Morgunblaðið - 17.03.2004, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 17.03.2004, Qupperneq 42
ÍÞRÓTTIR 42 MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ LEYFISRÁÐ Knattspyrnusambands Íslands sam- þykkti á fundi sínum á mánudag að öll tíu félögin í úrvalsdeild karla fengju leyfi til þátttöku í deild- inni á komandi keppnistímabili. Þau reyndust öll uppfylla þær kröfur sem settar eru fram í leyf- ishandbók KSÍ og eru byggðar á sambærilegri handbók Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Félögin eru: FH, Fram, Fylkir, Grindavík, ÍA, ÍBV, KA, Keflavík, KR og Víkingur R. Kröfurnar eru í fimm liðum og eru að grunni til eftirtaldar:  Samþykkt áætlun um uppeldisstarf frá 9 ára aldri.  Fagmennska í stjórnun félags og þjálfun leik- manna.  Aðild að KSÍ.  Fullbúinn leikvangur með stúku fyrir áhorf- endur.  Traust skipulag fjármála. Öll félögin fengu leyfi til þátttöku KRISTJÁN Finnbogason, markvörður KR, er í landsliðs- hópnum í knattspyrnu í fyrsta skipti í sex ár. Hann er í 18 manna hópnum sem Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson tilkynntu fyrir vináttuleikinn sem fram fer í Albaníu hinn 31. mars. Kristján verður elsti leikmað- urinn í hópnum, 32 ára gamall, en er þó sjö árum yngri en sá sem hann leysir af, Birkir Kristinsson, sem hefur verið varamarkvörður landsliðsins síðustu árin. „Þetta voru óvæntar en ánægjulegar fréttir. Það er orðið langt síðan ég var í liðinu síðast og ég hef aldrei velt þessu mikið fyrir mér, en hef að sjálfsögðu alltaf verið tilbúinn ef kallið kæmi. Það verður mjög gaman að vera hluti af þessum hópi á ný, ég þekki alla, hef spilað með flestum þeirra, og hlakka mikið til,“ sagði Kristján við Morgunblaðið í gær. Þetta verður fjórða ferðin hans til Albaníu en hann lék þar með 21 árs landsliðinu 1991, ÍA 1993 og KR 2001. Kristján á 19 A-landsleiki að baki en hann lék fyrst gegn Túnis 1993 og síðast gegn Slóveníu á Kýpur 1998. „Óvæntar en ánægjulegar fréttir“ ÁTTA leikmenn sem leika með liðum á Englandi eru í landsliðshópnum í knattspyrnu sem leikur vináttuleik gegn Albaníu í Tirana 31. mars. Það eru þeir Árni Gautur Arason, Man. City, Hermann Hreiðarsson, Charlton, Brynjar B. Gunnarsson, Nott. Forest, Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea, Heiðar Helguson, Watford, Jóhannes K.Guðjónsson, Wolves, Bjarni Guð- jónsson, Coventry, og Ívar Ingimars- son, Reading. Þrír leikmenn koma frá Belgíu – Arnar Þór Viðarsson og Marel Bald- vinsson, Lokeren og Indriði Sigurðs- son, Genk. Frá Svíþjóð koma Pétur Hafliði Marteinsson, Hammarby, og Hjálmar Jónsson, IFK Gautaborg, og frá Noregi Ólafur Örn Bjarnason, Brann og Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk.. Þórður Guðjónsson kemur frá Bochum í Þýskalandi og mun vænt- anlega leika sinn 50. landsleik í Tirana. Tveir KR-ingar eru í hópnum – Kristján Örn Sigurðsson og Kristján Finnbogason markvörður. Fimm leikmenn sem voru í hópnum gegn Þýskalandi í Hamborg í október eru ekki með að þessu sinni. Arnar Grétarsson og Helgi Sigurðsson eru meiddir, Rúnar Kristinsson gefur ekki kost á sér í leikina í vor, og Ríkharður Daðason og Birkir Kristinsson voru ekki valdir. Í staðinn koma Pétur, sem meiddist á æfingu fyrir leikinn í Ham- borg, Jóhannes Karl, Heiðar, Marel og Kristján Finnbogason, sem ekki voru í 18 manna hópnum í Hamborg. Átta frá liðum í Englandi mæta Albönum í Tirana FÓLK  HALLDÓR Gunnar Jónsson og Jason Harden voru í liði Fjölnis sem tryggði sér sæti í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik með sigri á Val í fyrrakvöld. Þetta er annað ár- ið í röð sem þeir vinna sig upp í úr- valsdeildina því þeir voru báðir í liði Þórs frá Þorlákshöfn sem lék sama leik á síðasta tímabili.  