Vísir - 20.07.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 20.07.1981, Blaðsíða 9
:t!i uir Mánudagur 20. júli 1981 VlSIR Fyrir tveimur mánuöum komu forystumenn krata og verkalýöshreyfingar i Noregi, Sviþjóö, Danmörku og Finn- landi saman til fundar og sam- þykktu aö gera baráttu fyrir formlegum samningi um kjarn- orkuvopnalaust svæöi á Noröur- löndum aö höfuöstefnumáli. Á fundinum var — aldrei sliku vant — enginn fulltrúi islenskra krata og spara þeir þó ekki utanferöir á fundi „bræöra- flokkanna”. 1 Alþýöublaöinu kom engin frásögn um þessa merku stefnuakvöröun. Engin frétt. Enginn leiöari. Ekki staf- ur. Alger þögn. Islenskir kratar kappkostuöu i tvo mánuöi aö halda þessari stefnu leyndri fyr- ir islenskri þjóö. Þegar þingmaöur Alþý.öu- bandalagsins skýröi blaöa- mönnum frá umræöum á Noröurlöndum og lagöi áherslu á, aö Islendingar tækju þátt i umræðunum um formlega myndun kjarnorkuvopnalauss svæöis á Noröurlöndum og Þjóöviljinn sagöi frá samþykkt krataforystunnar á hinum Norðurlöndunum fjórum, þá kom algert irafár upp i rööum islenskra krata. Kjartan Jóhannsson sendi sérstaka fréttatilkynningu frá Alþýöu- flokknum, en slikt hefur ekki gerst i mörg misseri, og Arni Gunnarsson skrifaöi furöulega KJARNORKUVOPNALAUS NORÐURLOND - ÞÖGN ÍSLENSKRA KRATA Nokkrar spurnlngar til Albýðutlokksins grein i Visi og sakaði mig um aö auglýsa máliö!! Sök min og Þjóöviljans viröist vera aö skýra Islendingum frá hinni viötæku umræöu á Norðurlöndum og stefnu sænskra finnskra, norskra og danskra krata sem Arni Gunn- arsson og íslenskir kratar ætl- uöu að þegja yfir. Ég rauf hina finu þögn sem kratar ætluðu aö gera aö rikjandi ástandi. Þaö er breytt tiðin frá þvi aö krafan um upplýsingar til almennings og opna stjórnmálaumræðu var aöalstolt islenskra krata. Núna viröast þeir slikir kerfiskarlar aö þögnin er oröin dagskipun I litla flokknum. Hugarangriö skin i gegnum skrif Arna Gunnarssonar I Visi og fréttatilkynningu formanns- ins: Helvitiö hann Ólafur Ragn- ar! Hann fór aö auglýsa umræö- una um kjarnorkuvopnalaus Noröurlönd og eyöileggja þessa ágætu þögn um máliö sem okk- ur hafði tekist aö viöhalda I tvo mánuði. Nú veröum viö kratar aö fara aö ræöa málið og lýsa skoöunum okkar. Hvilik vandræöi! Misskilningur Irafáriö sem hljóp I krata viö hina skyndilegu opnun umræð- unnar um kjarnorkuvopnalaus Noröurlönd veldur þvi, aö Arni Gunnarsson byggir sárinda- grein sina i Visi mánudaginn I siöustu viku á hrapalegum mis- skilningi. Hann endurtekur hvað eftir annaö og feitletrar til árettingar, aö Ólafur Ragnar og málflytjendur á friöarfundinum á Alandseyjum hafi krafist ein- hliöa yfirlýsingar um aö Noröurlönd veröi lögformlega lýst kjarnorkuvopnalaust svæöi. Þetta er meginatriöið I grein Arna auk ávitana til min fyrir að rjúfa þögnina. Óöagotiö er svo mikiö, aö Árni Gunnarsson steingleymir aö athuga hvort ég hafi nokkru sinni sett fram slika kröfu um einhliða yfirlýsingu. Þaö vill nefnilega svo skemmti- lega til, aö ég hef hvergi sett fram slika skoöun! Arni anar þvi beint út i feniö og veröur svo ber aö þvi aö málflutningur hans er forsendulaus. 