Morgunblaðið - 17.03.2004, Page 12

Morgunblaðið - 17.03.2004, Page 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU FISKAFLI landsmanna í febr- úarmánuði sl.var alls 266.481 tonn sem er 23 þúsund tonnum minni afli en á sama tíma í fyrra. Fiskistofa skýrir samdrátt í afla milli ára með slakri loðnuveiði í ár en botnfiskafl- inn jókst aftur á móti umtalsvert, mest ýsuaflinn. Verðmæti fiskafl- ans, á föstu verði ársins 2002, jókst um 11,8% á milli febrúarmánaða 2003 og 2004 en það sem af er árinu 2004 dróst það saman um 0,9% mið- að við árið 2003, samkvæmt útreikn- ingum Hagstofu Íslands. Þorskaflinn í febrúar 2004 var 20.680 tonn sem er rúmlega tvö þús- und tonnum meiri afli en í febrúar í fyrra. Afli í ýsu var með miklum ágætum eða 8.460 tonn sem er meira en 64% aukning í afla milli ára. Afli annarra botnfisktegunda var áþekkur og í fyrra. Alls var botnfiskaflinn 44.851 tonn í febrúar 2004, sem er tæplega níu þúsund tonnum meiri afli en í febrúar 2003. Eftirstöðvar aflaheimilda í þorsk og ýsu eru meiri nú en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir meiri afla, vegna aukinna aflaheimilda í þessum teg- undum. Eftirstöðvar aflamarks flestra annarra botnfisktegunda eru svipaðar og í fyrra. Ekki sami kraftur í loðnuveiðum Það er augljóst að ekki er sami kraftur í loðnuveiðunum nú og verið hefur verið síðustu ár. Loðnuaflinn í nýliðnum febrúar var 29 þúsund tonnum minni en í febrúar 2003 og aðeins 70% af meðalafla í febrúar síðustu 12 ára. Á því tímabili hefur febrúaraflinn aðeins eins sinni verið minni en það var 1998. Ólíklegt er að aflamark í loðnu verði veitt upp á veiðitímabilinu sem nú er að ljúka. Veiðin hefur þó glæðst það sem af er mars og á árunum 2001 og 2002 var aflinn meiri í mars en nemur eft- irstöðvum aflamarks 29. febrúar sl. Engin síldveiði var í febrúar enda aflaheimildir veiðitímabilsins næst- um uppurnar. Rækjuafli var slakur í febrúar og engin hörpudiskveiði vegna veiði- banns í kjölfar hruns stofnsins í Breiðafirði. Heildarafli íslenskra skipa í jan- úar og febrúar var 373 þúsund tonn og er það 172 þúsund tonnum minni afli en á árinu 2003. Botnfiskafli var tæp 73 þúsund tonn sem er um 11 þúsund tonnum meiri afli en á sama tímabili 2003. Þorskaflinn var 39 þúsund tonn og er það aukning um 4.200 tonn. Ýsuaflinn var nærri 14.400 tonn sem er aukning um 4.900 tonn og þá var steinbítsaflinn orðinn 2.350 tonn sem er 450 tonn- um meiri afli en á sama tímabili árið 2003. Skel- og krabbadýraaflinn var tæplega 2.600 tonn samanborið við rúmlega 5.900 tonna afla árið 2003. Mestu munar um 1.800 tonna sam- drátt í rækjuafla, tæplega 800 tonna samdrætti í hörpudiskafla vegna veiðibanns í Breiðafirði og þá dróst kúfiskaflinn saman um 750 tonn. " !   # $ %  %& #  $' '($)   *'$ %   +  %   ,# ! -' $ ,% '%  !. /$$    " !    0'$$           11               *($)     0'$$        Ýsuaflinn jókst um 64% Minni heildarafli en meiri botnfiskafli í febrúar LOÐNUAFLINN frá áramótum er nú orðinn um 396.500 tonn. Á sumar- og haustvertíðinni veiddust samtals 96.500 tonn og því er heildaraflinn orðinn ríflega 493.000 tonn. Alls er íslenzkum skipum heimilt að veiða 737.000 tonn og því standa enn óveidd 244.000 tonn samkvæmt upp- lýsingum frá Samtökum fiskvinnslu- stöðva. Mestu hefur verið landað hjá Eskju á Eskifirði, 61.500 tonnum. Ríflega 58.000 tonnum hefur verið landað hjá Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað og 556.000 tonnum hjá Síldarvinnslunni á Seyðisfirði. Har- aldur Böðvarsson á Akranesi hefur tekið á móti tæplega 41.000 tonnum. Tangi á Vopnafirði er með 27.000 tonn, Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði er með 25.500, Ísfélagið í Vest- mannaeyjum með 