Morgunblaðið - 17.03.2004, Page 22

Morgunblaðið - 17.03.2004, Page 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ „ÞIÐ eruð aldeilis flottir á því að ætla að halda tónleika í Salnum í Kópavogi. Ég hélt að það væri bara fyrir alvöru listamenn.“ Þetta mun hafa verið sagt við Álftagerðisbræð- ur þegar fréttist að þeir ætluðu að fara að troða upp í Salnum nú um helgina, ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Voru ummælin tilefni hug- leiðinga eins bræðranna, Óskars Péturssonar, um eðli listarinnar. Óskar kynnti flest atriðin á tónleik- unum og eftir fyrsta lagið sagði hann frá því að sjálfur Kjarval hefði einu sinni verið spurður að því hvað list væri. Kjarval gat ekki svarað því al- veg strax en spurði svo á móti: „Hef- urðu borðað á hóteli á Reyðarfirð- i?“„Já,“ var svarið. „Ja, það er list!“ Samkvæmt þessu getur ýmislegt verið list; sjálfsagt fer það eftir því hvaða skilning maður leggur í orðið. Hvort upphafslag tónleikanna, Capri Katarína eftir Jón Jónsson frá Hvanná við texta Davíðs Stefánsson- ar, var sungið af listfengi var ég ekki alveg viss um; það var a.m.k. ekki falskt, þó Álftagerðisbræður séu annars lítt þjálfaðir söngmenn. Í rauninni skera þeir sig ekki úr fjöld- anum hvað það varðar og verð ég að viðurkenna að eftir fyrsta lagið á tónleikunum varð ég hálf hissa á vin- sældum bræðranna, sem ég hafði ekki heyrt í áður. Er á leið dagskrána fór ég þó að skilja hvers vegna; þeir voru svo spaugilegir að tónleikagestir veltust oft um af hlátri. Fyndnastur var Óskar sjálfur, sem var svo skemmti- lega blátt áfram að hann hreif fólk með sér. Auðfundið var að hann var ekki taugaóstyrkur, þvert á móti var hann öruggur með sig og fullur sjálfstrausts. Hann var þó ekki montinn heldur gerði óspart grín að söngkunnáttu þeirra bræðra, sagði t.d. að markmið gamansögu á undan einu atriðinu væri að dreifa athygl- inni frá því að þeir kynnu ekki lagið sem þeir væru að fara að syngja. Ótal svona brandarar um efnis- skrána komu frá Óskari og voru þeir stundum klámfengnir, en án þess að vera grófir. Grínið var gjarnan í bundnu máli og var það yfirleitt hnyttinn kveðskapur sem hitti beint í mark. Álftagerðisbræður eru, auk Ósk- ars, þeir Sigfús, Pétur og Gísli Pét- urssynir. Með þeim lék Stefán R. Gíslason á píanó og gerði það ákaf- lega fallega; hann var ávallt mjúk- hentur og nákvæmur. Á efnisskránni voru lög eftir Gunnar Þórðarson, Jónas Jónasson, Björgvin Þ. Valdi- marsson og marga fleiri. Voru þau flutt af einlægni, tilfinningahita og af mikilli sönggleði; skiptu tæknilegir vankantar söngsins þá engu máli. Ljóst að margir skólaðir tónlistar- menn gætu lært ýmislegt af sviðs- framkomu hópsins. Auk Álftagerðisbræðra kom fram kvartettinn Vallagerðisbræður, en það eru táningspiltar sem heita Rík- harður Brandsson, Þorkell Helgi Sigfússon, Eysteinn Hjálmarsson og Örn Ýmir Aransson. Stjórnandi þeirra er Þórunn Björnsdóttir sem lék með á píanóið. Kvartettinn söng tvö lög og gerði það af smekkvísi og án þess að fipast. Þetta voru virkilega góðir tón- leikar og óhætt að segja að Álfta- gerðisbræður séu fæddir skemmti- kraftar – og alvöru listamenn líka. Alvöru listamenn? TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Álftagerðisbræður