Vísir - 20.07.1981, Blaðsíða 6
6
■ f f ♦ I *Mt I* I
VÍSIR
mm'
Fornleifagrðftur við Þíngnes viö Elliðavatn:
Rústir frá lyrstu
öldum íslandsDyggðar
Út i Elliöavatnið sunnanvert
gengur litiö nes, sem heitir
Þingnes. Þar hafa menn frá
Þjóðminjasafninu tekiö til viö
gröft meö skóflum sinum og
spööum i þeim fróma tilgangi aö
auka enn viö þekkingu okkar á
háttum forfeöranna.
A Þingnesi eru greinileg
merki þess að þar hafi verið
ýmsar byggingar. Guðmundur
Ólafsson fornminjafræðingur,
sem stjórnar uppgreftrinum
segir, að stærð, eða öllu heldur
smæð, flestra rústanna bendi
frekar til að þarna hafi verið
búðir en bær. Þar eru einnig
nokkur greinileg merki um
nokkuð stóra hringlaga bygg-
ingu, sem álitið er að geti hafa
verið dómhringur. En það sem
nú er verið að grafa i, er stærsta
rústin, hún er miklu stærri en
hinar, og nógu stór til að geta
verið eftir bæ. Guðmundur vill
þó engu halda fram um þetta
efni, enda hefur aðeins verið
unnið þarna i eina viku.
Það er ekkert nýtt að menn
velti fyrir sér hvaða saga liggi
hulin i Þingnesi. Árið 1841 var
Jónas Hallgrimsson að leita
sannleikans þarna og gróf þá i
rústirnar. Hann vakti raunar
athygli á staðnum og taldi að
þarna hafi Kjalnesingaþing
verið háð til forna.
Um 1870 var svo hér á ferðinni
skoskur maður, Angus Smith,
og hann gróf i rústirnar á Þing-
nesi. Hann skrifaði siðan um
þetta verk sitt i skoskt timarit,
árið 1874, og ferðabók um þessa
ferð sina til íslands. Þar mun
hann segja mikið frá Þingnesi.
Þegar nálgast aldamótin
verða umtalsverðar deilur um
þennan stað. Allt til þess tima
að Jónas kom með sina kenn-
ingu um að þetta væri þing-
staður Kjalnesinga, var haldið
að Kjalnesingaþing hefðu verið
þar sem heitir Leiðvöllur,
skammt frá Mógilsá á Kjalar-
nesi. Þar styðjast menn fyrst og
fremst við nafnið og töldu sig
sjá þar ummerki búða. Sigurður
Vigfússon fornfræðingur, sem
skoðaði staðinn um 1880, fann þó
engin slik merki þar.
Um aldamótin urðu býsna
harðar deilur um þetta, og
kannski hefur það flækst einna
mest fyrir mönnum að átta sig á
hvað Kjalnesingar voru að gera
með að fara alla leið suður að
Elliðavatni, til þess að halda
þing.
Til eru þeir, sem álita að á
Þingnesi kunni að hafa verið
háð fyrsta þing á Islandi. Mönn-
um hefur dottið i hug að Þor-
steinn Ingólfsson, Arnarsonar,
hafi staðið fyrir þingi þar. Á
dögum Þorsteins hefur án efa
verið orðið vel fundarfært hér á
landi, þvi landið byggðist mjög
„Fyrir framan mennina á myndinni er rask, þar sem taliö er aö
Jónas Hallgrimsson hafi erafiö 1841. Næst sér i þar sem nú er veriö
aö grafa, en báöu megin viö þaö eru tvær dældir (sjást ekki á mynd-
inni) þar sem Angus Smith hefur sennilega leitaö fyrir sér.
L.__________________________________________________
Myndirnar sem teknar voru af sýnum ofan á kistunni sem fannst á Skaröi. Stærn myndin er röntgen-
mynd af sniði af jarövegi þar sem gullofna stykkiö fannst en innfellda myndin er af jarövegssýni sem
rótast haföi til. Stærri myndin sýnir bryddingar á boöungi einhverskonar klæöis en á báöum myndunum
má greinilega sjá munstriö á viravirkinu.
(Mynd: Ásmundur Brekkan, röntgendeild Borgarspitalans)
Röntgenmyndir ai lornmlnlunum frá SKarðl:
Sýna gullofinn DráO
með Iðtusblðmamunstri
,,Ég hlýt að draga þá ályktun
aö þetta sé mjög gamalt viravirki
á boðungi”, sagöi Asmundur
Brekkan læknir á Borgarspital-
anum I samtali við Visi en hann
hefur tekið röntgenmyndir af
sýnum úr gullofnu stykki sem var
ofan á kistu sem fannst I grunni
Skarðskirkju á Skarösströnd fyrr
i þessum mánuði. Getum hefur
veriö leitt aö þvi aö þetta sé kista
Ólafar riku sem uppi var seint á
15 öld.
Asmundur sagði að hann hefði
tekið myndir af tveim sýnum. A
öðru þeirra sérstaklega mætti sjá
uppistöðuþráð vafinn með mjög
finum gullþræði i spiral og mynd-
aöi þetta einhverskonar lótus-
blómamunstur. Likast til væri
þetta boðungur úr hálsmáli ein-
hverskonar mussu.