1 umræöum kjarnorkuvopna- laus Noröurlönd hef ég aldrei sagt, aö stefnan ætti aö felast i einhliöa yfirlýsingu. Asakanir Arna Gunnarssonar um það efni er algert hugarfóstur manns sem eftir tveggja mánaöa þögn hleypur skyndilega út i lifandi umræöu og hefur enn ekki náö áttum. Ég hef einfaldlega lagt áherslu á tvennt 1) aö máliö væri tekiö til umræöu, og 2) aö island yröi fullgildur aöili að viöræöum Noröurlanda um gerö samnings sem fæli i sér lög- formlega bindingu Norðurlanda sem kjarnorkuvopnalauss svæöis og tsland yröi aðili að slikum samningi. Ég hef ekki tekiö afstööu til þess hvort slikur samningur yröi einhliöa eöa liöur i viötæk- ari aögeröum — einfaldlega vegna þess, aö á þessu stigi um- ræðunnar er slíkt hvorki tima- bært né nauðsynlegt. Ég get hins vegar upplýst Arna Gunn- arsson og aöra áhyggjufulla krata, að ég tel vel koma til greina að samningur um kjarn- orkuvopnalaus Noröurlönd yröi liöur i viötæku evrópsku sam- komulagi og gætu þá t.d. önnur svæöi i Evrópu oröiö kjarnorku- vopnalaus um leiö. Einnig tel ég nauösynlegt aö viöræöur viö kjarnorkuveldin væru þáttur i undirbúningi sliks samkomu- lags. Á friðarfundinum á Alands- eyjum komu fram mismunandi skoöanir á þvi meö hvaöa hætti slikur samningum yröi geröur. Sá fjölbreytileiki endurspeglar mismunandi strauma i afstöö- unni til hinnar æskilegu aöferð- ar. Hér er á feröinni ólik afstaöa til aöferöaren ekki ágreiningur um efniskjarna. Alva Myrdal vill t.d. byrja meö eingöngu Finnlandi og Sviþjóö þar eö þau lönd séu ekki háö kjarnorku- vopnakerfi NATO og U.S.A. likt og Noregur, Danmörk og Island. Aörir telja að Noröur- löndin fjögur eigi aö hafa frum- væöiö meö óbeinni tilvisun til þróunar annars staöar i Evrópu. Þriöji hópurinn vill hafa tsland, Færeyjar, og Grænland meö hinum. Sá fjóröi telur aö samhliða aögeröir i af- vopnum Evrópu sé forsenda, að minnsta kosti æskileg forsenda, þótt ólikar hugmyndir séu um I hverju þessar samhliöa evr- <5psku aögerðir eigi aö felast. Eru það t.d. fleiri kjarnokru- vopnalaus svæöi eöa fækkun eldflauga og þá hvaöa tegunda og hvar? Fleiri skoöanahópar eru til hvað þetta atriöi varöar. Sú umræöa er enn i deiglunni. Lýsing Árna Gunnarssonar á klárum andstæöum er þvi út i hött og fullyrðingar um skoöan- ir minar úr lausu lofti gripnar. Fjórar spurningar til íslenskra krata Þótt Arni Gunnarsson hafi veriö bæöi seinheppinn, fljótfær og sár i hinni fyrstu grein islenskra krata um kjarnorku- vopnalaust svæöi á Noröurlönd- um, ber að fagna þvi aö kratar hér á landi eru komnir út i um- ræöuna likt og kollegar þeirra á hinum Noröurlöndunum. Þögn- in hefur veriö rofin. Brýn nauö- syn er aö umræöurnar haldi áfram þar eö málefniö er risa- vaxið aö mikilvægi. Þess vegna Ólafur Ragnar Gríms- son alþm. svarar grein Árna Gunnarssonar sem birtist i Vísi í síðustu viku/ en ólafur telur mál- flutning Árna á miklum misskilningi byggðan. Hann beinir spurningum til krata, og býður upp á sameiginlega ráðstefnu þar sem fjallað verður um friðarhreyfinguna og kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. ætla ég aö beina nokkrum spurningum til Arna Gunnars- sonar og annarra islenskra krata I þvi skyni að skýrari mynd fáist af afstööu þeirra. 1. spurning: Hvers vegna þögöu islenskir kratar I tvo mánuöi um stefnuákvöröun norrænu forystumannanna og hvers vegna hefur Alþýöublaöiö ekki skrifaö staf um þessa stefnu? Þessi spurning skýrir sig sjálf. Arna Gunnarsson var sérstakur fulltrúi islenskra krata i samvinnunefnd norrænu kratanna um utanrikis- og öryggismál, sem lagði drög aö hinni nýju stefnu. Arna Gunn- arssyni bar þvl fyrst og fremst aö skýra frá hinni nýju stefnu. Hann kaus hins vegar aö þegja — hvers vegna? 