Vísir - 06.06.1981, Page 4
4
vlsnt
Laugardagur 6. júnl 1981
Skoðanakönnun Vísis — Skoóanakönnun Visis — Skoðanakönnun Visis — Skoðanakö
„Það er þcssi
, ,maverick”
stíll Gunnars
Thoroddsen”
Niðurstöður úr skoðanakönnunum Vísis um fyigi stjórnmálaflokkanna og vin-
sældir ríkisstjórnarinnar hafa vakið mikla athygli. Til þess að ræða nánar stöðu
stjórnmálanna í Ijósi þessara kannana, fengum við fjóra stjórnmálamenn á rit-
stjórn Vísis þá Vilmund Gylfason, Kjartan Gunnarsson, Eirík Tómasson og Sigurð
Tómasson. Fyrsta spurningin var á þessa leið: Frá því ríkisstjórnin var mynduð
virðist fylgi hennar fara minnkandi. Eruð þið sammála þessu og hver er þá skýr-
ingin?
Eiríkur: Ég get út af fyrir sig
verið sammdla þvi að fylgi
stjtírnarinnar hafi minnkað.
t>að er eðli ríkisst jórna að njóta
töluverðs fylgis þegar þær eru
myndaðar en siðan dvinar fylg-
ið. Það sem kemur mér kannski
mest á óvart er hversu sterkt
stjórnin stendur. Ég held að
ástæður fyrir þessari sterku
stöðu stjómarinnar séu einkum
tvær. Þaö er i fyrsta lagi að hún
hefur verið samstæð út d við. í
öðru lagi virðist mér stjórnar-
andstaðan hafa verið sérstak-
lega slöpp, ósamstæð og alls
ekki fær um að leggja fram
eina heillega stefnu. Þannig að
margir segja sem svo: Þó ég sé
ekki allskostar ánægður með
stjórnina þd er enginn betri fyr-
ir hendi.
Ég get hins vegar sagt, að ég
tel að stjórnin heföi átt að ldta
meira að sér kveða i upphafi
stjórnarferilsins en hún hefur
gert. Ég vildi að baráttan gegn
verðbtílgunni hefði verið tekin
enn fastari tökum.
Vilmundur: Viö verðum að
gera skýran greinarmun ann-
arsvegar á skoðanakönnunum
og hinsvegar d kosningum. Mér
finnst hafa gætt tilhneigingar
almennt, og ekki sist i þessum
skoðanakönnunum, sem hér eru
til umræöu, aö menn gera ekki
þennan greinarmun. Það sem
mér hefði fundist vera aðal-
fréttapunkturinn I þessum skoð-
anakönnunum, er sú staðreynd,
aö um 42% aðspuröra gefa sig
ekki upp með einum eða öörum
hætti. Mér finnst framsetning i
fyrirsögnum og leiðurum vera
eins og hér sé nánast um niður-
stöður kosninga að ræða. Aðal-
atriðið er það að skoðanakann-
anir eru tiltekin visbending en
ekkert umfram það.
Sem dæmi um það að menn
gera ekki greinarmun á skoð-
anakönnunum og kosningum
getég tekið ritstjóra þessa bl?ðs
sem fcauðst til þess að lækka sig
um tvö sæti d lista Sj;álfstæðis-
flokksins fyrir alþingiskosning-
ar I979eftir að Sjálfstæðisflokk-
urinn haföi komiö út með gifur-
legt fylgi i skoðanakönnunum.
Olhim er kunnugt um, að hann
tapaði þingsæti sínu fyrir vikið.
Ef ég man rétt, sýndu skoð-
anakannanir, sem tAnar voru
rétt eftir myndun rikisstjórnar-
innar, að hún naut um 90% fylg-
is þjóöarinnar, eða sem svaraði
öllu fylgi stjórnarflokkanna
þriggja að Sjálfstæðisflokki
meðtöldum. Þetta er ekki til
staðar núna. Fyrir þvi kunna að
vera margar ástæður. Ein
ástæðan er sú, sem margar
skoðanakannanir hafa gefið vis-
bendingar um, að þessi rikis-
stjórn hefur aldrei notið verka
sinna. Stjórnin er að halda i
horfinu, hún berst ekki fyrir
stórtækum breytingum á þjóð-
félaginu. Alþýðubandalagið er
t.d. að verja rikjandi ástand.
