Tíminn - 04.11.1969, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.11.1969, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 4. nóvember 1969. TÍMINN 9 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURIKN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ristjórnar: Tómas Karlsson Auglýs ingastjóri: SteingrímuT Gíslason Ritstjórnarskrifstofur i Eddu húsinu, símar 18300—18306 Skrifstofur Bankastræti 7 — . AfareiðstaGÍmi: 12323. Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur j( sími 18300. Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði. mnantands — I f lausasðlu kr. 10.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f. Hve mikil er kjaraskerðingin ? Fyrir skömmu er komið út 14. fréttabréf kjara- rannsóknarnefndar, en hún er samstarfsnefnd samtaka launþega og atvinnurekenda. Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með þróun kjaramála í umræddu fréttabréfi er að íinna merkilegt yfirlit um kaupmátt launa á síðastl. ári. Samkvæmt þessu yfirliti hækkaði tímakaup verkamanna samkv. töxtum um 7,3% á árinu, en útborgað tímakaup hækkaði þó ekki nema um 6%. Þessi kauphækkun nægð’i þr hvergi nærri til að mæta hinni stórauknu dýrtíð af völdum gengis- fellingarnnar haustið 1967. Samkvæmt niðurstöðum nefqdarinnar lækkaði kaupmáttur fyrir greitt tímakaup í dagvinnu um 8,7%. Margt bendir til, að kaupmáttur timakaupsins hafi rýrnað enn meira á þessu ári en 1968. Samkvæmt áætlun Efnahagsstofnunarinnar, sem greint er frá í greinargerð fjárlagafrumvarpsins, mun kaupgjald á þessu ári hækka til jafnaðar um 10,8% í krónutölu. í bráðabirgðaáætlun, sem Tíminn hefur fengið frá Hagstofunni mun fram- leiðslukostnaður á þessu ári verða til iafnaðar 21—24% hærri en hann varð á árinu 1968 Samkvæmt því hefði kaupgjald þurft að hækka um 21—24% á árinu til að vega á móti dýrtíðaraukningunni, en það mun aðeins hækka um 10,8% samkv. framansögðu. Launþegar hafa þannig orðið fyrir kjaraskerðingu á þessum tveimur árum, sem eru vafalít.ið milli 20—30%, þegar öll kuri koma til grafar Staðfestir þetta fullkom lega það, sem hefur verið haldið fram hér i blaðinu, að kaupsamningarnir 1968 og 1969 ^ru þeir óhagstæðustu. sem verkalýðshreyfingin hefur gert um tangt skeið Það kemur því engum á óvart, þótt Verkamanna- samband íslands marki þá stefnu. að hefja baráttu fyrir verulegum kjarabótum á komandi ári Það þarf ekki heldur að undra neinn, þótt sjómenn teiji sig tilneydda að fá kjarabætur nú um áramótin. Það styrkir stórlega þessa fynrhuguðu sókn verka- manna og sjómanna, að kaupgjald er hér miiklu lægra en í nágrannalöndunum og því á útflutningsframleiðslan vel að þola sæmilega kauphækkun, ef aðrir rekstrar- liðir hennar eru í lagi. Sjómenn og stjórnin A ráðstefnu, sem Sjómannasamband íslands hélt í seinasta mánuði, var samþykkt að skora á sjómanna- félögin að segja upp gildandi bátakjarasamningum, mið- að við það, að þeir verði úr gildi um næstu áramót. Jafnframt skoraði ráðstefnan á Alþingi að endur- skoða lög þau, sem sett voru á seinasta þingi og mjög skertu kjör sjómanna frá því, sem áður var Ráðstefnan lýsti yfir þvi, að ..viðbrögð og afstaða sjómannafélag- anna um áramótin muni mjög mikið mótast af því, hvernig Alþingi tekur áskorun þessari “ Síðan sjómannaráðstefnan var haldin, eru liðnar rúm- ar þrjár vikur. Enn hafa þó ekki sézt nein viðbrögð af hálfu ríkisstjórnarinnar við þessari alyktun sjómanna- ráðstefnunnar. Haldi slíku sinnuieysi ríkisstjórnarinnar áfram munu sjómenn telja sig neydda til að segja upp samningum og getur þá hægiegs komið til stöðv- unar fiskiflotans eftir áramótin Ríkisstjórnin á hér völina. Þ.