Morgunblaðið - 17.03.2004, Side 39

Morgunblaðið - 17.03.2004, Side 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2004 39 STEINGRÍMUR Þormóðsson hrl. hefur sent Morgunblaðinu yfirlýsingu vegna fréttar sem birtist í Frétta- blaðinu 16. mars sl. um gjaldþrot Ferskra afurða efh. á Hvammstanga, en hann var lögmaður fyrirtækisins. „Undirritaður lögmaður telur að sér vegið með fréttinni og krefst þess að Kristinn Hallgrímsson hrl., fyrr- verandi lögmaður Goða hf. og Kjöt- umboðsins hf., verði krafinn skýring- ar á, hvað hann á við með því að óskað hafi verið eftir því af hans hálfu, að að- ild undirritaðs að málinu á greiðslu- stöðvunartíma verði sérstaklega rannsökuð af lögreglu. Með þessari fullyrðingu er Kristinn að saka und- irritaðan lögmann um refsiverðan verknað. Án þess að Kristinn skýri út hvað hann á við eru þau orð sem eftir honum eru höfð ósæmilegar og sak- næmar dylgjur. Tekið skal fram, að á þeim þremur vikum, frá 23. september 2003 til 14. október s. ár, sem greiðslustöðvun var veitt, fór undirritaður lögmaður eftir ákvæðum IV. kafla gjaldþrota- skiptalaga og brýndi fyrir forráða- mönnum Ferskra afurða ehf., hver réttaráhrif greiðslustöðvunar væru og að ljúka þyrfti við að færa bókhald félagsins fram að fundi þeim sem halda átti hinn 10. október í starfstöð félagsins. Vinna lögmannsins á greiðslustöðvunartíma fór eingöngu fram á skrifstofu hans að Nethyl 2, Reykjavík, þar sem unnið var að und- irbúningi ofangreinds fundar, sem kveðið er á um í 13. grein gjaldþrota- skiptalaga. Senda þurfti öllum við- skiptamönnum félagsins ca 300 tals- ins, sem að stórum hluta voru bændur á Norður- og Vesturlandi tilkynningu um fundinn með sannanlegum hætti. Einnig var unnið að því að athuga hvaða fjárhagslegu aðgerðir væru fé- laginu helst til bjargar, fengist fram- lenging á greiðslustöðvunartíma. Gerður hafði verðið samningur við Dalalamb ehf. um yfirtöku rekstrar félagsins í Búðardal og yfirtöku á vinnusamningum við starfsfólk. Haldnir voru fundir með fram- kvæmdastjóra Bændasamtakanna og lögmanni varðandi skuldir félagsins við bændur og greiðslu hluta þeirra með úreldingarsamningi sem sótt hafði verið um. Þannig var þessi þriggja vikna tími ákveðinn undir- búningstími, sem fólst engan veginn í því að undirritaður stæði vörð um kjötbirgðir félagsins í Búðardal, held- ur hafði ofangreind verkefni með höndum. Það skal hins vegar tekið fram, að þann 2. september 2003 var lokað fyrir rafmagn á starfstöð fé- lagsins í Búðardal og var svo þar til ofangreindur yfirtökusamningur við Dalalamb ehf. var gerður þann 12. september 2003. Þennan tíma var kjötflutningur frá Búðardal því ekki mögulegur. Frá 12. september 2003 voru því birgðir Ferskra afurða ehf. í Búðardal í vörslum Dalalambs ehf. Mér vitan- lega hefur engin sala farið fram á þessum birgðum Ferskra afurða ehf. á greiðslustöðvunartíma, nema sú sala sem getið er um í bókhaldi Ferskra afurða ehf. Þá eru mjög óá- reiðanlegar, nýlegar heimildir skipta- stjóra félagsins um að birgðir hafi verið fjarlægðar af starfsmönnum Ferskra afurða ehf. Er um að ræða bæði óglöggar og ósannaðar fullyrð- ingar starfsmanna Dalalambs ehf. sem fyrrum forráðamenn Ferskra af- urða ehf. telja alrangar.