Tíminn - 04.11.1969, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.11.1969, Blaðsíða 2
TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 4. nóvember 1969. Guðmundur Karl sýnir í Klúbbnum SB-Reykjavík. Guðmundur Karl, listmálari opn aði málverkasýningu í nýja sýning- arsalnum í Klúbbnum á laugardag. Á sýningunni eru 33 olíumál- verk, flest ný. Málverkin eru öll til sölu, nema tvö, sem eru í einka eign. Verðið er frá 11—80 þúsund krómir. Þetta er önnur einkasýn- ing Guðmundar, sú fyrri var í Boga salnum vorið 1966. Við litium inn í Klúbb, þegar Guðmundur Karl var að koma mynidum sínum fyrir og það vakti atbyg.li, að ekki sást eitt einasta „abstraikt“ verk, flestar myndirn ar eru af landslagi í nágrenni Reykjavíkur, en einnig eru nokkur „portrett" og uppstillingar. — Málarðu ekkert abstrakt? — Nei, ég held ég hafi ekki málað abstrakt síðan ég var 14 ára. Aöstoða við áætlanagerð m þjóðbókasafnsbyggingu Að ósk Landsbókasafns íslands og fyrir atbeina íslenzku UNESCO- nefndarinnar komu hingað til lands nýlega tveir sérfræðingar á vegum Menningar- og fræðslu- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, ís- lenzkum safnamiönnum til halds og trausts í viðbúnaði þeim, er hafður hefur verið að undanförnu vegnaáætlunar um þjóðbóka- safnsbyggingu við Birkimel sunn an Hringbrautar á landi því, er Reykjavíkurborig úthlutaði í fyrra undir slíka byggingu. Sérfræðingar þessir, dr. Harald L. TVeterás, ríkisbókavörður Norð manna og Englendingurinn Edward J. Carter, sem er hvort tveggja arkitekt og bófcavörður, divöldust í Reykjavík dagana 23. — 30. október og áttu ítarlegar viðræð ur við landisibókavörð og háskóla Guðmundur hóf ném í Mynd- listarskólanum, og var síðan í einkatímum hjá Eggert Guðmunds syni, Ásgeiri Bjarreþórssyni o.fl. Til Italíu fór hann árið 1960 og stundaði nám í Flórenz í fjögur ár og síðan á Spáni í eitt ár. — Efcamhaia a öls 15 GODVR BETRI BEZTUR HBS = bókavörð og aðstoðarmenn þeirra, ennfremur háskólarektor og húsa meistara ríkisins. Sérfræðingarnir munu innan skamms skila skýrslu, sem stuðzt verður við, er ætla s'kal á um byggingarfcostnað, en þess er að vænta, að ríkisstjórn og alþingi taki, áður en langt um líður, af stöðu til þess, hvort fært þyki að reisa á næstu árum þjóðbókasafns byggingu, er leysi húsnæðisivanda Landsbókasafns og Háskólabóka- safns til verulegrar frambúðar og stuðli jafnframt að því, að þess um iveimur aðalvísindabókasöfn um þjóðarinnar verði steypt, svo sem auðið er, í eina samvirka heild. Á 150 ára afmæli Landsbóka safns í fyrra kom fram, að þjóð hátíðarnefnd sú, er aiþingi skip aði 1966 til að gera tillögur um það, á hivern hótt íslendingar skuli minnast ellefu a-lda afmælis fslandsbyggðar 1974, hygðist leggja til, að þjóðbókasafnsbygging yrði reist sem höfuð minnisvarði þeirra merfcu tímamóta. (Frétt frá Landsbókasafni íslands) BRIDGE Nýlokið er firmakeppni B.Á. K. (Bridgefélagið Ásarnir, Kópa vogij með þátttöku 48 fyrirtækja. Röð 4 efstu í úrslitum varð þessi: 1. Verzlunin Matval 325 stig Guðmundur Ólafsson 2. Apótek Kópavogs Jóhann H. Jónsson. 3. Byggíngav.verzl. Kópav. Guómundur Hansen 4. Bílalökkunin Víðihv 27 322 Guðmundur Óskarsson 324 322 Næsta keppni félagsins hefst miðvikudag. 5. nóv. kl. 20.00. Verður það þriggja kvölda hrað- keppni með þátttöku 13 sveita. Ókeypis Bjósa- athugun á 70 bifreiða- verksfæðum I gær hófst á vegum Umferðar málaráðs ókeypis ljósaathugun, sem standa mun til 19. nóvember. Athugumin er framkvæmd í náinni samvinnu við lögregluna, Bifreiða- eftirlit ríkisins og Samband bíla- verkstæða á íslandi. Á fyrrgreindu tímabili verður öllum bifreiðaeig- endum boðið að koma með bifreið ar sínar til ókeypis ljósaathugun- ar, sem framkvæmd verður á 70 bifreiðaverkstæðum um land allt. 1 Reykjavík, Hafnarfirði og Kópa- vogi fer athugunin fram alla virka daga á venjulegum starfstíma verk stæðanna, en á filestum stöðum úti á landi stendur hún yfir í styttri tíma og verður það auglýst sérstak lega síðar. Þeir bifreiðaeigendur, sem mæta með bifreiðar sínar til athugunar, sem síðan reynast með allan lög- boðinn Ijósabúnað í lagi, fá mið-a með áletruninini „Ljósaathugun 1969“. Verður miðinn festur á hlið arrúðu bifreiðarinnar. Til að fyrirbyggja misskilning, skal tekið fram, að hvorki ljósa- stilting né viðgerðir munu fram- kvæmdar, nema gegn greiðslu. Samtímis ljósaathuguninni og eftir að henni lýkur, mun lögregl- an herða á eftirliti með ljósaútbún aði ökutækja. Fást í ölium betrí tóbahsverzíunum Gunnar S. Magnússon hefur opnað málverkasýningu í Galleri 6 í Banka- stræti. Á sýningunni eru 55 myndir, olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar. Sýningin verður opin frá kl. 2 til kl. 10. Myndin er af lista- manninum og einu verka hans. Gunnar hefur sýnt í Bogasalnum að undanförnu ,og lýkur sýningunni þar i kvöld. (Ljósm.: _ Gunnar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.