Tíminn - 05.12.1969, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.12.1969, Blaðsíða 8
8 TIMINN FÖSTUDAGUR 5. desember 1939. BÆKUR OG BOKMENNTIR Ævintýri ungs skálds fyrir aldarfjórðungi Jón Óskar: FUNDNIR SNILLINGAR Iðunn gaf út. Jón Óskar, sem ekiki er enn orðinn fimmtugur rithöfundur, hefur sent frá sér óvenjulega bók — minningar frá stjrrjaldarárun- um. Þessar minningar eru þó lítt af þeirri styrjöid, sem geisaði úti í heimi og sló hrammi sínum nið ur við og við hér úti á skerinu, nema kalla megi það styrjaldar- lUutdeild að skvíkjast um í Breta- viranu. Hins vegar eru þessar minn ingar mest af þeirri styrjöld, sem háð var í skólum landsins og með nokkrum skáldmennum ung- um á þeirri tíð, í hverra hópi Jón Óskar varð læs á líf og skáld- fikap. Jón Óskar er Skagamaöur og ekki alinn upp á bókum, var skýr en hnotgjarn í skólum, menntað- ist í Reykholti og Flensborg. Frá- sagnir hans af skiptum við kenn- ara eru lærdómsríkar — einkum fyrir kennara — góð tilsögn í umgengni við nemendur. Skólinn hefur orðið Jóni leiðigjarn, þó alls ekki án undantekninga. Einkar notalegar eru frásagnir Jóns áf fyrstu sýn hans til bók- ménnta og trúlegar í bezta lagi, enda hvílir yfir þeim heiðríkja einlægninnar en engin sjálfshafn- ing. Jón segir til að mynda á einurn stað: „Eftir að ég fór að drabba í skáldskap sannfærðist ég um að langskólaganga mundi ekki verða mér annað en sálarmorð, þótt ég væri eingan veginn frábitinn menntun, ef ég þurfti ekki að sitja á skólabekk“. Minningar Jóns virðast trúverð- ug lýsing á göngu næmgeðja unglings á vit lífsins, uppgötvun bóbmennta og skáldskapar, kynn- um hans og vonbrigðum af skól- um, og hughrifum af einstökum skáldverkum og höfundum þeirra. Hann lýsir af næmum skilningi gróandanum í hópi ungskálda, uppreisninni, samlöguninni, hóp- hvötinni, sem þá er svo rik í fari manna. Hann lýsir áhrifunum af lestri einstakra kvæða eða bóka, sem hafa hann á vaidi sínu dögum eða vikum saman. Hann reynir að gera sér grein fyrir mótun sinni og áhrifum frá öðrum, og þess vegna er bókin vafalítið góð heimild um hann sjálfan sem höfund og raunar mótun ungra Svipmyndir lið- innar lífssögu Þorsteinn Mattliíasson: GENGIN SPOR Fróði gaf út. Þessi bók hefur að geyma tutt- ugu stutta sagnaþætti, sem höf- undur hefur skrifað eftir ýmsum mönnum, flestum við aldur, enda hafa atburðir þeir, sem frá segir, gerzt fyrir alllöngu flestir hverjir. Nókkrir þessara þátta munu hafa Uirzt áður í blöðum, en fleiri eru þó áður óbirtir. Sagt er frá sjóslysi [ Sandgerði, Talismanslysinu, björg unarafreki við Grímsey, róðrum á áraskipi í Miðnessjó, hákarla- legu á Húnaflóa, sjóh.akni.igum a Breiiðafirði, skipsbroti Odds lög- manns Sigurðssonar, hafís á Húna- flóa 1914, fjárleitum á liðinni öld og ýmsu öðru. Má sjá af þessari upptalningu, að frásagnarefini eru mörg og víða dregin að. Frá sumu, til að mynda Talisman-slysinu hef- ur áður verið sagt greinilegar f blööum og bókum, en það kemur raunar ekki í bága vib tilgang frá- sagnanna, því að augljóst virðist að höfundur ætlast ekki til, að um ýtarlegar eða tæmandi frásagnir sé að ræða, heldur vill hann reyna að bregða upp myndum og gera læsilega þætti. Þetta tekst honum að sjálfsögðu misjafnlega en stundum allvel, einkum eru sam- töl oft nærfærin og liðleg hjá honum. Mér finnst stundum frásögnin nokkuð lausleg og siglt fram hjá skerjum í stað þess að leggja á ág tíma og fyrirhöfn við að kanna áeimildir til þess a<ð staðreyna eða fylla eyður i minni manna af atburðum. Því má ekki líta á þeisa bók sem trúar heimildir1, enda mun ekki til þess ætlazt. Myndirnar, sem upp eru dregnar, geta engu síður verið trúverðugri og greinilegri og gefið betri sýn en hárrétt skýrsla. Slíkar myndir eru beztu þættirnir í þessari bók, og því er hún lestrarefni, sem margir geta vafalaust unað