Vísir - 06.06.1981, Side 8
vtsm
Laugardagur 6. júni 1981
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur
Fétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sigfússon, Frlða Ástvaldsdótt-
ir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristrn
Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjóns-
son, Þórunn Gestsdóttir. Blaöamaðurá Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. Iþrótt-
ir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur Ö. Steinarsson Ljósmyndir: Emil Þór
Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. Utlitsteiknun: Magnús Olafsson, Þröstur
Haraldsson. Safnvöröur: Eirikur Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611, 7 linur.
Augjýsingarog skrifstofur: Síðumúla8, símar 86611 og 82260.
Afgreiösla: Stakkholti 2-4, sími 86611.
Askriftargjaldkr . 70 á mánuði innanlands og verð i Iausasölu4 krónur eintakið.
Visir er prentaður i Blaðaprenti, Síðumúla 14.
Frystihús á núllpunkti
Aðalfundur Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna var haldinn
nú í vikunni. Það er með nokkurri
forvitni.sem fylgst er með þeim
skýrslum og ræðum.sem þar eru
á dagskrá, enda tengist afkoma
frystihúsanna mjög hagsmunum
þjóðarheildarinnar.
Otflutningur á frystum fiski,
verðlag, markaður og gengi ís-
lenskra frystihúsa skiptir sköp-
um og engin ein atvinnugrein
hefur jafn víðtæk áhrif hvað
varðar atvinnu, tekjur og efna-
hag landsmanna.
Gengi íslensku krónunnar tek-
ur mið af stöðu þessa umsvifa-
mikla atvinnurekstrar og hvergi
er verðbólgan jafn skaðleg og til-
finnanleg. Hún hefur hrjáð
frystihúsin og þrátt fyrir góða
viðleitni hefur rekstur þeirra
verið neikvæður. Á síðasta ári
varð verðmætaaukning í útflutt-
um af urðum um 43.5%.en á sama
tíma var verðbólguþróunin 58%.
Allt síðasta ár þurfti að berjast
fyrir því að reka frystihúsin á
svokölluðum núllpunkti. án þess
þó að það tækist. Aðgerðir stjórn-
valda voru bæði takmarkaðar og
tilviljanakenndar og þrátt fyrir
verðhækkanir á Bandaríkja-
markaði eru húsin rekin með
tapi.
í ræðu sem Gunnar Guðjónsson
formaður SH flutti á aðalfundin-
um sagði hann um þetta atriði:
„Vegna þeirra verðhækkana,
sem nú eru að koma til fram-
kvæmda á þorsk- og karfaf lökum
í Bandaríkjunum, er afar mikil-
vægt að menn skilji að þessar
hækkanir koma frystihúsunum
sjálfum að litlum notum. Þær
gera lítið meira en að bæta stöðu
Verðjöfnunarsjóðs miðað við
skuldbindingar, sem hann tók á
sig i ársbyrjun. Afkoma frysti-
húsanna í heild er enn ekki það
sterk, að þau geti tekið á sig f isk-
verðshækkanir. Við gerum þær
kröfur til stjórnvalda að þau sjái
til þess að sérhverri vinnslugrein
séu búnar rekstraraðstæður, sem
leiða til jákvæðrar afkomu.
Millifærslur á góðri afkomu
einnar vinnslugreinar til að leið-
rétta lélega afkomu annarrar
eða útjöfnun, sem færir alla á
núllpunktinn afkomulega séð, er
hættuleg stefna, sem getur eyði-
lagt jákvæða alhliða framþróun í
íslenskum fiskiðnaði".
Hvað er formaðurinn hér að
segja? Einfaldlega það, að þrátt
fyrir hærra markaðsverð og
mikinn afla. sem hvorutveggja
eykur verðmætin, hefur frysti-
húsaiðnaðurinn ekkert svigrúm
til að hækka fiskverð, hvað þá að
komast upp fyrir núllpunktinn.
Sú f iskverðshækkun, sem nú
hef ur verið ákveðin mun leiða til
þess að frystihúsin verða áfram
rekin með tapi. Með millifærsl-
um á milli vinnslugreina, sem
ríkisstjórnin hef ur beitt sér f yrir,
og hækkandi tilkostnaði af völd-
um verðbólgunnar, hrekkur sölu-
verðshækkunin vart til þess að
standa undir millifærslunum.
