Vísir - 06.06.1981, Síða 9

Vísir - 06.06.1981, Síða 9
jSjálfstæðismenn eru and- ! vígir ríkisstjórninni Engirn stóridómur Úrslit þeirra skoöanakannana sem Vfsir hefur birt að undan- förnu vekja athygli. Samt er þaö svo, eins og reyndar áður, að þegar niðurstöðurnar eru einum eða öðrum óhagstæöar, þá þykj- ast þeir þess umkomnir að rengja Urslitin og visa þeim á bug. bað er mannlegt að flýja af hólmi, en það er ekki að sama skapi karlmannlegt. Skoðana- kannanir eru enginn stóridómur, sem menn standa og falla meö, en þær segja slna sögu, og fyrir stjórnmálamenn er það flónska að virða þær að vettugi. Þegar tvö blöð, Vísir og Dagblaðið kynna Urslit um fylgi flokkanna, sem fer ótrUlega saman, þrátt fyrir mismunandi aöferöir, hlýtur það aö teljast marktækt. Sex hundruð manna úrtak annarsvegar og sjö hundruð manna úrtak hinsveg- ar eru viðurkenndar stærðir og fullkomlega áreiðanleg heimild um stöðu og fylgi einstakra flokka. Þegar bUið var að telja innan viö eitt prósent atkvæða i frönsku forsetakosningunum gátu menn fullyrt með réttu, hver yrðu Urslit kosninganna. Hlutföllin sem þá lágu fyrir milli frambjóðenda breyttust ekki þótt eftir væri að telja nán- ast öll atkvæði. Það sama gerir skoðanakönnun og hUn er þvi öruggari, þar sem flokksfylgi erfast í meginatriðum,eins og á íslandi. Fjármálaráðherra lagði fram rikisreikninginn í upphafi vik- unnar og sló sér á brjóst. Ekki verður það frá honum tekið að reikningurinn kom út með plús og mun það vera i fyrsta skipti i fjöldamörg ár. Að þvi leyti gerir Ragnar betur en hinir ihald- sömustu Ur borgarastétt, sem gegnt hafa þessu embætti. Enekki er alltsem sýnist, og rek stra rafga ngnu m nær Ragnar með tilstyrk þeirra skatta, sem vinstri stjórnin lagði á landsmenn og himinhá- um erlendum lánum. Aðferöin hefur verið sU að kippa fleiri verkefnum Ut af fjárlögum og fjármagna þau með lántökum, sem nU eru meiri og hærri ai áður hafa þekkst i Islandssög- unni. 1 rauninni er þaö með ólikind- um hversu hljótt það hefur farið að skuldabyröi landsmanna eykst ár frá ári. Heimilishaldiö hjá hverjum og einum yrði harla létt, ef hann kæmist upp með að slá lán fyrir almennum útgjöldum með greiðslufresti þannig að næsta kvnr.lóö, börn- in qg barnabörnin fengi það i sinn hlut að standa i skilum. öll sU sjálfumgleði sem ein- kennir málflutning fjármála- ráöherra þegar rikisreikning- urinn er sýndur, hefur holan hljóm, fyrir þá sem skilja á- stæðurnar f yri r stöðu rikissjóðs. Almenningursetur sig diki inn i þær reikningskúnstir og satt að segja fer rikisreikningur fyrir ofan garð og neðan hjá öllum þorra fólks. Það er löngu hætt aö taka mark á fagurgala eða skrautlegum umbúðum stjórn- málamanna, þegar þeir leggja fram sin mál. Það flokkast undir áróður og pólitiska mat- reiðslu og fer inn um annað eyr- að og út um hitt. Stjórnmála- menn geta sjálfum sér um kennt og gjalda þess loksins, þegar staöreyndir eru lagðar á borðið. ba,nnig hefur einnig farið fyrir fjármalaráðherra og rikisreikn- ingnum, eins og reyndar efni standa til. _ L........ Stór hópur óákveðinna Jafnframt þvi sem skoðana- könnunin segir okkur hver staða einstakra flokka er, verður ekki framhjá því gengið, aö afar stór hópur kjósenda, eða um 30% er ekki tilbuinn til að ganga til liðs við tiltekna flokka, neitar að svara eða er óákveðinn. Þetta er vissulega hópurinn, sem ræð- ur úrslitum i kosningum og hann hefur ekki gert upp við sig, hvaða flokk skal styðja. SU venja hefur skapast að kynna fylgi iiokkanna i hlutfalli við þá sem taka afstöðu með eða móti, og þannig fæst sú tala að Sjálfstæðisflokkurinn hafi 46% fylgi og að rikisstjórnin njóti stuðnings 55% þjóðarinnar, svo dæmi séu tekin. Hinn stóri hópur óákveðinna kjósenda getur vitaskuld breytt þessum niðurstöðum. Hlutfalls- leg skipting hans er ekki endi- lega sU sama og þeirra, sem taka ákveðna afstöðu. í þvi sambandi er athyglisvert, að af þeim sem ekki gáfu upp stuðning við tiltekna stjórn- málaflokka, er rUmlega helmingur ánægður með rikis- stjórnina en tæplega