25.400, Vinnslu- stöðin í Eyjum hefur tekið á móti tæplega 23.000 tonnum og Hrað- frystistöð Þórshafnar er með 22.000 tonn. Loðnan veiddist meðal annars norðar og vestar í gær en hingað til. Víkingur AK 100 var að kasta undir hádegið í gær og var með 400–500 tonn í kastinu en skipið var áður komið með 700 tonn af loðnu sem veiðst hefur 25 mílur norð-vestur af Akranesi að sögn skipstjórans Sveins Ísakssonar. En skipið fór út á mánudagskvöld eftir að hafa landað 800 tonnum fyrr um daginn. Í gær var verið að landa úr Ing- unni AK 150 á Akranesi en skipið kom til heimahafnar í mánudags- kvöldið með 1.400 tonn af loðnu. Faxi RE 9 var á miðunum í gær og var kominn með um 600 tonn. Búið er að vinna og frysta alls um 400 tonn af loðnuhrognum hjá HB og hefur vinnslan gengið vel. Í gær stóð yfir hreinsun á hrognum úr Ingunni. Morgunblaðið/Sigurgeir Hrognin Mikið hefur verið fryst af loðnuhrognum að undanförnu, en hér er verið að vinna hrogn í Eyjum. Yfir 200.000 tonn af loðnu enn óveidd Skiptar skoðanir á yfir- lýsingu forseta Íslands Formenn þingflokkanna eru ekki á sama máli um þá yfirlýsingu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að forseti ætti að verða virkari í umræðunni í þjóðfélaginu og horfið verði frá þeirri hefð að forseti haldi sig til hlés. EINAR K. Guðfinnsson, þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mjög vandmeðfarið ef forseti Íslands kýs að taka þátt í al- mennum um- ræðum. „Það er enginn vafi á því að gildi forsetaembættis- ins í hugum flestra hefur fal- ist í því að um það hafi verið friður. Menn hafa litið á hann sem einhverskonar sam- einingartákn, ekki síst á stórum og erfiðum stundum í sögu þjóðarinn- ar. Ég vona að þessi yfirlýsing for- setans verði ekki til þess að draga úr þeirri stöðu forsetaembættisins, en ég óttast að það geti gerst. Það er ljóst mál að um leið og forsetinn verður virkur þátttakandi í pólitísk- um deilumálum sem öðrum, þá skip- ar hann sér í sveit og er þar af leið- andi ekki lengur það sameiningar- tákn, sem menn hafa litið til,“ segir Einar. Einar K. Guðfinnsson Getur orðið til þess að forseti verði ekki lengur sameiningartákn Einar K. Guðfinnsson FORSETI Íslands hefur fullan rétt á því að hafa skoðanir,“ segir Magn- ús Þór Hafsteinsson, formaður þingflokks Frjálslynda flokksins. Magnúsi Þór lýst mjög vel á það ef forseti Ís- lands verður virkari í um- ræðum en verið hefur. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að forseti Íslands ætti að vera miklu virkari og beinskeyttari, bæði við að verja sig og embættið þegar hann verður fyrir árásum og líka að segja sína skoðun. Ég er ekki alltaf sammála honum en ég hef oft orðið var við það að þegar forseti talar með skýrum hætti þá hefur það alltaf lífgað upp á þjóð- félagsumræðuna. Öll umræða er alltaf af hinu góða,“ segir Magnús Þór. Magnús Þór Hafsteinsson Forseti á að vera virkari og beinskeyttari Magnús Þór Hafsteinsson MARGRÉT Frímannsdóttir, for- maður þingflokks Samfylkingar- innar, segist ekki vita nákvæmlega hvað felst í yf- irlýsingu Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands, um að forseti verði virkari í um- ræðum, fyrr en nánari skýringar verði gefnar á því. „Mér finnst hins vegar eðli- legt að forseti Íslands hafi rýmri heimildir en hefð er fyrir til þess að svara fyrir embættið. Ef farið er inn á þátttöku í þjóðmálaum- ræðunni þarf það að gera það á hófstilltan hátt. Menn mega aldrei gleyma því að forseti Íslands er forseti allrar þjóðarinnar. Það þarf auðvitað að gæta hófs í þeim efnum en ég treysti Ólafi Ragnari vel til þess,“ segir Margrét. Margrét Frímannsdóttir Eðlilegt að forseti fái rýmri heimildir til að svara fyrir embættið Margrét Frímannsdóttir „FORSETI