Það er ekki að þjóðnýta oliufé-
lögin, það er ekki að losna við
herinn.
Svona stjórn fær meðbyr i
upphafi. Þessi meðbyr var ekki
aukning hjá Framsókn og Al-
þýðubandalagi, heldur hitt að
fólki likaði þessi „maverick”
still Gunnars Thoroddsen.
(Innsk. Visis: Maverick var
kúabóndi i Ameriku sem mark-
aði ekki hjörð sina, þannig að
hann átti tilkall til allra ómark-
aöra gripa.)
Kjartan: Þegar ég hef verið
spuröur álits á skoðanakönnun-
um hef ég haft á þvi tvo fyrir-
vara. í fyrsta lagi, að svo stór
hluti hefur veriö óákveðinn, að
það rýrir mjög gildi kannana. t
ööru lagi, að skoðanakannanir
væru ekki kosningar og sýndu
ekki annað, en ákveðnar til-
hneigingar hjá mönnum á þeim
tima, sem þeir eru spurðir.
Það er rétt að i fyrstu skoð-
anakönnun um fylgi rikisstjórn-
arinnar studdu hana um 90% af
þeim sem tóku afstöðu. Siðan
hefur stuðningur við stjórnina
samkvæmt skoðanakönnunum
VIsis og Dagblaðsins jafnt og
þétt fariö minnkandi og ég er á
þeirri skoðun að rikisstjórnin
hafi i dag mun minna fylgi en
þegar hún var mynduð. Og
ástæðuna fyrirþvi tel ég vera aö
stjóminni hefur ekki tekist að
kynna stefnumál sin og standa
viö þau loforð, sem hún gaf I
upphafi ferils sins, á þann hátt
sem kjósendur telja nauösyn-
legt.
Sigurður: Ég viltaka undir þá
almennu fyrirvara, sem menn
hafa um skoðanakannanir. Hins
vegar heldég, að það sé hægt að
vega þær og meta eftir þvi, sem
skynsamlegast þykir hverju
sinni. Ég vil sérstaklega taka
undir þaö, aö i þessari skoðana-
könnun er mjög litill hluti af
upprunalega úrtakinu, sem
svarar ákveðið. Almennt hefur
það verið reynslan varðandi Al-
þýðubandalagið, að svo virðist
sem töluverður hópur fylgis-
manna þess gefi sig ekki upp i
skoðanakönnunum. Við höfum
alltaf fengið meira fylgi i kosn-
ingum, en skoðanakannanir
hafa gefiö tilefni til að ætla.
Rikisstjórnin viröist hafa
mjög traust fylgi. Það er réttað
fylgi hennar hefur farið minnk-
andi og það er rétt að taka mark
á þeirri þróun i fylgi stjórnar-
innar, sem kemur fram i skoð-
anakönnunum. Það er líka al-
menn reynsla fyrir þvi að fylgi
ríkisstjórna fer minnkandi þeg-
ar líða tekur á kjörtimabilið.
Þegar þessi rikisstjórn var
mynduð, var almenningur orð-
inn mjög þreyttur á stjórnleysi i
landinu. Fólk var jafnvel farið
að missa traust á þingræðisleg-
um leiðum til að stjórna land-
inu.
