Vísir - 30.04.1981, Blaðsíða 4

Vísir - 30.04.1981, Blaðsíða 4
4 VlSIR Fimmtudagur 30. aprii 1981 HIB BANVÆNA BLÖMINDLANDS lítlegðarkvendl - 24 ára - orðlð llfandl goðsðgn á indlandl eftir vlðburðarlka ævlbraut Phoolan Devi er ævintýra- kvendi, óútreiknanleg og a& sögn fögur, eins og nafnið, sem hún ber, en þýðir samkvæmt oröanna hljóðan, „blómagyðjan”. A hest- baki er hún sögð fimari en nokkur sirkus-knapi og skammbyssuna handleikur hún jafnvel — nei, bet- ur heldur en nokkur karlmaður. Þetta hljómar eins og upphaf einhverrar hetjusögu um dáöa ævintýrahetju, sem valinn skal staður við hliö Hróa hattar eöa ámóta kappa drengja- og telpna- bóka. Eftirlýst. dauð eða lifandí En þessi tuttugu og fjögurra ára indverska „blómagyðja” er ekki i neinu dálæti höfö af yfir- völdum á Indlandi. Hún er aö visu eftirlýst og eftirsótt, en jafnt dauö sem lifandi. Hún hefur villt á sér heimildir og þótst lögreglumaður, sem hún á að svara til saka fyrir. Hún er eftirlýst fyrir rán. A henni hvilir ákæra fyrir morð. Enginn dregur i efa að hún sé sönn að þessum sökum. Nú I vetur myrtu Devi og glæpaflokkur hennar, sem er all- ur af hinu kyninu, tvær tylftir jaröeigenda og bænda i bænum Behmai á Norður-Indlandi. Að þvi verki loknu létu þau sig hverfa inn i óbyggöir Cham- bal-dalsins, en það eru illræmdar ræningjaslóðir, þar sem stiga- 4 menn og glæpahyski á flótta und- an lögreglunni hefur einatt getaö faliö sig. Indverska lögreglan má vart kinnroöalaust til þessa kvenút- laga hugsa. 1 tvö ár hefur lögregl- an elst við Devi, án þess að hafa hendur i hári hennar. Hefur nú verið ákveðiö að heröa eftirreið- ina og myndarlegum verölaunum hefur verið heitiö hverjum þeim, sem dugað getur til þess aö færa hana i hendur réttvisinni — dauða eða lifandi. Utsmogin i viðureign við yfirvdld Það hefur litlum sögum hingaö til farið af Devi á vesturlöndum, en þær sem nú eru farnar að ber- ast gefa til kynna, að féð, sem sett hefur verið til höfuös henni, veröi ekki auðleyst út. Devi sýnist útsmogin og úr- ræðagóð og seiglan og harkan i hlutfalli viö það. Fyrr i þessum mánuöi mun blómagyöjan og nýj- asti lagsmaður hennar, harðjaxl að nafni Man Singh, hafa háð fimmtán klukkustunda: skotbar- daga viö lögregluna i Uttar Pra- desh. Fimm lágu eftir fallnir i valnum úr liði Devi. Fjórir lög- reglumenn særðust. Sjálf sluppu Devi og Man Singh rétt eina ferð- ina. Aö þessu sinni beittu þau sinu gamla bragði, að klæöast khaki-búningum lögreglunnar, sem þau hafa einhversstaöar stolið. Þann leik hafa þau leikið tiðum áður, að þvi er sagt er. Er sagt, aö lögreglumenn viti naum- ast orðið, þegar þeir mæti manni i lögreglubúningi, hvort þeir eigi heldur aö heilsa aö hermannasiö eða munda byssuna. Gift 10 ára. hópnauðgað af ræningjum Sjálfsagt er slikur eilifur flótti undan refsivendi laganna ekki þaö ævintýralff, eins og reyfarar gefa lesendum til kynna. Og sældarbrauð er þaö örugglega ekki. En sagan af Devi sýnir, að ævibraut hennar hefur verið litið annað en haröneskja og þolraun- ir, sem riöið hefðu flestum öðrum manneskjum aö fullu. Hún er dóttir örsnauðs bónda og var seld I hjónaband tiu ára gömul. Henni mun einhvern tima um tvitugt hafa veriö rænt af harösoönu glæpahyski og munu ræningjarnir hafa hópnauðgað henni margsinnis. Ungur