Vísir


Vísir - 30.04.1981, Qupperneq 31

Vísir - 30.04.1981, Qupperneq 31
Fimmtudagur 30. april 1981 VISIR 31 Sumarstúlka VIsis þessa vik- una er sautján ára gömul Rey kjavikurmær, Herdls óskarsdóttir. Herdls er nemandi I Mennta- skólanum I Reykjavlk og er þessa dagana aö lesa undir ann- ars bekkjar pról. „Ég rétt gaf mér tlma til að skreppa niður i fjöru til að láta taka þessar myndir”, sagði Herdls. Herdis er I stæröfræöideild og hyggst fara I náttúrufræðideiid næsta ár og taka þá iatinu sem valgrein. Hvað framtlðarstarf varðar er hún ekki alveg ákveð- in, en hefur þó vissan áhuga á islenskunámi I Háskóianum. Helstu áhugamál Herdlsar eru skiðaiþróttir sund og lestur góðra bóka. ,,Ég las vist meira þegar ég var yngri. Ég fór mikið á bóka- söfn og einn veturinn má segja að ég hafi lesið heilan bókabll”. Herdis óskarsdóttir er I Módelsamtökunum, en hefur frekar lltiö sýnt vegna tlma- skorts. (VIsism.GVA) Ríkisstjðrnin íann upp lögbannsverð Þá hafa nýjar efnahagsráð- stafanir ríkisstjórnarinnar séð dagsins ljós. Þær eru hvorki margþættar eða merkilegar — raunar eins og teygður lopi út á brún afgrunnsins. Enn skal efnt tii verðstöðvunar, en það þýðir að verðhækkanir mega ekki verða fyrr en eftir 1. mal út af einhverjum útreikningi vegna kaupgjalds 1. júni. Sllkar kúnst- ir eru gamalkunnar, en verka- lýðsforingjar vitna mikið um þessar mundir og tala um verö- lag en ekki kaupgjald og visi- tölumöndi. Verkalýösleiðtogar eru þannig búnir að taka að sér verölagseftirlit hver I sinu horni, þótt þeir hafi verið kjörn- ir til að hugsa fyrir kjaramálum Iaunþega. Þessi nýi mannafli verðlagseftirlitsins kemur væntanlega fram I lækkunum á verði sements og áburöar, raf- magns og sima og öðrum efnum opinberra stofnana. Sannleikurinn er sá, að þessa dagana er fyrst og fremst verið að komast frammúr 1. mai, þ.e. gera ráðstafanir samkvæmt dagatali. Þannig hyggst stjórn- in ætla að lifa af árið á fjögurra mánaða víxlum, og fer henni i þvi efni eins og hverjum öðrum ráðlitlum einstaklingi. Raunar er gjaiddaganum ætlaö að skella á eftir iandsfund Sjálf- stæðisflokksins, en þá mun Al- þýðubandaiagið segja verka- lýðsforustunni að befja gamlan söng um kjarabætur. Hins veg- ar mega verkalýðsforingjar aö- eins tala um verölagseftirlit þessa stundina. Þegar rikisstjórnin hefur sloppið með verðbólgureikning- inn fram yfir 1. mal munu menn sjá framan I umtalsveröar hækkanir á þjónustu og vöru. Aburöarverksmiðjan er sögð þurfa 85% hækkun. Sements- verksmiðjan hefur óskað eftir 20% hækkun.en Tómas Arnason segir að hún fái ekki nema 9%. Samt er svo komið fyrir Se- mentsverksmiðjunni, að hún á ekki fyrir daglegum þörfum. Nú má vel vera að rlkisstjórnin sjái þann grænstan að láta þessi fyrirtæki halda áfram að safna skuldum. En enginn skyldi halda að þar með væri málið leyst. Það kemur að skuldadög- um, og það sem stjórnin er ein- faldlega að gera er að stofna til stórskulda handa framtlðinni. Það þykir ekki gæfuleg stjórn- visi, en við tslendingar verðum auðvitað að róa með þeim ár- um, sem við höfum. Tvennt sérkennilegt kom út úr páskatillögum rikisstjórnarinn- ar. Annars vegar er um aö ræða gosdrykkjagjald, en þref um gjald af gosdrykkjum gefur til kynna af hvaða stórmennsku stjórnvöld fjalla um efnahags- mál um þessar mundir. Hitt atriöiö er ákvæöi um lögbann á þá, sem vlsir veröa að þvi aö selja vöru ofan við leyfileg verð- mörk. Þetta ákvæði er hugsað til að styrkja hina svokölluöu verðstöðvun, sem hefur verið I gildi lengi, og m.a. frá siðustu áramótum, en á þeim tlma hef- ur nær öll neysluvara hækkað um stórfelidar fjárhæðir þegj- andi og hljóðalaust. Heimili, sem þurfti að eyöa um 10-15 þús- und görnlum krónum á dag til heimilis fyrir áramót, þarf nú að eyöa 200-300 krónum fyrir sömu vöru. Æskilegt væri aö fá skýringar verðstöðvunarstjórn- ar á þessu. Lögbannsákvæðið er nýlunda I verðlagsmálum. Yfirleitt tek- ur ein fjögur ár að reka lög- bannsmál fyrir öllum dómstig- um. Kaupmaður á væntanlega að hafa búð sina lokaöa á meðan lögbannið silast áfram i dóms- kerfinu. Þá gætu kaupmenn hæglega brugðið á það ráð að sprengja dómskerfiö með þvl að taka sig saman um að selja vöru sina á lögbannsverði, allir sem einn. Vafamál er að nógu marg- ir fulltrúar og dómarar séu starfandi I landinu til að geta af- greitt slika lögbannasúpu. Þannig getur lögbannsverö á vörum oröiö helsta keppikefii verslunar, sem býr við mjög skarðan hlut og þvinganir, m.a. vegna óheyrilegra vaxta, sem auövitað verður að ná af vöru- verðinu. Rikisstjórnar Gunnars Thoroddsens verður slðan minnst i sögunni sem þeirrar stjórnar, sem fann upp lög- bannsverð. Svarthöfði

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.