Morgunblaðið - 17.03.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.03.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ MARGRÉT Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í umræðum á Al- þingi í vikunni að sér fyndist eðlilegt að fjöldi meðmælenda vegna framboðs til for- setakjörs yrði fimm til tíu þúsund í stað 1.500. „Mér fyndist persónulega eðlilegt að þar væri miðað við 5 þúsund manns og alveg upp í 10 þúsund þess vegna. Kröfurnar ættu að vera mun meiri en þær eru í dag,“ sagði Margrét en verið var að ræða frumvarp dómsmálaráðherra, Björns Bjarnasonar, um breytingar á lögum um framboð og kjör for- seta Íslands. Ganga breytingarnar m.a. út á að miða kjörskrá við íbúaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir forsetakosningar í stað fimm vikna fyrir kosningar. Engar umræður urðu um umræddar hug- myndir Margrétar. Meðmælendum verði fjölgað FORSÆTISRÁÐHERRA hafa borist alls tíu beiðnir um skýrslur frá alþingismönnum á árunum 1995 til 2003. Kemur þetta fram í skriflegu svari for- sætisráðherra, Davíðs Oddssonar, við fyr- irspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar, þing- manns Sjálfstæðisflokks. Hefur svarinu verið dreift á Alþingi. Sigurður Kári Kristjánsson spyr einnig hver heildarkostnaður ríkissjóðs sé vegna þessara beiðna, en í svari ráðherra kemur fram að ekki sé unnt að svara því, þar sem ekki hefði „verið haldið sérstaklega utan um einstaka kostnaðarþætti er varða skýrslu- gerð“. Skýrslurnar fjalla m.a. um störf einka- væðingarnefndar, um aðstöðumun kynslóða og um aðbúnað og kjör öryrkja, svo dæmi séu nefnd. Kostnaður liggur ekki fyrir KJARTAN Eggertsson skólastjóri hefur verið kjörinn sem fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráð í stað Sigurðar Inga Jónssonar, sem nýverið sagði sig úr Frjáls- lynda flokknum. Kjartan var áður vara- maður Sigurðar. Guðmundur Óskar Hermannsson, starfs- maður sýslumannsembættisins á Patreks- firði, hefur verið kjörinn varamaður Kjart- ans. Þeir Kjartan og Guðmundur voru kjörnir í þessi störf án atkvæðagreiðslu á Alþingi á mánudag. Nýir fulltrúar í útvarpsráð ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag. Verða þá fyrirspurnir til ráðherra. Síðar í dag verður umræða utan dagskrár um þróun at- vinnuleysis og kjör atvinnulausra. Málshefj- andi verður Össur Skarphéðinsson, þing- maður Samfylkingar, en félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, verð- ur til andsvara. „HÆTT er við að þunglyndi eldri borgara verði að meiriháttar heilbrigðisvandamáli ef ekki er brugðist hratt og rétt við,“ segir í greinargerð þingsályktunartillögu Samfylk- ingarinnar um að heilbrigðisráðherra verði falið að skipa nefnd sem rannsaki þunglyndi eldri borgara. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Ágúst Ólafur Ágústsson. Í tillögunni er lagt til að nefndinni verði falið að kanna sérstaklega tíðni sjálfsvíga og sjálfsvígstilrauna hjá eldri borgurum. „Nefndin kanni einnig hvaða leiðir séu heppi- legar til að koma í veg fyrir þunglyndi á með- al eldri borgara,“ segir í tillögunni. Í greinargerð segir að skv. skýrslum Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sé þung- lyndi einn erfiðasti sjúkdómur mannkyns og geti verið lífshættulegur. Þá segir í greinargerðinni að talið sé að um 12 til 15 þúsund manns þjáist af þunglyndi á Íslandi. „Þetta er gríðarlegur fjöldi og er þung- lyndi eldri borgara sérstakt vandamál.