Vísir - 15.07.1981, Side 15

Vísir - 15.07.1981, Side 15
Miövikudagur 15. júli 1981 VÍSIR Fyrsta helmsókn forseta (slands til Grimseyjar: „Hér eru falleg bðrn sem eru glöð i framkomu” Þau væru hað ekki nema foreldrarnlr væru líka ánægðir, sagði Vigdls Finnbogadðttir Forseti íslands, Vigdis Finn- bogadóttir, heimsótti Grimsey- inga á mánudaginn. Var það fyrsta heimsókn forseta tslands til eyjarinnar og jafnframt i fyrsta skiptið sem Vigdis stigur þar á land. Hreppsnefndin tók á móti forsetanum og fylgdarliði hans á flugvellinum. Siðan var gengið að félagsheimilinu, þar sem eyjarskeggjar, jafnt ungir sem gamlir, fögnuðu forsetanum. Var öll vinna lögð niður i eynni á mánudaginn i tilefni heimsóknar- innar. hjálpar Vigdisi Finnbogadóttur, aldið er út i varðskipið að lokinni id: G.S./Akureyri. I félagsheimilinu beið kaffi og borð hlaðið gómsætu meðlæti. Hafði Vigdis orð á þvi, þegar hún leit krásirnar, að hún sæi ekki fram á annað en strangan megrunarkúr að heimsókninni lokinni. Á meðan setið var yfir kaffibollum gekk Vigdis forseti á milli borða og skrafaði við heima- menn. Hendurnar fram úr ermum Alfreð Jónsson, oddviti Grims- eyinga, ávarpaði forsetann i lok veislunnar. Lét hann þess getið, að Vigdis væri fyrsti forseti ls- lands, sem léti sjá sig i Grimsey. Ekki sist þess vegna fögnuðu Grimseyingar nú komi hennar. Sagði Alfreð, að það gæti svo sem verið, að ekki væri mikið til Grimseyjar að sækja, af andleg- um og menningarlegum verð- mætum. Hins vegar hafi eyjan getað fætt her manns. Þess vegna hefði Einar Þveræingur neitað að gefa hana Noregskonungi. — Og enn getur eyjan okkar fætt her manns, þvi eyjarskeggjar eru nú 110 og fer fjölgandi. Hér býr ungt og dugandi fólk, meðalaldur innan við 30 ár. Dugandi fólk, sagði ég, þvi á sl. ári var verð- mæti þess sjávarafla, sem héðan fór, rétt rúmlega 2 m. kr. á hvert einasta mannsbarn i eynni. Ég er hræddur um að Reykvikingar verði að ná höndunum aðeins lengra fram úr ermunum, ef þeir ætla að ná okkur á þessu sviði. Sjaldan vafðist mér tunga um tönn ef tala ég þurfti á fundum. Aldrei héldu mér boð eða bönn þegar bálskotinn varð ég i sprundum. Þannig kvað Alfreð i lok ræðu sinnar, en siðan færði hann Vig- disi að gjöf.Annála nitjándu ald- ar, eftir séra Pétur Guðmundsson frá Grimsey. Af Norðmönnum og írum Vigdis forseti þakkaði góð orð og hlýjar móttökur. Hún sagðist vera ákaflega snortin af þvi að vera komin i heimsókn til Grims- eyjar. Sig hefði ekki órað fyrir þvi, að eiga eftir að koma þangað i fylgd með heilli sýslunefnd i þvi embætti sem hún nú væri i. Vigdis gat um erlenda fræði- konu, sem héldi þeirri kenningu á lofti, að íslendingar væru komnir af Norðmönnum i föðurætt, en irskum ambáttum i móðurætt. — Þess vegna erum við sennilega svona föngulegt fólk og freknótt, sagði Vigdis. Hún gat einnig um þá kenningu þjóðsögunnar, að Grimseyingar væru komnir af Norðmanni i föðurætt, en risa i moðurætt. Þar væri þá fengin skýring á þvi, hversu vörpulegir Grimseyingar væru. Sagði Vigdis með ólikindum, hvað Grimsey kæmi oft við sögu i aldanna rás. Sagðist hún furða sig á, að hún skyldi aldrei heimsækja eyna i kosningabaráttunni á sl. ári, þvi svo oft hefði hún vitnað til Einars Þveræings og Grimseyjar i ræðum sinum þá. — Við verðum að varðveita þaö dýrmæta frelsi sem við höfum og megum aldrei týna. Grimsey er útvörður þess. Einar Þveræingur vildi ekki gefa Grimsey Noregs- konungi, þvi hann taldi hana hluta af iandinu. Þó var sá kon- ungur vinsæll. Þó við eigum góð- an konung i dag, þá vitum við ekki hver næsti konungur verður, var haft eftir Einari. Ég vitnaöi til þessarar sögu, þegar ég var spurð, hvort auka ætti völd forsetans. Reynslunni rikari er ég sömu skoðunar og áður. Forsetinn á að vera sam- einingartákn þjóöarinnar, en ekki valdamaður. Vald er hægt að misnota og viö vitum aldrei hver næsti forseti verður, sagöi Vigdis. Að lokum sagði Vigdis á þessa leið: — Ég fagna þvi að sjá hér uppbyggingu og falleg börn, sem eru glöð i framkomu. Þau væru það ekki nema foreldrarnir séu lika ánægðir. Ég veit ekki nema Grimseyingar ættu að sérhæfa sig i þriburum, þvi þá fjölgar þeim hraðar, sagöí Vigdis forseti, en i veislunni voru einmitt þribur- arnir, Bjarni, Konráð og Svavar, synir Gylfa Gunnarssonar og Sig- rúnar Þorláksdóttur. Ógleymanlegur dagur Að veislunni lokinni skoðaði forsetinn kirkjuna i Miðgörðum, en siðan hélt hún um borð i varð- skip, sem flutti hana til Akur- eyrar. „Þetta verður mér ógleymanlegur dagur”, sagöi Vigdis forseti þegar hún kvaddi Alfreð oddvita á bryggjunni. Sýslunefndarmenn Eyjafjarðar- sýslu, sem fylgdu Vigdisi til Grimseyjar ásamt eiginkonum sinum, fóru aftur heimleiðis meö flugvélum Flugfélags Norður- lands. G.S./Akureyri. Krakkarnir i Grimsey röðuðu sér upp i einn hóp þegar Vigdis Finnbogadóttir kom í fyrsta skiptiö á þeirra heimaslóðir. Tilhlökkunin og spenningurinn er augljós i andlitum krakkanna. Mynd: G.S./Akur- eyri. ., færir Vigdisi að gjöf bókina/Annálar nitjándu aldar'eftir sr. Pétur isamsætisins. Mynd: G.S./ Akureyri. Grimseyingar létu sig ekki muna um að taka sér fri daginn, sem forseti þeirra kom i heimsókn enda til- efnið ærið. Allir, sem vettlingi gátu valdið, komu i félagsheimilið þar sem hinum góða gesti var fagnað meö dýrindis kræsingum. Mynd: G.S. /Akureyri.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.