Morgunblaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 24
A
F öllum þessum mönnum,
sem voru í fararbroddi
sjálfstæðishreyfinga Mið-
og Austur-Evrópu á ár-
unum 1988 fram að falli
Ráðstjórnarríkjanna 1991 og ég kynnt-
ist á þessum árum, skera þrír sig úr.
Lennart Meri frá Eistlandi, Vytautas
Landsbergis frá Litháen og Vaclav
Havel frá Tékkóslóvakíu. Auðvitað ber
að geta rafvirkjans frá Gdansk, Lech
Walesa, en honum kynntist ég aldrei.
En þessi þrír, sem ég gat í upphafi,
voru allir listamenn. Enginn þeirra
hefði náð frama í pólitík undir venju-
legum kringumstæðum. Til þess voru
þeir allir of óvenjulegir. Þeir voru lista-
menn, sem kerfið skildi að voru hættu-
legir af því að menning þjóða þeirra
var þeim runnin í merg og bein. Kerfið
skildi, að ef það tækist að uppræta þá –
einangra þá og drepa andlega – þá
væri ekkert eftir.
Allir gegndu þeir lykilhlutverki, þeg-
ar mest á reið. Þjóðir þeirra fundu í
sínu innsta eðli, að þeim væri treyst-
andi fyrir sjálfu fjöregginu: Sameig-
inlegri menningu og reynslu þjóða í
ánauð. Það var von til þess, að fulltrúar
annarra þjóða, sem hittu þessa menn,
augliti til auglitis, gætu skilið, að það
var barist fyrir einhverju, sem skipti
máli; tungumáli, sögu, reynslu, í einu
orði sagt – menningu – sem heimurinn
stæði snauðari eftir, ef hún færi for-
görðum. Það er framlag listamannsins
til lífsins. Þeir voru kjörnir til að berj-
ast fyrir lífi þjóða sinna, af því að þeir
skildu hvað það er, sem gefur lífinu
gildi. Réttir menn á réttum stað á rétt-
um tíma. Hvers frekar geta menn ósk-
að sér af örlagadísunum?
Einn þessara örlagavalda samtímans
er 75 ára í dag: Lennart Meri, fyrrver-
andi forseti Eistlands (1992–2000).
Hver er hann? Fyrrverandi fangi í hinu
sovéska gúlagi, fyrrverandi skóg-
arhöggsmaður og raftakýlir á fljótum
Síberíu. Og talar mál Puskins betur en
flestir Rússar. Hann hefur þýtt bók-
menntir þeirra um þjáningarþol manns-
andans á tun
urmáli sínu li
verið dæmt t
Hann var kvi
örlög týndra
Einn af örlagav
Eftir Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Baldvin Hannibalsson og Lennart Meri, þá utanríkisrá
árásarstefnu Sovétstjórnarinnar gegn Eystrasaltsríkjunum
24 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
FORSETI OG ÞINGRÆÐI
Það er auðvitað ljóst að hugmynd-ir þjóðarinnar um forsetaemb-ættið hafa breytzt á 60 árum en
nú í sumar eru sex áratugir liðnir frá
því að lýðveldi var stofnað á Íslandi og
embætti forseta Íslands sett á stofn.
Lengi var það t.d. viðtekin skoðun
að forseti Íslands gæti haft mikið um
stjórnarmyndanir að segja. Var það
fyrst og fremst rakið til atbeina Ás-
geirs heitins Ásgeirssonar við myndun
minnihlutastjórnar Emils Jónssonar í
desember 1958, sem lagði grunninn að
viðreisnarsamstarfinu svonefnda, sem
stóð fram yfir þingkosningar 1971.
Nú fer ekki á milli mála að stjórn-
skipun okkar hefur þróazt á þann veg
að forseti Íslands hefur lítið sem ekk-
ert um stjórnarmyndanir að segja
enda ár og dagar síðan forseti hefur
komið þar við sögu. Þannig sagði nú-
verandi forseti, Ólafur Ragnar Gríms-
son, í viðtali hér í blaðinu þegar hann
var í forsetaframboði vorið 1996:
„Blessunarlega hefur orðið sú breyting
að forystumönnum flokkakerfisins á
Íslandi hefur smátt og smátt lærst að
mynda ríkisstjórnir. Það sést meðal
annars á því að þær þrjár ríkisstjórnir,
sem síðast hafa verið myndaðar hér á
landi, ríkisstjórnir 1995, 1991 og 1988,
voru allar myndaðar á um það bil viku.