við sér til ánægju og nokkurs fróð- leiks. Efniviðurinn er að mestu leyti líf, sem hætt er að lifa í landinu. Þjóðlífsmyndirnar sem upp er brugðið, eru því mörgum framandi saga, full af mannraun- um og ævintýrum í háska og harðræðum, og það er þessi hrjúfi blær mannraunanna í fátækt og miskunnai'Leysi ofurmannlegrar baráttu, sem gerir bækur um þessi efni svo eftirsótt lestrarefni. —AK Þorsteinn Matthiasson höfunda. Hann lýsir einlæglega baráttu sinni við spurningarnar, til að mynda í kaflanum: A hvað á maður nú að trúa? Skemmtilegastar eru minningar Jóns um skáldfélaganna og kynmi af eldri og reyndari höfundum. Þar koma margir við sögu. Hann- es Sigfiússon verður af tilviljun lei'ðtogi hans nokkur missiri, en betri sálufélagar og sterkari áhrifavaldar verða þeir Jón úr Vör og Ólafur Jóhann Sigurðsson. Fjöldi annarra verðandi og orð- inna sniliinga kemur við sögu, enda munu þau manna- og skáld- Jón Óskar skaparkynni vera kjarni bókarinn- ar að dómi höfundar, þar sem hann bendir þangað með bókar- heitinu. Þarna er sagt frá þeim ungæðislega en skemmtilega fé- lagsskap Ungum pennum og van- bunðia tilraunum til tímaritsút- gáfu. Þarna er drepið á kynni við Jóhannes úir Kötlum, Þór- berg og Laxmess og fleiri öldunga, bæði persónuleg kynni en þó eink- um bóklieg. Allar þessar lýsingar eru yljað- ar hófsamri kímni og fordóma'.eys- ið virðist vera aðall Jóns Óskars. Skemmtilegast þykir mér að hlýða á Jón Óskar segja frá hughrifurn sjáilfs sín við lestur ýmissa önd- vegiskvæða og bóka. Þar finnur maður víða brot af sjóifum sér og skilur hann nærri því klökkum skilniegi. Ég býst ekki við, að Fundnir sniilingar Jóns Óskars verði talin bera af hin-um beztu bókum þessa árs, en að mínum dómi er hún í þeirra hópi, og ég hef ekki lesið bók mér til meiri ánægju enn sem komið er á þessari vertíð. Það er auðvitað smekksatriði og stafar ef til viíl af því, hve sam- fyl-gdin er mér einhvern\ vegimn nálæg. ' Þó held ég, að margir þeir, sem skáldskapar hafa notið muni kunna vel að meta þessa bók. Því veldur einlægni henmar, næmux og skarpur skilningur, hófsemi i dómum og hispursleysi höfundar um sjálfan sig. Em allt þetta mundi þó ekki nægja til þess að gera góða bók, ef hún væri ekki vel skrifuð, — ísmeygilega og stórvel Framhald á bls. PL HAMHLEYPA Á HESTBAKI Gunnar Bjarnason, Hvanneyri: Ættbók og saga ísl. hestsins á 20. öld. Bókaforlag Odds Björnssonar. Sú var tíðin, a'ð við strákarnir á Húsavik og fermingarbræður Gunnars Bjarnasonar kölluðum hann hrossafælu. Það var eftir að hann fældi hann Skjóna fyrir honum Jónasi. Okkur fannst verra hestamanmsefni vandfundið. Kjarni málsins var hins vegar sá, að Gunnar hafði snemma mikinn hug á hestum en var dálítið gust- mikill í uppvextinum. Seinna tamdi hann þennan áhuga sinn og vanð þá hinn bezti hestamað- ur. Þó er hann enn sama ham- hleypan, og kann sér naumlega hóf. Skrifi hann bók, er hún ævim- lega þríbreið og tvíþykk að minnsta kosti. Svo er um þá hina miklu hrossskinnu, sem kemur frá honum og Bókaforlagi Odds Björnssonar á þessum haustdög- um og nefnist Ættbók og saga ís- lenzka hestsins á 20. öld. Þetta er flannastór bók, pappirsþumg og myndamörg — og þó er þetta aðeins fyrsta bindi af þremur, að manni skilst. Bókin er forkunn- arvönduð að allri gerð, hartnær fjögur hundruð blaðsíiður. sterk- lega bundin og vel hönnuð. Helzti galli hennar er hve myndirnar eru misjafnar, en það á sér aug- ljósar forsendur, sem vart verð- ur við gert og því ekki um að sakast. Víst er það verðugt bókarefni að skrifa sögu hrossaræktar hér á landi og semja ættartölur hinna beztu stofna, þótt varla hafi önn- ur ættfærsla verið talin vafasam- ari á iandi hér en karlleggur hrossa, og þykir mér kynlegt. ef ættrakning Gunnars : bók þessari er ekki einhvers staðar með brota- löm. En hvað um það. Gunnar kallar bók þessa ,,ætt- bók og sögu íslenzka hestsins á 20. öld“, en við lesturinn kemur í ljós. að það er meira en vafa samt heiti. Bókarefnið er grein- in ...Af mönnum og hestum. Starfs- saga 1940—1960. Félagaannáll. Yfirlit um starfsemi hrossarækt- arfélaganna frá upphafi til 1960. Ættbók um 561 kynbótahest á áruniun 1920—1960.