Vísir - 06.06.1981, Síða 5
©•
s
3
S
3
<
m\
(/5
m*
V
I
C/5
r
©
©*
Þátttakendur I umræöum á ritstjórn Visis um stööu stjórnmálanna i ljósi skoöannakannana blaösins. Taliö frá hægri: Kjartan Gunnarsson,
Vilmundur Gylfason, Eirikur TómaSson og Siguröur Tómasson. Vfsism. Friöþjófur
veröur aö skoðast i þvi ljósi aö
fólk er nánast aö lýsa yfir fylgi
viö eitthvað sem þaö veit ekki
hvaö er. Ég vil einnig minnast á
reynsluna frá alþingiskosning-
unum 1979. Þá geröi Sjálfstæðis-
flokkurinn tilraun til þess að
setja fram stefnu sina. Hvað
gerðist? Fylgiö hrundi af
flokknum a skömmum tima.
Sfðan segir Kjartan hér, að það
sé stefna flokksins, sem færi
honum þetta mikla fylgi i skoð-
anakönnunum. Ég myndi segja,
aö það væri stefnuleysi og rót-
leysi flokksins, sem færir hon-
um þetta mikla fylgi, sem er
jafn skoðanalaust og rótlaust og
flokkurinn sjálfur er.
Kjartan: Það er þokkalegur
dómur um islenska kjósendur
að kalla þá stefnulausa og rót-
lausa. Ég vil ekki taka undir
það. Ég vil gera þrjár athuga-
semdir við það sem Eirikur
hefur sagt. I fyrsta lagi setti
Sjálfstæðisflokkurinn ekki fram
i fyrsta sinn stefnu i kosning-
unum 1979 og heldur ekki I sið-
asta skipti. SU stefna, sem þar
var settfram, var reist á vand-
aðri málefnalegri vinnu innan
flokksins og forsendur þeirrar
vinnu hafa ekki breyst. Það
kann að vera, að nafngift stefn-
unnar, sem andstæðingum
flokksins tókst auðveldlega að
snUa Ut Ur, hafi fælt kjósendur
frá. Innihaldið var hins vegar
rétt og skynsamlegt að minum
dómi.
NU, ég sit ekki fundi borgar-
ráðs og veit því ekki hvernig
andrUmsloft er þar innan dyra.
Það er hins vegar ekkert nýtt,
og geröist lika þegar Sjálf-
stæðisflokkurinn haföi meiri-
hluta f borgarstjórn, að ein-
stakir borgarfulltrUar flokksins
höfðu ekki nákvæmlega sömu
afstöðu til einstakra mála.
Vilmundur: Þetta hefur verið
algjör glundroði!
Kjartan: Það er augljóst að
Sjálfstæöisflokkur mun bjóða
fram einn lista til borgar-
stjórnarkosninga og það er ekk-
ert í dag sem bendir til annars.
Vilmundur:Þaö má segja, að
þaö hafi verið mistök þessa
meirihluta að leggja of mikla
áherslu á, að afsanna gamlar
kenningar um glundroðann.
Með öðrum orðum, látið Mogg-
ann fjarstýra sér með þeim
hætti. Hins vegar munu borgar-
stjórnarkosningar hafa aðdrag-
anda, og ég tel enga ástæðu til
svartsýni.
Sigurður: Ég held aö glund-
roðakenningin, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur haldið fram,
hafi aldrei komið sér jafn illa og
núna fyrir flokkinn, þegar allt
er vaðandi í glundroða og óein-
ingu i flokknum sjálfum.
Borgarstjórafyrirkomulagið,
sem flokkurinn rak hér i
Reykjavik, með borgarstjóra Ur
flokknum á toppnum og með
alla æðstu embættismenn
borgarinnar valda eftir flokks-
pólitiskum leiðum, var i raun og
veru konungdæmi þar sem
kóngurinn var valinn af flokkn-
um. Flokkurinn hefur reynt að
bUa til nýjan konung Ur Davið
Oddssyni en það eru greinilega
fleiri sem géra tilkall til kon-
ungdæmisins.
Skoöanakönnunin var gerð
um 23. maí. Teljið þiö aö ein-
hver sérstök mál sem hæst bar
um þær mundir gætu hafa haft
áhrif á niðurstöður hennar?
