Tíminn - 04.11.1969, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.11.1969, Blaðsíða 15
ÞRIÐIPDAGUR 4. nóvember 1969. TIMINN 15 JÓHANNES ÚR KÖTLUM Framhalí at bls. / einnig sorgarkvæði og hetjuijóð um dægiurefni heiimsmálanna. í þessum tveimur bókum nær skáld skapur Jóhannesar úr Kötlum mestum þroska að tnínum dómi, þótt fegurstu lj'óð hans í einfald- leikanum séu þá að baki. Þegar bókin Hart er í hekni kom út, kom ýmsum til hugar, að nú væri Jóhannes að fitja- upp á nýjum flokki Ijóðabóka, sem bæru að heiti framhaldshendingar þessa stefs, og væri það vitni um alger hamskipti. dagskipan hins harða byltimgaskálds og dómarans með svipuna á lofti. En sú varð ekki raunin. Jóhannes var þá þegar á heicnleið. Næsta ljöðabók hét Eilífðar smáblóm og kom út 1940. Hún geymir einkum stutt ljóð, fagra smágripi, og er þar að finna iðilfagrar ljóðperlur. Þar speglast veraldir mannlífsins í vatnsdrop- anum. f Sól tér sortna 1945 mark ar heimstyrjöldin stefnu og við- horí. Sú bók hefst á afbragðs- kvæðinu Æviágrip, þar sem hæðnin verður leiftrandi sverð. Allar þessar ljóðabækur Jó- hannesar úr Kötlum voru gefnar últ í einu ljóðasafni 1949, og raun ar eiga þær saman, því að um þetta leyti gerast með Jóhannesi svipuð umskipti og urðu hjá Kiljan, þegar hann hvarf frá skáld sögunni til leikritsins Jóhannes hvarflar frá ljóðagerðinni til skáld sögunnar, og þar fer á svipaða iar.nd og hjá Kiljan. Hann ritar skáldsögurnar Verndarenglarnir, Siglingin mikla, Dauðamannsey og Frelsisálfan á áratugnum milli 1940 og 1950. Hann leitar sér nýrra vopna gegn þeim eldi, sem heitast brennur þessi árin, her- námi íslands og hersetu. Þessar efeáldsögur eru að vísu vel skrif- iðrar og skáldlegar, en Jóihannes >> ekki í essinu sínu, og þetta everð verður aidrei jafnbjartur vigur í'hendi hans og ljóðin. Og hann leitar aftur á vit ljóðs- ins — í sinn hcimarann — en er þá allbreyttur, alveg eins og Kiljan, þegar hann hvarf aftur að skáldsögunni. Jólhannes hafði fyrr á árum senf frá sér alivæna bók af þýddum nútímalj óðum og nefndi Annarlegar tungur, undir nafninu Anonymus, og enginn vissi árum saman, hver sá var, en, augljóst, að sá var enginn auk- '5J. Nú kannaðist hann við kró- á*n um leið crs hann hleypti Sjödægru af stofekum 1955. Þarna birtist alveg nýr Jóhannes úr Kötium í nýjum fötum, af þeirri gerð, sem rímdýrkendur kenna stundum við keisara. Nú er vopna gnýrinn að mestu bljóðnaður, en ljóðmálið allsráðandi, og þó er dagurinn og heimurinn enn ná- lægari en áður. Sumir hafa talið þessi órímuðu ljóð Jóhannesar fullkomnasta verk hans. Sá dómur er út í hött, og mesti skáld skaparstyrkui Jóhannesar er á öðrum fjöllum. Hins vegar er Sjödægra fagur skáldskapur og mikiivægt framlag fullorðins og hefðbundins skálds til samtenging ar túma og kynslóða í skáldskapn- um og ber vitni einlægri og ár- angursríkri viðleitni skáldsins til þess að tengja sig við tímann. Loks ber að nefna það, að Jóhannes úr Kötlum er bráðsnjall greinahöfundur, svo sem bezt má sjá við lestur bókarinnar Vina- spegils, þar sem saman er dregið margt af vettvangi dagsins. Jóhannes úr Kötlum er óumdeil anlega í hópi öndvegisskálda þjóð arinnar á þessar öld. Allir burðir hans skipa honum á þjóðskálds- bekk, og hann stendur þar engum að Daki að málsnilli og skáldskap- aríþrótt. ósérhlífni hans í barátt- unn: fyrir þeim