ræningi, sem goðsögnin — þvi aö slik er þegar oröin frægö Devi I Indlandi — gerir að glæsimenni, bjargaöi henni frá frekari niöurlægingu úr klóm þessa illþýðis, en var þá myrtur fljótlega á eftir af tveim bræörum, Lalaram og Sriram Singh. Singh-bræðurnir rændu Devi fyrir sig sjálfa. Þegar þeir loks létu hana lausa, sór blóma- gyðjan þess dýran eið aö þeir skyldu finna fyrir hefnd hennar. Grímmiieg hefnd á saklausum 14. febrúar I vetur reyndi hún að standa viö heit sitt. Hún hafði spurnir af þvi, aö Singh-bræðurn- ir væru i bænum Behmai. Bófa- flokkur hennar geröi árás á bæ- inn, en þá reyndust bræðurnir á bak og burt. En þá var heiftinni snúið gegn staðarmönnum. Devi lét smala saman landeigendum, sem hún taldi vera bandamenn Singh-bræðra. Var þeim stillt upp viö vegg og þeir skotnir. Devi bar kennsl á einn landeigandann og Blómagyðjan Devi: óskast dauö eöa lifandi. virðist hafa verið sérstaklega i nöp við hann, þvi að hún afgreiddi hann sjálf, persónulega og privat. Skaut hún sundur á honum hné- skeljarnar með skammbyssu sinni, áður en hún lauk svo alveg viö verkið með hnitmiðuðu skoti i höfuðiö af örfárra sentimetra færi. Höfuöverkur lögreglunnar Þetta kann að verða illvirkiö, sem markar timamót I útlegöar- ferli Devi, þvi að allt ætlaði af göflum aö ganga, þegar af þvi spuröist. Mjög hefur veriö lagt að lögreglunni aö uppræta bófa- flokkinn og ibúar byggöarlagsins hafa veriö beiskyrtir i garð setu- liðsins, sem þarna á að halda uppi lögum og rétti. Þvi er meira aö segja haldið fram, aö lögregluliö- ið hafi þennan febrúardag neitaö að sinna hjálparkalli frá Behmai, þvi að lögreglumennirnir voru á miðju kafi i blak-knattleik. Stjórnmálamenn hafa boriö lög- reglunni á brýn, að ofsækja lægri- stéttar Indverja undir þvi yfir- skyni, aö leitað væri að bófum Devis. Sumir halda þvi jafnvel fram, að innan lögreglunnar séu menn, sem samúö hafi með blómagyðjunni. Lögreglan telur sig hinsvegar hafa stráfellt bófaflokkinn I skot- bardaganum á dögunum, og senn muni koma að henni og lags- manni hennar. Einhvern tima áö- ur en langt um llður veröi þau að koma fram úr fylgsnum sinum i gilskorningum Chambal-dalsins. Brjálæöingurinn í Jonesbæjar-nýlendu Séra Jim Jones lét eftir sig 970 segulspélur með upptðkum af geðveiklspredikunum sínum Eins og margir aðrir fjölda- moröingjar vildi séra Jim Jones fyrir hvern mun, aö samfélagiö skildi hann. Meöal hroöans af fjöldamoröunum i Guyana 1978 — sem lét eftir sig 911 dauða — var Jones svo hugulsamur aö hafa mörg hundruð klukkustunda upp- tökur á segulspólum af prédikunarþvælum sinum, heila- þvotti og kukli. Hryllingurinn af fréttunum 1978 af sértrúarsöfnuöi séra Jones i Jones-bæjarnýlendunni i Guyana, sem knúinn var til þess að deyöa börn sin á eitri og siöan til aö fyrirfara sér eða veröa felldur af byssukúlum „lifvarða” brjálæöingsins, er naumast enn úr minnum. Rifjast það allt upp enn, þvi aö þær 970 segulspólur sem fundust innan um valköstinn, sem komiö var aö I safnaðarnýlendunni og geymdar hafa verið siðan hjá al- rikislögreglunni bandarisku, eiga nú aö koma fyrir almennings- eyru. Eöa öllu heldur sýnishorn af þeim. Otvarpsstöö ætlar aö flytja hálfrar annarrar stundar dag- skrá með ágripum úr þessum upptökum. Segulspólurnar hafa ekki verið lagöar fram