Morgunblaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN
28 MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Á SÍÐUSTU áratugum hafa orðið
verulegar breytingar á því þjóð-
félagi sem við lifum í. Sá efnahags-
legi veruleiki sem blasir við okkur
gerir það að verkum að báðir for-
eldrar eru nú við vinnu utan heim-
ilis. Samfélagið hefur þurft að finna
leiðir til þess að bregðast við þess-
um breytingum og er
stofnun leikskóla dæmi
þess. Leikskólinn hefur
frá stofnun hans tekið
margvíslegum breyt-
ingum. Margar for-
sendur hafa verið gefn-
ar fyrir því að hafa
leikskóla lokaða hluta
úr sumri. Má þar nefna
viðhald, erfiðleika með
afleysingar og að skóla-
starfið þurfi að hafa
upphaf og endi. Kostir
þess að hafa leikskóla
opna yfir sumarið hafa
lítið verið í umræðunni.
Öll umræða hlýtur að vera af hinu
góða og eflaust engin ein skoðun sú
eina rétta.
Saga leikskólans
Árið 1925 er fyrsta dagheimilið á Ís-
landi stofnað. Átti stofnun þess sér
fyrst og fremst félagslegar skýr-
ingar. Til að draga upp mynd af
uppeldisaðstæðum barna í Reykja-
vík á fyrri hluta aldarinnar vitna ég
hér í ræðu sem Katrín Thoroddsen
alþingiskona flutti á Alþingi 1946, er
hún var að fylgja úr hlaði frumvarpi
sínu um „Dagheimili fyrir börn“.
Þar segir hún m.a: „… uppeldisskil-
yrði víða í kaupstöðum, en þó eink-
um í Reykjavík, eru orðin svo slæm,
að með öllu er óviðunandi og ekki
annað sýnna en stefnt sé í voða, ef
ekki er að gert. Um orsakir þessa
óheillaástands er óþarfi að orð-
lengja, þær eru margvíslegar, en
mestu valda vafalaust breyttir lifn-
aðarhættir þjóðarinnar og hinn öri
vöxtur bæjanna á síðustu áratug-
um“. Telur Katrín síðan upp ástæð-
ur eins og breyttir atvinnuhættir
foreldra og leikskilyrði barna. Segir
hún að miðað við þær aðstæður sem
fjölskyldunni sé boðið sé „engu lík-
ara en alls ekki hafi verið búist við
börnum í kaupstöðum landsins og
því láðst að búa að þeim á mann-
sæmandi og heilbrigðan hátt. Börn-
um er, það því best verður séð,
ofaukið bæði inni og úti“.
Samfélagsleg ábyrgð
Til að barnið geti sem best notið
bernsku sinnar og þroskað hæfi-
leika sína, verður samfélagið að
mynda stuðningsnet
um fjölskylduna og
barnið. Uppbygging
leikskóla í landinu hef-
ur ekki verði eins hröð
og fjölskyldur hafa
þurft á að halda og op-
inberir aðilar ekki
brugðist nægjanlega
vel við breyttum þjóð-
félagsaðstæðum þar
sem báðir foreldrar
eru útivinnandi allan
daginn. Það tók
margra ára baráttu
fyrir hjónafólk að fá
aðgang að leikskólum
landsins fyrir börn sín í þann tíma
sem þörf var á. Baráttan um heitan
mat í hádeginu fyrir leikskólabörn
var jafnlöng og baráttan fyrir því að
leikskólabarnið og fjölskylda þess
fái að njóta sumarleyfis saman verð-
ur eflaust einnig löng. Ávallt hefur
verið lögð áhersla á samstarf leik-
skóla og heimila og eitt meginmark-
mið leikskólastarfs er að „í sam-
vinnu við heimilin efla alhliða
þroska barnsins“. Sumarleyfi ætti
að falla undir það samstarf og sam-
vinna er lykilorð í því samstarfi.
Hagsmunir leikskólabarnsins
Það er mikilvægt að gengið sé út frá
hagsmunum leikskólabarnsins og
fjölskyldu þess í allri umræðu um
þá þjónustu sem leikskólinn veitir.
