Vísir - 27.04.1981, Qupperneq 19

Vísir - 27.04.1981, Qupperneq 19
23 Sandy Allen ásamt samstarfs- manni sinum á Guinness-safninu við Niagarafossa. Sandy mun nú væntanlega missa vinnuna við safnið þar sem hún er ekki lengur sú hæsta i heimi. HÆSTA STÚLKA HEIMS A sinum tima birtum við grein um Sandy Allen, sem samkvæmt heimsmetabók Guinness er hæsti kvenmaður Theimi, rúmlega 2.30 metrar á hæð. 1 greininni var þess jafnframt getið að kinverska stúlkan Zeng Qin Lian fylgdi fast á hæla Sandy hvað stærðina snerti, en hún var enn að vaxa enda aðeins 15 ára gömul. Zeng Qin er orðin sextán ára og nú hefur tognað svo úr henni, að hún er orðin þremur tommum hærri en Sandy og mun hún þvi væntanlega taka sæti bandarisku stúlkunnar i næstu útgáfu af heimsmetabókinni. Að sögn lækna stafar hin óeðli- lega stærð stúlkunnar af vit- lausum efnaskiptum og rangri hormónastarfsemi en læknavis- indin standa ráðþrota gagnvart þessu fyrirbæri. Kinverska stúlkan Zeng Qin Lian er nú orðin hæsta kona heims aðeins 16ára gömul. Hcr er hún með föður slnum og bróður. HINN NAKTI SANNLEIKUR SKOTANNA Menn hafa stundum velt þvi fyrir sér hverju Skotar klæðast innan undir pilsunum og hvort þeir klæðist yfirleitt einhverju. Hafa ýmsar skoðanir verið á lofti i þessum efnum og fullyrðingar gegn fullyrðingum. Sænskur ferðamaður hefur nú veitt okkur svarið með meðfylgj- andi mynd sem tekin var fyrir utan Edinborgarkastala á Skot- landi. Þar blasir nakinn sann- leikurinn við og engum ætti lengur að dyljast, að Skotar eru ekki i neinu innan undir pils- unum. Það ætti ekki aö væsa um George Harrison I höilinni I Oxfordshire á Englandi. Harrison flottur á því 18. öld, en hefur að visu verið endurbættur á nútima visu. Georgekeypti kastalann árið 1970 en i honum eru gestaherbergi fyrir 30 manns og 40 ekrur af landi fylgdu með i kaupunum, en bítillinn greiddi á sinum tima um 300 þúsund dollara íyrir góssið, sem gera um 2 milljónir nýkróna. Harrison kærir sig greinilega ekkert um óboðna gesti á landar- eign sinni. Nýlega skýrðum við frá þvi, að bítillinn George Harrisson hefði látið setja upp skilti við heimili sitt i Oxfordshire á Englandi, þar sem mönnum er bannaður að- gangur að landareigninni á niu tungumálum. Og þar sem við rákumst á myndir af skiltinu og villunni i timariti nýverið þykir okkur tilhlýðilegt aö birta þær hér Einkum þykir okkur húsið áhugavert, en hér er um að ræða kastala sem byggður var seint á Sænski feröamaöurinn smellti af á réttu augnabliki og afhjúpaði leyndarmálið.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.