“ Ósæmilegar og saknæmar dylgjur Yfirlýsing frá lögmanni Ferskra afurða á Hvammstanga Fyrirlestur um strauma og stefnur í dönskum landslagsarkitektúr Opin fyrirlestur verður í Norræna húsinu kl. 17 á morgun, fimmtudag- inn 18. mars. Annemarie Lund lands- lagsarkitekt og ritstjóri tímaritsins Landskab heldur fyrirlestur um danskan landslagsarkitektúr frá stríðslokum til okkar daga. Hún tek- ur m.a. fyrir skipulags- og hönn- unarverk eftir þekkta danska lands- lagsarkitekta s.s. C.th. Sørensen, Sven-Ingvar Andersson og Jeppe Aagaard Andersen. Fyrirlesturinn er á vegum Félags ís- lenskra landslagsarkitekta í sam- vinnu við Arkitektafélag Íslands og Norræna húsið. Námskeið og æfing í viðbrögðum við smitsjúkdómum í dýrum Dag- ana 18.–20. mars verður haldið nám- skeið og æfing, á vegum yf- irdýralæknis–embættisins, í viðbrögðum við smitsjúkdómum í dýrum. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum PharmaNor, Hörgatúni 2 í Garðabæ, en verkleg æfing verður á Landbúnaðarháskólanum á Hvann- eyri og Fjárræktarbúinu Hesti á laugardag. Guðni Ágústsson, land- búnaðarráðherra, mun flytja ávarp í upphafi námskeiðsins, sem hefst kl. 10, fimmtudaginn 18. mars. Á námskeiðinu verður fjallað um flest atriði sem reynir á og taka þarf ákvarðanir um þegar upp kemur grunur um alvarlegan smitsjúkdóm í dýrum. Þar má nefna boðleiðir og að- gerðir til varnar útbreiðslu smits, sýnatökur, aðferðir við slátrun, förg- un, þrif, sótthreinsun o.fl. Þrír er- lendir sérfræðingar, með reynslu af smitsjúkdómum, munu kenna á nám- skeiðinu og íslenskir sérfræðingar fjalla um íslenskar aðstæður. Verklega æfingin er eingöngu fyrir héraðsdýralækna og aðra starfsmenn yfirdýralæknis og mun snúast um grun um gin- og klaufaveiki á Hvann- eyri og Hesti. Unnið verður eftir áætlun yfirdýralæknisembættisins um viðbrögð við smitsjúkdómum. Starfshópur á vegum yfirdýralæknis hefur skipulagt námskeiðið og æf- inguna, með aðstoð sérfræðings frá Danmörku. Á MORGUN Námskeið um öryggi upplýsinga Staðlaráð Íslands heldur námskeið 24. og 25. mars undir heitinu Örugg meðferð upplýsinga – Stjórnun upp- lýsingaöryggis samkvæmt ISO 17799. Námskeiðið er ætlað stjórn- endum sem bera ábyrgð á meðferð upplýsinga og að innleiða stjórnkerfi upplýsingaöryggis í fyrirtækjum, starfsfólki sem tekur þátt í innleið- ingu slíks stjórnkerfis, ásamt tækni- fólki og ráðgjöfum á sviði upplýsinga- öryggis. Markmið námskeiðsins er að þátttak- endur þekki staðlanna ISO 17799 Upplýsingatækni – Starfsvenjur fyrir stjórnun upplýsingaöryggis og BS 7799-2 Stjórnkerfi upplýsingaöryggis – Forskrift ásamt leiðbeiningum um notkun, og þekki hvernig þeim er beitt. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Svana Helen Björnsdóttir, fram- kvæmdastjóri Stika ehf. Nána á vefnum www.stadlar.is Jóganámskeið Á Félags og þjón- ustumiðstöðinni að Aflagranda 40 eru haldin jóganámskeið á þriðjudags og fimmtudagsmorgnum og síðdegis á mánudögum og miðvikudögum. Námskeiðið er opið öllum en hentar konum vel. Lögð er áhersla á slökun og hugleiðslu. Leiðbeinandi er Hildur B. Eydal jógakennari. Skráning og nánari upplýsingar eru á skrifsstofu á Aflagranda. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfang: hildur_bjorg@hotmail.com Á NÆSTUNNI Nýtt lyf gegn beinþynningu Á myndunum sést samanburður á beinvef hjá einstaklingi með beinþynn- ingu fyrir meðferð og eftir 21 mánaðar meðferð á Forsteo. Stuðlar að framleiðslu nýs beinvefjar Lyfið dregur umtalsvert úr sárs- auka af völdum beinþynningar og eykur þannig lífsgæði fólks, segir í tilkynningunni. Íslenskar konur taka þátt í fjölþjóðlegri rannsókn Forsteo (teriparatid) kom fyrst á markað í Bandaríkjunum árið 2002. Um 50 þúsund manns hafa þegar verið meðhöndlaðir með lyfinu sem gefið er í sprautuformi. Aukaverk- anir vegna Forsteo eru yfirleitt vægar en þær algengustu lýsa sér í ógleði, höfuðverk, verkjum í