Leikskólinn sem stofnun þarf í upp-
eldis- og þjónustuhlutverki sínu að
endurspegla það samfélag sem við
búum í og taka mið af þeim breyt-
ingum sem þar eiga sér stað. Mark-
mið okkar sem berum hag ungra
barna fyrir brjósti hlýtur að vera að
stuðla að því að barnið geti notið
sumarleyfis í faðmi fjölskyldu sinn-
ar, en ekki á gæsluvelli eða á tóm-
stundanámskeiði. Leikskólinn þarf
að starfa í sátt við fjölskyldur og at-
vinnulífið. Lokanir vegna viðhalds
teljast ekki til faglegra forsendna
og eru ekki haldbær rök, þar sem
þeim leikskólum sem eru opnir allt
árið er ágætlega við haldið. Afleys-
ingar og aðrir stjórnunarlegir þætt-
ir falla heldur ekki undir faglegar
forsendur enda er sumarið heppi-
legur tími til undirbúnings og skipu-
lags vetrarstarfs. Leikskólakenn-
arar og annað starfsfólk leikskólans
getur frekar valið sér sumarleyf-
istíma þegar leikskólinn er opinn yf-
ir sumarið. Skólaárið getur haft
upphaf í september ár hvert og end-
ir í maí, en þá tekur við svokallað
sumarstarf leikskólans sem er ann-
ars eðlis en vetrarstarfið.
Opnir leikskólar
Það er á herðum hvers sveitarfélags
eða þess aðila sem rekur leikskóla
að ákveða hvernig þjónustu þeir
veita yfir sumarið. Leikskólar í
Garðabæ hafa verið opnir yfir sum-
arið síðastliðinn áratug og er það
stefna bæjaryfirvalda þar að fjöl-
skyldan geti valið sér þann tíma í
sumarleyfi sem hún vill. Ávallt er þó
lögð áhersla á að barnið taki sér
samfellt sumarleyfi í a.m.k. fjórar
vikur. Þarfir leikskólabarnsins og
fjölskyldu þess eru þar hafðar í fyr-
irrúmi. Höfum hugleiðingar John
Dewey í huga þegar börn eru ann-
ars vegar „Það sem hið vitrasta og
besta foreldri óskar barni sínu ætti
samfélagið að óska öllum sínum
börnum“.
Lok, lok og læs og allt í
stáli …
Anna Magnea Hreinsdóttir
skrifar hugleiðingar um sum-
arlokanir leikskóla ’Það er á herðum hverssveitarfélags eða þess
aðila sem rekur leik-
skóla að ákveða hvernig
þjónustu þeir veita yfir
sumarið.‘
Anna Magnea
Hreinsdóttir
Höfundur er með meistaragráðu í
uppeldis- og menntunarfræðum frá
Kennaraháskóla Íslands, er leik-
skólastjóri leikskólans Kjarrið og sit-
ur í fjölskylduráði Garðabæjar fyrir
Samfylkinguna í Garðabæ.
MEÐ LÖGUM sem sett voru í
Bretlandi árið 1998 fengu Skotar
og Walesverjar þing. Þessi lög
hafa verið kölluð „yfirfærslulög“
þar sem þing Breta í Westminster
var að færa ákveðna málaflokka
yfir til heimamanna.
Þó nokkur valdamun-
ur er á þingunum. Í
stuttu máli má segja
að Skotar hafi lög-
gjafarvald, þeir geta
lagt skatta á fólk og
þeir hafa eigin fram-
kvæmdastjórn. Wal-
esverjar hafa ekki
löggjafarvald, geta
ekki lagt skatta á fólk
og eru ekki með
framkvæmdastjórn í
líkingu við Skota.
Ráðherra Wales er í
Westminster í London og er hluti
af ríkisstjórn Breta þar sem Tony
Blair er forsætisráðherra. Skotar
eru þó ekki allsráðir, þar sem
þjóðþing Breta í Westminster get-
ur breytt eða neitað Skotum að
setja lög, jafnvel í málaflokkum
sem Skotar eiga að stjórna.
Breytingar framundan?
Nefnd sem kennd er við Ríkarð
lávarð mun birta skýrslu á næstu
vikum þar sem lagðar verða til
breytingar á núverandi „yf-
irfærslum“. Búist er við að Rík-
arður lávarður leggi
til að fjölga þing-
mönnum á velska
þinginu úr 60 í 80 og
að það fái stærra lög-
gjafarhlutverk. Peter
Hain, ráðherra Wales,
hefur farið í hringi
síðustu vikurnar í
fjölmiðlum, þegar leit-
að er álits hans á
væntanlegum breyt-
ingum. Hann sagði í
blaðaviðtali hinn 13.
janúar sl. að velska
þingið myndi ekki fá
völd á við það skoska, í yfirlýsingu
tveimur dögum síðar sagðist hann
hins vegar ekki útiloka neitt.
Skaut sig í fótinn
Peter Hain skaut sig síðan í fótinn
í viðtali við Western Mail fyrir
stuttu þegar hann sagði að breyt-
ingar á velska þinginu í átt að því
skoska myndu ekki gagnast Wal-
es. Svo bætti hann við að efna-
hagsmál Skota væru verri en í
Wales. Þar með gaf hann í skyn
að félagar hans í skoska Verka-
mannaflokknum stæðu sig ekki.