Eirikur: Það er einmitt undir
þinglok, sem þessi könnun er
gerð. Dægurmálin hljóta að
hafaáhrifá afstöðu fólksi svona
skoðanakönnunum. Orkumála-
umræðan stóö sem hæst og þess
vegna kemur mér ekkert á
óvart að Alþýöubandalagið
skuli sýna nokkuð lakari Ut-
komu i þessari skoöanakönnun
en skoöanakönnun Dagblaðsins.
Mér finnst Utkoma Fram-
sóknarflokksins i heildina litið
vera mjög viðunandi miðað við
þessa könnun. HUn kemur heim
og saman við aðrar kannanir
sem gerðar hafa verið þannig að
ég tel að hægt sé að draga af
henni vissa ályktun svo langt
sem það nær, að fylgi flokksins
standi nokkuð traustum fótum.
Ég vil benda á það, sem er
athyglisvert og mætti draga
lærdóm af. Framsóknar-
flokkurinn er bUinn aö vera i
stjórn landsins næstum þvi 10 ár
samfellt. Ég tel að þessi Utkoma
sýni þaö að stefna flokksins og
störf falli stórum hóp kjósenda
vel í geð. Þetta er mjög
athyglisverð niöurstaða varð-
andi Framsóknarflokkinn. Ef
ég tek dæmi um Alþýðuflokkinn
hefur hann verið mest allan
timann f stjórnarandstöðu en
sýnir þó ekki betri Utkomu. Um
Sjálfstæðisflokkinn má segja
það að hann nýtur þess að vera
bæði í stjórn og stjórnarand-
stöðu.
Vilmundur: Ég held að það sé
rétt sem E irikur sagði að ef til
vill vegur orkuumræðan þyngst
á þessum dögum. Þess utan var
umræðan mjög almenns eðlis og
ekki um neitt sérstakt. Allan
seinni hluta vetrar hefur verið
stjórnmálaleg og félagsleg
þreyta og það er náttUrulega
einn lærdómur af þessari skoð-
anakönnun að stór hópur kjós-
enda er óákveðinn með einum
eða öðrum hætti. Að þvi er tekur
til Utkomu Alþýðuflokksins i
þessum skoðanakönnunum að
öllum fyrirvörum settum, —
auðvitað er hún þrátt fyrir allt
slik, að menn lita hana alvar-
legum augum.
Kjartan: Ég tel aö það hafi
vafalaust haft áhrif á afstöðu
kjósenda á þessum tima, að
undir þinglokin kom i ljós
hversu ótryggur meirihluti nU-
verandi rilcisstjórnar er. St jórn-
in varö að fara alls konar króka-
leiðir og standa i sérkennilegu
samningamakki viö einstaka
stuðningsmenn sina til þess að
fá mál sin fram á þingi. Þetta
rýrir náttUrulega traust fólks á
rikisstjóminni. Ég er ósammála
þeirri fullyröingu, að Sjálf-
stæðisflokkurinn njóti góðs af
þvi að vera bæði i stjórn og
stjórnarandstöðu. Ég held aö
flokkurinn gjaldi frekar fyrir
það.
Sigurður: Ég get tekiö undir
það, að orkumálin voru eitt af
þeim dægurmálum, sem kunna
að hafa haft áhrif þegar
könnunin var gerö. Ég held að
menn megi ekki gleyma þvi hins
vegar aö Alþýðubandalagið er
verkalýðsflokkur og stuönings-
menn þess i verkalýðsfélög-
unum gera eðlilega miklar kröf-
ur til þess, að flokkurinn fái
framgengt ýmsum kröfum i
kjaramálum, þegar hann er i
rikisstjórn. Og það veröur aö
segjast eins og er, og ég er ekki
að kenna flokknum um það, að
þróun kjaramálanna undanfar-
in tvö ár hefur veriö launþegum
mjög óhagstæð. Og það er alveg
vist að þolinmæði launþega i
landinu hlýtur að bresta ein-
hvern ti'ma. Ég heldað óánægj-
an með Alþýðubandalagið, sem
virðist koma fram i þessum
skoðanakönnunum, stafi ekki
sistaf þvi að launþegum þykir,
að hlutur þeirra sé skarðari en
ástæða sé til.