HALLDÓR Gunnar hóf jafn- framt þetta tímabil sem leikmaður með Selfossi, sem síðan féll úr 1. deildinni á dögunum. Hann fór því bæði upp og niður úr 1. deild á sama tímabilinu.  JALIESKY Garcia, landsliðs- maður í handknattleik og leikmað- ur þýska 1. deildarliðsins Göpping- en er í liðið vikunnar hjá þýska handknattleikstímaritinu Handball Woche sem kom úr í gær. Þetta er í annað sinn á leiktíðinni sem Garcia er valinn í lið vikunnar hjá blaðinu.  FRODE Hagen, norski hand- knattleiksmaðurinn sem hefur leik- ið með Barcelona undanfarin tvö ár, hefur skrifað undir eins árs samning við Kiel í Þýskalandi.  BARCELONA hefur samið við Lars-Krogh Jeppesen, danska landsliðsmanninn frá Flensburg, og Hagen átti því ekki mikla fram- tíð fyrir sér hjá Barcelona sem hef- ur barist við Jeromé Fernandez, Iker Romero og Enric Masip um stöðu í spænska liðinu.  HANS Óttar Lindberg, hinn hálf-íslenski handknattleiksmaður sem bjó fyrstu æviár sín í Hafn- arfirði áður en hann flutti til Dan- merkur þar sem hann leikur nú með Team Helsinge, var á meðal þeirra 17 leikmanna sem valdir voru í danska landsliðið í gær. Lík- legt er að Lindberg leiki sína fyrstu A-leiki fyrir Dani um mán- aðamótin þegar þeir mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum, þeim fyrri í Farum og hinum síðari í Stokkhólmi.  MICKEY Adams, knattspyrnu- stjóri Leicester, segist sannfærður um að leikmenn sínir, Paul Dickov, Frank Sinclair og Keith Gillespie, séu saklausir af ákærum um kyn- ferðislegt ofbeldi gagnvart þremur konum á La Manga á Spáni. Hann segir að tilviljun ein ráði því að þessir þrír hafi verið kærðir og hann hefði sjálfur getað verið í þeirra sporum.  ADAMS segir að konurnar hafi bent á þremenningana eftir að hafa skoðað vegabréf allra leikmanna Leicester, 21 að tölu. „Ef vegabréf mín og þjálfaranna okkar hefðu verið líka verið til sýnis, hefði ég eða einhver þeirra alveg eins getað orðið fyrir valinu,“ segir Adams og kveðst vonast eftir því að málinu verði vísað frá innan skamms. „Það eina sem þessir þrír eru sekir um er að hafa setið að drykkju of lengi um kvöldið.“ Hvorki Tyrkir né allir þeir tæp-lega 500 áhorfendur sem fjöl- menntu á pallana í Skautahöllinni í Laugardal voru bún- ir að koma sér fyrir þegar Ingvar Jóns- son og Sigurður Sig- urðsson höfðu komið Íslandi í 2:0, en það varð áður en fimm mínútur voru liðnar. Íslenska liðið var sannarlega á tánum en síð- an kom spennufall, svo að Tyrkir gengu á lagið og jöfnuðu með mörk- um á 11. og 12. mínútu. Það tók Ís- lendingana nokkra stund að jafna sig en síðan náðu þeir undirtökum með yfirveguðum leik, sterkri vörn og snaggaralegum sóknum, sem skiluðu þremur mörkum áður en fyrsta leikhluta lauk án þess að Tyrkir gætu svarað fyrir sig. Annar leikhluti byrjaði með marki og Ís- lendingar höfðu undirtökin en tókst illa upp við skotin. Undir lok annars leikhluta fór að slakna á einbeiting- unni og Tyrkir minnkuðu muninn í 6:3. Enn syrti í álinn í þriðja leik- hluta því Íslendingar voru ótt og títt reknir út af, stundum fyrir algerlega óþörf brot – voru út af í nærri 17 mínútur samfleytt. Þá kom vörnin til bjargar, kapp hljóp í íslenska liðið sem bætti varnarleikinn enn og hélt haus þó svo að Tyrkjum tækist að- eins á saxa á forskotið. Íslendingar geta verið stoltir af strákunum sínum. Þeir börðust af krafti og slógu hvergi af; þegar í harðbakkann sló tókst þeim bæta sig enn frekar. Árangurinn vilja ís- hokkímenn þakka miklum æfingum og hve vel er haldið utan um lands- liðið. Þá skiptir einnig miklu máli að aukning í íþróttinni er að skila sér enda fleiri