Auk þess að „yfirfærslan“ mikla
árið 1998 hefði ekki gengið sem
skyldi. Fyrir vikið tók Tony Blair
hann á beinið og varð Peter Hain
að biðjast afsökunar á orðum sín-
um. Tony Blair hefur hins vegar
sjálfur sagt að efnahagsmál Skota
hafi gengið mjög vel síðustu ár,
þrátt fyrir þá staðreynd að efna-
hagur þeirra versnar sífellt í sam-
anburði við Englendinga og Wal-
esverja.
Þótt Wales kunni að hafa betri
stjórn á sínum efnahagsmálum
þýðir það ekki að allt hafi gengið
upp síðan 1998. Um 40% aukning
hefur orðið á framlögum til Skota
og Walesverja til heilbrigðismála á
síðustu árum, þrátt fyrir það hafa
biðlistar í Skotlandi ekki styst og í
Wales hefur biðtíminn lengst um
helming.
Leiðir á að skríða!
,,Ef Skotar vilja gera eitthvað, þá
geta þeir það. Við þurfum hins
vegar að biðja um leyfi, þar sem
svarið er oftast nei,“ segir þing-
maður Plaid Cymru-flokksins í
Wales um stjórnmálaástandið.
Þessi orð einkenna mjög þá til-
finningu sem margir þingmenn
Wales hafa og þeir vilja breyt-
ingar. David Melding, meðlimur í
velska Íhaldsflokknum, hefur ver-
ið harður í gagnrýni sinni. Hann
telur að annaðhvort eigi að auka
völd þingsins eða leggja það niður.
,,Stefnumótun er í molum í Wales
þar sem enginn í Westminster
hefur áhuga á málefnum lands-
ins,“ segir Melding í nýlegu við-
tali. Framtíð Wales hangir í loft-
inu en stuðningur landsmanna við
breytingar hefur aukist. Kosning
um „yfirfærsluna“ árið 1997 í
Wales var samþykkt með naum-
indum, nú er hins vegar um 75%
stuðningur við breytingar í átt til
skoska líkansins.
Wales vill völd á við Skota
Pétur Berg Matthíasson skrifar
um stjórnmál á Bretlandseyjum ’Skotar eru þó ekkiallsráðir, þar sem þjóð-
þing Breta í West-
minster getur breytt
eða neitað Skotum að
setja lög, jafnvel í mála-
flokkum sem Skotar
eiga að stjórna.‘
Pétur Berg Matthíasson
Höfundur er stjórnmálafræðingur og
býr í Skotlandi.
„ALLT er mér leyfilegt, en ekki
er allt gagnlegt“.
Þessi fornkveðnu biblíusannindi
minna á, að við glepjumst af villu-
ljósum, sem leiða yfir okkur ýmsa
óáran, svo sem til dæmis alvarlega
sjúkdóma og ótímabæran dauða.
Við gerum ekki þann
greinarmun á gagn-
semi og gagnsleysi
sem vert væri. Offita
er einn skæðasti
menningarsjúkdómur
okkar tíma. Ekki
vantar þó ráðlegg-
ingar í baráttunni
gegn þessum vágesti;
heilar ríkisstofnanir
uppfræða okkur um
eðli matvæla og ekki
vantar að spjótum sé
beint að ,,óhollum“
fæðutegundum eins
og sykri og fitu.
Mannskepnan er
alæta. Það er að
vissu leyti rangnefni
því að maðurinn lifir
ekki á sellulósa, sem
er í flestum grænum
plöntum, hann hefur
ekki græjur til að
melta hann. Hann
gerir sér hins vegar
að góðu kolvetni í formi sterkju og
sykurs, sem hann fær úr ávöxtum
plantna. Úti í náttúrunni eru þessi
matvæli í boði takmarkaðan tíma
á ári hverju. Á þeim árstíma er
gjarnan ofgnótt þessara fæðuefna.
Það hentar því vel að safna saman
þessum ávöxtum í stórar hrúgur
að hausti og gæða sér síðan á
þeim þegar vetrar og fæðufram-
boð minnkar, en megnið af þeim
hundruðum þúsunda ára sem mað-
urinn hefur verið að laga sig að
fæðuframboði í náttúrunni kunni
hann engar aðferðir til þessa.