Hver er skýringin á þvi að Al-
þýðuflokkurinn virðist vera að
tapa fyigi þrátt fyrir að vera f
stjórnarandstöðu?
Vilmundur: Ef þetta væru
staðreyndirsem hér er verið að
fjalla um geriég ráð fyrir þvi að
ástæðan sé sú, aö málflutningur
okkar hafi ekki skilað sér sem
skyldi.
Þegar flokkur er i stjórnar-
andstöðu er það vinna 1 verka-
lýösfélögum.á vinnustööum og i
málflutningi á opinberum vett-
vangi sem skilar sér best. Að
hluta til kann það að hafa veriö
nokkuð vanmat hjá okkur að
halda um of, að þingvinnan sem
slik skilaði sér.
Hver er þin skýring, Kjartan,
á auknu fylgi Sjálfstæðisflokks-
ins?
Kjartan: Ég segi eins og Vil-
mundur að það er erfitt að vera
aö tala um þessar niðurstöður
eins og staðreyndir. En sam-
kvæmt skoöanakönnunum,
hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins
fariö vaxandi jafnt og þétt og
virðist vera orðið nokkuð stöð-
ugt i 45 til 46%. Ég þakka það
auðvitað stefnu Sjálfstæöis-
flokksins. NU er þessi sérkenni-
lega staöa i Sjálfstæöisflokkn-
um að nokkrir sjálfstæðismenn
eiga aðild að núverandi rikis-
stjórn og Sjálfstæöisflokkurinn
leiðir stjórnarandstöðuna.
Þessari stöðu má velta fyrir sér
á margan hátt. En ef litiö er á
það með hliðsjón af niðurstöð-
um söm u kannana um stuðning
við rikisstjórnina sýnist mér að
draga megi þá ályktun að stefna
Sjálfstæðisflokksins nái helst
eyrum kjósenda.
Eirikur: Það kemur mér i
sjálfu sér ekki á óvart aö Sjálf-
stæðisflokkurinn komi nokkuð
sterkur Ut Ur þessari skoðana-
könnun. Ég álit nú, aö hluti af
þessu sé persónulegt fylgi við
Gunnar Thoroddsen. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur ekkisýnt
neina heillega stefnu Ut á við og
þess vegna er mjög auðvelt að
telja sig til flokksins. Þegar fer
að draga úr kosningum, neyðist
flokkurinn tilþess að setja fram
einhverja stefnu, og þá held ég
að fari svipaö og fyrir siðustu
kosningar, ef hann býður fram i
einu lagi sem ég er ekkert viss
um að hann geri.
Sigurður: Ég held að um
stöðu Sjálfstæöisflokksins megi
segja að hUn sé svipuð þvi sem
gæti hafa komið upp hjá hægri
mönnum í Frakklandi, ef þeir
hefðu neitað að viðurkenna De
Gaulle. Gunnar Thoroddsen er
hetja fólksins en Sjálfstæöis-
flokkurinn neitar aö viðurkenna
hann.
Vilmundur: Ég vil aðeins
itreka það sem ég sagði áðan
um stöðu ri'kisstjórnarinnar.
Markmiö hennar er að halda i
horfinu, verja status quo. HUn
berst ekki fyrir breytingum á
samfélagsgerðinni. Alþýöu-
flokkurinn er hins vegar sá
flokkur sem lagt hefur til mest
frávik frá þeirri samfélagsgerö,
sem við bUum við bæöi i efna-
hagsmálum og félagsmálum.
Þessi mál hafa ekki verið i um-
ræðunni. Það kemur nýr póli-
tiskur vetur eftir þennan vetur
og ég spái því, að umræðufar-
vegurinn eigi eftir að breytast.
Hverjir koma til með að upp-
skera rikulega af þvi læt ég
liggja á milli hluta.
—KS
n Vísis — Skoóanakönnun Vísis — Skoðanakönnun Vísis Skoðanakönnun Vísis
3
fi)
sr
o=
3
3
3
3
<
m\
&
m»
I
(A
9T
0
Laugardagur 6. júní 1981
nun Visis Skoóanakönnun Vísis
vtsm
Skoðanakönnun Visis — Skoóanakönnun Visis