Með þessu ráðslagi er verið að
varpa byrðunum yfir á framtíð-
ina og grafa undan heilbrigðum
rekstri frystihúsanna. Ef húsin
njóta ekki góðs af bættum mark-
aði, slævist sá hvati, sem hann á ,
að vera á viðleitni þeirra til að
bæta vöruna og auka framleiðsl-
una.
Sú staða, sem blasir við frysti-
húsaiðnaðinum.er ískyggileg, svo
ekki sé meira sagt. Gott árferði
og hátt markaðsverð á auðvitað
að vera stórkostleg búbót fyrir
islenskt þjóðfélag, tryggja
traustan rekstrargrundvöll og
auka þjóðartekjur.
( staðinn verðum við að hlusta á
aðvörunarorð frá Sölumiðstöð-
inni, og sjáum fram á taprekstur
og millifærslur.
Hér er ekki við þá frystihúsa-
menn að sakast, heldur stjórn-
völd, sem hafa brugðist í glím-
unni við verðbólguna. Jafnvel
helmings verðmætaaukning í út-
fluttum afurðum hefur ekki
megnað að mæta þeim kostnað-
arhækkunum, sem verðbólgan
leiðir af sér. Fiskverðshækkunin
er afleiðing verðbólgunnar,
þeirrar verðbólgu sem kemur í
veg fyrir bætt lífskjör á Islandi.
Farinn vegur l dag er ekki
langur. Að loknu morgunsund-
inu og Teriunni, er ekki annað
en biöa kvölds og leiksins sem á
að 'vera á velli þeim hinum
fræga sem við Akureyringar
köllum Wembley. Hitastig er
niöri undir frostmarki, og þessi
leikur veröur aö vinnast.
A ég að fara með K.A.-trefil-
inn? Þessi spurning ásækir mig
allan liðlangan daginn. K.A.
hefur oft gengið illa ef ég hef
verið meö hann. Bestu leikirnir
hafa hins vegar verið, þegar ég
er trefilslaus og Arni Ing. i laxi.
Nú er óhugsandi aö Arni veröi i
laxi. Ætli það muni þá nokkru
um trefilinn? Ég ákveö að fara
með hann.
Mér er ævinlega kalt á vellin-
um. Engu skiptir hversu gott
veðrið er. Mér er bókstaflega
ævinlega kalt á vellinum. Og nú
er aö búa sig eftir föngum. Slð,
norsk ullarbrók, tvennir grófir
leistar, háfjallaskór frá Tékkó-
slóvaklu, peysa, stakkur, hettu-
ulpa vettlingar — og trefillinn,
gulur og blár, sivafinn um háls-
inn.
Einar Pálmi birtist og keyrir
okkur Nonna á völlinn. Leikur-
inn leggst illa I okkur báða. Við
þorum ekki að vera saman. Ég
dreg mig á afvikinn staö, langt
frá aöalkllkunni. Best að riða
með björgum fram.
Fyrstu 20 mlnúturnar stend
ég eins og negldur, steinþegj-
andi. K.A.-menn eru andskot-
ann ekkert betri en hinir. Þeir
reyna ekkert, þora ekkert, bara
spila upp á öryggiö eöa hvaö. A
að sætta sig við annað stigiö?
Vita þeir ekki að sókn er besta
vörnin? Ég á eftir að fá skýring-
una seinna.
Eftir tuttugu mlnútur fara
þeir aö taka við sér. Þeir fara aö
þora. Þeir fara að reyna. Sóknin
þyngist. Hinir komast æ sjaldn-
ar fram yfir miöju. Og svo hefst
stakkasundið. Donni tekur horn
frá hægri, og inn fer boltinn ein-
Af Wembley
hvern veginn. Sjálfsmark, segir
einhver. Ég leyfi mér að llta
upp. Hvar skyldi Arni Ing.
vera? Hvar Mikki, hvar Henn-
ing, hvar Nelli? Jú, ég heyri
reyndar I honum. Hann hefur
góöa og þrautseiga rödd. Guð
blessi á honum munninn.
En nú má ekkert af minum
mönnum llta, guöi sé lof. Aftur
horn frá hægri. Donni gefur
fyrir, Gunni Gisla aftur út á
Donna, sem ekki virðist I
nokkru færi. Mér sýnist dómar-
inn meira að segja vera fyrir
honum. En skotið rfður af, og
boltinn er inni. Og nú fara menn
heldur betur að láta heyra i sér.
Ég sé hvar Arni Ing. stendur.