Hann brá því á það ráð að safna
þessum kolvetnaforða utan á lík-
ama sinn í formi fitu, sem síðan
var hægt að ganga á þegar harðn-
aði á dalnum. David Attenborough
sýndi okkur í sjónvarpsþætti um
alætur meðal spendýra hvernig
grábirnir í Alaska hafa aðlagast
hörðum aðstæðum með því að
háma í sig ber á haustin af slíku
hamsleysi að þeir bæta á sig yfir
100 kílóum af fitu áður en þeir
leggjast í vetrardvala. Fitan hefur
vissulega nokkra ókosti: Hún
þyngir lífveruna, gerir hana svifa-
seinni og þar með óhæfari til und-
ankomu ef á hana er ráðist, en
það háir að vísu lítt grábjörnum,
sem eiga fáa náttúrlega óvini.
Aukin þyngd gerir líka að verkum
að erfiðara er að elta uppi mat
sem er hreyfanlegur í
náttúrunni svo sem
villigelti og dádýr. En
ekki verður á allt kos-
ið og berin halda
áfram að bíða sallaró-
leg eftir því að verða
etin og reyna ekki að
nýta sér hvað etand-
inn er seinn í svifum.
Þau vita sem er að
þau munu verða borin
til grafar á ein-
hverjum hentugum
stað af etandanum,
hugsanlega með yf-
irsöng. Þegar grábirn-
irnir koma svo úr híð-
inu á vorin, hafa
brennt allri fitunni og
eru orðnir grannir,
byrja þeir að hlaupa
uppi önnur dýr til að
gæða sér á, en þótt
mikið framboð sé á
slíkri bráð fitna þeir
ekki af henni, heldur
haldast grannir allan veiðitímann.
Nú eru grábirnir auðvitað ekki
menn, en aðstæðurnar sem þeir
hafa aðlagast í Alaska eru ekki
annað en ýkt mynd þeirra að-
stæðna sem menn hafa þurft að
glíma við á undanförnum tugþús-
undum ára og lengur.
Er nú komið að þeirri spurn-
ingu sem borin er upp í fyrirsögn
þessa litla greinarkorns: Er það
æskilegt að neyta ávaxta allt árið?
Það er hluti af rétttrúnaði þess-
arar yfirstandandi aldar að hall-
mæla ekki ávöxtum. Þeir eru svo
svakalega ,,hollir“. Þessi skoðun
þykir afar fín jafnvel þótt hið
skelfilega efni, sykur, sem er í
gosdrykkjum og talið er ein-
staklega ,,óhollt“, sé nánast sama
efnið og það sem finna má í mikl-
um mæli í appelsínum og eplum.
Þessi rétttrúnaður stafar senni-
lega af því, að á fyrri tímum var
stundum skortur á ýmsum þeirra
snefilefna, sem finna má í ávöxtum
og ávextir voru af skornum
skammti, ekki nema rétt svo að
það væri epli til hátíðabrigða um
jólin. Svo svæsinn er þessi rétt-
trúnaður, að meira að segja Atk-
ins heitinn, hinn svarni andstæð-
ingur kolvetna, vildi endilega að
fólk neytti berja og annarra
ávaxta í nokkrum mæli, jafnvel
meðan það væri á fullu í hinum al-
ræmda Atkinskúr, sem næring-
arfræðingarnir eru allir á móti, en
einkenni á þessum kúr er að menn
grennast með því að eta aðallega
fitu og eggjahvítu, efnin, sem eru í
villigöltum og dádýrum. Ef maður
etur mikið af villigöltum og dádýr-
um eru það skilaboð til líkamans
um að maður þurfi að hlaupa hratt
til að afla sér fæðu og líkaminn
bregst við með því að skera óþarfa
þyngsli utan af sér. En ef maður
etur mikið af berjum og ávöxtum
eru það skilaboð um að í umhverf-
inu sé allt fullt af ávaxtatrjám og
berjalyngi krökku af berjum, sem
bíða eftir að verða etin, skilaboð
um að yfirvofandi sé kaldur vetur
með skelfilegum fæðuskorti, skila-
boð um að breyta fæðunni sem
mest í fitu í líkamanum.
Það skyldi þó ekki vera helsti
veikleikinn á Atkinskúrnum hvað
Atkins heitinn var snokinn fyrir
kolvetni í formi ýmislegra ávaxta
vegna þess hvað þeir þykja fínn
matur, hvað hann var mikið barn
síns tíma þrátt fyrir allt. Það
skyldi þó ekki vera.
Ber allt árið?
Baldur Pálsson skrifar um mat-
aræði
Baldur
Pálsson
’Það er hluti afrétttrúnaði
þessarar yf-
irstandandi ald-
ar að hallmæla
ekki ávöxtum.‘
Höfundur er kerfisfræðingur.DILBERT mbl.is