ásamt Stefáni R. Gíslasyni píanóleikara. Vallagerðis- kvartettinn undir stjórn Þórunnar Björns- dóttur. Lög eftir Jónas Jónasson, Sig- valda Kaldalóns, Jón frá Hvanná, Gunnar Þórðarson og fleiri. Sunnudagur 7. mars. SÖNGTÓNLEIKAR Jónas Sen ÓHÆTT má segja að „15:15“ laug- ardagstónleikaröðin á Nýja sviði Borgarleikhússins hafi – á aðeins tveimur árum frá upphafi raðarinnar í febrúar 2002 – náð að festa sig í sessi sem reglulegasta vettvang nýrrar fagurtónlistar á Íslandi. Áhugamenn geta þar gengið að vönduðum flutn- ingi vísum, enda hefur aðsókn jafnan verið furðugóð. Svo var einnig sl. laugardag. Efstir á blaði voru fjórir Hymnar Schnitt- kes, kammerverk fyrir selló ásamt hörpu og pákum (I, 1974), kontra- bassa (II, 1974), fagott, sembal og rörklukkur (1975) og allan septettinn (IV, 1977). Flytjendur voru Sigurður Halldórsson selló, Elísabet Waage harpa, Steef van Oosterhout pákur, Hávarður Tryggvason kontrabassi, Brjánn Ingason fagott, Kristinn Örn Kristinsson semball og Frank Arnink rörklukkur. Alfred Schnittke (1934–98), er líkt og annað sovézkt tónskáld, Sofía Gúbajdúlína, komst fyrst á blað vest- an tjalds á 9. áratug síðustu aldar, hefur af sumum verið tilnefndur sem verðugasti arftaki Sjostakovitsjar, þótt virðist í fljótu bragði nokkuð stórt upp í sig tekið. Aðrir hafa tengt hann við nýandahyggju (new spiri- tualism), er mætti e.t.v. einnig klína á höfund eins og John Tavener, hversu marktækir sem slíkir handahófs- merkimiðar kunna annars að vera. Sjálfur kenndi hann sig við fjölstefnu (polystilism) er ku runnin frá því þeg- ar hann kynntist vestrænum módern- isma á unglingsárum í Vínarborg og fékk yndi af að vitna í ýmist staka höf- unda eða rithætti liðinna tíma, oft með spaugilegum hætti eins og í „Concerto Grosso nr. 1“ (1977). Hjartveiki Schnittkes síðan 1986 beindu hins vegar huganum að hverf- ulleika lífsins í síðustu verkunum. Fyrstu þrír Hymnarnir báru yfir- bragð hljóðlátrar íhugunar þótt með nokkrum ólíkum hætti væri (í III mátti t.d. heyra enduróm af endur- reisnarstíl), og transkræfur andi þeirra kannski varla við hæfi eirðar- minni hlustenda, þó að IV næði að brjóta upp frekar doðdeyfandi möntrutilfinninguna með hrynfastari áferð í anda hátíðarfagnaðar Pet- rúsjku og dansæðis Vorblótsins. Allt var þó prýðisvel leikið, og líðandi hljómklasaáferð Kanons Schnittkes fyrir strengjakvintett í minningu Stravinskíjs (1977) var fínlega með farin af þeim Sigurði, Zbigniew Dub- ik og Hildigunni Halldórsdóttur á fiðlu og Guðmundi Kristmundssyni á víólu. Hildigunnur Rúnarsdóttir hefur hingað til verið kunnust af frekar lát- lausum sönglögum og kórverkum, og kom því undirrituðum satt að segja í opna skjöldu með nýjasta verki sínu Kemur kvöld fyrir 10 manna grunn- sveit Caputs (tréblásarakvintett og strengjakvartett + kontrabassa) og sópran, við að vísu mjög músíkalskan ljóðatexta Guðmundar Böðvarssonar. Því þótt enn kæmi söngpartur við sögu – snilldarvel útfærður af systur tónskáldsins Hallveigu Rúnarsdóttur er fékk að njóta sín til fulls á óviðjafn- anlega tæra hásviðinu – var hljóð- færarithátturinn óvenjumikið út- færður. Aðalandstæðupólar verksins birtust í líðandi