Vísir - 30.04.1981, Page 19
Fimmtudagur 30. apr „Þl EN 1 1981 EIR Kl i s ERI TA Ul RF Ell IS IF iíN Al IU LDLE VAX GA NIR 99
- Rætt vlð Hrafn Jóhannsson. sem vlklð var úr starfi sem deildarstlðra hjá fiugmáiastjðrn eftir átta ára starf. Hann helur margar athugasemdir fram að tæra vlð starfshætti stotnunarlnnar |
Hrafn Jóhannsson
flugvelli i þeirra kjördæmi, pen-
ingarnir sem i hann áttu að fara
voru fluttir i allt annaö verkefni,
jafnvel I öðru kjördæmi.
En eftir að nýr maöur tók við
sem formaður flugráðs, skapaðist
nýtt aðhald, þvi að fíugráð fer
með stjórn flugmála i landinu og
flugmálastjóri er undir það sett-
ur. Nú starfar flugráð eftir þeim
reglum, sem þvi eru settar.
Flugráð fær fréttir i
blöðum.
Flugmálastjóri má ekki ráð-
stafa fé stofnunarinnar nema i
samræmi við f járhagsáætlun sem
flugráð gerir. Hann fer þó i kring-
um þær reglur eftir getu, t.d. er
mér kunnugt um að flugráð vissi
ekki um kvikmyndina, sem hann
er að láta gera um sjálfan sig á
kostnað stofnunarinnar, fyrr en
meðlimir þess lásu frétt af þvi i
VIsi. Það var eins með nýju
tækjageymsluna á Akureyri, hún
var ekki "framkvæmdaáætlun
flugráðs og flugráðsmenn vissu
ekki um að byrjað hefði verið á
henni, fyrr en þeir lásu um það i
Morgunblaðinu.
En á þeim tima stóðu flugráðs-
menn sig ekki sem skyldi, þvi þeir
höföu ekki það eftirlit með flug-
málastjórn og flugmálastjóra
sem þeim bar, samkvæmt reglum
flugráðs.”
Leynistaðan.
— Þú nefndir áðan að skipun
Péturs hafi haft á sér pólitiskan
blæ. Hvernig bar hana að?
„Það var auglýst staða fram-
kvæmdastjóra við flugmála-
stjórn, en auglýsingin er sér-
kennileg að þvi leyti aö þar er
ekki gerö grein fyrir verksviði né
kröfum um menntun og reynslu.
Auglýsingin
LAUSSTAÐA
Staða framkvæmdastjóra
við flugmálastjórn er laus til
umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi
starfsmanna rikisins.
Umsóknir, ásamt upplýsing-
um um aldur, menntun og
fyrri störf sendist sam-
gönguráðuneytinu fyrir 28.
júli 1980.
Samgönguráöuneytið,
30. júni 1980.
(2773
Menn spyrja þá ráðuneytiö og
er svarað aö þetta sé staða fram-
kvæmdastjóra við flugöryggis-
þjónustu. Hinsvegar munu ekki
allir hafa fengið sömu svör og
sumum er gefið I skyn að þarna sé
verið aö búa til nýja stöðu. Siöan
hefjast bréfaskrif milli flugráðs
og samgönguráðuneytisins. Sam-
kvæmt starfsreglum á að leggja
allar umsóknir fyrir það og það á
aö gefa umsögn um umsækjend-
ur. En flugráð telur sig ekki fá
nægar upplýsingar um stööuna,
sem var auglýst.
Ein staða auglýst —
tveir ráðnir.
Úr bréfi flugráðs til
samgönguráðuneytis-
ins dags. 24. júlí 1980.
„Nánari skýring á verk-
sviði framkvæmdastjórans
kemur ekki fram i auglýs-
ingunni, en upplýst var að
tveir hugsanlegir umsækj-
endur um stöðu þessa hafa
fengið mismunandi upplýs-
ingar af hálfu ráðuneytisins.
1 fyrra skiptið var sú skýring
veitt, að um væri að ræða
flugvalladeild, en i siðara
skiptið að hér væri um að
ræða flugöryggisþjónust-
una”.
Og siðar:
„...ber (flugráði) nauðsyn
tilað fá upplýst hvaöa stöðu
er átt við i téöri auglýsingu”.
Þetta endar þannig að flugráð
stóö fast á að meta ekki hæfni
manna til starfs, sem það fékk
ekki skilgreint i hverju ætti að
felast og Steingrimur skipaöi tvo
menn i framkvæmdastjórastöð-
ur, án umsagnar flugráðs. Pétur
Einarsson var skipaður fram-
kvæmdastjóri flugvalladeildar og
Haukur Hauksson framkvæmda-
stjóri flugöryggisþjónustu. Þaö
var aldrei auglýst nema eitt em-
bætti og svo laumulega með þetta
mál allt farið, að flugráö fékk
ekki einu sinni að vita aö tvö væru
i boði.
úr bréfi samgöngu-
ráöuneytisins til flug-
ráös/ dags. 6. ágúst
1980.
1 bréfinu greinir frá að
Leifi Magnússyni hafi verið
veitt lausn frá starfi fram-
kvæmdastjóra flugöryggis-
þjónustu, að hans eigin ósk.
Siðan segir:
„Það er þetta stöðugildi
sem lýst er laust til umsókn-
ar með auglýsingu þeirri er
fyrr greinir...”
Og enn siðar:
„Það skal tekið fram að
ráðuneytið hefur i hyggju að
stofna á ný til stöðu fram-
kvæmdastjóra flugvalla og
verður meðferð umsókna
þessara við það miðuð”.
úr svari flugráðS/
dags. 29. ágúst 1980.