Það tel ég hið æskilega, að forystu-
menn flokkanna á vettvangi Alþingis
annist sjálfir það verk að finna flöt til
stjórnarmyndunar.“
Athyglisvert er að þessi þáttur í
störfum forseta Íslands er nánast ekk-
ert til umræðu enda í sjálfu sér ekkert
um hann að segja. Telja má t.d. víst að
nú orðið mundi engum forseta detta í
hug að skipa utanþingsstjórn. Skipan
utanþingsstjórnarinnar á sínum tíma
var mjög umdeild. Hugmyndir Krist-
jáns Eldjárns um myndun slíkrar
stjórnar haustið 1979 og sennilega aft-
ur um áramótin urðu ekki að veru-
leika.
Eftir stendur að ákvæði 26. greinar
stjórnarskrárinnar um synjunarvald
forseta er enn töluvert til umræðu þótt
því hafi aldrei verið beitt.
Í grein í Morgunblaðinu sl. laug-
ardag gerir Ragnar Aðalsteinsson
hæstaréttarlögmaður þennan þátt
stjórnarskrárinnar að umtalsefni og
vísar þar sérstaklega til orða Bjarna
Benediktssonar á fundi hinn 21. janúar
árið 1953 þar sem fram kemur að hug-
myndir hans, Gunnars Thoroddsen og
Jóhanns Hafstein hafi verið þær að
synjun forseta á staðfestingu frum-
varps ætti að fresta gildi þess þangað
til það hefði verið samþykkt í þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Stjórnarskrár-
ákvæðið eins og það er gerir hins veg-
ar ráð fyrir því að lagafrumvarp öðlist
gildi þar til niðurstaða þjóðaratkvæða-
greiðslu liggur fyrir.
Þegar þessi ummæli Bjarna Bene-
diktssonar féllu var lýðveldið innan við
10 ára gamalt og ljóst að hugmyndir
bæði hans og annarra um uppbyggingu
þess og þróun og þ.á m. um forseta-
embættið voru í mótun.
Fimmtán árum seinna eða 9. júní
1968, skömmu fyrir forsetakosningar
það ár birtist hins vegar viðtal við
Bjarna Benediktsson hér í Morgun-
blaðinu þar sem hann fjallar m.a. um
þessa stjórnarskrárgrein og segir:
„Í stjórnarskránni er forsetanum að
nafni eða formi til fengið ýmislegt ann-
að vald, þar á meðal getur hann knúið
fram þjóðaratkvæðagreiðslu um laga-
frumvarp með því að synja frumvarp-
inu staðfestingar. Þarna er þó einungis
um öryggisákvæði að ræða sem deila
má um hvort heppilegt hafi verið að
setja í stjórnarskrána. Aldrei hefur
þessu ákvæði verið beitt og sannast
sagna á ekki að beita því þar sem þing-
ræði er viðhaft.“
Þetta var niðurstaða Bjarna Bene-
diktssonar eftir langa reynslu af
stjórnmálastörfum en hann var jafn-
framt einn af helztu stjórnlagafræð-
ingum þjóðarinnar á sinni tíð og enn
vitnað til sjónarmiða hans og skoðana í
þeim efnum eins og fram hefur komið.
Og auðvitað er þetta rétt niðurstaða.
Auðvitað á forseti Íslands ekki að hafa
vald til að taka fram fyrir hendur Al-
þingis Íslendinga, samkomu hinna lýð-
ræðislega kjörnu fulltrúa þjóðarinnar.
Eftir 60 ára reynslu er tímabært að
fella þetta ákvæði úr stjórnarskrá svo
að það þvælist ekki fyrir mönnum í
umræðum og undirstrika í þess stað
það höfuðhlutverk forseta Íslands að
vera sameiningartákn þjóðarinnar og
fulltrúi hennar út á við sem hver for-
seti getur verið sæmdur af.
