Vísir


Vísir - 30.04.1981, Qupperneq 8

Vísir - 30.04.1981, Qupperneq 8
8 Fimmtudagur 30. april 1981 VISIR Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð- mundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Arni Sigfússon, Friða Ástvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðarnaöur á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés- Utgefandi: Reykjaprent h.f. son. Útlitsteiknun: Gyifi Kristjánsson, Magnús Olafsson. Safnvöröur: Ritstjóri: Ellert B. Schram. Eiríkur Jónsson. VÍSIR Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611, 7 línur Auglýsingarog skrifstofur: Siðumúla 8, símar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Áskriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð í lausasötu 4 krónur eintakið. Visir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14. Vitleysan skipulögö Það þóttu meiriháttar pólitísk tíðindi þegar sjálfstæðismenn töpuðu meirihluta sínum í Reykjavík í síðustu sveita- stjórnarkosningum. Eftir fimm- tíu ára vaIdaf eriI hefði mátt ætla að nýir valdhafar tækju til hend- inni og alger stefnubreyting ætti sér staðí borgarmálefnum. Nógu hafði gagnrýnin verið hávær á liðnum árum til að gera ráð fyrir umtalsverðum nýjungum í borgarmálum, þar sem hálfrar aldar íhaldsstefnu yrði pakkað saman með eftirminnilegum hætti. Sú hef ur þó engan veginn orðið raunin. Þegar þrjú ár eru liðin af kjörtímabilinu hafa menn skyndilega áttað sig á, að allt sit- ur við það sama. Það eru að vfsu komnir nýir formenn í nefndir og ráð, við vitum að Sigurjón Pétursson fær sér vindil í lax- veiðum og sómir sér vel í hana- stélum. Viðvitum að Sjöfn Sigur- björnsdóttir situr í borgarstjórn af því hún neitar að vera strengjabrúða í öllum málum, en að öðru leyti gæti sennilega eng- inn Reykvíkingur talið upp þá borgarf ulltrúa sem mynda meirihlutann. Til þeirra hefur ekki heyrst, hvað þá að eitthvað sjáist eftir þá í framkvæmdum eða tillögugerð. Hitt er annað að timinn hefur verið notaður til að troða skjól- stæðingum vinstri meirihlutans inn í borgarkerfið og sjálfsagt á aðgerðarleysi meirihlutans rætur sínar að rekja til innbyrðisdeilna og endalauss þófs á milli þriggja flokka, sem allir þurfa að koma sér og sínum sjónarmiðum að. Afleiðingin er sú, að meðan kerfið rúllar af sjálfu sér og borgarstarfsmenn sinna sfnum málaflokkum af sömu skyldu- rækni og áður, þá skortir alla stefnumörkun, áætlanir fram i tímann eða stórhuga fyrirætlan- ir. ( Reykjavík er meðalaldur hæstur. ( Reykjavik eru meðal- laun lægst. í Reykjavík eru fyrir- tæki afskipt hvað varðar lána- fyrirgreiðslu. Sfðast en ekki síst hefur milli- stéttarfólk og velmegandi út- svarsgreiðendur í vaxandi mæli flust úr höf uðborginni vegna skorts á eftirsóttum byggingar- lóðum. Núverandi meirihluti hefur enga tilburði haft í frammi til að rétta hlut Reykjavíkur í þessum efnum. Nú þegar rétt rúmt ár er til kosninga hafa séð dagsins Ijós nýjar tillögur um skipulag nýrra byggingarsvæða í höf uðborginni. Fyrir f jórum árum síðan var nýtt aðalskipulag samþykkt í borgar- stjórn og naut það víðtæks stuðn- ings. Aðeins Alþýðubandalagið greiddi atkvæði gegn því. í þeim flokki ráða ferðinni sérvitringar i skipulagsmálum, sem leggja meira upp úr ,,andstöðu við ihaldið" en málefnalegri af- stöðu. Þessir menn, nýkomnir af skólabekk og úr öllum tengslum við reykvísk viðhorf fengu í hendur forystu í skipulagsmálum eftir að núverandi meirihluti tók við. Nú hafa þeir gert tillögu að nýju skipulagi, þar sem gert er ráð fyrir að því gamla sé kastað fyrir róða, en skipulagt bygg- ingarsvæði upp við Rauðavatn. ( þeim umræðum sem fram hafa farið um þessar tillögur hefur nánast ekkert komið fram sem mælir með samþykkt þeirra. Vatnsbólum er stefnt í hættu, gatnakerfiskostnaður margfald- ast, veðurskilyrði eru verri og útivistarsvæði skerðast. En allt kemur fyrir ekki, og nú liggja þessar tillögur fyrir á borgar- stjórnarfundi í kvöld til sam- þykktar. Nú á að fá sér blóm í hnappagatið og hnekkja íhalds- skipulaginu. En hætt er við að það blóm verði visnað þegar kemur að kosningum, enda fyrir- finnst ekki sá Reykvíkingur sem hefur velþóknun á þessu skipu- lagi. Það er rétt sem f ram kom á framsóknarf undi í vikunni: Þetta frumhlaup meirihlutans er bæði vítavert og skaðlegt. Dragbítur Enn einar efnahagsráöstafan- ir islenskrar rikisstjórnar hafa nil litiö dagsins ljós — aö hluta aö minnsta kosti. Einhverjar slikar aögeröir eru yfirleitt birt- ar landsmönnum á þriggja mánaöa fresti nú siöari árin. Þvl miöur eiga þær þaö oftast nær sameiginlegt, aö þeim er aöeins ætlaö aö gilda fáar vikur á meöan