Tíminn - 05.12.1969, Side 2
2
FÖSTUDAGUR 5. desember 1969.
Lengsta hóp-
ferð sem boðin
hefur veríð hér
Sunna býður Japansför fyrir 88 þús. kr.
OÓ-Reykjavík, fimmtudag.
Fer'ðaskrifstofan Sunna mun á
næsta ári efna til lengsta hópferða
lags sem íslenzk ferðaskrifstofa
hefur boðið viðskiptavinum sinum
til þessa. f byrjun sept. n. k. verð-
ur farið á vegum Sunnu til
Japans, en þá stendur yfir heims
sýningin, sem haldin verður í
borginni Osaka. Komið verður við
á mörgum stöðum á leiðinni og
dvalið í nokkra daga í ýmsum lönd
Blönduós
í sjálfvirkt
símasamband
JS—Blönduósi, miðvikudag.
Sjálfvirk símstöð var opnuð hér
á Blönduósi klukks'i 17 í dag.
Stöðin er gerð fyrir 200 númer,
en nú eru 142 notendur tengdir
við hana. Þetta er 52. sjálfvirka
símstöðin á landinu og sú níunda
sem tekin er í notkun á þessu ári.
Símanúmer stöðvarinnar eru frá
4100—4299. Sveitasímar, 38 að
tölu, sem tengdir eru beint við
B'lönduós, verða enn um sinn háð
ir handvirlkri afgreiðslu. Yfirum-
sjón mieð uppsetningu stöðvarinn
ar hafði Þorvarður Jónsson síma-
verkfræðingur. Jón ísberg sýslu-
maður tók stöðina formlega í notk
un, með því að tala við Aðalstein
Norberg ritsímastjóra. Sími kom
til Blönduóss þegar á fyrsta ári
símans hér á landi, eða 1906.
Fyrsti stöðvarstjóri var Zophóní-
as Hjálmsson. Núverandi stöðvar
stjóri er Haraldur Jónsson.
um í Asíu. Ferðakostnaður er
ákveðinn 88 þúsund kr. fyrir mann
inn og er þar innifalið öll flug
fargjöld og hótelkostnaður. Mun
ferðin standa yfir í 21 dag.
Ekki munu nema 40 manns eiga
kost á að taka þátt í þessari
ferð frá ísiandi. Takmarkast fjöld-
inn af hótelrými í Osaka og
Tokyo meðan dvalið er þar. Þeg
ar eru milli 10 og 20 manns húnir
að láta skrá sig í ferð þessa. Þótt
sumum kunni að vaxa í augum
kostnaðurinn verður að telja þessa
ferð mjög ódýra þar sem varla
er hægt að fara í iengra ferða
lag á þessari jörð, því um hálf-
an hnöttinn er að fara. Geta má
að venjulegur farseðill þessa leið
kostar 130 þúsund kr. báðar leið
ir og er þá gisti- og fæðiskostnað-
ur ekki innifalinn.
Þetta hagstæða verð í Asíuferð
inni er að þakka samkomulagi sem
tekizt hefur með Sunnu og flug
félögunum SAS og Swissair og
japanskri ferðaskrifstofu.
Panti væntanlegir þátttakendur
far fyrir áramótin, er hægt áð
gneiða ferðalagið með 8 þús. krón
um á mánuði með jöfnum afiborg
unum.
Meðal viðkomustaða sem dvalið
verður á nokkra daga, ýrnist á
leið til Japans eða á hakaleið, eru
Kaupmannahöfn, Nýja Delhi, Ban
kok í Thailandi, Hong Kong og
Beiruth. Farið verður í skoðunar
ferðir í héruð umhverfis borgirn
ar og kostur gefst á að fljúga firá
Nýju Delhi til Neapels, fyrir þá
sem vilja. Lengst verður dvalið í
Japan og ferðast þar um til nokk
urra bonga og héraða.
Hægt er að fá ítarlega ferða
áætlun hjá Sunnu og ýmsar upp-
lýsingar varðandi ferðina. Farar
stjóri verður Guðni Þórðarson.
