Morgunblaðið - 17.03.2004, Síða 24

Morgunblaðið - 17.03.2004, Síða 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ UM þessar mundir eru 40 ein- staklingar sem haldnir eru ban- vænum sjúkdómi utan sjúkra- trygginga á Íslandi. Þeir þurfa á mjög sérhæfðri viðtalaþjónustu og eftirliti að halda og fokdýrum lyfjum. Lyf- in og þjónustan fást ekki greidd úr sjúkra- tryggingunni. Búið er að fara með málið fyr- ir heilbrigðisráðherra, ráðuneytismenn, Tryggingastofnun, Landlæknisembættið og fjárlaganefnd Al- þingis án árangurs. Heilbrigðisráðuneytið hefur ekki svarað bréfum um þetta efni þótt leitað hafi verið leiðsagnar þess og Trygg- ingastofnun ríkisins neitar að taka þátt í lyfjakostnaðinum á fremur hæpnum forsendum. Sjúklingarnir 40 eru morfínfíklar sem náð hafa bata með nýjum og viðurkenndum lækningaaðferðum. Þjónustuna hefur SÁÁ veitt í fimm ár og borgað stighækkandi reikn- ing sem íþyngir nú samtökunum verulega. Málið er í hnút og dæmigert fyr- ir ákveðinn vanda í heilbrigð- ismálum sem á sér margar skýr- ingar. Heilbrigðisráðherrann ákveður fjárframlög til SÁÁ og er einráður um það sem hann fær fyrir sinn snúð. Ef SÁÁ hefur eitt- hvað við túlkun eða ákvörðun ráðu- neytisins að athuga er ekki hægt að skjóta málinu til neins opinbers aðila eða eftirlitsstofnunar. Þak er sett á fjárframlögin og því er ekki breytt þó að brýnt sé. Ráðuneytið er löngu hætt að hlusta á þá emb- ættismenn sem hugsanlega gætu haft eitthvað um málið að segja. Þingmenn eru þegar búnir að skipa sér í lið og taka ekki afstöðu til op- inberra heilbrigð- ismála og fjár- laganefnd gengur aldrei gegn vilja ráð- herrans. Sjúklingarnir 40 geta aðeins leitað til ráðherrans því enginn annar getur rétt hlut þeirra en neyt- endavernd hans fæst mest við mistök heil- brigðisstarfsmanna og minna um skyldur ráðherrans sjálfs sem ber ábyrgð á því að þeir eru komnir úr sjúkra- tryggingunni. Sjúkrameðferð þeirra er í uppnámi og undir sí- breytilegri rekstrarafkomu og vel- vilja SÁÁ komin. Sjúkratrygging þarf að vera skyldutrygging og mikla sam- ábyrgð þarf til að borga á stundum óvænta og svimandi háa reikninga vegna heilbrigðisþjónustu og því getur ríkið eitt séð um þessa tryggingu og skapað okkur þessi mannréttindi. Tímabært er að Ís- lendingar verði fyrstir þjóða til að skilgreina almennilega tekjustofna tryggingarinnar, binda trygg- inguna við einstaklinginn og skil- greina í hverju hún er fólgin. Setja yfir hana sjálfstæða stjórn sem er óháð þeim sem heilbrigðisþjón- ustuna veita. Hætta að nota sjúkratrygginguna til að jafna kjör manna eða borga fyrir þá fram- færslu- og ferðakostnað. Ef búið væri að gera það ættu sjúklingarnir 40 og SÁÁ eflaust auðveldara með að leita réttar síns, eða vissu að minnsta kosti hver rétturinn væri. Á sama hátt gætu þeir efnameiri keypt þjón- ustu sem sjúkratryggingarnar borguðu ekki án þess að eiga á hættu að ganga á rétt annarra. Þetta gæti komið öllum til góða og eflt heilbrigðisfyrirtækin. Þetta kæmi einnig í veg fyrir frekari uppbyggingu pilsfaldakapítalisma í heilbrigðisþjónustunni þar sem rekstraraðilar geta hirt ábatasam- an rekstur af opinberum stofn- unum og skilið það dýra eftir án þess að taka nokkra fjárhagslega áhættu eða eiga á hættu sam- keppni frá öðrum heilbrigðisfyr- irtækjum. Varla er von á að nokkuð breyt- ist í heilbrigðismálunum á næst- unni og á meðan eiga sjúklingarnir 40 og SÁÁ, líkt og aðrir lands- menn, allt undir ráðherranum hvað sjúkratrygginguna varðar. Hvað felst í íslensku sjúkratryggingunni? Þórarinn Tyrfingsson skrifar um sjúkratryggingar ’Málið er í hnút ogdæmigert fyrir ákveð- inn vanda í heilbrigð- ismálum sem á sér margar skýringar.