Vísir - 06.06.1981, Síða 14

Vísir - 06.06.1981, Síða 14
14 Ferðamálaráð útskrifar 40 leiðsögumenn: Fá sérstök skírteini aö aflokn- um prófum „Námskeið Ferðamálaráðs byrja i október og standa fram i maf. Þeir sem standast munn- leg og skrifieg próf, sem haldin eru um áramót, halda síðan áfram f siðari hlutann og þeir sem standast próf um vorið fá niína sklrteini sem leiðsögu- menn ferðafólks”, sagði Birna G. Bjarnleifsdóttir leiösögu- maður I samtaii við ferða- sfðuna. Birna hefur stjórnað þessum námskeiðum fyrir Ferðamála- ráð sem ráöið hefur fyrir leið- sögumenn. Fyrir fáum dögum fór I fyrsta sinn fram afhending skirteina Ferðamálaráðs til leiðsögumanna, samkvæmt ný- settri reglugerð samgönguráðu- neytisins. Fram til þessa hafa þau próf sem leiðsögumenn hafa tekið ekki veitt önnur rétt- indi en til inngöngu i Félag leið- sögumanna sem stofnað var áriö 1972. Þeir sem standast próf á námskeiðum Ferðamálaráðs fá skirteini sem leiðsögumenn og gilda þau fimm ár i senn. Þeir sem hafa unnið að minnsta kosti 15 dagsverk á ári að jafnaði á þessu timabili, fá skirteinin endurnýjuð sjálfkrafa, en aðrir þurfa að sækja endurhæfingar- námskeið. Aðrir sem eiga rétt á þessum skirteinum, eru núver- andi meðlimir Félags leiðsögu- manna sem hafa unniö að jafnaði 15 dagsverk á ári við leiðsögn siðustu fimm ár. Þeir 40 leiðsögumenn sem fengu skirteini nd eru allir félagar i Félagi leiðsögumanna og upp- fylla ofangreind skilyrði. Menntun leiðsögu- manna Leiðsögumenn innlendra sem erlendra ferðamanna þurfa að vera vel heima i mörgu, þvi f or- vitni ferðalanga eru litil tak- mörk sett. Birna sagði að i reglugerð um starfsmenntun leiðsögumanna væri greint frá þeim undirstöðuatriðum sem kenna ætti. Nefna mætti sögu lands og þjóðmenningu, jarð- fræði, náttdrufræði, bókmenntir og listir. Fræðsla væri um þau land- svæði sem ferðamenn heim- Ludvig Hjálmtýsson ferðamáiastjóri, afhenti leiðsögumönnunum skirteinin Ismáhófi sem haldið var af þessu tilefni. (Visism. EÞS) sæktu, þróun ferðaþjónustu, skyndihjálp, skipulag ferða- þjónustu og þannig mætti lengi teija. „Það eru haldnir fyrirlestrar á kvöldin, tvisvar i viku i hinum almenna fróðleik. Munnlegu prófin eru á erlendum tungu- málum. 1 sfðari hluta námskeið- anna er byrjað á skyndihjálp og siðan farið i svæðafræðslu. Þá eru fengnir reyndir leiðsögu- menn sem kynna alla helstu ferðamannastaðina, byrjað á Reykjavik og farið slðan rétt- sælis umhverfis landiö og endað á hálendinu”, sagði Birna enn- fremur. í spjallinu við Bimu kom fram aö með þvi að afhenda leiðsögum önnum sem st a&ist hafa tilskilin próf, þessi skírteini þá megi segja að það sé löggildingu á leiösögumönn- um. Félag leiðsögumanna er stéttarfélag sem á aðild að Al- þýðusambandi Islands og hefur gert samning við ferðaskrif- stofur um kaup og kjör. Er sá samningur jafnframt bindandi fyrir alla aðra er ráða leiðsögu- menn til starfa. Leiðsögn erlendis Félag leiðsögumanna var stofnaö af bæöi leiðsögumönn- um sem starfa hér innanlands og fararstjórum sem starfa með islenskum hópum erlendis. En hvaða kröfur eru gerðar um menntun þeirra er starfa «•- lendis og sækja þeir þessi nám- skeið, var Bima spurð: „Ferðaskrifstofurnar segjast þjálfa sina eigin fararstjóra til starfa erlendis. Ég veit ekki hvað þær gera mikið af þvi, en ég man eftir þvi að Guðni i Sunnu hélt ágætis námskeið fyrir nokkrum árum. Það þarf alveg örugglega að gera slikt og gefa þessari hlið meiri gaum. Stundum er ráðið ungt fólk til starfa erlendis, jafnvel 18-19 ára unglingar, sem ráða ekki við starfið en eru látnir leysa reynda fararstjóra af”. 