2. spurning: Eru Islenskir kratar sammála mér og öörum um aö sjálfsagt og eölilegt sé að tsland, Færeyjar, og Grænland verði ful lgildir aöilar aö norrænu kjarnorkuvopnalausu svæöi? Tilefni þessarar spurn- ingar er að ýmsir aðilar i um- ræöunni á Norðurlöndum vilji útiloka Island (og einnig Fær- eyjar og Grænland) frá svæöinu vegna sérstakra tengsla tslands við Bandaríkin. Þessari skoöun hefur einnig skotiö upp hér á landi. I grein eftir Þórarin Þór- arinsson fyrir nokkru kom fram aö hann teldi tsland á „ööru svæöi” og Arni Gunnarsson tæpir á hugsanlegri útilokun íslandsi grein sinni, þegar hann fer aö tala um aö Island, Fær- eyjar og Grænland „hafi aöra hernaöarlega stööu”. Er skýr- ingin á þvi aö innan krataflokk- anna á Noröurlöndum eru öflug- ir aöilar, sem vilja útiloka Island, ef til vill sú aö fslenskir kratar hafa taliö slika útilokun „eölilega vegna hernaöarlegrar stööu”? 3. spurning: Ef isienskir krat- ar telja aö á Noröurlöndum séu ekki kjarnorkuvopn og Noröur- lönd ætii ekki aö taka viö kjarn- orkuvopnum á stríöstímum, hvers vegna má þá ekki lýsa Noröurlönd kjarnorkuvopnalsut svæöi án þess aö samhliöa sé fækkaö kjarnorkuvopnum ann- ars staöar? Astæöa þessarar spurningar felst i óljósum mál- flutningi i grein Arna Gunnars- sonar og öörum yfirlýsingum sumra skandinaviksra krata. Þeir segja aö á Noröurlöndum séu og veröi ekki kjarnorkuvopn en krefjast hins vegar fækkunar kjarnorkuvopna i öörum rfkjum á sama tima og núverandi núll-ástand á Noröurlöndum yröi lögbundiö. Þótt ég hafi ekki tekiö afstööu til einhliða yfirlýs- ingar, kem ég ekki heim og saman afstööu þeirra sem skil- yröislaust hafna einhliöa yfir- lýsingu á sama tima og þeir af- neita kjarnorkuvopnum á Noröurlöndum. Þaö hlýtur aö hanga eitthvaö meira á þeirri spýtu. 4. spurning: Eru Islenskir kratar sammála Willy Brandt i mati hans á alvöruþunganum i tilboöi Bréshnevs um afvopnun- arviöræöur i Evrópu, þar meö taliö tilboö Bréshnévs um fækk- un kjarnorkuvopna Sovetrikj- anna i tengslum viö kjarnorku- vopnalaust svæöi á Noröurlönd- um? NATO-Moggi á tslandi hef- ur úthrópað þessi tilboö Bréshn- evs og taliö þau augljóst áróöursskrum. Willy Brandt, sem er formaöur Alþjóöasam- bands jafnaöarmanna og virt- asti forystumaöur evrópskra krata, er hins vegar á annari skoöun. Aö loknum viöræöum i Moskvu hefur Brandt árettaö aö mikil alvara felist i opnun for- seta Sovétrikjanna og hefja beri viöræöur á grundvelli hins sovéska tilboðs. Fróölegt væri aö vita hvort íslenskir kratar eru sammála Willy Brandt eöa hvort þeir fylgja i þessu máli — eins og mörgum öörum — mati NATO-Mogga á tslandi. Svarinu skal komiö áleiöis til Brandt svo aö þaö liggi fyrir á næsta fundi Alþjóöasambandsins. Friðlýsing Norðurhafa 1 grein Arna Gunnarssonar birtist itrekun á stefnu (?) Alþýðuflokksins um friölýsingu Noröurhafa. Hann rifjar upp malflutning Benedikts Gröndals um þau efni og segir siöan: „Friölýsing Noröurhafa hefur veriöáhugamál margra manna, sem leggja raunsætt mat á þá hættu, sem aö tslendingum kynni aö steöja á styrjaldartim- um. Hvernig væri aö Ólafur beitti sér fyrir ráöstefnu um friölýsingu Noröurhafa? Ég get glatt Arna Gunnarsson með þvi aö ég er hjartanlega sammála áherslum Alþýöuflokksins á nauösyn þess aö friölýsa Noröurhöf. Ég er alveg reiðubúinn að beita mér fyrir ráöstefnu um þaö efni. Hvernig væri aö Alþýöuflokkur- inn og Alþýöubandalagiö sam- einuöust um aö halda slika ráð- stefnu. Tilboöi um sameiginlegt ráöstefnuhald flokkanna er hér meö komiö á framfæri. Þaö stendur ekki á Alþýöubandalag- inu. Er Alþýðuflokkurinn tilbú- inn í ráöstefnu um friölýsingu Noröurhafa? Það gæti veriö fimmta spurningin til Arna og annarra islenskra krata. Slik ráöstefna gæti markaö timamót i baráttunni fyrir friö- lýsingu Noröurhafa. Og svo gætum viö báöir boöiö Mitter- rand!.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.