‘ Þórarinn Tyrfingssson Höfundur hefur borið ábyrgð í heilbrigðisrekstri í 28 ár. NÝLEGA heimsótti borg- arstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks- ins lögreglustjóraembættið í Reykjavík, kynnti sér starfsemi þess og heilsaði upp á starfsfólkið. Það var bæði fróðlegt og ánægjulegt að fá með þessum hætti tækifæri til að kynnast þeirri viða- miklu og mikilvægu starfsemi sem fram fer á vegum lögreglunnar í Reykjavík. Í heimsókn okkar kom fram með skýrum hætti sú mikla áhersla, sem lögreglan leggur á betra og skil- virkara eftirlit og sýni- lega löggæslu. Emb- ætti lögreglustjórans í Reykjavík hefur sett sér sérstök markmið vegna ársins 2004 und- ir heitinu „Öruggari borg að búa í. „Þar kemur meðal annars fram að áhersla er lögð á að ná fram 20% fækkun á innbrotum í umdæminu árið 2004, borgurum verði auðveldað að koma upplýsingum til lögreglu og stefnt að fækkun umferðaróhappa um 5% á árinu. Jafnfram segir í markmið- unum að tryggður verði lágmarks- fjöldi lögreglumanna á vöktum þannig að mannafli endurspegli lög- gæsluþarfir og verkefni. Aukin hverfislöggæsla Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hve þýðingarmikil starfsemi lögreglunnar er hvað varðar öryggi borgaranna almennt. Umræða um aukna hverfislöggæslu í borginni hefur verið mikil á undanförnum ár- um enda allir sammála um að góð og öflug hverfislöggæsla eykur öryggi íbúanna og heimilanna. Nú eru starfandi sjö hverfislögreglumenn og eru þeir í öllum hverfum á starfs- svæði lögreglunnar í Reykjavík. Reynslan af starfi hverfislögregl- unnar í Grafarvogi er mjög góð og nú nýlega var þjónusta þar aukin. Í Grafarvogsblaðinu, sem kom út í febrúar sl. var skýrt frá þessu og segir m.a. í fréttinni: „Bætt þjónusta lögreglunnar er fagnaðarefni og ætti enn að auka á öryggi íbúanna í Graf- arvoginum. Starfsaðferðir hverf- islögreglunnar í Grafarvogi, góð þekking á íbúum og aðstæðum í hverfinu hefur ásamt öðru gert það að verkum að afbrot eru fátíð í Grafarvogi og þau afbrot sem framin eru upplýsir lögreglan yfirleitt með skjótum hætti.“ Öflugt starf forvarnardeildar Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kynnti sér sérstaklega störf hverfislögreglu- manna í heimsókn sinni til lögreglunnar í Reykjavík. Fram kom að frumskilyrði fyrir árangursríku starfi hverfislögreglu- manna er að þeir séu í nánum og góðum tengslum við fólkið í sínu hverfi. Þeir funda reglulega með fulltrúum skólanna, félagsþjónustu, barnaverndar og félagsmiðstöðva. Þeir taka einnig mikinn þátt í starfi hverfasamtakanna þar sem þeir eru í tengslum við fjölmörg félög og stofnanir í hverfinu. Á þennan hátt eru þeir í sambandi við lykilaðila á sínu svæði. Hverfaskiptingin er ekki nákvæm því hverfislögreglumenn starfa mikið saman í ýmsum málum og við eftirlit í hverfunum. Þeir til- heyra allir forvarna- og fræðsludeild lögreglunnar í Reykjavík undir for- ystu Guðmundar Gígju lögreglufull- trúa. Samþykkt borgarstjórnar Nú er að