Vísir - 30.04.1981, Side 13
13
Fimmtudagur 30. aprll 1981
Stjórn tþróttasambands fatlaOra. (Vísism. EÞS).
Trimm-landskeppni fatlaðra í maí:
pátttöku sem flestra
stefnt aö
1 maimánuöi fer fram norræn
iandskeppni fatlaðra I trimmi.
Keppni þessi var ákveðin á fundi
norrænna íþróttasambandsins
fyrir fatlaða, sem haldinn var i
nóvember slðastliðnum. Með
þessari keppni er fyrst og fremst
stefnt að þvi, að fá sem allra
flesta til þátttöku og á þann hátt
að auka áhuga og þátttöku fatl-
aðra i iþróttum.
Þátttökulöndin eru öll Noröur-
löndin og keppt er i göngu, sundi,
skokki, hjólreiðum, hjólastóla-
akstri og kajakróðri. Keppnin
stendur frá 1. mal til 31. og hver
keppandi má aðeins keppa i einni
grein hvern dag og fær fyrir það
eitt stig. Vegna mismunandi
fólksfjölda hafa þátttökuþjóðir-
nar mismunandi viðmiðunartölu,
þannig að þegar Sviar fá eitt stig
fá Islendingar 36.03 stig, Norö-
menn 2.04 og svo framvegis.
Miðað er við aö hver þátt-
takandi sé 30 minútur við æfingar
hvert sinn sem hann tekur þátt, til
dæmis sé i sundlaug 30 mlnótur
og syndi eftir getu þann tima með
nauðsynlegum hvildum.
Rétt til þátttöku eiga allir, sem
við hvers kyns fötlun eiga að
striða, svo sem sjónskertir,
heyrnarskertir, hreyfihamlaðir,
þroskaheftir og gigtveikir svo
eittvað sé nefnt. Gefnar verða út
þátttökuviðurkenningar til
þeirra, sem taka þátt I lands-
keppninni.
tþróttasamband fatlaðra hefur
veg og vanda af framkvæmd
keppninnar og hefur ráðiö Sigurð
R. Guðmundsson skðlastjóra
Heiðarskóla til að sjá um fram-
kvæmd. —KÞ.
Svölurnar meö kaffísölu
Svölurnar, félag fyrrverandi og
núverandi flugfreyja, halda sina
árlegu kaffi- og skyndihapp-
drættissölu i Súlnasal Hótel Sögu
á morgun og hefst hún klukkan 14.
A meðan gestir njóta veiting-
anna, munu félagskonur sýna
kvenfatnað frá verslununum Urði
og Lótus.
Svölurnar hafa um árabil
styrkt þá sem minna mega sin I
þjóðfélaginu og auk þess styrkt
fjölda einstaklinga til framhalds-
náms erlendis I kennslu fjöl-
fatlaðra og iðjuþjálfun og nú á ári
Fatlaöra hafa þær fest kaup á
svokölluðu Garba Linguaduc tæki
fyrir Grensásdeild Borgarspltal-
ans.
Tæki þetta sem búið er þrýsti-
búnaöi, tölvu, sjónvarpsskermi,
og rita, er hiö fyrsta sinnar teg-
undar á Islandi og verður notaö til
aö greina tjámöguleika hinna
mörgu algerlega lömuðu ein-
staklinga hérlendis, sem I dag
eiga þess engan kost að tjá hug
sinn. Þá gerir tækið og þessu fólki
kleift að stjórna einföldustu tækj-
um. —KÞ.
íJtt'
P 1|PÍ w ll ' : s f , / É 'álí i 11 >í f i
Það er von Svalanna að sem flestir leggi leið slna I Siilnasalinn á
morgun og styrki þannig áframhaldandi starf félagsins I þágu
liknarmála.
Enn fjðlgar nýju
vðgnunum
Nýlega afgreiddi Nýja blla-
smiðjan h.f. fjóröa strætisvagn-
inn af þeim 20, sem samið hefur
verið um kaup á. Er gert ráð
fyrir aö 8 vagnar a.m.k. verði
komnir I notkun fyrir n.k.
áramót. I september er von á
þremur strætisvögnum frá Ung-
verjalandi. Þeir koma yfirbyggð-
ir og þvi strax tilbúnir I umferð.
