Vísir - 07.05.1981, Side 20

Vísir - 07.05.1981, Side 20
20 Fimmtudagur 7. mai 1981 Afram Arsenal! Viö erum sammála, skrifa Ar- senal-aðdáendur fyrir austan fjall og halda siðan áfram: Gaui skrifar i lesendadálka Visis 28. april s.l. að hann sé sam- mála þvi að stofna aðdáenda- klúbb Arsenal. Þetta er það sem koma þyrfti. Arsenal er okkar lið og við værum sko sammála þvi að stofna aðdá- endaklúbb. Arsenal er eitt af betri félagsliðum Evrópu. Einnig væri mjög við hæfi að Arsenal-aðdá- endur færu i heimsókn á High- bury og horfðu á Arsenal keppa. Arsenal aðdáendur fyrir austan fjall. A Highbury road. Frank Stapleton skallar að marki Wolverhampton Wanderers. Stomum Leeds-Kiúbb Steini hringdi: Leeds United aðdéndur hér á landi eru efalaust margir og þvi væri tilvalið að þeir sameinist i Leeds-klúbb. Gætu þeir þá efnt til ferða á leiki Leeds i Englandi á næsta ári. Það væri gaman aö sjá þetta langbesta lið Englands leika. Melri fjðlbreytni í ipróttaDmtti rikistjðlmiDlanna r aðalskipulag reykjavíkur LANDNOTKUN Á AUSTURSVÆÐUM 1981 - 1998 MKV. í: 10.000 d HREIN ÍBÚOARBYGGD ŒS ÍBÚÐARBYGGD. ATVINNULÖDIR ALLT AD 20% SVÆOIS ■■ HREIN ATVINNUSVÆOI 1,1111 OPINBERAR BYGGINGAR VERSLUNARKJARNAR ■n OPIN SVÆOI TIL SÉRSTAKRA NOTA ■J* UTIVISTAR- OG FRIÐLÝST SVÆDI » ÓBYGGD SVÆOI aff SVÆDI TIL SÍDARI AUKNINGAR = STOFN8RAUTIR — TENGIBRAUTIR ”6* TENGINGAR VIO STOFNBRAUTIR =4= VEGBRÝR í J s. &rtT. ♦>? tíw >*S»*w fjí.v .w Sa*Íx.a*>. *.+** A<yy>ys/t.Jt\. OOttCiAftSKlÞUt A<i SKIPULAGT STORSLYS Fréttaþyrstur iþrótta- unnandi skrifar: „Ég hef lengi ætlað mér að vekja athygli á þvi ófremdar- ástandi sem mér finnst vera á iþróttafréttum útvarpsins og sjónvarpsins. Otvarpið hefur lengi haft hvern iþróttafréttamanninn öörum lif- legri, en svo virðist sem enginn raunverulegur staðgengill sé til fyrir þá, þegar þeir fara i fri eða t.d. i utanlandsferðir með keppnisfólki héðan. Þá dettur all- ur botn úr þessum vinsælu frétt- um. Þaö er með öllu óþolandi. Um iþróttafréttir I útvarpinu vil ég annars segja að þrátt fyrir liflegan fréttamann, þegar hann er viðlátinn, mætti hann gjarnan vera með fjölbreyttari fréttir fyrir utan upptalningu fyrir og eftir keppni og umfram allt fá fasta frétta- og umræðutima i út- varpinu. Hvað sjónvarpsfréttirnar snertir þýðir ef til vill litið að biðja um betra, meðan sjónvarpið hefur ekki efni á neinu. Og þó, og þá finnst mér að mest væri um vert aö iþróttaþættirnir fjölluðu meira um annars vegar iþróttir sem hér eru stundaðar að ein- hverju ráöi.en hins vegar minna um greinar sem hér þekkjast varla eða ekkert, s.s. listdans á skautum. Það mætti vera meiri tilbreytni i innlendu iþróttafrétt- unum t.d. umræður um aðstöðu og félagslif iþróttafólks og þess háttar. Annars með bestu kveðjum”. Hesteigandi skrifar: Mikið mega nú forkólfar vinstri meirihlutans vera ánægðir með sig núna að hafa fengið svokallað aðalskipulag austursvæöa sam- þykkt i borgarstjórn. Svo ég tali nú ekki um þá borgarbúa sem væntanlega munu búa ,,ofan snjó- linu” i hliöunum upp af Rauða- vatni, en núna i byrjun mai 6-7 vikum eftir aö snjóa leysti úr Breiðholtinu eru ennþá stórir skaflar þar i hliðinni. Við upprisu byggðar þarna i hliðinni myndast skjól sem mun auövelda sköflunum að myndast I mjög auknum mæli. Það veröur gaman fyrir blessuö börnin i Rauðavatnshverfi framtlðarinn- ar að reisa sér snjóhús, sem geta staðið fram eftir mai-mánuði. — Slakkinn fyrir ofan Rauðavatn er nefnilega snjókista. 1 hann skefur snjóinn af Hólsheiðinni og Reyni- vatnsheiðinni. Börnin þurfa þvi ekki að kviöa snjóleysinu. Hest- eigendur eru almennt furðu lostn- ir á þessu skipulagi. Þrátt fyrir fyrirheit um að fullt tillit verði tekiö til þeirra. Þeir skilja ekki nauðsyn þess að ganga nú á það land sem hesta- menn hafa notað til sinnar úti- vistar þúsundir saman 6-7 mánuði á hverju ári. Sérstaklega ekki þegar það er haft I huga, að hags- munirnir sem eiga aö rekast á hagsmuni hestamanna eru i meira lagi hæpnir. — Bygging Breiðholtsins var mikið slys. Byggð i kringum Rauðavatnið og á austurhluta Selássins verður miklu stærra slys, — ekki aðeins fyrir hestamenn heldur ekki siður fyrir þá vesalings borgarbúa sem verða ginntir eða neyddir i gegn- um félagslega byggingarstarf- semi til að setjast þarna að. Frábær sðngur Nú nýlega kom út plata með söng Ellýar Vilhjálms. Þessi söngur Ellýar vekur mann enn einu sinni til umhugsunar um það hvað þessi listamaður hefur lengi verið vanmetinn. Ellý Vilhjálms hefur auðvitað goldið þess að hafa unniö I skemmtanaiönaðinum. En meö allri virðingu fyrir þeim Ellý Vilhjálms, sem bréfritari telur meðal fremstu listamanna okkar á sviði söngsins, var um langt árabil ein vinsælasta dægurlagasöngkona landsins. Hún söng þá m.a. með hijómsveit Svavars Gests og þá var þessi mynd tekin. iðnaði þá hefur Ellý aldrei átt þar heima. Hún er með allra vönd- uðustu söngvurum okkar og hefði átt aö snúa sér að ljóðasöng, sem hvarvegna er viðurkenndur sem listform á hæsta plani. Það er hrein unun að hlusta á söng Ellýar. Þar fer saman frá- bært músiknæmi og textameðferð sem á liklega enga hliðstæðu, nema ef vera skyldi hjá Einari Kristjánssyni óperusöngvara. Slikum efnivið má ekki kasta á glæ. Þessvegna vona ég að Ellý taki sig til og æfi upp söng- lagaprógram á eina plötu eða svo til að aödáendur hennar fái að hlusta á hana og hin ,,háa lág- menning” flytji sig þarna yfir i hærri flokkinn. H.S.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.