LFV eru
ótrúlega
endingargóðar.
Þær fást víða
í tízkulit og
þremur
stærðum.
Reynið þessar
tegundir og
þér munið
komast að raun
um framúrskar-
andi vörugæði.
30 den LIV
kosta
kr. 136,00.
HEILDSALA: ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. H.F.
Sími 18700.
TIMINN
Verzlunin Málmur
í Hafnarfirði
er var áður að Austurgötu 17,
flutti starfsemi sína laugardaginn
29. nóv. s. 1. í nýtt og rúmgott
húsnæði að Strandgötu 11.
Verzlunin var stofnsett árið
1928 af Guðjóni Jónssyni, sem rak
verzlunina þar tfl fyrir 6 árum
að hann seldi hana Pétri Þor
björnssyni, sem hefir nú filutt af
gamla staðnum og í hið nýja verzl
unarhúsnæði að Strandgötu 11.
Innréttingar eru mjög smekkleg-
ar og öllum vörum vel fyrir kom
ið á eyjum og veggjum þannig að
þær blasa við viðskiptavinum um
leið og inn er komið. Gefur þessi
nýja aðstaða eigandanum tækifæri
til að hafa fleiri vörutegundir á
boðstólum og veita viðskiptavin
um betri þjónustu. Verzlunin Málm
ur verzlar aðallega með: Málningu,
ýmiss konar járnvörur, veggfóður,
gólfdúka og flísar, rúðugler, verk
færi af ýmsu tagi o.m.fl.
(Myndina tók GE af Pétri Þor-
björnssyni í verzluninni.)
Leyfí fyrír brennum, jóla-
skemmtunum, skoteldasölu
OÓ-Reykjavík, mánudag.
Strákar eru víða farnir að
safna saman efni í áramóta-
brennur, þótt mánuður sé til
stefnu. Eins og undanfarin ár
verður að fá leyfi lögreglu-
stjóra fyrir hlaða bálkesti
og kveikja í peim á gamlárs-
kvöld. Eru þeir sem hyggjast
hlaða kesti minntir á að sækja
um leyfi áður en þeir hefjast
handa um framkvæmdir.
Á lögreglustöðinni eru til sér
stök umsóknareyðublöð fyrir
slíkar leyfisveitingar. Við
hverja brennu verður að vera
sérstakur ábyrgðarmaður, sem
sækir um leyfið, og verður við
komandi að kynna sér reglur
um áramótabrennur, en þær
eru afhentar um leið og leyfin
eru veitt. Eins og í fyrra verð
ur stærsta brennan í Reykja
vík nálægt mótum Kringlumýr
arbrautar og Miklubrautar og
hafa borgaryfirvöld veg og
vanda af þeirri brennu.
Um jólatrésskemmtanir fyrir
börn gilda sérstakar reglur og
verða þeir aðilar sem fyrir slík
um skemmtunum standa að fá
fyrst leyfi hjá slökkviliðsstjóra
til að skemmtanirnar megi faxa
fram í tilteknum húsakynnum
og einnig hjá lögreglustjóra.
Slökkviliðsmaður verður við-
staddur á hverri jólatrésskemmt
un.
Um sölu á flugeldum og
skoteldum gflda sérstakar regi
ur og ber öllum þeim sem selja
slíkan varnig að fá til þess sér
stakt leyfi hjá slökkviliðsstjóra
hann ákveður einnig hvaða teg
undir skotelda verður leyft að
selja. Ef kaupmenn fá ekki
tilskilin leyfi geta þeir búizt
við að skoteldar þeir sem til
sölu verða, verði gerðir upptæk
ir.
•^s i
Á ÞINGPALLI
Vilhjálmur Hjálmarss. fylgdi
fyrirspurn Kristjáns Ingólfssonar
um sjálfvirkt símakerfi á Austur
landi úr hlaði í sameinuðu Al-
þingi í fyrradag. Sagði hann, að
víða væri símaþjónustan mjög lé-
leg þar fyrir austan, og spurði,
hvenær vænta mœtti sjálfvirkra
símstöðva þar.
ir Ingólfur Jónsson kvað vera
farið eftir áætlun frá 1961, sem
hefði að vísu seinkað nokkuð
vegna skorts á tæknifólki og fé.
