Morgunblaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 27 INNHEIMTA veggjalds í Hval- fjarðargöngunum er ósanngjörn skattheimta. Hún er ósanngjörn vegna þess að hún er landshlutabundin og aðeins litlum hluta íbúa landsins er gert að greiða skattinn. Ef skattleggja á lands- menn fyrir að nota ákveðin samgöngu- mannvirki verður að gera það með sam- ræmdum hætti. Ekki má láta slíkt bitna á litlum hluta þjóð- arinnar. Ef gæta á sanngirni þá á að taka upp sambærilegan skatt við Vest- fjarðagöngin, Ólafsfjarðargöngin og væntanleg Fáskrúðsfjarðar- og Héð- insfjarðargöng ásamt göngunum undir Almannaskarð. Miðað við stöðu mála væri í raun sanngjarnast að sett yrði upp tollhlið við nýju Þjórsárbrúna og þar innheimtur skattur jafnhár þeim í Hvalfirðinum. Þeim sem ekki vilja borga þann skatt yrði bent á að fara upp Skeið og Þjórsárdal og yfir brúna á Þjórsá við Sultartanga og síðan niður Rang- árvelli, en það er álíka krókur og að aka Hvalfjörðinn. Ef þetta yrði gert sætu allir landshlutar við sama borð og sann- girni væri gætt, vilji menn á annað borð skattleggja lands- byggðina með þessum hætti. „Frítt“ um Reykja- nesbrautina Að setja veggjald á íbúa Vestur- og Norð- urlands en ekki aðra er svipað og íbúar á Vest- ur- og Norðurlandi þyrftu að greiða komu- gjöld á heilsugæslu- stöðvum, aðrir ekki. Eða íbúar Vest- ur- og Norðurlands þyrftu að greiða innritunargjöld í Háskóla Íslands, aðrir ekki. Það felst mikið félagslegt og lýðræðislegt óréttlæti í því að íbú- ar á Akranesi þurfa að greiða 180.000 kr. á ári í veggjald, með hæsta af- slætti, stundi þeir vinnu í Reykjavík en Keflvíkingar geta ekið tvöfalda Reykjanesbraut „frítt“ í sama til- gangi. Þau rök að liðið hefðu áratugir þar til Hvalfjörður yrði þveraður ef Speli hefði ekki verið falið verkið halda ekki vatni nú fimm árum eftir opnun ganganna. Á þessum fimm ár- um er búið að taka ákvörðun um þrenn ný göng fyrir um 15 milljarða, þ.e. Fáskrúðsfjarðar- og Héðins- fjarðargöng, ásamt göngum undir Almannaskarð. Auk þess eru fram- kvæmdir við tvöföldun Reykjanes- brautar langt komnar. Sú gríðarlega samgöngubót sem þverun Hvalfjarð- arins er hefði án efa verið sett á und- an öllum þessum framkvæmdum í forgangsröðinni. Spölur hf. græðir 2 til 3 milljarða Þá orkar það enn mjög tvímælis að Speli hf., fyrirtæki að mestu í eigu opinberra aðilja, var falin þverun Hvalfjarðar án útboðs. Með þeim samningum er félaginu gert fært að innheimta gjald af vegfarendum nán- ast að geðþótta á samningstímanum. Á síðustu árum hefur félagið skilað árlega um 100 milljónum í hagnað. Framreiknað út samningstímann, sem er tuttugu ár, má ætla að Spölur hf. hagnist um tvo til þrjá milljarða á rekstri ganganna. Það er því ekki nóg með að íbúum Vestur- og Norð- urlands sé gert að greiða niður óþarf- lega dýra framkvæmd og óheyrilega dýr lán, þeim er líka ætlað að skilja eftir tvo til þrjá milljarða í vösum þeirra sem fengu, án samkeppni, einkaleyfi á að þvera fjörðinn. Skattalækkanir í veggjaldið Þeir sem ekki bera hitann og þung- ann af því að greiða niður kostnað við gerð og rekstur Hvalfjarðarganga láta sér fátt um finnast. Þeir segja að úr því að forystumenn þessara lands- hluta börðust svo hatrammlega fyrir að fá þessi göng gerð og að þarna yrði tekið upp veggjald, þá verði þessir forystumenn og þessir lands- hlutar einfaldlega að drekka þennan bikar í botn og greiða þessi göng að fullu og það án aðstoðar annarra skattgreiðenda. Þeim fer þó fækkandi sem verja þessa gjaldtöku og krefjast þess að íbúar á Vestur- og Norðurlandi verði einir þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að greiða þessi göng að fullu. Jafnvel einn eigandi ganganna, Akranes- kaupstaður, sem þó barðist einna harðast fyrir gerð þeirra og setningu veggjaldsins, hefur nú snúist í af- stöðu sinni enda gætir mikillar og vaxandi óánægju með þessa gjald- töku á öllu svæðinu. Stuðnings- mönnum veggjaldsins fækkar jafnt og þétt eftir því sem fleiri ákvarðanir eru teknar um ný og ný jarðgöng og aðrar stórframkvæmdir á sviði sam- göngumála þar sem hvergi er minnst á gjaldtöku. Allt bendir til að þessi gjaldtökuleið, sem ákveðið var að fara fyrir áratug, verði ekki farin aft- ur. Þetta hefur reynst blindgata. Eft- ir sitja íbúarnir með sárt ennið og horfa upp á að