Morgunblaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 88 . TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Hjón í sama starfi Rætt við þrenn hjón sem hafa valið sér sama starfsvettvang | Daglegt líf Fasteignablaðið | Nýjar íbúðir á Landssímalóðinni  Góð ráð um garðyrkju  Heima hjá Úlfari Nútímaraflagnir Íþróttir | Eiður og Hermann ekki með gegn Albaníu BRESKA utanríkisþjónustan hefur á prjónunum að draga verulega úr starf- semi 40 sendiráða erlendis og er stefnt að því, að í þeirra stað komi aðeins „einn far- tölvusendiherra“. Er Ísland nefnt í þessu sambandi ásamt nokkrum öðrum ríkjum. John Howard Culver, sendiherra Bret- lands hér á landi, segist ekki vita um neinar áætlanir hvað varðar sendiráðið hér. Að því er fram kom í Sunday Telegraph í gær er fyrirhugað að einstakir menn, sem tengdir verði London með tölvupósti og Net- inu, komi í stað heilla sendiráða í einhverjum þeirra 153 ríkja, sem nú eru með breskt sendiráð. Jack Straw, utanríkisráðherra Bret- lands, útlistaði nýtt mat á mikilvægi sendiráðanna í Hvítbók í desember sl. og miðaði það við baráttuna gegn hryðju- verkum og glæpum, gegn ólöglegum inn- flytjendum og með tilliti til öryggis olíu- flutninga og annarra hagsmuna Breta. Í samræmi við þetta verða sendiráðunum gefnir punktar og þeim 40 lægstu breytt í „fartölvusendiráð“ eða þau jafnvel lögð niður. Breskir embættismenn vilja ekki nefna hvaða sendiráð séu líkleg til að verða skorin niður en Sunday Telegraph nefnir Nýja-Sjáland og Ísland, Mauritius, Ekva- dor og Belize og segir að eitt múslímaríki að minnsta kosti sé í þessum hópi. Stefnt er að því að þessari uppstokkun verði lokið fyrir apríllok. Veit ekki um nein áform John Howard Culver, sendiherra Bret- lands hér á landi, sagði í viðtali við Morg- unblaðið í gær, að unnið væri að nýrri langtímastefnumótun í bresku utanríkis- þjónustunni í samræmi við þær tillögur, sem fram hefðu komið í Hvítbók utanrík- isráðuneytisins í desember. „Mér er hins vegar ekki kunnugt um breytingu hér eða áform um að leggja breska sendiráðið hér á landi niður,“ sagði Culver. Bretar ræða uppstokkun í utanríkisþjónustunni „Ekki kunnugt um breyt- ingu hér“ John H. Culver JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, og flokkarnir, sem standa að ríkisstjórn hans, biðu verulegan ósigur í síðari umferð sveitar- stjórnarkosninganna í gær. Sósíal- istaflokkurinn bætti hins vegar miklu við sig. Sósíalistar og stuðningsflokkar þeirra, Græningjar og kommúnist- ar, fengu um helming atkvæða en Lýðfylkingin, flokkur Chiracs, og samstarfsflokk- ur hennar, Lýð- ræðisfylkingin, um 38% saman. Hin öfgasinn- aða Þjóðfylking fékk um 12% at- kvæða. Stefndu sósíalistar í að ná völdum í 20 af 22 héruðum Frakklands. Talið er víst, að Chir- ac muni bregðast við úrslitunum með því að stokka upp í stjórninni og jafnvel er búist við, að Jean- Pierre Raffarin forsætisráðherra verði látinn víkja en hann hefur notið lítilla vinsælda. Rekja má nið- urstöðuna til óánægju kjósenda með þær umbætur, sem stjórnin hefur beitt sér fyrir í velferðar- og félagsmálum. Mikill sigur sósíalista París. AFP. Stuðningsmenn franskra sósíalista fagna úrslitum. LANDSMÓT íslenskra barnakóra var haldið í Víðistaðakirkju og -skóla í Hafnarfirði um helgina. Um 450 börn á aldrinum 11 til 16 ára tóku þátt í því. Á tónleikum á laugardag fylltu þessir kraftmiklu söngv- arar kirkjuna af ljúfum tónum. Engu er líkara á myndinni en Kristur og áheyrendur hans á fresku Baltasars séu orðnir hluti af kórnum. Morgunblaðið/Jim Smart 450 börn sungu saman GENGIÐ var frá samningi milli starfsmanna og verktakafyrirtækisins Impregilo við Kára- hnjúkavirkjun aðfaranótt laugardags um bón- usgreiðslur. Reiknað er með að nýja bónuskerf- ið skili starfsmönnum almennt