,,... er þaö einróma álit
flugráðs, að eftir umfjöllun
ráðsins um tillögur um
breytt skipulag flugmála-
stjórnar, og ákvörðun stjórn-
valda um það, veröi þær
stöður, sem lausar verði til
umsóknar, auglýstar með
hefðbundnum hætti”.
Samgönguráðuneytið
svaraöi með þvi að skipa 3.
september i tvær stöður
framkvæmdastjóra við flug-
málastjórn. Onnur þeirra
var aðeins til i tillögum
nefndar undir stjórn þess
manns, sem i stöðuna var
skipaður.
Þetta rennir stoðum undir þá
skoðun mina og margra annarra,
að þarna átti að læða Pétri inn, og
var raunar gert.
Ég lagði þetta mál fyrir BHM.
Þeir kynntu sér það vel og þeirra
afstaða var skýr. Þeir töldu þetta
brot á starfsreglum flugráðs og
brot á lögum, sem varða réttindi
og skyldur opinberra starfs-
manna, þar sem skylt er aö aug-
lýsa slika stöðu.”
,,Af þvi að hann er ráð-
herra”
—Ertu með þessu að segja að
samgönguráðherra hafi brotiö lög
með þessum starfsháttum?
„Ég hef undir höndum afrit af
bréfi, þar sem BHM átelur sam-
gönguráðherra harðlega fyrir að
brjóta lög og reglur I sambandi
við ráðningu Péturs. Ég hlýt aö
trúa að hann hafi þá gert sig sek-
an um lögbrot.”
—Verður þá ekki gefin út kæra I
málinu?
„Nei. Það viröist vera afstaða
allra þeirra, sem ég hef leitaö til
varöandi þetta mál mitt, að allir
eru sammála um að þarna séu
höfð i frammi lögbrot. Það er
lögbrot þegar Pétur er ráðinn,
það er lögbrot þegar mér er sagt
upp og ég á samúð manna, þeim
þykir hörmulegt að þetta skuli
vera hægt, en þeir halda að sér
höndum.
Ég spurði lögfræöing minn
hvort ekki væri ástæða til aö hef ja
mál á hendur samgönguráö-
herra, eða hvort honum ætti að
liðast að brjóta lög og reglur.
Svar hans var aö honum leyfðist
þetta af þvi að hann er ráðherra.
Tii þess eins að flytja
Ragnar”
Þetta gefur spegilmynd af þvi
samfélagi sem við lifum i. Við
horfum á og samþykkjum alls
konar lögbrot án þess aö depla
augum. Ég get sjálfur litiö I eigin
„Flugmálastjóri kaupir flugvél I algjöru heimildarleysi” (mynd af
nyju vélinni sem flugmálastjórn á.)
barm, þegar ég horfi á það árum
saman að fjárlög rikisins eru
þverbrotin.
Ég horfi uppá þegar flugmála-
stjóri gefur yfirlýsingar i fjöl-
miðlum, þegar hann var staðinn
að þvi að senda flugvélina meö
Ragnar Arnalds norður á Sauöár-
krók og sækja hann aftur, eins og
frægt er. Hann kom meö eina
skýringu i dag og aðra á morgun,
en sannleikurinn kom ekki i ljós.
Sannleikurinn var sá aö vélin var
dregin út úr skýlinu 1 báðum til-
vikunum til þess að flytja Ragn-
ar.
Valsar með fjármuni
skattborgaranna.
Ég vissi þetta og mér hefði ver-
iö i lófa lagiö aö skýra frá þvi I
blöðum, en ég gerði þaö ekki. Sú
sama er afstaða þingmannanna
gagnvart þessum lögbrotum.
Þeir horfa á það árum og áratug-
um saman aö fjárlög eru brotinn
flugmálastjóri kaupir flugvél i al-
gjöru heimildarleysi og valsar
með fjármuni skattborgaranna
og allir horfa á þetta aðgerðar-
lausir.
Mönnum liðst þetta vegna
þess að allir halda að sér höndum.
Til samanburðar má nefna, að á
siðastliðnu ári vakti það mikla
athygli Dana, þegar einn ráö-
herrann þeirra varð uppvis að þvi
aö nota heldur dýra Ibúð, þegar
hann var á fundi I Paris. Ráð-
herrann var kallaður heim og al-
menningur krafðist þess að hann
segði af sér, — eada fór svo.
íslcnskir þingmenn eru
öðruvisi
Þá afstöðu hafa ekki Islenskir
þingmenn. Þeir horfa árum sam-
an á lögbrotin allt i kringum þá,
án þess að gera tilraun til að kom-
ast fyrir rót meinsins. Þeir lita
ekki upp, fyrr en þeir eru komnir I
persónulega klipu, gagnvart
kjósendum sinum, vegna þess aö
einhver hefur stolið fé úr fram-
kvæmdum i þeirra eigin kjör-
dæmi, og notað það I annað. Þá
tryllast þeir og skammast, og siö-
an ekki meir. Hjá öðrum þjóöum
væru menn sem reka embætti sitt
eins og hér hefur verið lýst kall-
aðir fyrir og þeir reknir, þvi þeir
eru einfaldlega ekki starfi sinu
vaxnir.
Þá skýrist samhengið.
Aður en við ljúkum þessu
spjalli vil ég gjarnan segja frá þvi
að I fyrravor skipaði Steingrimur
Hermannsson nefnd til að gera
tillögur um breytta tilhögun hjá
flugmálastjórn. Ein af tillögum
nefndarinnar er að þaö eigi að
leggja flugráð niður i núverandi
mynd. Formaður þeirrar nefndar
er Pétur Einarsson, og væntan-
lega fer þá samhengiö að skýrast
fyrir mönnum. Það er ekki öll-
um gefið að fá að móta og velja
sér verksviö innan rikisstofnun-
ar. SV
Agnar Kofoed-Hansen, flugmálastjóri