“ í formála segir Gunnar. að í næste bindi verði ættbók um 2980 kynbótahryssur og „starfssaga rnín á árunum 1950—1961“. Gunnar Bjarnason A þessari efnistíund sést, að kalla þetta sögu íslenzka hestsins á 20. öld, er nánast vafasamt. Raunar er þetta fyrst og fremst saga áratugsins 1950—1960, og söguhetja þess tímabils er engu síður Gunnar Bjarnason en hest- urinn, og síðan lofar höfundur- inn „starfssögu sinni“ árin 1950 —1960. Nú má enginn taka þessi orð mín svo, að Gunnarsþáttur í íslenzkri hrossarækt sé ekki á ýmsan hátt frásagnarverð- ur. Þa'ð er síður en svo. Hann vann einmitt liið athyglisverðasta starf í þessum málum. En úr því að hann fór að segja þessa sögu sjálfur, hefði ég kunnað betur við, að fleira hefði slæðzt með. Bókin sýnir annars óvenjulega manngerð. og þótt ég meti mikils marga kosti Gunnars, kann ég ekki við þessa sjálfssöguritun. En víkjum þá að bókinni betur. Hún hefst að vísu á tilvitnun í formála eftir Theódórs Arnbjörns- sonar og getið er frumkvæðis hans vi'ð skráningu „upphafs að ættbók íslenzka hrossakynsins“. En saga Theódórs er ekki lengri í bók þessari, nema að því leyti sem verk hans tala í ættbókinni og ef til vill ! vfirlitinu um hrossarækt- arfélögin. Það yfirlit er raunar hið eina sem getur kallazt saga ísl. hestsins á 20 öld og er þó meir af mönnum en hestum. Ætt- bókin nær aðein= aftur til 1920, en mikii saga aí ísl. hestinum gerðist að sjálfsögðu fyrir þann tíma, og hrossarækt eiinstakra manna var umtalsverð. Grein Gunnars „Af möimum og hestum 1940—1950“ er um hundr- að blaiðsíður með fjölda mynda. Þessi grein er óneitanlega skemmtilega skrifiuð, full af lífi og fjöri. Gumnar er mjög skemmtilegur frásagnarmaður, og viðskipti hans við hestamennina verða oftast skammtilegri en við hestana. Þessa grein getur mað- ur lesið sér til óblandinnar ánægju eins og beztu minningabók. Gune- ari lætur einnig vél aið lýsa hest- um, þó að hann sé ef til vill helzti orðglaður. Þó er ekki því að neita, að útúrdúrar Gunnars eru stundum óþarfir, eins og þegiar hann seg- ir um menn: „Hann varð fljótt einn af góðvinum mínum“, „sem síðar varð einn af góðvinum mín- um“ en þetta má allvíða sjá og sýnir, að höfundiur er oftast of nálægur sjálfum sér. Gunnar Bjarnason verðiur að muna, að hann má ekki kalla af- rekasögu sína í ráðunautsstarfi á tveimur árabugum „sögu ísl. hests- ins á 20. öld“. í þessari bók hefði þurft að vera greint frá uppruna íslenzka hestsstofnsins og aðalein- kennum í stuttu máli, síðan frá starfi einstakra kynbótamanna á fyrstu tugum aldarinnar og nokkr- um góðum ættstofnum. Efth' það hefði átt að koma kynbótasagan og hrossaræktin á skeiði Theódórs, og þá loks væri komi'ð að Gunnari. Og á eftir Gunnars kafla hefur einnig gerzt hrossaræktarsaga á síðasta áratug, sem segja þarf. Þetta er ekki einvörðungu bund- ið við menn. Þessi bók er hins vegar Gunnarssaga, en hætt er við, að aðrir komi þvi ekki eins myndarlega í verk að skrifa aðra þætti. Gunnar ætti hins vegar að gera það. af sama myndarskap og hann segir sína sögu. Að öllu þessu slepptu ber að minnast þess, að við höfum feng- ið í hendur stórmyndarlega bók, vandaða að allri gerð af stórhug forlagsins og höfundar, bók, sem er skemmtilestur og yndi hverj- um hestamanni, geymir fjölda ágætra frásagna, mynda og heim- ilda um samskipti íslenzkra manna og hesta á merkilegu tima- bili, en saga íslenzka hestsins á 20. öld er þetta að minmsta kosti ekki enn. — AK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.