svell til æfinga í boði. Fyrir þetta mót voru um 40 kandí- datar í landsliðshópnum, þar af margir góðir og reyndir íshokkí- menn sem þurftu að sætta sig við komast ekki í lið þegar fækkað var í hópnum í 23, en þeir sátu þá á meðal áhorfenda og studdu sína menn. Munurinn á liðunum lá að mestu í að íslenska liðið var kraftmeira og betra á skautunum en Tyrkir aftur á móti betri með kylfuna og í skotum. Gunnlaugur Björnsson sýndi góða takta í markinu og fyrirliðinn Ingvar Þór Jónsson var mjög traustur í vörninni. Jónas Breki Magnússon var sprækur í sókninni enda skoraði hann þrjú mörk. Þungu fargi var létt af þjálfara Ís- lands, Peter Bolin, eftir leikinn. „Við urðum að vinna þennan leik því nú vitum við að við getum staðið okkur, meira segja betur en í kvöld, en þetta var erfiður leikur og líklega erfiðustu mótherjar okkar,“ sagði Bolin og sagði brottrekstra Íslend- inga of marga. „Við vorum reknir of mikið út af undir lokin og það er erf- itt að spila til lengdar einum færri. Við hægðum aðeins á okkur því það tók sinn toll og hentar okkur illa. Við þurfum að vera með fullt lið inná og þá erum við betra liðið.“ Fyrri leikurinn í gærkvöldi var milli Mexíkó og Írlands, sem Mexík- anar unnu örugglega 8:3, en þeir eru einnig taldir verðugir andstæðingar. Það er samt ekki hægt að ganga að neinum stigum vísum og nú reynir ekki bara á kraft og þor heldur þarf að vinna leikinn með kollinum. Tvö efstu af þessum fimm liðum komast upp í 2. deild og þangað ætla ís- hokkímenn sér. Næsti leikur Íslands er við Arme- níu á fimmtudaginn en það er eina landið sem er óskrifað blað. Menn hafa þó kíkt á æfingar Armena og þótt lítið til koma svo að ef, og þá ef, þeir verða frekar auðveld bráð nýt- ist sú viðureign eflaust til að slípa liðið betur saman. Morgunblaðið/Jim Smart Ingvar Þór Jónsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í íshokkíi, sækir að tyrkneska leikmanninum Coskun í sigurleik Íslands á HM í Skautahöllinni í gær þar sem fjöldi áhorfenda fylgdist með. Ísland braut ísinn gegn Tyrkjum ÍSLENDINGAR mættu vígreifir á ísinn í Laugardalnum í gærkvöldi þegar þeir tóku á móti Tyrkjum í sínum fyrsta leik í 3. deild heims- meistaramótsins í íshokkíi. Sá baráttuhugur fleytti þeim langt inn í leikinn og færði mörk, sem dugðu til að vinna 7:5, en undir lokin var tvísýnt um sigur vegna stöðugra brottrekstra. Fyrirfram voru Tyrkir taldir helstu keppinautar Íslands um efsta sæti deildarinnar svo að segja má að ísinn sé brotinn. Stefán Stefánsson skrifar Eyjastúlkur skoruðu fyrsta markleiksins en eftir það komst ÍBV aldrei yfir í leiknum. Afspyrnuslakur varnarleikur í fyrri hálfleik varð til þess að gestirnir skoruðu tuttugu mörk í hálfleiknum en Eyjastúlkum tókst aðeins að finna netmöskvann sautján sinnum. Í síðari hálfleik var meira jafnræði með liðunum, ÍBV tókst að jafna þegar fimmtán mín- útur voru eftir og eftir það var nán- ast jafnt á öllum tölum. Þegar yfir lauk var hungrið þó meira í Stjörnu- stelpum sem eiga hrós skilið fyrir endalausa baráttu og að gefa Eyja- stúlkum ekkert eftir. Í stöðunni 33:33 tók Jóna Margrét Ragnars- dóttir af skarið og skoraði tvö mörk í röð þegar mínúta var eftir. Eyjastúlkum tókst að minnka muninn í eitt mark en lengra komust þær ekki og Stjörnustúlkur fögnuðu. Stjarnan lagði ÍBV STJARNAN gerði aldeilis góða ferð til Eyja í gær þegar þær lögðu ÍBV í 1. deild kvenna og urðu fyrsta liðið í deildinni í ár til þess. Það má segja að frábær barátta hafi fyrst og fremst skil- að liðinu þessum sigri og Stjarnan því enn í bullandi bar- áttu um annað sæti deild- arinnar. Lokatölur, 34:35.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.