“ Jafnframt segir að þunglyndi eldri borgara geti í sumum tilfellum verið frábrugðið þung- lyndi annarra aldurshópa, þar sem missir maka eftir langt hjónaband, einmanaleiki og lífsleiði geti verið veigameiri orsök þung- lyndis en hjá öðrum hópum. Þunglyndi eldri borgara verði rannsakaðÞINGMENN Samfylking-arinnar kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar á Al- þingi í gær og lýstu yfir efa- semdum um að umhverfis- ráðherra hefði umboð til þess að stöðva umræðu um- hverfisnefndar þingsins um frumvarp um verndun Mý- vatns og Laxár í Suður- Þingeyjarsýslu. Vísuðu þeir til orða ráðherra fyrstu vik- una í mars þar sem hún sagði rétt að bíða með afgreiðslu frumvarpsins þar til það hefði verið rætt frekar heima í hér- aði. „Nú er það einfaldlega þannig að málið er til umfjöllunar á hinu háa Alþingi en ekki á vettvangi ríkisstjórnar, ekki á vettvangi ráð- herra, þannig að ráðherrann hefur strangt til tekið ekkert um það að segja hvort og hvernig nefnd, umhverfisnefnd í þessu tilfelli, fer áfram með málið,“ sagði Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingu, m.a. Ráðherra ítrekaði að í ljósi niðurstöðu fund- ar Landeigendafélags Laxár og Mývatns á Narfastöðum fyrir stuttu hefði verið eðlilegt að láta umrætt frumvarp bíða. Landeigendafélagið álykt- aði á þeim fundi að nema skyldi bráðabirgðaákvæðið í frumvarpinu á brott, en það felur í sér heimild fyrir hækkun stíflu í Laxá í Að- aldal, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ráð- herra ítrekaði að frumvarp- ið væri ekki að verða að lög- um. „Stjórnarflokkarnir hafa meirihluta og auðvitað halda þeir utan um mál eins og þeim þykir eðli- legast að halda á þeim,“ sagði hún. Bráðabirgðaákvæðinu verði sleppt Mörður Árnason, Samfylkingu, sagði að af- staða Samfylkingarinnar væri sú „að fleygja bráðabirgðaákvæðinu strax en halda áfram að vinna frumvarpið sjálft á eðlilegan hátt.“ Krist- ján L. Möller, Samfylkingu, tók í sama streng. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, sagði á hinn bóginn um mjög flókið og viðkvæmt mál að ræða. Hann sagði að yrði ekkert að gert hlyti að koma að því fyrr en síð- ar að Laxárvirkjun yrði lokað. Hann ítrekaði þó að ekki yrði unnið að þessu máli nema í sátt og samlyndi meðal heimamanna. „Og þeir hljóta nú að vinna að því að ná samkomulagi um það hvernig að þessu máli skuli unnið.“ Þá sagði iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdótt- ir, að þetta mál yrði ekki leyst í þingsalnum. Það þyrfti að ræða það milli m.a. heimamanna og Landsvirkjunar. Hún sagði ennfremur ekki rétt að málið væri algjörlega tvíþætt. Allt sner- ist það um verndun Laxár og Mývatnssvæð- isins. Óskiljanleg vinnubrögð Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, tók í sama streng og þingmenn Samfylkingar og sagði að málið væri komið á forræði þingsins; það væri til umfjöllunar í þingnefnd og ráðherrum kæmi það ekki við hvernig þingnefndir höguðu störf- um sínum. Nógur væri yfirgangur fram- kvæmdarvaldsins nú þegar gagnvart Alþingi. Þá sagði Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, að