fyrr, þvi að yfirvöld töldu þeirra þörf sem gagna i málaferlum gegn Larry nokkrum Layton, sem liföi af heimsendi Jonesbæjar. Layton þessi var ákærður fyrir hlutdeild i moröinu á Leo J. Ryan, þingmanni, sem myrtur var I Jonesbæ. — Þing- maðurinn hafði lagt leið sina þangað til þess að kanna með eig- in augum umkvörtunarefni að- standenda ýmissa safnaðarmeð- lima. Heima f Bandarikjunum höföu þessir aöstandendur oröið fyllst grunsemdum um, að sum- um safnaðarmeölimum væri haldiö með valdi, og að safnaðar- leiðtoginn væri ekki með öllum mjalla. Þegar þingmaöurinn varð af heimsókn sinni vis hins sanna og ætlaöi að snúa heim með föru- nautum sinum og þeim fáu safnaöarmeölimum, sem rúmast gátu I litilli einkaflugvél þeirra, sigaði séra Jones handbendum sinum á hópinn og var hann strá- felldur. Leiötoginn geröi sér grein fyrir, aö morð á þingmanni mundi draga stærri dilk á eftir sér en svo, að hann þyrfti aö vonast til þess að nýlenda hans héldi velli. Hann beið ekki boðanna, heldur hófst handa viö að sefja söfnuð sinn til lokaþáttarins, fjölda- sjáifsmorða. Af segulspólunum er ljóst, að séra Jones viröist lengi hafa gert ráð fyrir, undirbúið og jafnvel æft þessi endalok. Þaö er að segja, ef hinri draumurinn rættist ekki, sem var sá, að hann og hjörö hans fengi öll að flytjast til Sovétrikj- anna. Kemur það fram á upptök- unum, að hann haföi mjög gert sér dátt viö Foedor Timofeyev, sendiráðsritara i sovéska sendi- ráöinu i Guyana. Heimsótti dipló- matinn Jonesbæjarsöfnuð og ávarpaði söfnuðinn. Virðist séra Jones hafa skilið þaö á þann veg, aö Sovétmenn mundu taka söfn- uði hans tveim höndum. „Ég veit, eftir aö hafa hlýtt á hann (diplómatinn) að ég þarf ekki aö kviða fyrir hönd fjöl- skyldu minnar eða Jonesbæ,” heyrist Jones segja á einni spól- unni. I annan tima heyrist hann hvetja söfnuðinn til þess aö leggja hart að sér. — „Lærið lexiur ykk- ar, lærið rússneskuna! ” Siðar hafði Jones sinnaskipti og hæðist að Sovétrikjunum. Af upp- tökunum má heyra, að tal hans snýst sifellt meir um ofbeldi, sjálfsmorö og ímyndað umsátur óvina safnaöarins. Dauöinn verö- ur lykilorð i ávörpum hans. Sálfræðingar, sem fengiij hafa að hlýða á upptökurnar i rann- sóknarskyni, lýsa hlátri Jones sem einhverju þvi geðveikisleg- asta, sem þeir hafi heyrt, og þurfi að leita inn á geöspitala aö samanburöi. Greinilega má heyra af upptök- unum, að röddin i sjálfsmorös- séranum breytist, þegar nær dregur endalokunum. Hún verður þvoglukenndari siðustu vikurnar og er það skýrt með lyfjunum, sem Jones notaði, og aö jafnframt þyki þaö merki um, að veikindi hans geðræn hafi fariö að þyngj- ast. Endalok hans sjálfs uröu þau, aö iiinan um dauöavein safnaðar- fólksins (sem heyrast einnig á segulspólunum), tók séra Jones sjálfur inn sitt eitur, en gugnaöi viö tilhugsunina um eigið dauöa- strið, og bað hjúkrunarkonu sina um aö likna sér og stytta helstrlð- iö. Hún sendi honum byssukúlu I höfuðiö. Hans verður lengi minnst sem einhvers óhugnanlegasta brjálæðings, sem gengiö hefur laus og sefjað fólk til fylgis við brjálsemi sina. Óhugnanleg þótti aðkoman I Jonesbæ og óhugnanlegur vitnisburður þykja segulspólurnar, sem séra Jones lét eftir sig — svo að hann yrði ekki misskilinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.