Eftir kosningarnar virtist
sem stærsti st jórnmálaflokkur-
inn, Sjálfstæðisflokkurinn, væri
ekki reiðubúinn að taka þátt I
neinu stjórnarsamstarfi. Þegar
Gunnar Thoroddsen braust i
gegnum þennan múr, og mynd-
aði stjórnina, var honum i raun
fagnað sem þjóðhetju. Ég held
að það hafi verið röng afstaða
hjá Sjálfstæöisflokknum að
berjastsvona gegn Gunnari eins
og flokkurinn hefur gert. Þaö á
eftiraðhefna sin. Enflokkurinn
getur kannski ekkert að þessu
gert þvi hann er i algjörum
brotum. Og eitt af þvi sem er
undarlegast við þessar skoð-
anakannanir er hvaö f ylgi Sjálf-
stæöisflokksins er mikið. Það'
hlýtur að vekja ýmsar spurn-
ingar um hvernig svona skoö-
anakannanir fara fram og
hvernig fólk mótar afstöðu sina.
Vilmundur: Mér sýnist, þegar
talað er um þetta mikla fylgi
Sjálfstæðisflokksins, að það sé
aö miklu leyti tilbúningur Visis.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft
hér á undanförnum árum 32—
45%. 1 þessari skoðanakönnun
hefur hann ekki nema 27% af
þeim sem náðist til. Það sem
Visirgerir, er aö taka allt þetta
fólk, sem er óákveöið eða gefur
ekki upp ákveðinn flokk, um
42%, og deila þvi I sömu hlutföll-
um og eru hjá þeim, sem tóku
afstööu. Ég leyfi mér að efast
um réttmæti þeirrar aöferðar.
Ég viltaka þebta fram, þar sem
við erum kallaðir hingaö til þess
að ræða málin á þeim forsend-
um sem Visir hefur gefið. Þið
hafiö sagt i leiðara og fyrirsögn-
um aö Sjálfstæðisflokkurinn
fengi 46%.
Sigurður: Þvi stærri sem hóp-
urinn er, sem ekki gefur upp af-
stöðu sina i skoðanakönnunum,
þvi títryggari eru túlkanir eins
og þær sem Vísir slær upp alveg
fyrirvaralaust.
Vilmundur: Akkúrat.
Vísir: öllum ætti að vera ljóst
að niðurstöður skoðanakannana
eru aðeins visbendingar. Þegar
niðurstöður voru kynntar i blað-
inu, var skýrt tekiö fram, að
þessi hlutföll, sem þið taliö um,
miöuðust eingöngu viö þá, sem
tóku afstöðu. Hitt er svo annað
mál, aö fyrirsagnir rúma ekki
langar útskýringar. Við skulum
þvi snúa okkur aftur að niður-
stöðum þessara kannana með
þeim almennu fyrirvörum sem
um slikar kannanir gilda. Hver
erþin skýring á þvi, Vilmundur,
að um leið og fylgi Alþýðu-
flokksins minnkar, eykst fyigi
Sjálfstæðisfiokksins. Er fylgni
þar á milli?
Vilmundur: Ég vil enn vekja
athygli á þvi, að kjósendur 25
þingmanna hafa ekki gefið sig
upp.
Að einhverju leyti er fylgni
þarna á milli. Það fólk er vissu-
lega til, sem hefur kosið ýmist
A-lþýðuflokkinn eða Sjálfstæðis-
flokkinn. Það fólk er lika til,
sem ýmist kýs Alþýðuflokkinn
eða Alþýðubandalagið. t þess-
um efnum eru ýmsar flækjur.
Kjartan: Ég held, að það
megi til sanns vegar færa, að
það séað mörgu leyti einfaldara
fyrir þá kjósendur Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks, sem eru
i jaðrinum á fylgi þessara
flokka, að færa atkvæði sin á
milli, heldur en t.d. fyrir þá sem
eru I jaðrinum á fylgi Sjálf-
stæðisflokksins að kjósa Al-
þýðubandalagið.
Vilmundur: Þvi má skjóta inn
i að þetta hefur gjörbreyst á
allra siðustu árum. Sem dæmi
um það eru borgarstjórnar-
kosningarnar 1978. Þar sem að
það var alveg augljóst að gaml-
ar formúlur um þetta voru þræl-
sprengdar i loft upp.