hugsjónum, sem hann trúði á, og beiting skáldskap arins sem vopns í stríðinu um álitamál líðandi stundar, hafa nokkuð ’aí'iii samgöngur milli hans og alþjóðar. Nú er sá dagur 4 /i ÞJÓpiEIKHÖSIÐ á>akiwé í kvöld kl. 20 75. sýning. UPPSELT BETUR MÁ EF OUGA SKAl miðvikudag fel. 20 FJAÐRAFOK fimmtudag kl. 20 Fáar sýningar eftir. Aðgöngumiðasalan opm frá kl 13.15 til 20 Síim 1-1200 LEIKFJ RfiYKJAVÍKUH1 SA SEM STELUR FÆTI . . . í kvöld TOBACCO ROAD miðvifcudag IÐNÓ-REVf AN föstudag og íaugardag. Aðgöngumiðasalan 1 Iðnó er opin frá kl. 14. Sími 13191. SENDIBÍLAR A(!s Uonar flutningar STORTUM DRÖGUM BlLA Rússajeppi Öska eftir að kaupa ódýran Rússa-jeppa. Má vera ógangfær. Upplýsingar í síma 41499, Kópavogi. liðinn. og við sjötugsafmælið er tímabært að þjóðin meti skáld- ið úr Kötlum af hailutn hug utan og ofan hins markaða, skamm- sýna baugs dægurbaráttunnar. — AK. SYNING GUÐMUNDAR Framhald af ols. 2 Guðmundur tók þátt í samsýningu í Flórenz 1963, en hér heima hef- ur hann sýnt á flestum samsýning um Myndlistarfélagsins. Þessi sýn- ing er önnur einkasýning hans. Við spurðum Guðmund, hvort þetta væri atvinna hans eða tóm- stundastarf hér heima. — Ég lit nú á þetta sem aðal- atvinnu mína, en auk þess kenni ég í Iðnskólanum, svo að því mið- ur hef ég efeki getað málað nema á sumrin. Sýning Guðmundar Karls í Klúbbnum verður opin frá kl. 2—22 daglega til sunnudagsins 9. nóvember. Judith Frábær amerísk stórmynd í litum er fjallar um baráttu ísraelsmanna fyrir lífi sínu. Aðalhlutverk: SOPHIA LOREN PETER FINCH, JACK HAWKINS — fslenzkur texti. — Sýnd kl. 5 og 9. 41985 Vítisenglai 'sglvsið í Tímanum (DeviTs AngeLs) Hrikaleg, ný, amerísk mynd í litum og Panavision, er lýsir hegðun og háttum villimanna, sem þróast víða í nútíma þjóðfélögum og nefnast einu nafni „Vítisenglar". JOHN CASSAVETES BEVERLY ADAMS Myndin sýnd bæði kl. 5,15 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Þér eruð að spauga, læknir S1\DM DEE GE0RGE MMILTOA you^vegot to bé kiddíhg! i v; /tr % < ' • : PANAVISION'- METROCOLOR Bráðskemmtileg amerisk gamanmynd i íitum og með íslenzkum texta. Sýnd kl. 5 og 9 LAUGARAS Síniar 32075 og 38150 j álögum" //' (Spellbound) Heimsfræg amerísk stórmynd. Ein af beztu mynd- um Alfred Hitchcocks. Aðalhlutverk: INGRID BERGMAN GREGORY PECK — fsl. texti — Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. mrwniia NAKIÐ LÍF Bráðskemmtileg og mjög djörf dönsk litmynd með ANNE GRETE IB MOSSIN Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5. 7 og 9 Sími til hins myrta (The deadly affair) — íslenzkur texti. — th%, deadly affair from the author of ‘the spy who came in from the cold" Geysi spennandi ný, ensk-amerisk sakamálamynd í Technicolor, byggð á metsölubók eftir John le Carre: „The Deadly Affair“ („Maðurinn, sem kom inn úr kuldanum" eftir sama höfund). Leikstjóri: SIDNEY LUMED Aðalhlutverk: JAMES MASON HARRIET ANDERSON SIMONE SIGNORET HARRY ANDREWS Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 14 ára. Tónabíó — íslenzkur tezti. — Fyrir nokkra dollara (The Hills Rud Red) Hörkuspennandi og mjög vel eerð, ný, amerisk- ítölsk mynd í litum og Techniscope TOM HUNTER HENRY SILVA DAN DURYEA Sýnd kl 5 og 9. Bönnuð börnum tnnaD 16 ára. LJR OG SKARTGR1PIR: KORNELÍUS JONSSON SKÖLAVÖRÐUSTlG 8 BANKASTRÆTI6 <■»18588-18600

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.