störfum á vegum dóms- málaráðherra viðræðuhópur um lög- gæslu í Reykjavík, m.a. skipaður tveimur fulltrúum borgarstjórnar Reykjavíkur, þar sem fjallað hefur verið um hverfalöggæsluna. Það liggur fyrir vilji dómsmálaráðherra um að efla enn frekar starfsemi hverfalöggæslunnar eins og glöggt kemur fram með ákvörðunum um bætta þjónustu hennar í Grafarvogi. Ég er þeirrar skoðunar að enn frek- ar eigi að efla hverfislöggæsluna í Reykjavík, ekki síst í Breiðholti, í góðu samstarfi við íbúana og bind miklar vonir við að það starf sem nú fer fram í góðri samvinnu dóms- málaráðuneytisins, lögreglunnar í Reykjavík og borgaryfirvalda leiði til þess. Nú nýlega fóru fram umræður á vettvangi borgarstjórnar um lög- gæslumál í Reykjavík. Borg- arfulltrúar lýstu ánægju sinni með störf lögreglunnar og í lok þeirra umræðna var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Borgarstjórn Reykjavíkur fagnar nýtekinni ákvörðun um fjölgun almennra lög- reglumanna í Reykjavík um 10. Á sama tíma er lýst ánægju með starf hverfislöggæslu í borginni og hvatt til þess að hverfislöggæslan verði enn frekar efld.“ Lögreglan í Reykjavík vinnur gott og árangursríkt starf í þágu borg- arbúa, oft og tíðum við erfiðar að- stæður. Breyttar áherslur í starf- semi lögreglunnar á undanförnum árum, aukin tengsl hennar við íbúa, hverfasamtök, félagasamtök og borgaryfirvöld ber að þakka um leið og lögð er áhersla á áframhaldandi gott samstarf allra þeirra aðila, sem vinna að eflingu almannahagsmuna borgarbúa. Hverfislöggæsla í Reykjavík Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson skrifar um starfsemi lögreglunnar ’Lögreglan í Reykjavíkvinnur gott og árang- ursríkt starf í þágu borgarbúa, oft og tíðum við erfiðar aðstæður.‘ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Höfundur er oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Reykjavíkur. ÁRIÐ 1997 afhentu íbúar í Set- bergshverfi þáverandi bæjaryf- irvöldum harðorð mótmæli við áætlunum um að tvöfalda Reykjanes- brautina upp að gluggum nærliggj- andi íbúðarhúsa. Þegar Sjálfstæð- isflokkur og Fram- sóknarflokkur tóku við á síðasta kjör- tímabili fóru þessir flokkar fram á það við Vegagerðina að hanna Reykjanes- brautina í gegnum Hafnarfjörð frá Lækjargötu- gatnamótum að Kaplakrika sem stokklausn með mis- lægum gatnamótum í sömu hæðarlegu og núverandi vegur og var þessi lausn búin að fá samþykki Skipulagsstofnunar um umhverfismat. Nú hefur Samfylk- ingin, núverandi meirihluti bæjaryf- irvalda, blásið hina varanlegu lausn út af borðinu og lagt fram „bráðabirgða- lausn“ með hringtorgum til næstu tíu ára. Þessu svæði meðfram Reykja- nesbrautinni er nú haldið í upp- námi næstu 10–15 árin og verður lokað af með hljóðmúrum hátt í þrjá metra í stað þess að fara í vegaframkvæmdir við varanlega lausn sem þegar lá á borðinu. Bæjarfulltrúar Samfylking- arinnar virðast ekki sækjast eftir varanlegri lausn fyrir íbúa sína heldur einungis bráðabirgða- lausnum, á meðan sveitarstjórn- armenn annarra sveitarfélaga beita miklum þrýstingi til að fá sambærilegar eða varanlegar lausnir fyrir sín sveitarfélög. Skipulagsstofnun taldi ekki nauðsynlegt að „bráðabirgða- lausn“ Reykjanesbrautar færi í umhverfismat, því tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð sem stokklausn með mislægum gatnamótum hafði þegar farið í mat á umhverfis- áhrifum og Skipulagsstofnun féllst á framkvæmdina í úrskurði sínum hinn 2. sept. 2002. Í ákvörðun Skipulagsstofnunar kemur fram eftirfarandi: „Þar sem því er frestað að grafa Reykjanesbraut niður í stokk þá verður umhverfið berskjaldaðra fyrir hávaða en ráð var fyrir gert í upphaflegri útfærslu.