Ef við snúum okkur þá að
borgarmálunum. Af hverju tap-
ar meirihlutinn fylgi eins og
skoðanakönnun Visis bendir til?
Eirikur:Ég vil taka undir það
sem viðmælendur minir hafa
sagt. Ég hef alltaf haft vantrú á
skoðanakönnunum, allt frá þvi
þær fóru að birtast. Mér virðist
hins vegar ýmsir hér, þar á
meðal Vilmundur, hafi nokkuð
breytt afstöðu sinni i ljósi
reynslunnar og það er vel, þvi
margir tóku þessar skoðana-
kannanir sem heilagan sann-
leika. Það er alltaf tilhneiging
hjá þeim, sem koma vel út úr
skoðanakönnunum, að taka þær
trúanlegar og hins vegar er til-
hneiging hjá þeim sem koma
illa út aö set ja við þær allskonar
fyrirvara. Þetta er aðeins
mannleg tilhneiging.
Ég hef ýmislegt við þessa
skoöanakönnun um fylgi flokk-
anna i borgarstjórn aö athuga. 1
fyrsta lagi er hér um litið úrtak
að ræöa. Þetta er 236 manna úr-
tak, en ég held, að það þurfi
minnst að vera 300 manns, til
þess aö það gefi einhverjar
eiginlegar visbendingar.
Ef við litum á þessar kannan-
ir I heild, kemur Framsóknar-
flokkurinn vel út úr þeim, með
öllum þeim fyrirvörum sem hér
hafa veriö nefndir. Þetta kemur
vel heim og saman við skoðana-
könnun, sem birtist i Dagblað-
inu fyrir nokkru siðan. 1 ljósi
þess koma þessar tölur mér hér
i Reykjavík mjög á óvart. Ég
hef ekki oröiö var viö það i
kringum mig, heldur finnst mér
fylgiö vera þvert á móti mjög
stöðugt. Það kemur mér á óvart
að svona mikill munur skuli
vera á fylgi Framsóknarflokks-
ins I Reykjavik og Reykjanesi,
þannig aö ég ætla, að útkoman
samanlagt gefi frekar visbend-
ingu um stöðu flokksins á þessu
svæði.
Ég tel aö það hafi orðið litil
breyting á fylgi borgarstjórnar-
meirihlutans og fylgi borgar-
stjórnarminnihlutans i Reykja-
vik. Ég hef alltaf taliö, að frá
þvi „borgin féll”, hafiþað staðið
i járnum hvor fylkingin hefði
meirihluta. Ég er enn þeirrar
skoðunar, að það verði mjög
mjótt á mununum i næstu borg-
arst jórnarkosningum. Mér
finnst þessar niðurstöður úr
könnuninni títrúlegar og með
hliðsjón af þessu litla úrtaki,
finnst mér að þetta sé meira til
gamans, en að nokkuð sé á þvi
byggjandi.
Sigurður: Ég held, að það sé
öllum kunnugt, aö i siðustu
borgarstjórnarkosningum mun-
aði ekki nema nokkrum tugum
atkvæða á þvi að borgin ynnist.
Og það er vitað mál, aö þær
kosningar voru að mörgu leyti
sérstæðar. Astandið i landsmál-
unum hafði tvimælalaust nokk-
ur áhrif á úrslit borgarstjórnar-
kosninganna. Ég held að starf
okkar i borgarstjórn gefi ekki
tilefni til þess, að fólk snúi við
okkur baki. Hins vegar er það
ljóst að kjósendur vinstri flokk-
anna verða að leggja á það
höfuðáherslu að standa saman
og vinna að þvi að halda meiri-
hluta sinum.
Að Sjálfstæðisflokkurinn fái
71% atkvæða i borgarstjórnar-
kosningum þykir mér aldeilis
ótrúlegt. 1 siðustu kosningum
fékk Alþýðubandalagið tæp 30%
atkvæða hér i Reykjavik, sem
er miklu meira fylgi en flokkur-
inn hefur nokkurn tima fengið.