þurfa að greiða miklu meira til okkar sameiginlega sam- göngukerfis en aðrir. Eigum við að láta lítinn hluta þjóðarinnar sitja svona í súpunni? Er ekki ljóst nú eft- ir þennan áratug að þessi gjald- tökutilraun verður ekki gerð annars staðar? Er ekki mál að linni? Auðvit- að á samfélagið ekki að þola slíkt misrétti. Við eigum að leiðrétta þessi mistök. Ríkisstjórnin hefur boðað miklar skattalækkanir á kjör- tímabilinu. Nota á það svigrúm sem ríkissjóður hefur nú til að fella niður þennan skatt á íbúa Vestur- og Norð- urlands svo að allir landsmenn sitji við sama borð þegar kemur að skatt- heimtu og aðgengi að sameiginlegu vegakerfi okkar. Frítt um göngin Ef gjaldið fyrir að nota göngin væri afnumið yrði það ein öflugasta víta- mínsprauta sem hægt væri að gefa Vestur- og Norðurlandi. Það hefði í för með sér lækkaðan flutnings- kostnað og lægra vöruverð auk þess sem jafnvirði gjaldsins sæti kyrrt í vösum ökumanna þegar þeir ækju göngin. Þetta væri raunveruleg kjarabót fyrir þá landshluta sem munu missa að mestu af þeirri miklu uppbyggingu sem framundan er í landinu. Fáar aðgerðir ríkisins munu geta styrkt jafnmikið byggð í þessum landshlutum. Veggjaldið og skattalækkanir Friðrik Hansen Guðmundsson fjallar um veggjald ’Ef gjaldið fyrir að notagöngin væri afnumið yrði það ein öflugasta vítamínsprauta sem hægt væri að gefa Vest- ur- og Norðurlandi. ‘ Friðrik Hansen Guðmundsson Höfundur er verkfræðingur. ALLT frá stofnun Garðyrkjuskól- ans árið 1939 hefur verið boðið upp á nám í skrúðgarðyrkju. Frá árinu 1967 hefur skrúðgarðyrkjan verið sérstök braut við skólann. Skrúð- garðyrkjan er löggilt iðngrein og Garðyrkjuskólinn er sériðnskóli fyr- ir skrúðgarðyrkjuna. Undanfarinn áratug hefur skrúðgarð- yrkjubrautin verið fjölmennasta braut skólans og aðsókn á brautina mjög góð. Þörf atvinnulífsins fyr- ir framhaldsnám í skrúðgarðyrkju hefur því aukist jafnt og þétt. Frá og með næsta hausti verður boðið upp á nám í skrúð- garðyrkjutækni á há- skólastigi við Garð- yrkjuskólann sem lýkur með diploma- gráðu. Hér er um nýj- ung að ræða. Inntöku- skilyrði á nýja háskólabraut í skrúðgarðyrkjutækni er sveinspróf í skrúðgarðyrkju. Hingað til hefur einungis verið hægt að stunda nám sem þetta erlendis við aðstæður sem eru um margt frá- brugnar íslenskum aðstæðum. Fyrirhugað er, í samstarfi við Tækniháskóla Íslands, landbún- aðarráðuneytið og mennta- málaráðuneytið, að diplómanám í skrúðgarðyrkjutækni verði ígildi meistaraskóla þannig að nemar sem útskrifast með diplómu frá Garð- yrkjuskólann gætu fengið meist- araréttindi. Hér er um spennandi möguleika að ræða og fulltrúar menntamálaráðuneytisins hafa áður lýst yfir áhuga á að sjá þennan möguleika í framkvæmd. Uppbygging námsins Námið er 30 einingar og er skipulagt sem lotubundið fjarnám á þremur önnum. Að loknu námi í skrúðgarð- yrkjutækni skal nemandinn hafa góða faglega þekkingu á grunn- skiplagi, umhirðu og uppbyggingu skrúðgarða og grænna svæða í þétt- býli og dreifbýli, geta stjórnað upp- byggingu og umhirðu grænna svæða og hafa fengið und- irbúning undir frekara nám í skrúðgarð- yrkjutækni m.a. með þjálfun í sjálfstæðum og faglegum vinnubrögð- um í þekkingaröflun Helslu námsgreinar eru aðferða- og upplýs- ingafræði, trjá- plöntuþekking, land- mæling, hagnýt jarðvegsfræði, jarðveg- stækni og burðarlags- fræði, skrúðgarðabygg- ingafræði, rekstrarfræði og rekst- ur í skrúðgarðyrkju. Við undirbúning náms- ins hefur verið tekið mið af sams konar námi á Norðurlöndunum. Góðir atvinnumöguleikar Eftirspurn eftir fólki með slíka menntun er mikil á Íslandi. Um- hverfið er alltaf að verða okkur Ís- lendingum mikilvægara og umhverf- isvitund fólks vex með ári hverju. Helstu dæmi um starfsvettvang eftir útskift eru sjálfstætt starfandi skrúðgarðyrkjuverktakar, sjálf- stæðir ráðgjafar, sölu- og leiðbein- ingastörf innan græna geirans, vöruþróun, gæðaeftirlit og ýmis fræðslustörf innan græna geirans. Nánari upplýsingar eru á www.reykir.is og á skrifstofu skól- ans. Háskólamenntun í skrúðgarð- yrkjutækni Ólafur Melsted skrifar um Garðyrkjuskólann Ólafur Melsted ’Eftirspurn eft-ir fólki með slíka menntun er mikil á Íslandi.‘ Höfundur er aðstoðarskólameistari Garðyrkjuskólans. SMS tónar og tákn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.