Austurland hefði verið í síðasta
áfanga áætlunarinnar vegna þess,
að endurnýja hefði þurft allt kerf
ið. Því væri nú að mestu lokið
og yrði að líkindum komið á sjálf
virkt símasamband við kauptúnin
árið 1972—3. Þá mundi væntan
lega hafizt handa við að koma
á slíku kerfi við bæi í sveitum.
■fc Ásgeir Bjarnason sagði, að í
Búðardal hefði sjálfvirkt sím-
kerfi átt að vera komið árið 1967,
en væri ekki enn komið. Spurði
hann ráðherra hvenær það yrði.
■fr Ráðherra kvaðst ekki vita hve
nær, en vonaði, að það yrði inn-
an skamms.
•fo Það kom fram í svari forsæt
isráðherra í fyrradag við fyrir-
spurn Þórarins Þórarinssonar, að
bygging stjórnarráðshúss gæti
hafizt hvenær sem væri. Væru þó
nokkur atriði, sem atihuga þyrfti,
áður en hafizt væri handa, svo
sem staðsetning og fyrirkomulag
í húsinu í smáatriðum.
Þórarinn kvað það mundu verða
mikla lyftistöng fyrir byggingar
iðnaðinn, ef í byggingu slíks húss
yrði ráðizt, auk þeirrar hagræðing
ar, sem þá yrði við að hafa allar
skrifstofurnar á sama stað, í eig-
in húsnæði, sem sparaði húsaieigu
fé.
■fr Þingmenn allra flokfca hafa
lagt fram tillögu til þingsályktun
ar um framkvæmd eignarnáms. Er
gert ráð fyrir því, að löggjöf um
það efni verði endursfcoðuð og
nýtt frumvarp samið.
☆ Þingmenn Alþýðubandalagsins
hafa lagt fram tfllögu til þings
ályktunar um úrsögn fslands úr
NATO og uppsögn varnarsamnings
ins.
if I gær voru fyrstu lög 90.
löggjafarþings íslendinga afgreidd,
ein frá hvorri deild. Frá neðri
deild voru afgreidd lög um vernd
barna og ungmenna, en frá efri
deild lög um gjaldaviðauka.
★ Jóhann Hafstein mælti fyrir
frumvarpi um Norðurlandasama-
ing.
★ Eggert G. Þorsteinsson mælti
fyrir frumvarpi um Bjargráðasjóð.
★ Bjöm Fr. Björnsson og Ás-
geir Bjarnason leggja til, að ekki
verði af sameiningu Loðmundar-
fjanðarhrepps og Seyðisfjarðar-
kaupstaðar að sinni, þar sem á-
lyktun um málið frá sýslunefnd
N.-Múlasýslu vantar.
ir Einar Ágústsson og Sigurvin
Einarsson hafa lagt fram tfllögu
til þingsályktuinar um réttindi
sambúðarfólks. Er þar gert ráð
fyrir, að lífeyrissjóðslög verði
endurskoðuð til samræmis við al-
mannatryggingalög með réttindi
sambúðarfólks fyrir augum, eftir
því, sem við getur átt.
Landbúnaðar-
vörur hækka
EJ—Reykjavík, þriðjudag.
í dag varð nokkur hækkun á
mjólk og mjólkruafurðum, og
einnig á kindakjöti og kartöflum.
Mjólkurlítrinn hækkaði um 10
aura en rjómalíter um 30 aura.
Þessi hækkun stafar af launaupp-
bót, sem starfsfólk mjólkursam-
laga fékk um áramótin, og eins
einnar krónu hækkun á smjör
kílóinu og samsvamdi hækkanir
á öðrum mjólkurafurðum.
Kartöflur hækkuðu um 40 aura
kílóið, en kindakjötið frá 2,50
upp í 3,30 krónur á kíló. Hækk-
un þessi er vegna haakkunar á
geymslu- og vaxtakostnaði.