um 12–14% launahækkun, sem geti farið upp undir 20% við bestu aðstæður. Kerfið verður endurskoðað að þremur mánuðum liðnum. Gildandi virkjanasamningur kveður á um að semja eigi við starfsmenn um afkastahvetjandi launakerfi en að sögn Guðmundar Gunnarsson- ar, formanns Rafiðnaðarsambandsins, hefur Impregilo komið sér hjá því þar til nú. „Það lá lágmarkslaununum. Virkjanasamningurinn og viðræðurnar um hina svokölluðu almennu samninga iðnaðarmannafélaganna standa föst vegna þessarar deilu um lágmarkslaunin,“ seg- ir Guðmundur. Hann segir að það svigrúm um hækkun lág- markslauna, sem Starfsgreinasambandið samdi um, sem kveður á um tvisvar sinnum 1% hækkun launakostnaðar, dygði til að uppfylla þessar kröfur. „En Samtök atvinnulífsins harð- neita að láta okkur fá sams konar svigrúm. Um það er deilt þessa dagana. Ef þeir gefa ekki eft- ir stefnir í að þetta fari í hörku.“ fyrir á borðinu að menn myndu ekki loka virkj- anasamningnum, sem við erum að vinna að, fyrr en þeir hefðu lokið þessu,“ segir hann. Að óbreyttu stefnir í hörku Grundvallarkröfur iðnaðarmannasamband- anna eru að launataxtar verði færðir að raun- launum. „Deilan stendur um lágmarkslaunin. Við sögðum það strax í haust, þegar komið var með mikinn fjölda erlendra starfsmanna inn í landið, þar sem þeir nýttu sér lágmarkslaunin, að það gæti ekki þýtt neitt annað en að við myndum leggja á það ofuráherslu að ná upp Samið um nýtt bónuskerfi starfsmanna Impregilo við Kárahnjúka Skilar 12–14% launahækkun Fasteignir og Íþróttir í dag JOHN Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, verð- ur að hætta að vera svona „fransk- ur“ til að eiga möguleika á að kom- ast í Hvíta húsið. Er það haft eftir bandarískum ímyndarfræðingi af frönskum ættum. „Vandamálið hjá Kerry er, að hann er ekki eins og maðurinn á götunni,“ segir Clotaire Rapaille en hann er einn af mörgum, sem kosn- ingavél Kerrys hefur leitað til. Rapaille segir, að það geti jafnvel bitnað á Kerry, að hann talar frönsku enda voru Frakkar andvíg- ir innrásinni í Írak. „Frakkar eru hugsuðir – ég hugsa, þess vegna er ég – en bandarísk menn- ing er unglinga- menning. Fyrst að skjóta, síðan að spyrja. Kerry má alls ekki líkj- ast hinum hugs- andi manni, heldur vera bara nógu alþýðlegur,“ segir Rapaille og ráð- leggur Kerry að verða sér úti um gallabuxur og kúrekastígvél. Kerry of „franskur“ London. AFP. John Kerry Kaupverð alls hlutarins er 150 millj- ónir dollara, eða tæpir ellefu millj- arðar króna. Er áformuð stækkun álversins á Grundartanga gengur eftir bætast við 25 milljónir dollara til viðbótar. Í tilkynningu félaganna er haft eftir Craig A. Davis, forstjóra Cent- ury Aluminum, að hann sé hæst- ánægður með kaupin á Norðuráli; þau séu mikilvægur liður í að hrinda í framkvæmd stefnu fyrirtækisins um að lækka meðalframleiðslukostn- að og dreifa fjárfestingum víðar. Haft er eftir Kenneth Peterson, forstjóra CVC, að hann sé sannfærð- ur um að Century verði góður eig- andi Norðuráls. „Starfsmenn og stjórnendur Norðuráls hafa lagt hart að sér til að orðstír þeirra verði á heimsmælikvarða og það hefur tekizt. [Kaupin] sýna ennfremur mikið traust á Íslandi og við erum sammála um að Ísland hefur skapað samkeppnisfært og uppbyggilegt viðskiptaumhverfi.“ Century kaup- ir allt Norðurál CENTURY Aluminum Company og Columbia Ventures Corporation náðu í gær samkomulagi um að Century kaupi allt hlutafé í Norðuráli. Áður höfðu fyrirtækin samið um að Century keypti 49,9% í fyrirtækinu og afganginn að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. „Þau skilyrði hafa nú verið uppfyllt,“ segir í fréttatilkynningu fyrirtækjanna. Fram kemur að gert sé ráð fyrir að kaupin verði endanlega frágengin 31. maí næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.