púlslausum söknuði á móti sagnadansandi jörfagleði. Þar mátti heyra í senn fjölbreyttan, hæfi- lega nútímalegan en samt frumlegan stíl í sérkennilega heillandi epísk-lýr- ískri blöndu, er hélt athygli manns allt til enda án þess að beita gatslitn- um nýhyggjukenjum, hvað þá að varpa klassískri raddfærslu fyrir róða. Það er ákveðin vísbending um end- ingarvænleika nýs tónverks þá sjald- an setur að hlustandanum kitlandi löngun til að geta hlustað betur á það í ró og næði af hljómdiski, frekar en að láta það hverfa áhyggjulaust í glat- kistu gleymskunnar. Því miður gerist það sjaldnar en tárum tekur í þrot- lausum sæg einnota nútímaafurða. En í þetta sinn var tilfinningin ósvik- in, og ekki spillti fyrir natinn flutn- ingur Caputverja undir stjórn Daní- els Bjarnasonar. Lítill en fullgildur konungur Það kann að hafa farið fram hjá einhverjum að fernra tónleika röð hófst í Hjallakirkju Kópavogs sl. 8. febrúar og lýkur 24. marz. Í öllum til- vikum var og verður leikið á 28 radda orgel Björgvins Tómassonar „Op. 22“ (2001), stærsta hljóðfæri smiðsins til þessa, er þegar kvað hafa reynzt hið nýtilegasta við kjörinn tæpra 3 sek. ómtíma kirkjunnar. Raunar svo, að eftir tónleika Kjartans Sigurjónsson- ar á sunnudagskvöld flaug mér fyrir hugskotshlustum hvort hljómpípu- verk þetta sé enn nægilega metið að verðleikum, ef marka má frekar litla sókn aðkomuorganista í það enn sem komið er. Alltjent var ekki annað að heyra en að hljóðfærið nyti sín litlu verr en mun stærri orgel höfuðborg- arsvæðisins í hinni fjölbreyttu dag- skrá Kjartans. „Konungur hljóð- færa“, svo tekin séu mið af fornri málvenju (er hins vegar dubbaði lút- una drottningu) þarf nefnilega ekki alltaf ótal raddfylkja til að gera sig fullgildan á fólkvangi tóna ef vel er til smíðinnar vandað. Áðurtalin dagskrá var út í gegn hin kræsilegasta, og þurfti varla stór- snilling handa og fóta til að hamra það heim. Ciacona suðurþýzka mið- barokkmeistarans Johanns Pachel- bels (1653–1706) í f-moll um fjórtakta þrábassann F-Es-Des-C (m.ö.o. passacaglía) reis langt upp úr tál- fjötrum tímabundinnar tízku fyrir gegnheil gæði í fallegri registrun Kjartans, þó svo stundum hægðist ei- lítið á flutningi með auknum nótna- fjölda. Fantasía og fúga Bachs í c- moll BWV 537 virtist nokkru loðnari í raddvali, en skilaði sér engu að síður ágætlega í að vísu frekar hæggengu tempói sem einkum „alla breve“ fúg- an virtist samt þola furðuvel, þrátt fyrir þónokkur biblíurúbató spilarans þegar mest á gekk. Mesta „nammi“ kvöldsins kom þar á eftir, þrír þættir úr Gotneskri svítu Elsessningsins Léons Boëllmanns (1865–97), sem fyrir utan tignarlegan Inngangskóral fyrst og lotningarfull- an Prière à Notre Dame síðast skart- aði verðugum keppinauti við brúð- kaupsmars Wagners úr Lohengrin í miðju með Menuet gothique, sann- kölluðum gljáfextum gleðigjafa – í ótvíræðum klassa við hina velþekktu tindrandi tokkötu Widors – er kom dável út, þótt ugglaust hefði mátt vera ívið hraðar leikinn. Síðustu þrjú verkin höfðu öll verið á dagskrá Kjartans sama stað og vikudag hinn 5. október í fyrra. Um var að ræða Tilbrigði Flors Peeters (1903–86) um sálmalagið Veni, crea- tor spiritus, Lux Aeterna eftir finnska