Þ. EINAR ÁGÚSTSSON, ALÞM. Rannsóknarstofnun í skólamálum Eins og fram hísfnr komið, bæði hér í blaðinu og annars staðar höfum við þrír þing- menn Framsóknarflokksins í •ífri deild, flutt frumvarp til laga um ramisóknar- og ráð- gjafarstofnun í skólum. Efni þess er í stuttu máli það, að komið verði á fót stofnun með tvíþættu verkefni. Annars veg- ar skal stofnunin hafa með höndum yfirstjóni sálfræði- þ.iónustu í skólum, hins vegar framkvæma skólarannsóknir. Jafnframt skulu fara fram at- hugamr á því hvernig náms- aðstaða í Landinu verði jöfnuð og tillögur gerðar til úrbóta. RÁÐGJÖh OG RANNSÓKN Þegar mál þetta var rætt á Oingi í fyrri ’iku. tók mennta- málaráðlierra frumvarpinu heldui vel, en hafði þó sitt- hvað við það að athuga. Það eru einkum tvö atriði í mál- Tutningi ,-áðherrans, sem mig langar tií að gera hér að um- talsefrJ í örstuttu máli, til þess að þeir mörgu, sem láta sig þessi mál varða eigi þess kost að fylgjast með því, sem í beim gerist á Alþingi. Fyrra atriðið er varðandi fyrirkomuiag þessa starfs, sál- fræðiþjónustunnar og skóla- rannsóknanna. Ráðherrann taldi að þeim bæri að haga á svipaðan hátt og hér hefur verið gert til þessa, þ.e. að sveitarfélögin sjái ein um sál- fræðiþjónustuna. ríkið sjái eitt um skólarannsóknirnar. Ég leyfði mér að benda á, og vil árétta það hér, að í fyrsta lagi þyrfti að auka og efla báða þessa þætti skólastarfsins, koma þeim á lagagrundvöll og tryggja þeim sess í skólakerf- inu, þannig að þegar af þessari ástæðu gætu málin ekki verið óbreytt. f öðru lagi sýndi ég fram á það, hversu ákaflega ófullkomin sálfræðiþjónustan er við gildandi fyrirkomulag. Sú starfsemi, sem haldið hef- ur verið uppi, hefur til skamms tíma aðeins verið hér í Reykja- vík. Um þessa þjónustu segir forstöðumaður deUdarinnar í Uorgunblaðinu þann 3. október 5.1.: ,Ég held að mikilvægasta staðreyndin um sálfræðideUd skóla sem deild i Fræðsluskrif stofu Reykjavíkur, sé einfald- lega sú, að hún er þó ennþá til. Hún hefur þrátt fyrir allt skki vfrið lögð niður. Starfs- fólkið hefur flest þraukað hið sama s.l. 6—8 ár. Stjórnarmenn borgarinnar hafa lagt fé til starfsins og stutt það myndar- iega á ýmsa lund, sem ber að bakka og viðurkenna. Mörgu hefur þó verið stórlega áfátt um starfsgrimdvöll af hálfu borgaryfirvalda í Reykjavík. Það er örugg sannfæring mín, að nú nálgist tímamót. SÚ TEGUNP STARFSEMI, SEM ÉG OG MITT NÁNASTA SAM STARFSFÓLK HEFUR REYNT AÐ BYGGJA UPP. MUN RENNA ÚT í SAND INN OG TÝNAST, ef ekki verður hafizt handa um að styrkja og efla starfið á marga /egu án tafar.“ Þegar haft er í huga, að rlTÍr utan þá starfsemi, sem hér hefur verið lýst með orð- um forstöðumannsins sjálfs, er Einar Ágústsson ekki um neina sálfræðiþjón- ustu í skólum landsins að ræða, ef undan et skilinn einn maður er hóf starf í haust á vegum Sainbands sveitarfélag- anna á Reykjanesi, verður að mínum dómi alveg ljóst að það fyrirkomu.ag, sem gilt hefur og menntamá'aráðherra virðist vilja hafa áfram, fær ekki staðizt Verði sveitarfélögunum á- fram falið þetta verkefni án þess að ríkissjóður taki með einhverju móti þátt í því, þá verður engin sálfræðiþjónusta í fjölmörgum skólum í land- tnu, frekar en nú er, einfald- lega vegna þess, að fræðslu- héruðin hafa ekki bolmagn til að standa undir henni. Vitanlega mr koma stuðn mgi ríkisvaldsins fyrir með öðrum hætt: en þeim, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, t. d. með þvi að taka starfsemina inn í