helmingur óánægður. Miöað við að sjálf- stæðismenn eru að þrem fjórðu hluta óanægðir með rikisstjórn- ina.erólildegtað sá flokkur hafi 46% af þeim hópi. Með sama hætti er varhuga- vert, að reikna með þvi að 55% þjóðarinnar styðji rikisstjórn- ina, þótt sU tala sé fengin, Ut frá þeim sem afstööu taka. Nær þriðjungur kjósenda er ekki til- búinn til að segja álitsitt á rikis- stjórninni. Forysta án stuðnings Það sem skoðanakönnunin ritstjórnar pistill Etlert B. Schrara fitstjóri skrifar segirþó svo óyggjandi er, er af- staða sjálfstæðismanna til stjórnarsamstarfsins Aðeins fjórðungur þeirra fylgir og styð- ur rikisstjórnina. Þetta er mínna fylgi en almennt hefur verið reiknað með. Gunnar Thoroddsen hefur verið sagður njóta viðtæks stuðnings i sinum gamla flokki, en annað kemur á daginn. Þegar sjálfstæðismenn voru spurðir hvern þeir vildu sem formann var það eingöngu einn fimmti sjálfstæðismanna sem nefndi Gunnar. Reyndar fékk Geir Hallgrimsson ná- kvæmlega sama fylgi, eða 20%. NU má gera þvi skóna, aö þegar spurt er með þessum hætti, sé verið að bjóða fólki „upp i' dans”, Tilheigingin verði sU að leita að einhverju nýju. Að þvi leyti er slik spurning leiðandi og nUverandi forystu- mönnum óhagstæö. En hún er engu aö siöur eölilegri og opn- ari heldur en sú aðferð að spyrja einfaldlega: hvort ertu með Gunnari eða Geir. Sjálfstæðismenn geta haft á- huga á fleiri valkostum en upp- gjöri milli þessara tveggja manna. Það kemur raunar I ljós, enda er meginniðurstaöan sU, aö 60% af nær tvö hundruð sjálfstæðismönnum vilja ein- hverja aðra. Vilja skipta um forystu. bað segir sina sögu. Vinstri stjórn — eða hvað? Ef Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag eru skilgreind- irsem vinstri flokkar, þá verður ekki betur séð af Urslitum skoð- anakönnunarinnar, heldur en að rikisstjórnin sitji smám saman uppi meö hiö hefðbundna vinstri fylgi i landinu. Ennþá segist fjórðungur sjálfstæðismanna styðja rlkisstjórnina, en sá stuöningur kemur einkum úr þeim kjördæmum þeirra sjálf- stæöismanna, sem ýmist eru ráðherrar eða opinberir stuðningsmenn rikisstjórnar- innar og er þvi persónubundinn fyrst og fremst. Fyrir borgaralega þenkjandi fólk.frjálslynt og framfarasinn- aö, hefur þessi rikisst jórn valdið vonbrigðum. Verölagsmál eru reyrð niður, afturhald rikir i orkumálum, Alþýðubandalagið er látið njóta neitunarvalds i utanrikis- og varnarmálum og flestar meirháttar ákvarðanir bera þess keim, að Alþýðu- bandalagið og vinstri menn ráði ferðinni. Gagnvart vinstra fólki er stjórnin heldur ekki fugl né fisk- ur. Fjármálaráðherra telur sér það helst til tekna að samneysl- an sé sú hin sama og 1 tið Geirs Hallgrimssonar, ihaldssemi gætir i afstööu til launakrafna verkalýðsfélaga, og byltingin lætur biöa eftir sér. Þetta er vinstri stjórn án þess aö loforö og fyrirheit séu efnd. Alþýðu- bandalagið hefur vissulega mikil itök um þessar mundir, en þess sjást ekki merki I bættum kjörum eða áþreifanlegri jafn- launastefnu. Þaö var til að mynda athyglisvert að lesa fréltir um það, að Vinnuveit- endasamband tslands treysti sér ekki til annars en aö greiða jafn háar veröbætur á hærri laun þ.e.8.1% eins og á þau lægri þrátt fyrir kjarasamninga um annaö. Það var einnig athyglis- vert að lesa I Þjóðviljanum um viðhorf Dagsbrúnarmanna til verkalýðsforystunnar, sem þeir töldu „djöfullega”. Vinstri stefnan kemur fram I afturhaldi .og úrtölum I verðlagsmálum, efnahags- og peningamálum, orkumálum og áframhaldandi rikishyggju, en hún birtist ekki I þeim málum, sem snerta dag- legt brauðstrit, lqa- og aðstöðu hins vinnandi manns. Ef menn vilja sjá kosti þess- arar stjómar, þá eru þeir fólgn- ir í þvi, aö launafólk uppgötvi, að völd Alþýðubandalagsins eru engin trygging fyrir þvi, aö hag- ur þess batni: að það sjái, aö samasemmerki verður ekki settá millisósialisma og verka- lýðs. Ef þetta ljós rennur upp fyrir kjósendum. þá hefur rikis- stjórnGunnars Thoroddsen gert sitt gagn. Ellert B. Schram.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.