Morgunblaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 41 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert vel gefin/n, sjálfs- örugg/ur og traustur. Þú hefur beitt skopskyn og átt auðvelt með að gera grín að sjálfri/sjálfum þér. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft á einveru og hvíld að halda í dag. Reyndu að skapa notalegt andrúmsloft í kring um þig. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert mjög viðkvæm/ur fyrir umhverfi þínu í dag og því finnst þér jafnvel yfirborðs- legustu samræður hafa dulda merkingu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú finnur til sterkrar teng- ingar við eigur þínar og því er þér illa við að lána þær í dag. Ekki hafa áhyggjur af þessu. Þetta er ekkert mál. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þetta er góður dagur til að ræða við fólk í einrúmi. Þú ert bæði skilningsrík/ur og hefur sterka þörf fyrir að tengjast öðrum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Trúmál og andleg málefni heilla þig í dag. Þig langar til að kafa ofan í hlutina og leita dýpri skilnings á lífinu og til- verunni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú finnur til sterkrar sam- kenndar og verndartilfinn- ingar gagnvart vini þínum í dag. Það er því hætt við að þú finnir til öfundar ef viðkom- andi leitar til annarra. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú munt eiga mikilvægar samræður við yfirmenn þína og annað áhrifafólk í dag. Þú vilt sýna öðrum fram á gildi þitt og vera metin/n að ver- leikum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú hefur mikla þörf fyrir að brjóta upp hversdagsleikann. Þú vilt fara á nýja staði og gera eitthvað óvenjulegt. Láttu endilega verða af því. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert mjög viðkvæm/ur í dag. Þú þarft ekki alltaf að vita hvers vegna þér líður eins og þér gerir. Reyndu bara að fara vel með þig í dag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ekki bregðst of harkalega við hlutunum í dag. Ef þú lendir í deilum við foreldra þína eða aðra ástvini reyndu þá að hugsa áður en þú talar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Notaðu daginn til að taka til á heimilinu og gera það meira aðlaðandi. Farðu og kaupu það sem vantar og reyndu að strika yfir sem flest atriði á minnislistanum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú getur ekki falið tilfinn- ingar þínar fyrir öðrum í dag. Þú þarft að fá að vera þú sjálf/ur og láta tilfinningar þínar í ljós. Hikaðu ekki við að leggja spilin á borðið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÚR GRETTISLJÓÐUM Hann hlustar, hann bíður, hann bærist ei, heldur í feldinn, horfir í eldinn og hrærist ei. Það birtir, það syrtir, því máninn veður og marvaðann treður um skýja sæinn. Hver ber utan bæinn? Nú hljóðnar allt, – nú heyrist það aftur. Það hriktir hver raftur. Hann ríður húsum og hælum lemur, það brestur, það gnestur, nú dimmir við dyrin, það hlunkar, það dunkar, það dynur, það stynur. Draugurinn kemur! - - - Matthías Jochumsson. LJÓÐABROT HLUTAVELTA Þekkt er sagan af Harrison- Gray (1900–1968), einum besta spilara Breta fyrr og síðar, þegar hann villtist í sjö grönd þar sem vantaði ás. Virðuleg frú var í and- stöðunni og átti út með ás- inn. Hún tók slaginn strax og slemman fór einn niður. „Af hverju doblaðirðu ekki,“ spurði forviða áhorfandi. „Ungi maður,“ svaraði frú- in. „Þér þekkið ekki Harr- ison-Gray, hann redoblar alltaf.“ Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ÁG ♥84 ♦K6 ♣ÁKDG543 Vestur Austur ♠5 ♠10932 ♥ÁDG973 ♥K10 ♦– ♦DG108752 ♣1098762 ♣– Suður ♠KD8764 ♥652 ♦Á943 ♣– Harrison-Gray redoblar sem sagt alltaf. Kannski var hann í suður, kannski ekki. Alla vega setti hann spilið á blað og skýrði frá gangi mála. Þetta var í rúbertu- brids í London á sjötta ára- tugnum og það var ekki spil- að upp á eldspýtur: Vestur Norður Austur Suður 3 hjörtu 4 lauf 4 tíglar 6 spaðar Pass Pass Dobl Redobl Pass Pass Pass Á þessum tíma var venjan sú að dobl á hindrunarsögn væri uppástunga um sekt og fjögur lauf úttekt í hina lit- ina. Sú er skýringin á stökki suðurs í sex spaða – hann átti von á því að norður væri með stutt hjarta og góða móttöku við hina litina. Norður vissi svo sem vel að hann var að teygja á kerf- inu, en hugðist hreinsa stöð- una í næsta hring með því að segja fimm lauf. Hann tók ekki með í reikninginn þann möguleika að makker stykki í slemmu. Dobl austurs var hreint útspilsdobl af Lightner- gerð, bannaði útspil í sögð- um litum varnarinnar og hlaut því að kalla á lauf. En suður óttaðist ekki þá árás og redoblaði. Vestur var ánægður með framvinduna og valdi út- spilið af kostgæfni – lauf- tvistinn til að biðja um tígul til baka! Sagnhafi vissi hvað klukkan sló og tók dýpstu svíningu sögunnar, lét þrist- inn úr borði. Austur tromp- aði, en suður yfirtrompaði og var ekki í vandræðum með að taka alla þrettán slagina. Athugull áhorfandi var svo hugulsamur að benda á að slemman hefði sennilega farið þrjá niður með hjarta- ás út. Vestur gæti þá ekkert betra gert en spilað hjarta áfram. Síðan kæmi tíg- ulstunga og loks tromp- uppfærsla þegar vestur spil- aði enn hjarta og neyddi sagnhafa til að stinga í blindum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bg4 5. h3 Bh5 6. Rc3 e6 7. g4 Bg6 8. Re5 Rbd7 9. Rxg6 hxg6 10. cxd5 Rxd5 11. Bd2 R5b6 12. Dc2 Dh4 13. Be2 Be7 14. De4 g5 15. Dg2 Rd5 16. 