Vísir - 27.04.1981, Síða 14

Vísir - 27.04.1981, Síða 14
14 Mánudagur 27. april 1981 Nauðungaruppboð annað og siðasta á eigninni Miövangur 14, 1. h. t.v., Hafnarfirði, þingl. eign Kjartans Einarssonar, fer fram á eigninni sjáifri fimmtudaginn 30. april 1981 kl. 14.30. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði Nauðungaruppboð sem auglýst var I 107., 111. og 114. töiublaði Lögbirtinga- blaðsins 1980 á eigninni Miðvangur 85, Hafnarfirði, þingl. eign Arna óskarssonar fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóðs og Verzlunarbanka islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 30. april 1981 kl. 15.00 Bæjarfógetinn I Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 107., 111. og 114. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1980 á eigninni Breiðvangur 13, 1. h. t.v., Hafnar- firði, þingl. eign Jóns Sigurðssonar. fer fram eftir kröfu Veödeildar Landsbanka islands, Axels Kristjánssonar, hri., Ólafs Jónssonar, hdl., Verzlunarbanka islands, og Einars Viðar, hrl., á eigninni sjálfri fimmtudaginn 30. april 1981 kl. 14.00. Bæjarfógetinn I Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið i Lögbirtingablaðinu á fasteign- inni Brekkubraut 7, kjallari f Keflavik, þingl. eign Guð- mundar Péturssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 30. april 1981 kl. 16.00 að kröfu Vilhjálms H. Vil- hjálmssonar hdl. og innheimtumanns rikissjóös. Bæjarfógetinn I Keflavik. Nauðungaruppboð annað og siðasta á fasteigninni Staðarvör 14 i Grindavik, þingl. eign Ólafs Arnberg Þórðarsonar, fer fram á eign- inni sjálfri að kröfu ýmissa lögmanna miðvikudaginn 29. april 1981 kl. 16.30. Bæjarfógetinn iGrindavik. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið I Lögbirtingablaðinu á fasteign- inni Hafnargata 57 Keflavik (Hraðfrystihús Ólafs Lárus- sonar) þingl. eign ólafs S. Lárussonar hf. fer fram á eign- infisjálfriaö kröfu Vilhjálms Þórhalissonar hrl. miðviku- daginn 29. april 1981 kl. 10.30. Bæjarfógetinn I Keflavik. Nauðungaruppboð annað og siöasta á fasteigninni Tjarnargata 4, efri hæð I Njarðvik, þingl. eign Hafþórs Svavarssonar, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu ýmissa lögmanna og innheimtu- manns rikissjóös fimmtudaginn 30. april 198*1 kl. 15.00. Bæjarfógetinn I Njarðvik. Nauðungaruppboð annað og siðasta á fasteigninni Kirkjuvegur 47 Keflavik, þingi. eign Stefáns Guðmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdi., o.fl., fimmtudaginn 30. april 1981 kl. 13.30. Bæjarfógetinn I Keflavik. Nauðungaruppboð annað og siðasta á fasteigninni Faxabraut 30, efri hæð i Keflavik, talin eign Jóhannesar Bjarnasonar fer fram á eigninni sjálfri að kröfu ýmissa lögmanna, Landsbanka tslands, Búnaðarbanka tslands o.fl. miðvikudaginn 29. april kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Keflavik. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið I Lögbirtingablaðinu á hraöfrysti- húsi og öðrum fasteignum að Vatnsnesvegi 2 i Keflavik, þingl. eign Hraðfrystihúss Keflavikur hf. fer fram á eign- unum sjálfum aö kröfu Vilhjálms Þórhalissonar hrl., Vil- hjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Brunabótafélags tslands og innheimtumanns rikissjóðs, fimmtudaginn 30. april 1981 kl. 14.00. Bæjarfógetinn f Keflavik. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur veriö i Lögbirtingabiaðinu á fasteign- inni Þórustigur 30, efri hæð i Njarðvik. þingl. eign Jóns B. Ólsen fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vil- hjálmssonar hdl. o.fl. miðvikudaginn 29. april 1981 kl. 11.30. Bæjarfógetinn I Njarðvik VlSIR Viðtalið sem Gisli Sigurgeirs- son, blaðamaöur, átti við mig i sl. mánuöi og birt var I Visi 30. mars, hefur valdið miklum úlfa- þyt i stjórn Fjáreigendafélags Ákureyrar, eins og sjá má i Visi og Degi 14. april og i tslendingi nokkru sfðar. Ég vil hér á eftir skýra mál mitt og færa fram rök gegn sauðfjárhaldi og ótakmarkaðri hrossaeign i lögsagnarumdæmi Akureyrar. Eign allra bæjarbúa Það land sem Akureyrarbær á, er eign allra bæjarbúa. Ég tel að það eigi að nýta á þann hátt, að það verði sem flestum til á- nægju, en ekki bara nokkrum sauðfjár-og hestaeigendum. Ég hef undanfarin ár fylgst með hvernig farið er með landið. Þar sem áöur voru lyngmóar eru nú rótnagað og jafn-vel uppblásið land. Og þar sem áöur var hægt aö ganga sér til skemmtunar eru nú gaddavirsgirðingar, sem teppa allar leiðir. Það sjónarmið mitt, sem fram kom i Visis viðtalinu, er ekki nýtt, þvi ég hef notað hvert tækifæri sem gefist hefur til að gagnrýna stefnu bæjarstjórnar i þessu máli. Fyrir fimm árum sóttu hestamenn um spildu úr landi Lögmannshliðar til beitar. Ég sótti um sömu spildu oglofaði jafnframt að friða spilduna en leyfa öllum mönn- um aðgang að henni sem vildu. Ég var ekki i hestamannafélagi. Þess vegna taldi meiri hluti bæjarstjórnar mig ekki verðug- an þess að fá þetta land á „leigu”. Á mörkum hins byggi- lega heims A bæjarstjórnarfundi i okt. mánuði 1976 talaði ég máli minu og leyfi ég mér að birta hluta úr þeirri ræðu: ,,Ég þarf ekki að skýra fyrir bæjarfulltrúum, hvað góð um- gengni við landið er mikils virði. Landið okkar er á mörkum hins byggilega heims, er stundum sagt. Þá er merking orðins byggilegur sú, hvort hægt sé að stunda hér landbúnaö eins og gert hefur verið i þær 11 aldir, sem landið hefur veriö byggt. Ég held aö úttekt á gróðurlend- inu myndi sýna okkur, að við rányrkjum landið, og ef til vill aldrei eins augsýnilega og nú siðustu áratugina. Gróðurlendið dregst saman hraðar og hraöar. Jarövegseyðing I sumum byggöarlögum er orðin það mikil, að auðvelt hlýtur að vera að timasetja, með þeirri tækni sem við ráöum yfir, hvenær jarövegurinn i hinum svoköll- uðu beitilöndum veröur allur fokinn á haf út. Hvað verður þá um hin ræktuöu svæði, þegar foksandurinn hefur greiðan veg niður I byggö? Saga okkar greinir frá slikri eyöingu byggð- ar hér I okkar iandshluta og ekki fjarri okkar fagra bæ. Bændastétt hefur afsökun. Hún hefur orðið að þreyja Þorr- ann og Góuna og nú siðustu árin tekiö þátt i iifsgæðakapphlaup- inu. Einnig hafa bændur verið frekar hvattir en lattir til að breyta búnaðarháttum úr ræktunarbúskap, sem kúabú- skapur óneitanlega er, i sauð- fjár eða hrossabúskap, og nú siðast i holdanautarækt. Þar með er veriö að auka enn frekar álagið á beitilandið, sem menn og höfuðskepnur hafa enn ekki getað eytt. Hafið augun opin Ef þiö góöir bæjarfulltrúar, leiðið hugann að þessum málum og hafið augun opin þegar þið ferðist um landiö, þá getið þið varla annaö en séð hversu vafa- samt það er, ég vildi segja vit- laust, að hér skuli vera fram- leitt kjöt til útflutnings, til þjóða sem búa við allt önnur og betri landfræðileg skilyrði en viö. Menn hrósa sér fyrir hrossa- útflutning. Jafnvel er mér sagt.aö menn haldi stóð hér I bæjarlandinu með útflutning i huga. Mér er llka sagt, aö hver hestur eyðileggi gróður á viö 8-10 kindur. Ég tel sjálfsagt að bæjarstjórn stuðli að heilbrigöri tómstundaiðju bæjarbúa, en að O. 09 jafnvel uppDlásið lanfl” „þar sem áður voru lyngmðar” stuðla I leiðinni að eyðingu gróðurlendis, sem er sameign okkar, mun ég aldrei standa að.." Þessa ræðu endaði ég með þessum orðum: „Þetta land sem hér er rætt um, þ.e. Lögmannshliö, er Ingólfur Árnason, bæ jarfulltrúi á Akureyri, gerir hér athugasemd við grein stjórnarmanna i Fjár- eigendafélagi Akureyr- ar, sem birtist fyrir skömmu i Vísi. dæmigert land sem friða þarf algjörlega i mörg ár. Þannig mætti breyta uppblásnum þúfu- böröum I blómlendi. Þarna var gott berjaland á æskuárum minum, þangaö sem bæjarbúar sóttu berjauppskeru ár