Íslands á að sjálfsögðu ekki að vera múlbundinn, en við skulum ekki gleyma því heldur, að varkárni og hóg- værð í orðum veitir honum ákveðið frelsi í yf- irlýsingum, þegar raunverulega þörf er á,“ segir Ögmundur Jón- asson, þingflokks- formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. „Það er einnig vert að hafa í huga að forsetinn getur samkvæmt stjórnarskrá vísað mál- um til þjóðaratkvæðagreiðslu, og það segir sig sjálft að hafi hann áður blandað sér á mjög afdráttarlausan hátt í umræðu um hitamál samtím- ans, þau mál sem hann síðan tæki ákvörðun um að vísa til þjóðarat- kvæðagreiðslu, þá væri staða hans veikari fyrir vikið,“ segir Ögmundur. Hann segist því vera þeirrar skoð- unar að rödd forseta Íslands eigi að hljóma, „en ekki sem valdamanns, og hún á ekki að vera mjög hávær og einmitt þess vegna getur hún orðið sterk og áhrifarík,“ segir Ögmundur. Ögmundur Jónasson Ekki múlbundinn en gæti varkárni og hógværðar Ögmundur Jónasson „ÉG HEF ávallt verið þeirrar skoð- unar að forsetinn eigi fyrst og fremst að vera sameiningartákn þjóðarinnar og tel að það sé ríkjandi þegjandi samkomulag um það að forseta- embættið sé á þeim nótum sem það hefur verið oftast nær,“ segir Hjálmar Árna- son, formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins, um orð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Ís- lands, að óvíst sé að sú hefð að for- seti haldi sig til hlés sé æskileg. „Ef forseti lýðveldisins er virkur þátttakandi í hinni pólitísku um- ræðu mun það leiða til þess að flokkar fara að stilla upp frambjóð- endum og þar með er forsetinn ekki lengur það sameiningartákn sem embættið hefur nú lengst af verið,“ segir Hjálmar. Hann segist telja að forseti eigi að vera yfir það hafinn að svara þeirri gagnrýni sem sett er fram á embættið og að það eigi að gilda í báðar áttir. Hjálmar Árnason Forseti fyrst og fremst sameiningartákn Hjálmar Árnason LJÓSI verður varpað á réttindabar- áttu kvenna síðustu hundrað árin og fjallað um hvað sé framundan í jafn- réttismálum á málþingi sem haldið verður í Salnum í Kópavogi í dag, í tilefni af hundrað ára afmæli heima- stjórnarinnar á þessu ári. Forsæt- isráðuneytið, Kvenréttindafélag Ís- lands og Háskóli Íslands standa í sameiningu fyrir málþinginu. „Á tímabilinu 1904–1918 fengu konur kosningarétt og kjörgengi til Alþingis og rétt til menntunar og embætta. Þannig að á þessum heimastjórnarárum varð þessi mikla vakning um að konur væru hópur sem hefði eitthvað að segja í þessu þjóðfélagi,“ segir Stefanía K. Karlsdóttir, rektor Tækniháskóla Íslands, sem stýrir málþinginu. Sjálf er hún fyrst kvenna til að stýra ríkisreknum háskóla hér á landi. Horft fram á veginn „Það verður litið á hvað hefur áunnist frá upphafi kvenréttinda- baráttunnar og svo er líka reynt að horfa fram á veginn. Þegar rauð- sokkuhreyfingin var hvað sterkust fyrir um þrjátíu árum voru konur mjög bjartsýnar á að allt yrði í höfn í dag, við upphaf 21. aldar. Nú er umræðan þó önnur og meira verið að horfa á þátttöku kvenna í efna- hagslífinu, eins og t.d. stjórnun og setu í nefndum og ráðum sem og launajafnrétti. Þannig að áherslan hefur verið að breytast í gegnum tíðina.“ Málþingið er opið öllum áhuga- sömum á meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ókeypis. Það hefst klukk- an 14 með ávarpi Árna Magnússon- ar félagsmálaráðherra. Fjölmargir fyrirlesarar flytja þar erindi og mun málþinginu ljúka með pallborðsum- ræðum. Málþingið er annað af þremur málþingum sem forsætis- ráðuneytið efnir til í tengslum við afmæli heimastjórnarinnar. Málþing um jafnréttismál í tilefni afmælis heimastjórnar Jafnrétti í fortíð, nútíð og framtíð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.