“ Meg- inbreytingin á umhverfisáhrifum er hljóðvist við aðliggjandi hús- næði. Einnig er um sjónmengun að ræða, skerðingu á aðgengi gangandi vegfarenda, skerðingu á landsvæði og stækkunarmögu- leikum íþróttasvæðis FH og tengingu þess við Setbergs- hverfið. Byggja þarf 1,6 m hljóðvegg meðfram brautinni Álfaskeiðs- megin til að unnt verði að halda hljóðstigi neðan við 55 db. Á efri hæðum er talið nánast óger- legt að ná því niður fyrir 55 db. Fyrir Setbergshverfi þarf að fylla í núverandi hljóðmön og hækka hana alla eða byggja ofan á hana til þess að hljóðstig verði neðan við 55 db. við öll aðliggjandi hús í Setbergshverfi. Við Einiberg þarf að reisa 1,5–2 m háan hljóðvegg til að ná hljóðstigi niður fyrir 55 db. Við Sólvangs- veg 1 og 3 er gert ráð fyrir að reisa 2,5 m háan hljóðvegg meðfram Reykjanes- braut, með því næst hljóðstig niður fyrir 65 db. Skipulagsstofnun leggur áherslu á að íbúum verði kynnt áhrif fyrirhug- aðra framkvæmda, þ.m.t. sjón- ræn áhrif hljóðvarna, og nánari útfærsla verði gerð í samráði við þá. Þrátt fyrir margítrekaða áskorun fulltrúa Sjálfstæð- isflokksins um kynningu þessara miklu breytinga fyrir íbúa verður loksins fyrsti fundur með íbúum miðvikudaginn 17. mars í Hafn- arborg kl. 18:00 þar sem skorað er á íbúa í Hafnarfirði til að mæta. Reykjanesbrautin mikilvæg samgönguæð Reykjanesbrautin verður um ókomin ár mikilvæg samgönguæð jafnt fyrir Hafnfirðinga sem aðra. Á kaflanum frá Kaplakrika að Lækjargötu aka um 26 þúsund bílar á sólarhring. Umferðarspá gerir ráð fyrir að þar aki um 50 þúsund bílar eftir u.þ.b. 20 ár. Í dag eru þetta einhver mestu slysagatnamót á höfuðborg- arsvæðinu. Með hliðsjón af nú- verandi og væntanlegri umferð um Reykjanesbraut hefur Sam- fylkingin brugðist Hafnfirðingum og valið lausnir sem duga aðeins tímabundið, en varanlegri úrbót- um sem samið hafði verið um er ýtt út af borðinu. – Metn- aðarleysið er óskiljanlegt. Óskiljanlegt metnaðarleysi Samfylkingarinnar Steinunn Guðnadóttir skrifar um skipulagsmál Steinunn Guðnadóttir ’Með hliðsjón afnúverandi og væntanlegri umferð um Reykjanesbraut hefur Samfylk- ingin brugðist Hafnfirðing- um …‘ Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í skipulags- og byggingarráði. VANDAMÁL í vistkerfi Elliða- áa verða ekki leyst með því að vaða Volgubakka né önnur vatna- kerfi eins og Stefán Jón Hafstein í Morgunblaðsgrein 13. mars sl. Vandamálin eru margbreytileg í hverju héraði fyrir sig. Þau ber að greina í aðalatriði og aukaatriði og taka síðan nauðsynlegar og heildstæðar ákvarðanir. Um- hverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur og a.m.k. hluti R- listans hafa ekki áttað sig á þessu og leggja alla áherslu á lausnir minni vandamála. Þetta kemur í veg fyrir raunhæfa lausn á höf- uðvandamáli ánna. Á meðan eiga þær sér engrar viðreisnar von. Rangar áherslur! Höfundur er formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna. Orri Vigfússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.