vinnubrögð ráðherra væru óskiljanleg. Kvaðst hann t.d. ekki vita hvað það þýddi að málið ætti að bíða í nefnd. Siv Friðleifsdóttir um frumvarp um verndun Mývatns og Laxár Ítrekar að Laxárfrumvarpið sé ekki að verða að lögum Morgunblaðið/Þorkell Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, og Dagný Jónsdóttir, Framsóknarflokki, rýna í þingskjöl. Stjórnarandstæðingar segja málið á forræði þingsins, ekki stjórnarinnar SÓLVEIG Pétursdóttir, formaður utanríkis- málanefndar Alþingis, sagði á Alþingi í gær að í ljósi ódæðisverkanna í Madríd á Spáni í síð- ustu viku væri ekki ólíklegt að hlutverk og áherslur Bandaríkjanna kynnu að breytast á næstu misserum. „Og kann það að hafa já- kvæð áhrif á viðræður okkar og Bandaríkja- manna um framtíð varnarstöðvarinnar í Keflavík,“ sagði hún. Utanríkismál einkenndu umræður á Alþingi í gær og gerði Sólveig þar grein fyrir starfi Ís- landsdeildar Evrópuráðsþingins á síðasta ári. Í ræðu sinni vék hún að baráttunni gegn al- þjóðlegri hryðjuverkastarfsemi og sagði að sú grímulausa grimmd og það fólskulega hatur sem hefði birst okkur í hryðjuverkaárásunum á New York og Washington í september 2001 hefði á ný látið á sér kræla. „Þótt enn sé of snemmt að kveða upp úr um það hverjir beri ábyrgð á ódæðisverkunum í Madríd þá er ljóst að þau bera handbragð þeirra afla sem leitast við að skapa glundroða og ótta og vega að styrkum stoðum lýðræðis, mannréttinda og réttarríkis í vestrænum þjóðfélögum.“ Sólveig sagði að Evrópubúar þekktu svo sannarlega hryðjuverkaógnina af eigin raun. Fjölmargir hryðjuverkahópar hefðu barist fyrir innihaldsrýrum málstað með blóðugum aðferðum á öndverðri síðustu öld. Á hinn bóg- inn hefðu íbúar Evrópu ekki kynnst hryðju- verkaógninni heima fyrir af slíkri stærðar- gráðu og í Madríd í síðustu viku. „Að mörgu leyti má segja að Evrópubúar séu að upplifa það sama og Bandaríkjamenn fyrir tæpum þremur árum. Er staðan nú slík að viðbún- aður er víðast hvar á hæsta stigi og búast verður við því að ógnin geti steðjað að hvar og hvenær sem er,“ sagði hún. „Með þessum óhæfuverkum hefur kastljósið nú í einu vet- fangi færst frá vám í Mið-Austurlöndum og Suður-Asíu til viðvarandi ógnar sem íbúum Evrópu stafar af hryðjuverkaöflun sem eira engu. Og í ljósi þessarar stöðu er ekki ólíklegt að hlutverk og áherslur Bandaríkjanna kunni að breytast á næstu misserum og kann það að hafa jákvæð áhrif á viðræður okkar og Banda- ríkjamanna um framtíð varnarstöðvarinnar í Keflavík.“ Íslendingar ekki undanskildir Sólveig bætti því við að þegar kæmi að hinni alþjóðlegu baráttu gegn hryðjuverka- starfsemi værum við Íslendingar ekki undan- skilin þótt jafnan heyrðust raddir sem væru á öndverðum meiði. Hún sagði að Íslendingar sem og aðrir þegnar ríkja Evrópuráðsins gætu ekki vikið sér undan ábyrgðinni að berj- ast af hörku gegn hryðjuverkaógninni. „Sú barátta er hnattræn í eðli sínu og atburðirnir á Spáni sýna okkur enn og aftur glögglega fram á að alþjóðleg samvinna sem miðar að áþreifanlegum árangri er frumskilyrði í þess- ari vegferð.“ Sólveig Pétursdóttir um breyttar áherslur eftir ódæðisverkin í Madríd Gætu haft jákvæð áhrif á við- ræður um framtíð herstöðvar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.