Morgunblaðið - 17.03.2004, Síða 41

Morgunblaðið - 17.03.2004, Síða 41
MEÐ MORGUNKAFFINU MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2004 41 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert listræn/n og hefur mikla aðlögunarhæfni. Þú hefur mikla þörf fyrir til- breytingu og því líður þér best þegar margt fólk er í kringum þig. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ættir að geta aukið tekjur þínar með einhverjum hætti í dag. Þú munt hugsanlega fá samþykki yfirvalda eða stórr- ar stofnunar fyrir áætlunum þínum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert óvenju sjálfsörugg/ur í dag og hreinlega neitar að sætta þig við nokkurs konar höfnun. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú kemur mjög vel fyrir í samræðum við foreldra þína, yfirmenn og aðra yfirboðara í dag. Þú ert sannfærð/ur um það sem þú ert að segja og átt því auðvelt með að telja aðra á þitt band. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur sjálfstraust og kraft til að koma áætlunum þínum í framkvæmd. Þetta á sér- staklega við um áætlanir sem tengjast ferðalögum og milli- landasamskiptum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert sérlega kraftmikil/l og ástríðufull/ur í dag. Þú hefur ákveðnar skoðanir á hlutunum og veist hvað þú vilt. Gættu þess bara að vaða ekki yfir maka þinn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú getur lært heilmargt um sjálfa/n þig af samræðum þín- um við aðra í dag. Leggðu við hlustirnar. Þú lærir ekkert nýtt ef þú sérð alfarið um að tala. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert mjög afkastamikil/l í vinnunni í dag. Þú vilt að hlut- irnir gangi fljótt og vel fyrir sig og þú ert tilbúin/n að sjá til þess að þeir geri það. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þig langar til að skemmta þér og njóta lífsins í dag. Þú vilt vera í stjörnuhlutverki í þínu eigin lífi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Samskipti þín við fjölskylduna eru kraftmikil og skemmtileg. Samræðurnar eru gefandi og geta leitt til jákvæðra breyt- inga. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert svo heillandi og sann- færandi þessa dagana að þú getur selt næstum hverjum sem er hvað sem er. Fólk stenst hreinlega ekki töfra þína. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert staðráðin/n í að nota peningana þína til að gera já- kvæðar breytingar á heimilinu eða til hagsbóta fyrir fjöl- skyldu þína. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert kraftmikil/l og nýtur þess að vinna með öðrum í dag. Þú munt líka njóta þess að taka á í líkamsræktinni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. VIÐBÚNAÐUR Sláið fram úr í dag, því að heyskap er hætt. Gefið hrífum og orfum sinn frið. En í kringum mín hús verði hreinsað og bætt vegna hennar, sem búizt er við. Gerið laglega braut, hreinsið lausmöl og grjót, svo að leiðin sé augunum þekk, og hún steyti hér ekki við steini þann fót, er um strætin í borginni gekk. Gerið frítt, gerið breitt þetta heimreiðarhlið, til þess hún fari brosleit þar inn. Lagið grjótið í stéttunum gaflana við, að hún gangi þar auðnuveg sinn. - - - Guðmundur Ingi Kristjánsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 17. mars, er 60 ára Þóranna Þórarinsdóttir, Vesturbrún 39. Reykjavík. Þóranna og eiginmaður hennar, Krist- ján Guðbjartsson, taka á móti gestum í Safn- aðarheimili Áskirkju við Vesturbrún, laugardaginn 20. mars kl:13.00. Ætt- ingjar, vinir og aðrir er vilja gleðjast með afmæl- isbarninu velkomnir. 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 17. mars, er sextugur Lúðvík Kemp vélvirki. Hann og eiginkona hans, Svava Egg- ertsdóttir, eru stödd á Kan- aríeyjum. AÐEINS þrjú pör kom- ust í alslemmu í tígli í þessu spili Reykjavík- urmótsins: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠-- ♥ÁKD62 ♦KG5 ♣Á7653 Vestur Austur ♠D1053 ♠KG974 ♥743 ♥G1098 ♦10874 ♦2 ♣DG ♣1082 Suður ♠Á862 ♥5 ♦ÁD963 ♣K94 Spilið er tiltölulega auð- leyst í sterku-lauf kerfi. Þá vekur norður á einu laufi og suður segir strax tvo tígla. Framhaldið rek- ur sig auðveldlega. En í Standard getur spilið orð- ið þungt viðureignar ef suður svarar hjartaopnun makkers með einum spaða, frekar en tveimur tíglum. Vestur Norður Austur Suður -- 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 3 lauf Pass ? Tígullinn er endanlega týndur og flestir tóku þann kostinn að stökkva í sex grönd. Suður getur varla fundið spaða út gegn sex gröndum, en jafnvel þótt hann fái vitr- un og spili út smáum spaða ætti sagnhafi að hafa betur. Hann dúkkar fyrsta slaginn og nær svo að þvinga austur í hjarta og laufi. (Í lokastöðunni á blindur einn hund í hjarta og Áx í laufi, en heima er sagnhafi með Kxx í laufi. Austur getur ekki bæði haldið í hæsta hjarta og 10xx í laufi.) Leiðin í sjö tígla í eðli- legu kerfi er að svara fyrst á tveimur tíglum. Standard-pörin sem náðu slemmunni byrjuðu þann- ig: Vestur Norður Austur Suður -- 1 hjarta Pass 2 tíglar Pass 3 lauf Pass 3 grönd Pass 4 tíglar... ... og svo framvegis upp í sjö tígla. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. Rf3 c5 2. c4 Rf6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. d4 cxd4 6. Dxd4 Rxc3 7. Dxc3 Rc6 8. e4 a6 9. Bc4 Bg4 10. O-O e6 11. Re5 Rxe5 12. Dxe5 Hc8 13. Bb3 Be2 14. He1 Bb5 Geysisterkt atskákmót hefst í dag í Nasa á Austurvelli í dag. Á meðal keppenda eru Garry Kasparov og Anatoly Karpov en fyrsta daginn verður tefld hraðskák sem ákvarða mun röðun keppenda í at- skákmótinu. Staðan kom upp í Reykjavík- urskákmótinu sem lauk í gær. Kínverski stórmeistarinn Xi- angzhi Bu (2600) hafði hvítt gegn lettneska kollega sín- um Normunds Miezis (2521). 15. Bxe6! fxe6 16. Dh5+! g6 16... Kd7 hefði ekki gengið upp vegna 17. Hd1+ Bd6 18. Bf4. 17. De5 Kf7 17... Hg8 hefði engu bjargað vegna 18. Dxe6+. 18. Dxh8 Dh4 19. He3 Ke7 20. Bd2 Kd7 21. a4 Bc4 22. Hh3 Dxe4 23. Hxh7+ Kc6 24. Hh4 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostn- aðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmæl- isbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Hvernig get ég verið þrem vikum á eftir? Ég byrjaði á mánudaginn var! SÍMI 530 1500 N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 1 5 5 0 • sia .is Flug og m ynd á næ stu le igu Skafmiði fylgir hverri mynd 100 stórborgarferðir! 100.000 vinningar! Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Frábært úrval af sundfatnaði Síðumúla 3 - Sími 553 7355

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.