hvert. Þá var landið hóflega beitt. En það er hart að þurfa að segja það, að eftir að það komst I eigu bæjarins, likist það meira flagi en gróðurlendi. - Góðir bæjarfulltrúar. Lofið okkur sauölausu og stóðlausu bæjarbúum að nýta þetta land.” Svo mörg voru þau orð, sem ég flutti fyrir daufum eyrum I bæjarstjórn i október 1976. Af þeim geta menn séð, að þessi afstaða min er ekki nýtilkomin. Fór ekki i skattaskýrsl- ur Stjórn Fjáreigendafélagsins telur, að ég ýki búfjáreign bæjarbúa. Ég skal viðurkenna að ég leitaði hvorki til skatt- stjóra né foröagæslumanns um tölu sauðfjár. Þær upplýsingar fékk ég annarsstaöar. Hitt full- yrði ég að Glerárdalur stendur að heita má opinn búpeningi nágrannasveitarfélaganna. Um leið og stefnt verði að þvi, að verja bæjarlandið fyrir ágangi búpenings fjáreigenda og hesta- manna, mun ég verða þess ein- dregið hvetjandi, að girt veröi til fjalls á mörkum bæjarlands- ins og nágrannasveitarfélag- anna. Stjórn Fjáreigendafélagsins talar um fáheyröan atburð i bæjarstjórn Akureyrar, þegar þar var felld tillaga frá jarð- eignanefnd um leyfisveitingu til tveggja einstaklinga um búfjár- hald. Má skilja það á grein þeirra, að þeir véfengi rétt bæjarstjórnar til sjálfstæðrar ákvörðunartöku i þessu máli. Þeir misskilja þá reglugerðina og starfssvið einstakra nefnda, sem starfa á vegum bæjar- stjórnar. 1 1. grein „reglugeröar um búfjárhald I lögsagnarumdæmi Akureyrar” segir: „Tilgangur reglugeröar þessarar er aö stemma stigu við óhóflegu bú- fjárhaldi innan lögsagnarum- dæmis Akureyrar og tryggja að gróðurlendi bæjarins veröi ekki spillt. Skal reglugerð þessi endurskoðuð i siðasta lagi 1982, með tilliti til þess, hvort rétt sé að takmarka búfjárhald enn frekar”. Og I annarri grein sömu reglugerðar stendur: „Búfjár- hald (nautgripa, hrossa, svina, sauðfjár, geita, alifugla) er ó- heimilt innan lögsagnarum- dæmis Akureyrar nema með sérstöku leyfi bæjarstjórnar”. Ég held að þessar greinar taki af öllu tvimæli um rétt bæjar- stjórnar til að fjalla um þessi mál og ákveða hverju sinni hvort leyfi til búfjárhalds er veitt eða ekki. Fjáreigendur telja að ég hafi vantalið tekjur bæjarsjóðs af búfjárhaldi, þar sem ég hafi ekki talið túnaleigur með. Þetta er rétt, en ég taldi heldur ekki fjármagnskostnað, sem bærinn ber af þeim landakaupum, sem hann hefur gert á undanförnum árum. Það leigugjald sem fæst fyrir túnin er aöeins litill hluti af eðlilegri landaleigu. Rétt er að bæjarbúar viti um þessar á- ætluðu tekjur af túnaleigu, en þær eru heilar kr. 15.000. Skattgreiðendur borga brúsann Ég hef leitt hjá mér að ræöa þjóðfélagslegan þátt þessarar tómstundaiðju. Á sama tima og stjórnvöld og bændasamtökin eru að reyna að takmarka land- búnaðarframleiðsluna, svo minnka megi útflutning land- búnaðarafurða á gjafaverði, stuðlar bæjarstjórn Akureyrar að búfjárhaldi með fjárfram- lögum. Hvað ætli skattgreið- endur greiði mikinn styrk til stjórnarmanna Fjáreigenda- félagsins, þeirra Vikings Guð- mundssonar, Sverris Her- mannssonar, Arna Magnús- sonar, Jóns Sigfússonar og Gunnsteins Sigurössonar i formi útflutningsbóta? Á siðasta bæjarstjórnarfundi, sem haldinn var 31. mars sl., var samþykkt að kjósa 3 menn til að endurskoöa búfjárreglu- gerðina. Ég vænti þess, að við þá endurskoöun ráði heilbrigö skynsemi og að hagsmunir allra bæjarbúa verði I heiöri hafðir. Einnig vænti ég þess að náttúru- fræðingar verði haföir meö I ráðum og þeir leiðbeini bæjar- stjórn Akureyrar i þessu mikil- væga máli. Ég leiði hjá mér stóru orðin i grein stjórnar Fjáreigenda- félagsins. Hins vegar er ég reiöubúinn til málefnalegrar umræðu um þetta náttúru- verndar- og landnýtingarmál. Bænadagana 1981, Ingólfur Arnason. (Fyrirsögn og millifyrirsagnir eru blaðsins)

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.