nýklassisistann Joonas Kok- konen (1921–96) og Ostinato og fúg- hetta Páls Ísólfssonar. Enn má segja að þó að stundum yrði vart við ákveð- inn stirðleika í flutningi, vægi mús- íkalskt innsæi á móti er nægði fylli- lega til að miðla hlustendum ólíkum sérkennum þessara orgelgersema. Líðandi söknuður, dansandi gleði TÓNLIST Borgarleikhúsið Schnittke: Hymn I-IV; Kanon f. strengja- kvartett. Hildigunnur Rúnarsdóttir: Kem- ur kvöld* (frumfl.). Hallveig Rúnarsdóttir sópran; Caput-hópurinn. Stjórnandi: Daníel Bjarnason*. Laugardaginn 6. marz kl. 15:15. CAPUT-TÓNLEIKAR Kjartan Sigurjónsson Hallveig Rúnarsdóttir Ríkarður Ö. Pálsson Hjallakirkja Verk eftir Pachelbel, J.S. Bach, Boëll- mann, Peeters, Kokkonen og Pál Ísólfs- son. Kjartan Sigurðsson orgel. Sunnu- daginn 7. marz kl. 20. ORGELTÓNLEIKAR Í LOK síðasta árs komu út fjögur mikil rit hjá Árnanefnd í Kaup- mannahöfn: Eyrbyggja saga: The Vellum Tradition, Jóns saga Hóla- biskups ens helga, Opuscula 11. bindi og Middelnedertyske låneord i islandsk diplomsprog frem til år 1500 eftir Veturliða Óskarsson. Að sögn Vésteins Ólasonar, for- stöðumanns Árnastofnunar, sætir þessi fornsagnaútgáfa verulegum tíðindum í íslenskum fræðum, enda hafa útgefendurnir unnið að þeim, í hjáverkum, í hálfa öld. „Útgefandi Eyrbyggja sögu er bretinn Forrest S. Scott, sem um áratuga skeið var prófessor á Nýja-Sjálandi. Eyr- byggja saga er varðveitt í fjórum gerðum á skinnhandritum frá mið- öldum, en ekkert þeirra nær til alls textans,“ segir Vésteinn, „auk þess er hún varðveitt í miklum fjölda pappírshandrita, og er mikill hluti þeirra kominn frá handritinu Vatns- hyrnu, sem skrifað var fyrir Jón Há- konarson í Víðidalstungu, þann sama sem lét gera Flateyjarbók nærri lokum 14. aldar.“ „Útgáfa Peter Foote, prófessors í Lundúnum, á Jóns sögu helga er ekki síður merkur áfangi þegar hún kem- ur nú út nánast samtímis útgáfu hans á sömu sögu í 15. bindi Íslenzkra fornrita. Þær bæta hvor aðra upp með ákjósanlegum hætti.“ Opuscula er heiti ritgerðasafns Árnastofnunar í Kaupmannahöfn, sem komið hefur út öðru hverju síð- an 1960. Heitið merkir smáverk, og margar stuttar greinar hafa birst þar, en stórvirki inn á milli. Lang- mest „smáverkanna“ í þessu bindi er útgáfa Michael Chesnutt á mið- aldalitúrgíu, messusöng á degi Knúts lávarðar hins helga, föður Valdimars mikla Danakonungs. Auk þessarar útgáfu eru í Opuscula XI allmargar lengri og styttri ritgerðir, m.a. eftir Mariane Overgaard, sérfræðing á Árnastofnun í Kaupmannahöfn og þau Aðalheiði Guðmundsdóttur og Ármann Jakobsson. 43. bindi í ritröðinni Bibliotheca Arnamagnæana, sem Jón Helgason stofnaði til og byrjaði að koma út 1941, er endurskoðuð doktorsritgerð Veturliða Óskarssonar frá Uppsala- háskóla, sem hann varði þar árið 2001 og fjallar um lágþýsk tökuorð í íslenskum fornbréfum. Með skrám er ritið meira en 400 blaðsíður. Öllum þessum bókum er ritstýrt af sérfræð- ingum á Árnasafni í Kaupmanna- höfn, og er þar fremst í flokki pró- fessor Jonna Louis-Jensen, en auk hennar Michael Chesnutt, Britta Ol- rik Frederiksen og Finn Hansen. Öflug út- gáfa Árna- nefndar Veturliði Óskarsson Peter Foote

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.