fróöir menn reikna út veröbætur á laun. Þegar þvi er lokiö anda landsfeöur léttar og undirbúa næstu lotu og þannig koll af kolli. Bdt á bót ofan. Þannig er stjórnviska Islenskra valdsmenna I efna- hagsmálum eins og slitiö fat meö bót á bót ofan. Menn koma himinlifandi og brosmildir fram fyrir þjóöina i hvert skipti, sem tekist hefur aö gera þriggja mánaða tilfæringarnar og segja mönnum aö vera alveg rólegir, þetta hafi tekist núna og þvi skyldi það þá ekki takast næst? En samhliða þessu viröist enginn valdsmaöur á íslandi hugsa fyrir framtlðinni, ekki einu sinni nokkur ár fram I tim- ann. Umræður um næstu alda- mót hljóma I eyrum fólks hér- lendis eins og einhver ævintýra- mennska, þtítt annars staðar skilji menn aö þau eru ör- skammtundan. Enginstefna er mótuð I nokkru einasta máli tíl langs ti'ma, ekki einu sinni I heilan áratug. Allt er látiö danka og reka á reiðanum, bara ef það tekst aö komast yfir þriggja mánaða veikina. Vísitalan allsherjar drag- bítur? Það er vi'sitalan sem menn glíma viö á þriggja mánaöa fresti. Vel er mér ljóst að hún er launþegum dýrmættt haldreipi, fyrst þeir hafa ekki annaö til þess aö tryggja aö laun þeirra haldi nokkuö I viö veröbólguna. En þaö er afleitt ef hún verður til þess aö hindra nauösynlegar framfarir og hefta framtak manna. Gjald margra opinberra stofnana fyrir þiónustu þeirra Magnús Bjarnfreðsson skrifar og leggur út af nýjustu efnahagsráðstöf- unum rfkisstjórnarinnar, „sem er eins og slitið fat með bót á bót ofan". Hann telur vafasamt að hindra verðhækkanir hjá opinberum fyrirtækjum, frekar en hjá öðrum aðil- um í þjóðfélaginu, og ef- ast um að lausnin verði fundin í hinu eilifa sparn- aðartali þegar til lengdar lætur. hefur áhrif á blessaöa vísitöl- una. Þvi er þaö, aö þegar mikiö liggur viö I vísitöluleiknum er allt kapp lagt á aö hindra verö- hækkanir á opinberri þjónustu. Ef ri'kisvaldið getur ekki hindr- að eigin veröhækkanir er ekki auðvelt fyrir þaö aö krefjast þess að aörir geri það: Nú er þetta gottog blessaö, svo langt sem þaö nær, þvl öll erum viö fegin aö þurfa ekki aö borga meira en við gerum til ríkis- rekstursins, nóg er nú samt. Síauknar kröfur. Samt gerum við sifellt meiri og meirikröfur til rlkisstofnana og annarra opinberra stofnana um þjónustu. Okkur finnst öll- um sjálfsagt aö fá hana og stundum eru þeir háværastir I kröfum slnum, sem minnst vilja af mörkum leggja I sameigin- legu sjóöina. En ég hygg aö fæst okkar horfi ekki nema skammt fram á veginn fremur en stjórn- völdin, viö viljum sleppa þvi aö gera okkur grein fyrir þvl hvers viðmunum krefjastaö nokkrum árum liðnum og umfram allt ekkert hugsa um þaö aö svelti sumra rikisstofnana i dag kann aö hindra þær I að veita okkur þjónustu I náinni framtiö. Viö skulum taka Landsslma Islands sem dæmi. Fáar stofn- anir hafa veriö skammaöar meira hérlendis en hann. Sjálf- sagt á síminn margt skilið, sem um hann hefur veriö sagt, en mér er ókunnugt um aö til sé nokkurtfyrirtæki, opinbert eöa I einkaeigu, sem ekki mætti reka betur. Sjálfsagt gætu llka aörir aöilar leyst einhver þau verk- efni, sem hann á aö leysa, lög- um samkvæmt. Þaö skiptir bat-a ekki máli þvi sá sem á aö sinna verkefnunum þarf til þess peninga. Til Landssimans munu i náinni framtlö verða gerðar miklu meiri kröfur en flesta ór- ar fyrir i dag. Upplýsingaþjóö- félag framtiöarinnar mun kref j- ast af honum dreifikerfis, sem kosta mun gifurlega fjármuni. Og þaö veröa ekki aðeins „bókabéusar” sem krefjast sllkrar þjónustu, heldur ekki siöur viöskipta- og atvinnufyrir- tæki hvers konar. Hann mun ekki fyrr hafa lokið þvi verkefni aö koma á sjálfvirku sambandi milli símtóla f byggðum lands- ins en þess veröur krafist aö rásum hans fjölgi allt aö þvl stjarnfræöilega. Sama á við um RikisUtvarpið, sem nú berst I bökkum. Eftir nokkur ár munu menn ekki skilja, hvers vegna það var ekki notaö tilfræöslu og kennslu á áttunda áratugnum I rikari mæli en raun ber vitni. Sennilega veröur það aöalhlut- verk þess I framtiöinni. Hér hafa aöeins tvö rikisfyrir- tæki veriö nefnd og enginn má ætla aö ég skilji ekki aö aðhalds er þörf f rekstri þeirra. En hversu vel sem þau væru rekin þá myndi sparnaöur ekki auka ráöstöfunarféö nema aö litlu leyti, miöaö viö þörfina á næstu árum. Hiö sama gildir um fjöl- mörg þjónustufyrirtæki hins opinbera og einstaklinga. Þaö er dýrt aö vera fátækur segir þar, og það kann llka að hefna sln aö spara um of, jafnvel þótt vísitöluleikurinn gangi betur. Þess vegna á viö, jafnvel um aö- haldí ríkisrekstri, aö hóf er best i hverjum hlut.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.