0-0-0 a5 17. f4 R7b6 18. Re4 gxf4 19. exf4 Bb4 20. Bd3 De7 21. Kb1 Bxd2 22. Dxd2 Db4 23. Df2 Ra4 24. Hc1 Í Fréttablaðinu 18. mars sl. var talið undarlegt að Ís- landsvininum Ivani Sokolov (2.706) hefði ekki verið boð- ið á atskákmótið öfl- uga Reykjavik Rap- id sem Atlantsál styrkti veglega. Gef- ið var í skyn að það stafaði af því að Helga Ólafssyni, að- aldriffjöður mótsins, væri í nöp við hol- lenska ofur- stórmeistarann. Heimildarmaður blaðamannsins hefur vart verið ýkja traustur þar eð Ivani var boðið á mótið í votta viðurvist en hann kaus að taka þátt í öfl- ugu móti í bænum Poik- ovsky í Rússlandi á sama tíma. Staðan er einmitt frá því móti og hafði Ivan svart gegn Alexsej Alexandrov (2.679). 24. – Rxf4! Mylur hvítu stöðina í sundur. 25. Bc4 0-0-0 26. Hc2 Hxh3 27. Hd1 g5 28. Bf1 Hh1 29. Rxg5 e5 30. a3 Db3 31. Re4 Rxb2! 32. Kc1 Rxd1 og hvít- ur gafst upp. Páskaeggjamót Tafl- félagsins Hellis og Góu hefst í félagsheimili Hellis í Mjódd kl. 17 í dag. Að mótinu loknu fer fram at- kvöld og hefst það kl. 20. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Morgunblaðið/Golli Þessir duglegu drengir, Ragnar Gíslason og Ernir Sig- mundsson, söfnuðu kr. 3.270 til styrktar Rauða krossi Ís- lands. MEÐ MORGUNKAFFINU Nei, nei, Her- mann! Svona á ekki að gera þetta! MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á net- fangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík KIRKJUSTARF/ÞJÓNUSTA LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17– 23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitj- anabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólar- hringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum sím- um. VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tekur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrifstofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 Áskirkja. Hreyfi- og bænastund kl. 12 og kl. 17.30 í neðri safnaðarsal. Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk kl. 20. Langholtskirkja. Lestur passíusálma kl. 18 í Guðbrandsstofu í anddyri Langholts- kirkju. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Opinn 12 sporafundur kl. 18 í safnaðarheimilinu. Umsjón hefur Arnheiður Magnúsdóttir. Allt fólk velkom- ið. Vinir í bata. Tólf spora hópar koma saman kl. 20. Gengið inn um aðaldyr safnaðarheimilisins. Umsjón hafa Gunn- laugur Ólafsson og Hafdís Margrét Ein- arsdóttir. Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.40. Sögur, söngur, leikir og föndur. Uppl. og skráning í síma 511 1560. TTT-starf kl. 16.30. Starf fyrir 10–12 ára börn. Leikir, ferðir o.fl. Árbæjarkirkja. Mánudagar: Kl. 15 STN – starf með sjö til níu ára börnum í safn- aðarheimili kirkjunnar. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir full- orðna í safnaðarheimilinu kl. 13–15.30. Spilað og spjallað. Kaffiveitingar. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í síma 557 3280 fyrir hádegi. Fyrirbænastund í kapellu kirkjunnar kl. 15.30. Bænaefnum má koma til djákna, presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar. Stúlknastarf fyrir 11–12 ára kl. 16.30. Æskulýðsstarf fyrir unglinga í 8., 9. og 10. bekk kl. 20–22. Umsjón Stefán Már Gunnlaugsson. Grafarvogskirkja. Kirkjukrakkar fyrir börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30-18.30 í Engjaskóla. KFUK fyrir stúlkur á aldrinum 9–12 ára kl. 17.30–18.30. Lestur pass- íusálma, 43. sálmur, kl. 18.15. Það sjötta orð kristí á krossinum. Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi les. Seljakirkja. KFUK 9–12 ára kl. 17.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 16 ára og eldri kl. 20–22. Ástjarnarsókn. Ponzý (unglingastarf ætl- að árg. 1990 og upp úr) á mánudögum kl. 20–22. Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar, Kirkjukrakkar, er í Varmárskóla. Bæna- stund kl. 19.45. Al-anon fundur kl. 21. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16 Æskulýðsstarf fatlaðra, yngri hópur. Helgistund og gott samfélag. Hulda Líney Magnúsdóttir æskulýðsfulltrúi og sr. Þor- valdur Víðisson. Þorlákskirkja. Biblíufræðsla kl. 20. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30– 16.30. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 15 heim- ilasamband. Allar konur velkomnar. Kl. 17 Örkin hans Nóa, fyrir 1., 2. og 3. bekk. Kl. 18 KK fyrir 4. og 5. bekk. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Árni Torfason Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15. Húsgögn Ljós Gjafavara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.