkt
og í fyrra í beztu höndum. Ekki síður
sviðsmynd og lýsing, er tókst jafnvel
að skáka þeirri annars frábæru upp-
setningu með klassískt innblásnu út-
liti. Burtséð frá fáeinum tilkeyrslu-
örðum í samstillingu, er hurfu eftir
hlé, var hljómsveitarleikurinn sóp-
andi ferskur en ávallt nettur undir
agaðri stjórn Christophers Fifields,
og í svo látlausu jafnægi við sönginn
að víða hefði raddfólkið á sviðinu
getað leyft sér að taka minna á.
Sama átti við perlandi lipran semba-
lundirleik Guðrúnar Óskarsdóttur í
secco-sönglesum. Kórinn axlaði hlut-
fallslega litla byrði í þessu verki en
stóð sig með lýtalausri prýði.
Einsöngvaraáhöfnin var einhver
sú jafnasta að gæðum sem heyrzt
hefur í óperuhúsinu við Ingólfs-
stræti. Ólafur Kjartan Sigurðarson
gat byggt á haldgóðri reynslu sinni
af sömu persónu í Rossini í fyrra,
enda kom hann fyrir sem nánast
hinn fæddi Figaro, buffomaður par
excellence bæði í leik og söng. Berg-
þór Pálsson var í mörgu ljómandi
greifi, þó að tónmyndunin verkaði
stundum full groddaleg og roku-
gjörn miðað við þjóðfélagsstöðu og
ætti stöku sinni til að verða hvell,
líkt og hjá Fischer-Dieskau á efri ár-
um. Auður Gunnarsdóttir var hins
vegar sárt leikin greifynjan fram í
fingurgóma og söng af gífurlegu ör-
yggi og hljómfegurð. Litbrigðaskal-
inn hefði samt mátt vera aðeins víð-
ari, t.a.m. þegar kænskan og
leynimakkið tók við.
Súsanna Huldu Bjarkar Garðars-
dóttur, hin ráðagóða þerna greifynj-
unnar og tilvonandi ektakvinna Fig-
aros, stóð lítt kærasta sínum á
sporði í líflegum buffoleik með sér-
lega þokkafullri sviðsnærveru og
söng krefjandi súbrettuhlutverkið af
aðlaðandi lipurð.
Sesselja Kristjánsdóttir brilleraði
að vonum sem Cherubino með ein-
stakri eðalmálmklingjandi mezzo-
rödd sinni, nema hvað persónusköp-
unin virtist í krúttlegasta lagi fyrir
stálpaðan táning á herskyldualdri.
Valinn maður var í hverju rúmi í
smærri hlutverkum. Davíð Ólafsson
var óborganlegur Dr. Bartolo og
kom víst fáum á óvart, þó að hlut-
verk hans hér væri mun fyrirferð-
arminna en í Rossini og gæfi tak-
markaðra svigrúm til tilþrifa.
Marcellina ráðskona hans var frekar
vanþakklát persóna en engu að síður
óaðfinnanlega sungin af Sigríði Að-
alsteinsdóttur. Kímnin átti greini-
lega ekki illa við Snorra Wium í hlut-
verkum Don Basilios söngkennara
og Don Curzios dómara; báðar rull-
ur bráðfyndnar og pottþétt sungnar.
Antonio garðyrkjumaður átti ein-
hver fæstu einsöngstækifærin, en
fór vel með þau og sýndi líka
skemmtilegan gamanleik. Barbarina
Antoniosdóttir var í æskusprækum
höndum Valgerðar Guðnadóttur, er
söng litlu kavatínuna sína í hallar-
garðinum það ómótstæðilega að
ástæða er til að óska henni viða-
meira tækifæris sem allra fyrst.
Hópsöngvarnir voru, með fyrr-
nefndum fyrirvara, flestir smellandi
glæsilegir. Mest þó í tíu manna loka-
atriðinu, er skýrir vel hversu nauð-
synlegt er að vanda til vals í jafnvel
smæstu hlutverk þessarar úrvals-
óperu. Að öllu meðtöldu má því með
góðri samvizku óska Íslenzku óper-
unni til hamingju með afbragðsvel
heppnað Brúðkaup, er með réttu
ætti að geta gengið fyrir troðfullu
húsi fram á sumar. Og jafnvel þótt
helmingi stærra væri.
Drottning gam-
anóperanna
Morgunblaðið/Eggert
„Að öllu meðtöldu má því með góðri samvizku óska Íslenzku óperunni til
hamingju með afbragðsvel heppnað Brúðkaup,“ segir m.a. í umsögninni.
TÓNLIST
Íslenzka óperan
Mozart: Brúðkaup Fígarós K492. Söng-
rit: Lorenzo da Ponte. Bergþór Pálsson
(Almaviva greifi), Auður Gunnarsdóttir
(greifynjan), Hulda Björk Garðarsdóttir
(Susanna), Ólafur Kjartan Sigurðarson
(Figaro), Sesselja Kristjánsdótir (Cher-
ubino), Sigríður Aðalsteinsdóttir (Marc-
ellina), Davíð Ólafsson (Dr. Bartolo),
Snorri Wium (Don Basilio/Don Curzio),
Sigurður Skagfjörð Steingrímsson (Ant-
onio), Valgerður Guðnadóttir (Bar-
barina). Aðstoðarhljómsveitar- og æfing-
arstjórn: Kurt Kopecky. Stjórnandi Kórs
ÍÓ: Garðar Cortes. Leikstjórn: Ingólfur
Níels Árnason. Leikmynd: Geir Óttarr
Geirsson og Þorvaldur Böðvar Jónsson.
Búningar: Hildur Hinriksdóttir. Lýsing:
Egill Ingibergsson. Hljómsveit og kór Ís-
lenzku óperunnar u. stj. Christophers
Fifield. Sunnudaginn 29. febrúar kl. 17.
ÓPERA
Ríkarður Ö. Pálsson