skólakostnaðarlögin, en að mínuro dómi hníga fleiri rök að þv: að felr verkefnið sér- stakri stofnun. Það skal ekki írekar rætt hér að sinni en vísað til framlagðrar greinar- srerðar JÖFNUN NÁMS KOSTNAPAR Hitt atriðið. sem ég vil minn ast á hér. er jöfnun námsað- stöðunnar Eins og kunnugt er, var t fyrra samþykkt þings- ályktunartillaga, sem legið hef ur fyrir mörgum undanförnum þingum, þess efnis, að fram skyldi fara athugun á því. hvað kosta mundi að greiða þeim nemer.dum, sem sækja verða skóla fjarri heimilum sínum, styrk er nægja mundi til að gera aðstöðu þeirra til mennt- unar svipaða hinna, sem nær skólunum búa. Þessi könnun hlýtur að vera forsenda þeirra tillagna til úrbóta. sem allir virðast sammála um að koma burfi. f haust var ég ásamt fleiri þingmönnum úr Framsóknar- flckknum að hugleiða með hvaða móti yrði hcppilegast að koma þessum stuðningi við. Leituðum við þá upplýsinga yf- irvalda um þá könnun, sem áðurncfnd þingsályktun ákvað að fram skylda fara. Það er skemmst frá að segja, að um þetta gátum við engar upplýs- ingar fengið, ekki einu sinni um tölu þeirra nemenda, sem sækja skóla fjarri heimilum, hvað þá þann kostnað sem þeir hafa af námi sínu um- fram þá, sem hafa aðstöðu til að búa heima hjá sér. Af þessum svörum dró ég þá ályktun, að umrædd könn- un hefði enn ekki farið fram og átaldi það í fyrrgreindum umræðum. Hér taldi mennta- málaráðherra, að mikils mis- skilnings gætti hjá mér. „Rann sóknin hefur farið fram og verið er að Ieggja síðustu hönd á mjög ítarlega skýrslugerð einmitt um þetta efni, skýrslu sem sýnir mjög merkilega nið urstöðu og ég vona, að ekki þurfi að líða nema fáeinir dagar. þangað til ég mun við eitthvert tækifæri kynna hinu háa Alþingi niðurstöðu þessar- ar ítarlegu skýrslu“, sagði ráð- herrann umræðunum þann V>. október s.l. Að sjálfsögðu er allt gott um það að segja, að ákvarðan ir Alþingis skuli framkvæmd ar, en óneitaníega finnst mér skjóta skökku við. þegar þing- mönnum er neitað um upplýs- ingar sem opinberar stofnanir dafa aflað samkvæmt fyrirmæl um bíngsins. Bei að vænta bess að hin „ítarlega skýrsla" verði sem allra fyrst gerð opin ber, svo að menn geti nú loks- Ins, eftir margra ára baráttu, fengið upplýsingar um jafn sjálfsagðan hlut eins og þann, hversu margir nemendur sæki skóla fjarri heimilum sínum. Er það vissulega ekki vonum fyrr. Menn hafa nú að undanförnu í vaxandi mæli verið að átta sig á því ,að menntamál okkar fs- lendinga eru ekki svo vel á vegi stödd, sem vera þyrfti. Þessi staðreynd er þeim mun alvar- legri, þegar þess er gætt, að alls staðar er það menntunin, sem vonir manna um áfram- haldandi velmegun þjóðanna, byggist á. Því er það höfuðnauðsyn fyrir okkur íslendinga að bæta mennt unina, gera hana hagnýtari, samræma hana þeim tímum, sem við lifum á, skapa rann- sóknum og vísindum þau skil- yrði sem við getum bezt, endur skipuleggja kennslu og kennslu- aðferðir og jafna eftir föngurn aðstöðu manna til námsins. Þýðingarlaust er að deila um orðna hluti eins og hverjum sé að kenna það ástand sem í þessum málum Hefur skapazt. Við verðum að horfa fram, sameinast um það átak, sem þarf til að rífa okkur upp úr öldudalnum. Ég vænti þess að þeim til- raunum, sem bæði ég og aðrir b'r.gmenn erum að gera, þótt af veikum mætti kunni að vera, til þess að leggja á ráð.in um endurbætur, verði mætt af skilningi þeirra sem um skeið hafa farið með forustuna. Svo bezt má árangurs vænta, að allir sem áhuga hafa, leggist á eitt. ÞRIÐJUDAGSGREININ \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.