útlim- um og sinadrætti. Hámarksmeð- ferðarlengd Forsteo er 18 mánuðir en virkni lyfsins heldur áfram eftir að meðferð lýkur. Tveggja ára fjölþjóðleg rannsókn stendur nú yfir með þátttöku rúm- lega 800 sjúklinga í ellefu Evrópu- löndum. Fimmtán íslenskar konur með alvarlega beinþynningu taka þátt í rannsókninni sem framkvæmd er undir stjórn læknanna Gunnars Sigurðssonar prófessors og Björns Guðbjörnssonar gigtarlæknis. Á vefsíðu Beinverndar beinvernd- .is segir að árlega hljóti um 1.300 manns hér á landi beinbrot sem rekja megi til beinþynningar. Kostn- aður þjóðfélagsins vegna þessa skiptir hundruðum milljóna á ári hverju, að ógleymdum þeim þján- ingum og erfiðleikum sem sjúkdóm- urinn veldur, segir í fréttatilkynn- ingu frá Lilly á Íslandi. NÝTT lyf gegn beinþynningu er nú komið á markað hér á landi. Lyfið, sem nefnist Forsteo, er hið fyrsta í nýjum flokki lyfja sem vinna gegn beinþynningu og stuðlar að fram- leiðslu nýs, heilbrigðs beinvefjar, segir í fréttatilkynningu. Framleið- andi lyfsins er lyfjafyrirtækið Eli Lilly & Company sem er alþjóðlegt fyrirtæki á sviði lyfjaþróunar og lyfjaframleiðslu. Forsteo er fyrst og fremst ætlað konum sem þjást af al- varlegri beinþynningu eftir tíða- hvörf og körlum eldri en 40 ára. Lyf- ið er eingöngu fáanlegt gegn lyfseðli. Algengustu beinbrot af völdum beinþynningar eru samfallsbrot á hrygg, mjaðmabrot og framhand- leggsbrot. Í fréttatilkynningu segir að rannsóknir hafi leitt í ljós að með því að auka beinþéttni dregur lyfið úr hættu á að hryggjarliðir falli sam- an um 65%. Það dregur ennfremur úr hættu á minni háttar og alvar- legum samfallsbrotum um 90%. Ennfremur hefur verið sýnt fram á að hætta á öðrum brotum dregst saman um 53% við neyslu lyfsins. ELSTA hrossaræktarfélag landsins, Hrossaræktarfélag Austur- Landeyja, er aldargamalt um þessar mundir og af því tilefni mun félagið efna til ráðstefnu um hrossarækt í Gunnarshólma á föstudaginn, 19. mars. Fyrstu 50 árin átti félagið stóð- hestana sem boðið var upp á. Á kyn- bótasýningu 1940 sýndi félagið fimm stóðhesta sem allir hlutu fyrstu verðlaun. Árið 1960 gerðist félagið aðili að Hrossaræktarsambandi Suð- urlands og við þá breytingu hætti það að eiga hesta en notaði þess í stað hesta frá Sambandinu. Í seinni tíð hefur félagið oftar en ekki notað hesta í eigu einstaklinga. Auk þess að sjá um stóðhestahald hefur félagið boðið upp á ungfola- skoðun, fræðsluferðir og verðlauna- veitingar til félagsmanna fyrir hæst dæmda kynbótahross hvers árs. Á ráðstefnunni á föstudag flytja erindi Kristinn Hugason, fyrrver- andi landsráðunautur í hrossarækt, um þróun dómsaðferða og dóms- skala kynbótahrossa í gegnum tíð- ina. Björn Kristjánsson, for- stöðumaður Söguseturs um íslenska hestinn, mun fjalla um sögu töltsins. Þorvaldur Kristjánsson kynbóta- dómari mun flytja erindi sem ber yf- irskriftina Ættfeður íslenska hrossa- stofnsins og Bergur Pálsson, formaður félagsins, mun stikla um sögu þess. Þá mun Ágúst Sigurðsson hrossaræktarráðunautur flytja er- indi sem ber nafnið Horft til fram- tíðar. Einnig verður boðið upp á myndbandssýningu þar sem stiklað verður um kynbótassýningar lands- móta gegnum tíðina. Ráðstefnan hefst kl. 13. Hrossa- ræktarráð- stefna á aldarafmæli www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Sveinn, sími 695 9808. VESTURBÆR - SÉRBÝLI Ég hef verið beðinn um að útvega fyrir fjársterkan aðila sérbýli/sérhæð í Vesturbæ Reykjavíkur, verð allt að 30 millj. Um er að ræða trausta kaupendur. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.