Satt best að segja, ef ég á að
meta þetta alveg raunsætt,
finnst mér ótrúlegt, að við fáum
aftur það fylgi. Ég vil hins
vegar benda á, að Framsóknar-
flokkurinn fékk mjög litið fylgi
miðað við það, sem hann hefur
áður fengið. Og mér finnst ekki
liklegt að flokkurinn tapi fylgi
frá þvi sem þá var. Þess vegna
hlýt ég að álita, að þessi skoð-
anakönnun gefiekki rétta mynd
af ástandinu eins og það er nú og
þetta kemur ekki heim og
saman við það, sem ég heyri hjá
fólki úti i' bæ.
Kjartan: Ég er sannfærður
um að Sjálfstæðisflokkurinn
mun vinna á ný meirihluta sinn i
Reykjavfk i næstu borgar-
stjórnarkosningum að ári liðnu.
Ég er sannfærður um að
borgarbúar munu sjá i gegn um
samstarf vinstri flokkanna i
borgarstjórn. Það hefur ekki
gengið það vel. Ljóst er að
stjórnun borgarinnar hefur
breyst og ákvarðanir eru teknar
seint og illa. 1 borgarráði er þri-
eykið sem skiptist á um for-
mennsku i borgarráði. Þessi
persónulega togstreyta, sem
hefur verið svo augljós milli
leiðtoga núverandi meirihluta,
mun koma enn skýrar i ljós,
þegar nær dregur kosningum.
Þessir flokkar munu ekki bjóða
fram sameiginlega til borgar-
stjórnar.
Sigurður: Það er ekki vist að
Sjálfstæðisflokkurinn muni gera
það heldur.
Kjartan: Sjálfstæöisflokkur-
inn munbjóða fram einn lista til
borgarstjómarkosninga. Það er
nú þegar ljóst.
Vilmundur: Ég veit aö bæði
Albert Guömundsson og Davið
Oddsson hafa gaman af þvi að
lesa þessar yfirlýsingar.
Kjartan: Mfn skoöun er sú að
Sjálfstæðisflokkurinn standi vel
aö vigi varöandi málefni
Reykjavikurborgar.
Vilmundur: Ég held eins og
þeir Eirikur og Sigurður, að við
þessar niðurstööur veröi að
setja mikinn fyrirvara. Ekki að-
eins vegna þess, að úrtakiö er
litið, heldur einnig vegna þess,
að ég tel að fólk hafi ekki verið
undir það búið að taka afstöðu.
Almennt tel ég aö borgar-
stjórnarmeirihlutanum hafi
tekist allvel til viö að stjórna
borginni. Ég held að fólk eigi
eftir aö meta þaö þegar þar að
kemur. Það er vandi fyrir þrjá
flokka að stjórna saman. Það er
lika svipaöur vandi innan Sjálf-
stæöisflokksins.
Eiríkur: Mig langar aöeins aö
ræöa nánar störf borgar-
st jórnarmeirihlutans vegna
þess, sem Kjartan minntist á.
Ég tel að borgarstjórnarmeiri-
hlutinn hafi staðið sig vel og aö
borgarbúar séu ánægöir með
störf hans. Þar sem Kjartan
minnist á sundrungu, vil ég
segja það, að i borgarráði
kemur miklu frekar i ljós sundr-
ung milli þeirra tveggja fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins, sem þar
sitja, heldur en milli fulltrúa
meirihlutans. Agreiningurinn
milli Daviðs Oddssonar og Al-
berts Guðmundssonar er
hverjum manni augljós. Ég hef
það úr herbúðum sjálfstæöis-
manna að enginn maður sjái
fram á það, hvernig flokkurinn
ætlar sér undir núverandi
kringumstæðum aö koma
saman einum lista við borgar-
stjtírnarkosningar. Þetta mikla
fylgi Sjálfstæðisflokksins i
borgarstjórn og á landinu öllu
Skoöanakonnun Vísis — Skoðanakönnun Vísis — Skoðanakönnun Vísis — Skoðanakönn