Í umræðum um forsetaembættið
heyrast þau sjónarmið að embættið sé
óþarft. Morgunblaðið er ekki sammála
því. Ekki fer á milli mála að íslenzka
þjóðin er mjög viðkvæm fyrir forseta-
embættinu þótt fólk geti haft sínar
skoðanir á þeim einstaklingum, sem
gegna því hverju sinni. Þjóðin hefur
hvað eftir annað sýnt að hún telur það
skipta miklu máli að kjör forseta er í
hennar höndum. Þessa augljósu af-
stöðu þjóðarinnar til forsetaembætt-
isins eiga menn að virða en leggja
jafnframt til hliðar tilburði til að gera
embættið að öðru en það er í vitund
þjóðarinnar.
Morgunblaðið hefur margsinnis á
undanförnum árum lýst þeirri skoðun
að einstök stór mál eigi að leggja und-
ir atkvæði þjóðarinnar ýmist á lands-
vísu eða á sveitarstjórnarstigi. Með því
mundum við Íslendingar stíga stórt
skref fram á við í þróun lýðræðis okk-
ar. Um slíka meðferð ákveðinna stórra
mála á að setja löggjöf. Í þeim efnum
þarf engan millilið, hvorki forseta Ís-
lands né aðra. Slík löggjöf mundi í eitt
skipti fyrir öll binda enda á þær um-
ræður sem gjósa upp um ákvæði 26.
gr. stjórnarskrárinnar í hvert sinn sem
kemur að forsetakosningum.
EFTIRLITSFLUG
ATLANTSHAFSBANDALAGSINS
Í Morgunblaðinu í fyrradag var fráþví skýrt að Atlantshafsbandalagið
mundi gæta lofthelgi Eystrasaltsríkj-
anna. Það yrði gert með því að belg-
ískar F-16 herþotur mundu hefja eft-
irlitsflug yfir Eystrasaltsríkjunum,
Eistlandi, Lettlandi og Litháen, í um-
boði bandalagsins.
Þetta eru athyglisverðar fréttir fyrir
okkur Íslendinga. Í umræðum um varn-
armál okkar hafa heyrzt þær raddir að
engin ógnun steðji að Íslandi um þess-
ar mundir og þess vegna sé ekki nauð-
synlegt að hafa hér loftvarnir.
Hvað veldur því þá að nauðsynlegt er
talið að hafa loftvarnir yfir Eystrasalts-
ríkjunum? Er Eystrasaltsríkjunum tal-
in stafa hætta frá Rússlandi? Ef svo er,
má þá ekki búast við að sama hætta
stafi af Rússum á Norður-Atlantshafi,
sem varðar öryggishagsmuni bæði
Norðmanna og Íslendinga? Ef engin
hætta er talin stafa frá Rússlandi hvað
veldur því þá að Atlantshafsbandalagið
telur loftvarnir nauðsynlegar yfir
Eystrasaltsríkjunum? Er það vegna
hryðjuverkamanna? Og ef svo er hvers
vegna stafar Eystrasaltsríkjunum meiri
hætta af hryðjuverkamönnum en Ís-
landi?
N
æsta stórbreytingin í
mannlegum málefnum
mun eiga sér stað í heimi
stjórnmálanna,“ spáði
virta vikutímaritið The
Economist fyrir rúmum sjö árum í
þekktri úttekt sinni á tækifærunum til
að auka áhrif hins almenna kjósanda á
ákvarðanatöku milli venjubundinna
kosninga. Þá var það skoðun tímarits-
ins að bætt menntun, gott aðgengi að
upplýsingum og tilkoma Netsins
tryggði að innan seilingar væri nýtt
form lýðræðis sem gæfi almenningi áð-
ur óþekkt tækifæri til aðkomu að
ákvörðunum á vettvangi stjórnmálanna.