Af þessum vagnakaupum leiðir,
að teknir eru úr notkun gamlir
vagnar, sem lokið hafa hlutverki
sinu I þjónustu við farþega SVR.
Verða þeir nu boðnir til sölu, en
kaupendur hafa til þessa aðallega
verið fiskvinnslustöðvar viösveg-
ar á landinu.
Hækkanir i
verðstöðvun
„Mjög miklar verðhækkanir
hafa oröið á t.d. matvörum og
ýmsum þjónustugreinum, þrátt
fyrir yfirlýsta ákvöröun rikis-
stjórnarinnar um verðstöövun,”
segir I fréttabréfi frá Starfs-
mannafélaginu Sókn.
Þar segir einnig að það sé mál
manna að I skjóli myntbreyt-
ingarinnar hafi orðið margvis-
legar hækkanir, ekki sist á opin-
berum vettvangi.
Að lokum segir að aðalfundur
Sóknar skori á verðlagsráð að
vera vel á verði gagnvart öllum
hækkunum, hvaðan sem þær
komi.
SV.
Humarveiðln
hefst 24. mal
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
ákveðiö reglur um humarveiðar I
sumar og eiga þær að hefjast 24.
mal og standa ekki lengur en til
15. ágúst.
Ekki veröur leyft að veiða
meira en 2.700 lestir og veiðarnar
stöðvaðar fyrirvaralaust þegar
þvi magni hefur verið náð. Bátar
undir 105 brúttórúmlestum fá
einirleyfi til veiða, nema þeir séu
búnir 400 hestafla aöalvél eða
minni. Umsóknarfrestur um
veiðileyfi er til 13. mai.
Sendar úr landi
Sovésku sendiráðskonurnar
sem staðnar voru að búðarhnupli
á föstudaginn i slðustu viku, hafa
verið sendar úr landi ásamt fjöl-
skyldum sinum.
samKomulag
um greiðsiur
Samkomulag hefur verið gert
milli rikisstjórna Islands og
Bandarikjanna um gagnkvæmar
greiöslur bóta almannatrygg-
inga.
Rikisborgarar annars rlkisins,
sem réttindi hafa öðlast til
greiðslna bóta frá almanna-
tryggingum hins rikisins, munu
nú halda slikum réttindum, þótt
þeir flytji búferlum. Aður féllu
sllk réttindi niður eftir sex
mánaða fjarveru.
— KÞ.
GjaldDrot upp á
23 millj. gkrðna
Lokið er skiptum á þrotabúi
J.P. Guðjónssonar h.f., sem hóf-
ust I ágústmánuði 1978. Af
forgangskröfum greiddust 63% en
ekkert greiddist upp i almennar
kröfur sem námu rúmum 23 mill-
jónum g.króna.
Skiptaréttur Reykjavikur hefur
úrskurðaö að eftirfarandi fyrir-
tæki skuli tekin til gjaldþrota-
skipta:
Flexico hf., Borgarmöl h.f.,
Myllan h.f. Lee h.f., Smiðaval h.f.
Lási Kokkur h.f. og bú Húsáss h.f.
Snekkjan
Snekkjan
Opið í kvöld
til kl. 3.00
Opið föstudag til kl. 3.00
Hin vinsœla hljómsveit
DANSBANDIÐ
leikur fyrir dansi
Halldór Árni f diskótekinu
if| Staða
l|f framkvæmdastjóra
Bæjarútgerðar Reykjavíkur er laus til um-
sóknar. Staðan veitist frá 1. október n.k.
Umsóknin ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist borgarstjóranum í
Reykjavík fyrir 16. maí n.k.
Bæjarútgerð Reykjavíkur.
Tollvöru-
geymslan
Aðalfundur Tollvörugeymslunnar hf.
verður haldinn fimmtudaginn 30. april
1981 kl. 17.00 á Hótel Heklu, Rauðarárstig
18, 105 Reykjavík.
Dagskrá: Sámkvæmt samþykktum
félagsins.
Stjórnin.
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTÍG 29
(milli Laugavegs og Hverfisgötu)
Timapantanir
i sima
13010