1 Félagi leiðsögumanna eru 230 og af þeim eru um 150 starf- andi á ferðamannatimabilinu á sumrin. Skrifstofa félagsins er á Skólavörðustíg 2 og þar er rekin ráöningarmiðstöð. Núverandi formaður félagsins er Júlia Sveinbjarnardóttir. Picasso ■ Louisiana Listunnendur sem eiga leið um Danmörku ættu ekki að láta hjá liða að bregða sér á lista- safnið Louisiana i Humlebæk. Þar stendur yfir yfirgripsmikil sýning á verkum eftir Picasso. Hérerum aðræða hluta af safni Picassos sem gengur undir nafninu „Picassos Picassoer”, en i' þvi' safni eru 37 verk sem aldrei hafa verið til sölu og verða aldrei. Listamaðurinn óskaði sjálfur eftirþvi að þessum verkum yrði haldið saman um alla framtið og erfingjar hans hafa ákveðið að safnið verði i nýja Picasso- safninu, sem opnað verður i Paris á næsta ári. A sýningunni I Louisiana eru 99 oliumálverk, 38 skulptúrar, 146 teikningar og 91 grafikverk. A sýningin að spanna alla starfsævi listamannsins og verður opin fraxn til 21. júni. Glæsihótel rís i Osló 1 Osló er nú unnið af fullum krafti við að fullgera Holmenkollan Park Hotel og á að opna hótelið gestum 2. janúar 1982. Þetta verður eina lúxus- hótelið i Osló þar sem hægt verður að iðka ýmsar Iþróttir og ættu hótelgestir ekki að vera i vandræðum með að finna eitt- hverttrimm við sitt hæfi. Þarna verður innanhússsundlaug, heitur pottur með vatnsnuddi sauna baðstofur, hlaupabraut og tennisvöllur. Þarna i Holmenkollen Park Hotel verða 200 gistiherbergi stór og rúmgóð með loftkælingu og svalir með flestum herbergj- um. Einnig verður litasjónvarp á hverju herbergi auk kæliskáps og vinbars. Veitingasalir verða margir, bæði fyrir vandláta sælkera og svo þá sem kjósa einfalda rétti. Einnig verður næturklúbbur I hótelinu. Fullkomin aðstaða til ráðstefnuhalds verður þarna, en eigandi hótelsins er Hoeghs Rederi. Frakkar afnema ódyra matsedla Air Canada fær TriStar Flugfélagið Air Canada hefur nýlega hafið ferðir með fyrstu langfleygu þotunni af sex sem notaðar verða á áætlunar- leiðinni milli Vancouver og London. Flugvélin er af gerðinni Lockheed TriStar L-1011-500 og rúmar 246 farþega. Hún hefur 9.650 km flugþol. Með þessum flugvélakaupum verður hægt að auka ferðatiðni milli Kanada og Evrópu. íslenskir veitinga- menn bjóða nú sérstak- an matseðil fyrir ferða- menn þar sem hægt er að fá góða rétti við til- tölulega vægu verði. En það er annað uppi á teningnum suður i Frans. Þar er verið að leggja slika matseðla af. Undanfarin 12 ár hafa kaffi- hús og matsölustaðir I Frakk- landi verið skikkuð af hinu opin- bera til að hafa sér matseöil á lágu verði, sem kallaöist menu Conseillé. Eitt af siðustu em- bættisverkum Giscard d’Estaings, fyrrverandi forseta var hins vegar aö afnema þessa skyldu og var það liður I ráð- stöfunum til að auka frjálsræði I efnahagsmálum og viðskiptum. Verðlagseftirlit á veitinga- húsum var innleittárið 1969 sem liður i' að hemja verðbólguna og draga úr henni. Svart kaffi, petit noir, var einn af sex vin- sælum drykkjum sem háður var verðtakmörkunum. Einn slikur kaffibolli kostaði 1,40 franka fyrir utan þjórfé og þótti kaffi- húsavertum blóöugt að 40% gesta pöntuðu svart kaffi eða annan drykk á lágu veröi. Menu conseillé hefur verið vinsæll hjá mörgum frans- mönnum með góöa matarlyst. Hins vegar beittu veitingamenn þvi bragði að flagga litt þessum matseðli svo ferðamönnum var mörgum ókunnugt um hann. ággngar * Afangar tJt er komið annað tölublað af timaritinu Afangar, timaritium Island, útiveru og ferðalög. I þessu tölublaði, sem er 80 siður ermeðal efnis fjörlegt viðtal við þann gamla ferðajaxl Úlfar Jacobsen grein eftir Jón Gauta Jónsson um vörðuleit I Ódáða- hrauni grein um ljósmyndun og margt fleira er i ritinu sem prýtt er fjölda mynda og eru sumar i litum. Ritstjóri Afanga er Sigurður Sigurðarson. Viðsem fljúgum Út er komið nýtt hefti af tima- ritinu Við sem fljúgum, sem Flugleiðir gefa út i samvinnu við Frjálst framtak og dreift er I flugvélum félagsins i innan- landsfluginu. Markús öm Antonsson, rit- stjóri, skrifar grein um Luxem- borg og þá möguleika sem bjóð- ast ferðamönnum þar Flugleiðir bjóða nú einstaklega ódýrar helgarferðir til Luxemborgar. Farið er á laugardagsmorgun og komið heim siðdegis á þriðjudag. Búið er á fyrsta flokks hóteli og kostar farið báðarleiðir með gistingu i þrjár nætur aðeins 1.690 krónur sem er kostaboð. Margt annað efni er i ritinu, sem er liðlega 100 blaðsiður að stærð. Svona i lokin má geta þess, að I Frakklandi voru 176.730 kaffi- hús og 76 þúsund veitingahús önnur, þegar talning fór siðast fram. Sæmundur Guðvinsson skrifar

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.