Þessi umfjöllun The Economist vakti
víða athygli og umræðu. Morgunblaðið
gerði henni m.a. myndarleg skil og
sagði viðfangsefni vikutímaritsins vera
„eitt af þeim stóru málum, sem við ætt-
um að beina athygli okkar að á næstu
árum“. Þessi orð eiga jafnvel við þá og
nú, enda hlýtur þróun lýðræðisins að
vera málefni sem við eigum stöðugt að
beina athygli okkar að.
Ég er sannfærð um að besta leiðin til
að gera okkar góða lýðræði enn betra
felist í því að auka valið sem kjósendur
hafa í okkar stjórnskipulagi. Lýðræðið
á nefnilega ekki aðeins að gefa kjós-
endum tækifæri til að tala um það sem
þeir vilja, heldur einnig tækifæri til að
gera það sem þeir vilja. Kjósendur eiga
þannig ekki aðeins að geta sagt það
sem þeim finnst og láta svo þá sem í
stjórnmálum starfa um að taka loka-
ákvörðun, heldur á fólk að geta fram-
kvæmt í samræmi við eigin vilja og
móta þannig ákvarðanir og aðgerðir á
vettvangi stjórnmálanna.
Pólitískir
flokkar og lýðræði
Íslenskum vinstri mönnum hefur eins
og öðrum orðið tíðrætt um þróun lýð-
ræðisins. Flestir þeirra virðast hafa af
því verulegar áhyggjur og telja jafnvel
að lýðræðið eins og við þekkjum það
hafi runnið sitt skeið og nú sé nauðsyn
að innleiða nýtt fyrirkomulag. Ástæða
þessarar svartsýni íslenskra vinstri
manna er að hluta til skiljanleg og
ræðst án efa að miklu leyti af því að
þeirra eigin stjórnmálaflokkar hafa
flestir gengið í gegnum mikla erfiðleika
og starfa því ekki með sama hætti og
þær fjöldahreyfingar sem aðrir flokkar
eru. Flokkar, sem eiga sér sterkar ræt-
ur í samfélagi sínu og hafa ekki marg-
sinnis þurft að skipta um nafn, stefnu
eða skipulag, starfa sem grunneiningar
lýðræðis og eru sem slíkir afar öflugur
vettvangur umræðna og ákvarðanatöku
að því er varðar málefni stjórnmálanna
og líðandi stundar. Þessu sterka lýð-
ræðisbaklandi hafa margir íslenskir
vinstri menn glatað og þess vegna
skynja þeir skort á lýðræðislegri um-
ræðu í eigin pólitíska umhverfi, sem
þeir svo yfirfæra á íslenskt lýðræði í
heild. R-listinn er gott dæmi um slíkan
skort á sterku lýðræðisbaklandi, þar
sem engin leið er fyrir reykvíska kjós-
endur að gerast aðilar að því flokka-
bandalagi og hafa þannig bein áhrif á
störf eða stefnu listans.
Pólitískar áherslur og lýðræði
Nýlega ritaði Björgvin G. Sigurðsson,
þingmaður Samfylkingarinnar, grein
hér í blaðið þar sem hann lýsir áhyggj-
um sínum af stöðu íslensks lýðræðis:
„Flokksræðið er gríðarlegt og í bland
við ægivald sérhagsmunanna drottnar
það yfir raunverulegu lýðræði,“ segir
Björgvin og bætir því við að vegna þess
fyrirkomulags sem hér gildi sé „kött-
urinn alltaf keyptur í sekknum þegar
gengið er að kjörborðinu á fjögurra ára
fresti“. Lausn þingmannsins á þessum
mikla meinta vanda er einkum fólgin í
stóraukinni áherslu á þjóðaratkvæða-
greiðslur vegna þess, eins og Björgvin
segir; „að fólkið á að fá að tala beint um
stóru málin“.
Þessi lýsin
ræði er að mí
ósanngjörn, a
annarra vinst
ist framsækin
lýðræði bygg
þjóðaratkvæð
þeim ætlað ly
oft nýtt. Í sta
una á þjóðara
að leita leiða
um tækifæru
áhrif á eigið u
Aukið val tryggir a
Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur
’ Lýðrægefa kjó
tala um þ
heldur e
gera það
Á kjördag. Fó
ákvarðanir og