Mér finnst samt of snemmt að
fara til hans. Mig rámar I leik,
þar sem andstæðingarnir náðu
jafntefli eftir að hafa verið þrjú
mörk undir. En hvað er að ger-
ast? Enn einu sinni er Donni
kominn upp að hornfánanum
hægra megin, Gunni Gfsla
stekkur meira en hæð slna I öll-
um herklæðum og skallaboltinn
syngur I netinu.
Nú hreyfi ég mig um set. Nú
tek ég ofan hettuna. Nú læt ég
bera sem mest á treflinum.
Þrjú:núll I hálfleik. Það getur
varla tapast. Ég fer fyrst til
Arna Ing. Hann er I peysunni
sem hann notar I laxinn, lof sé
guði. Okkur liður ansi vel, en
mikiö skelfing voru okkar menn
daufir framan af, segjum viö
hvor viö annan. Ég sé Dúdda
Gisla álengdar. Ég næstum
hleyp til hans og þakka honum
undir vitni og með handabandi
fýrir að hafa búið Donna til. 011
þrjú mörkin I hálfleiknum kom-
Gisli Jóns-
son skrifar
in eftir hornspyrnur frá honum.
Donni er farsæll I kvöld.
Og þarna eru Fóstbræður,
vinir minir. Ég geri mig
breiðan, læt bera mikiö á
K.A.-treflinum. Þetta er gott
fyrir Akureyri, og ösin svo mikil
viö kaffisöluna að ég kemst ekki
að. Jafngott að vera ekki með
neitt hangs. Mlnir menn ná
boltanum strax á fyrstu
minútu: Asbjörn á Gunna Glsla,
Gunni beint á nafna sinn Blön-
dal, hinir koma ekki viö boltann,
allt á eldingarhraöa og ekkert
verið aö hka eða tapa tima.
Dúndurskot Gunnars Blöndal
faömar stöngina og flýgur I net-
iö. Svona yndi fær maöur ekki
aö upplifa nema kannski á fimm
ára fresti og fagnaðarlætin I há-
marki. Orslitin eru ráðin.
Nú fer ég alla leið til Nella. Nú
er ekki þagað: Afram K.A.!
Ekki gefa eftir! Spila strákar!
Halda miðjunni! Fleiri mörk!
Spila strákar! Og strákarnir
spila. Sóknarloturnar rlöa yfir.
Asi nikkar aftur fyrir sig og enn
stekkur GunniGIsla upp, og þvl-
llk uppstökk. Enn er boltinn
inni. Hver hefði trúað þvi?
Þrátt fyrir linnulaus
hvatningaróp Nella sem ég bara
klappa undir til að hlifa eigin
raddbjálfa, slaka okkar menn
aðeins á. Þaö er mannlegt, eins
og á stendur, og lokatölurnar
veröa 5:1. Ég næ I Erling og
Elmar og blessa þá i bak og
fyrir. Ég fæ lika skýringu á
frammistöðunni fyrstu 20
minúturnar. Þaö eru fyrirmæli
frá Alec. Reyna andstæðingana.
Leika af öryggi. Taka ekki sjans
ana strax. Ekki reyna aö
brjóta þá niöur I upphafi. Þreifa
fyrir sér. Láta þá finna til van-
máttarkenndar, en skynja
smám saman sina eigin yfir-
burði. Og siðan hefst sóknin af
fullum þunga og allt á að ganga
upp.
Ég er svo upphafinn I leikslok,
aö ég gleymi dóttur minni, syni
og tengdasyni, sem fór meö mig
niður á Wembley, en kemst ein-
hvern veginn heim, ég held með
Jóni Stefáns. Og nú er ekkert
verið aö hugsa um hvort ung-
börn, gamalmenni og allt þar á
milli hafi fengið sér hænublund.
Sigurhróp timans, VA, gellur
við fimm sinnum, um leið og
komiö er inn I bakdyraganginn.
Þá vita menn það. Ég tek af mér
trefilinn gula og bláa og brýt
hann mjúklega saman og læt
hann með mikilli gætni niður I
skúffu. Ég kveiki á útvarpinu og
bið I ofvæni eftir fréttum. Ég vil
ekki bara sjá, heldur heyra með
öllum landsins lýö, að K.A. hafi
unniö meö fimm mörkum gegn
einu. Það er stundum gaman að
vera til og sælt að fara aö sofa.
2.5.’8l
G.J.