„Þetta er með þvi merkilegasta
sem ég hef fengist við fyrir þá”,
sagði Ásmundur en hann hefur oft
áöur tekið röntgenmyndir af forn-
minjum fyrir Þjóðminjasafnið.
Við þessar myndatökur beitir
hann sérstakri tækni umfram
röntgenmyndatökuna til bess að
ná moldinni betur frá þvi sem
verið er að mynda.
Guðmundur Ólafsson fornleifa-
fræðingur sagði i samtali við Visi
að sér virtist eftir þessum mynd-
um að dæma að þetta væru
bryddingar á einhverju klæði.
Sýnin sem tekin voru eru i bein-
um tengslum við kistuna. Hins
vegar á eftir að rannsaka gull-
þráðinn betur. Guðmundur sagði
að ekki væri nákvæmlega vitað
um aldur hans nema að hann væri
nokkuð gamall, sennilega 300—
400 ára gamall eða eldri. — KS
• '^JánudagifT' 20. júli 1981
„Þarna niðri er gólfiö”, sagöi Guömundur ólafsson fornleifafræð-
ingur og benti á rönd djúpt i skurðinum.
Texti: Sigurjón
Valdimarsson
Myndir: Þráinn
Lárusson
fljótt, og fundagleðin hefur
snemma sagt til sin.
Fátt hefur komið i ljós við
uppgröftinn ennþá. Þó er ljóst
að rústirnar eru mjög gamlar
að þvi er Guðmundur segir.
Nokkuð ofarlega i greftrinum er
lag af eldfjallaösku, sem Guð-
mundur giskar á að geti verið
frá 1490 eða 1721. Aldur þess
verða þó jarðfræðingar að
ákveða. En miklu neðar kemur
svo gólf hússins. Af þvi dregur
Guðmundur þá ályktun að rúst-
irnar muni vera frá fyrstu öld-
um tslandsbyggðar. En hann
leggur á það mikla áherslu, að
enn sé of snemmt að gefa út
nokkuð álit, þvi rannsóknirnar
eru rétt að hefjast þarna. — SV
'1
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
i
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
J
Heimsmet
I hopDi
Nýtt heimsmet var sett á Is-
landi á laugardaginn og verður
fært í heimsmetabók Guinnes.
Þaö voru47 unglingar á aldrinum
13—17 ára, sem hoppuðu á öðrum
fæti frá Þróttheimum i Reykja-
vík, á réttum fimm klukkutimum
til Hveragerðis.
Unglingarnir vildu leggja
fötluðum lið á ári fatlaðra og
völdu að styðja við bakið á blind-
um. Hoppið var auglýsingin á
söfnuninni, en sjálf söfnunin fór
fram i vikunni á undan. Ekki voru
öll kurl komin til grafar þegar
Visir hafði samband við Skúla J.
Björnsson, forstöðumann Þrótt-
heima, sem stjórnaði aðgerðum,
en þá voru komnar inn um 50 þús-
und krónur. Peningarnir verða
lagðirá bok i nafni Blindrafélags-
ins og hún sfðan afhent þvi i
haust. Það er að ósk félagsins að
afhendingin verði ekki fyrr, þvi
að þá fyrstgetur það tekið á móti
öllum hoppurunum.
Hoppið hefst við Þróttheima
klukkan 9 á laugardagsmorgun
með þvi' að Halldór Rafnar, for-
maður Blindrafélagsins, afhenti
SkUla hvita stafinn, sem var not-
aður sem boðkefli i hoppinu. SkUli
hóf siðan hoppið.
Hver hoppari hoppaði 50 metra
i senn, og varð að hoppa 20 sinn-
um. Siðasta spottann hoppaði
allur skarinn og endaði við Hótel
Hveragerði.
Veðrið var afar óhagstætt,
þoka,rigning og rok á móti. Þrátt
fyrir það voru hoppararnir um
það bil helmingi fljótari i förum
en þeir reiknuðu upphaflega með.
SkUld vildi láta koma fram að
þeirsem að þessu stóðu voru stór-
hneykslaðir á framferði þriggja
ökumanna, sem leið áttuum veg-
inn meðan á hoppinu stóð. Þeim
þrem ökumönnum lá svo mikið á ,
að komast áfram að þeir gripu til
stórhættulegra — allt aö þvi glæp-
samlegra athafna, að mati Skúla,
Þaö gerir enginn annaö á meöan
hann er aö baksa á öörum fæti á
móti roki og rigningu, og þaö er
eins gott að vera sæmilega
klæddur. En hvað má ekki lcggja
á sig fyrir góðan málstað.
Blindrastafurinn var boökefliö i
þessu einstæða hoppi. Visismynd
ÞL
tilað komast framhjá. Þeiróku Ut
i miaina og þeyttust framUr
krökkunum, hægra megin.
Ýmsir aðrir sýndu óþolinmæði
en margir voru kurteisin upp-
máluð.
SkUli vildi einnig koma þakk-
læti á framfæri til þeirra sem
hjálpuðu til og liðkuðu fyrir
hoppurunum.
— SV