Vísir - 15.07.1981, Page 12

Vísir - 15.07.1981, Page 12
Miðvikudagur 15. júli 1981 Sumargreiöslur utan úr heimi Þær sem hafa sitt hár niður á herðar, geta brugðið á það ráð að vefja hárið BANANA i' hnakk anum. Fyrst er að bursta hárið vel og „tUbera” það og vefja síðan i ban ana og festa hárið niður. Þykk og löng slæða er síðan fléttuð og henni vafiö um hárið Krullujárn notað á ennistoppinn. Kvöldgreiðsla þessi er komin frá París og höfundur hennar er Katja — ÞG Þessi hárgreiðsla minnir á broddgölt og dregur nafn sitt af þeirri skepnu. Höfundurinn er Rudold Haene, sem mun vera búsettur i Sviss. Eins og sjá má er hárið mjög stuttklippt, hárin ofan á höfðinu þó mikið lengri en i vöngum og hnakka. Hárlakki (eða „gelé” lagningarkremi) er sprautað á blautt hárið og siðan er gröfri greiðu rennt i gegnum hárið á meðan það er blásið. Hártopparnir eiga að standa upp i loftið og minna á fjallstinda eða broddgölt!!! — ÞG. Varla getur má li ð v e r i ð einfaldara en við sjáum á þessari mynd. Það er ef hárið er allt jafnsitt, þá er þaö bara tekiö i tagl og bundinn hliðar- h n U t u r o g hárgreiðsla sam- kvæmt nýjustu tisku er komin. Þýski hárgreiöslu- meistarinn Harald Bechle frá Munch- en sem „fann upp” þessa greiðslu mælir svo með að litlir tjásulokkar komi fram á ennið. — ÞG. Hárgreiðsla sem Svisslendingurinn Cyrill mælir með, þegar sumarhitinn þar i landi verður óbærilegur. Allir lokkarnirburstaöir vel og hárið bundið saman i hnakkan- um. Litlir kæru- leysislegir lokkar mynda umgjörö um listaverkiö. — ÞG. .Jleytenflum eru gefnar rangar upplýsingar” - segir Reynir Ármannsson lormaður Neylendasamlakanna Súr mjólk hefur gert mönnum gramt i geði að undanförnu og or- sakanna er leitað með iogandi ljósi. Samkvæmt dagstimplun mjólkurstöðva voru nýmjólkuraf- urðirog nýmjólkin ekki komin að siðasta söludegi, en þrátt fyrir það reynst óhæf til neyslu. Stjórn Neytendasamtakanna hélt fund sl. föstudag og þar var mjólkumálið á dagskrá, enda hafa fjölmargar kvartanir borist vegna þessa máls til samtakanna Umsjón: Þérui Gestadéttir. „Kvartanir eru það margar og koma frá svo mörgum stöðum, að ljóst er, að smásöluaðilum verður ekki um kennt” sagöi Reynir Armannsson formaður Neytendaamtakanna i samtali við Vi'si. „Neytendasamtökin hafa ítrekað bent á, að mjólkur- stöðvar fylgja ekki settum reglum um dagstimplun mjólkur og gefa þvi neytendum rangar upplýsingar.” Á umræddum stjórnarfundi i siðustu viku var samþykkt að krefjast þess: 1. Að settum reglum um dag- stimplun mjólkurafurða verði fylgt og skorað á viðkomandi yfirvöld að hlutast til um það. 2. Að gamalli mjólk frá fram- leiðendum sé ekki blandað saman við nýja mjólkogseld sem „ný- mjólk”. 3. Að i'trustu hollustuhátta sé gætt við vinnslu og dreifingu mjólkurog mjólkurafurða eins og lög mæla fyrir. 4. Að afnumdar verði allar undanþágur um dagstimplun mjólkur. Reynir Ármannsson gat þess ennfremur að i kjölfar þessarar ályktunar skoraði Neytendasam- tökin á neytendur að tilkynna samtökunum galla á mjólk og mjólkurafurðum sem þeir verða varir við til þess að samtökin eigi auðveldara meö að berjast fyrir umbótum i þessu skyni. —ÞG 99 Gæðl hrámjólkur eru léleg yflr sumarlimann »» - segfr Jóhannes Gunnarsson miólkurlræðlngur „Þegar mjólkin hefur ekki geymsluþol, hlýtur hún aö svikja einhvers staðar á leiðinni”, sagði Jóhannes Gunnarsson mjólkur- fræðingur og stjórnarmaður i Neytendasamtökunum i viðtali við VIsi. „Talað er um I dag að leita þurfi orsakanna fyrir óhæfri neyslumjólk. Hvers vegna hefur það ekki verið gert fyrr? f tvi- gang áriö 1978 komu harðorð mót- mæli frá Neytendasamtökunum vegna súrrar mjólkur. Hvers vegna var þetta mál ekki kannað þá? Það er oröinn árlegur við- burður aö mjólkin sé súr”, sagöi Jóhannes. „Hugsanlegur orsaka- valdurer að gæði hrámjólkur yfir sumarti'mann eru léleg. Megin- reglan er sU aö mjólk er sótt til bænda annan hvern dag og um og eftir helgar þriðja hvern dag. Mjólkin kemur misjöfn frá bænd- um og ráðlegra væri aö sækja mjólkina oftar á þessum árstima. Tryggja verður að hráefniö sé nýrra og betra og greina hrá- mjólkina i vinnslumjólk og neyslumjólk. Það hlýtur aö vera undirstaðan að blanda ekki gam- alli mjólk saman við nýja mjólk. En á meðan að það er ekki gert verður að stytta timann fram að siðasta söludegi mjólkur.. Krafa eitt, tvö og þrjú er að mjólk sé boöleg fyrir neytendur. Hvernig málum er kippt i lag er ekki spurningin heldur að þeim sé kippt I lag”, sagði Jóhannes Gunnarsson. Auk þess að vera i stjórn Neytendasamtakanna og mikilláhugamaður um neytenda- mál, hefur Jóhannes starfað i fjórtánársem mjólkurfræðingur. —ÞG

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.