Vísir - 20.07.1981, Blaðsíða 7
Verkamannabústaðir tiu ára:
Mánudagur 20: júli 1981
Þrir ættliðir úr fjölskyldu Sveins Ingvarssonar voru mættir viö afhend-
ingu fyrsta raðhússins og leist þeim vel á. A myndinni sést Sveinn
ásamt konu sinni fjórum börnum og ömmunni á heimilinu. Það var
Guðjón Jónsson sem lyklana afhenti, en aörir á myndinni eru m.a.
Guðmundur Vigfússon, Svavar Gestsson og Eyjólfur K. Sigurjónsson.
(Visismynd EÞS)
Þrír ællllðlr í
lyrsta raðhúsið
Fyrsta raðhiisaiböðin af þeim
sexti'u sem Verkamannabústaðir
i Reykjavik hafa reist i Hóla-
hverfi var afhent nú fyrir
skömmu.
Það var sjö manna fjölskylda
Sveins Ingvarssonar sem fékk
lyklána að Hólabergi 72 afhenta
að viðstöddum félagsmálaráð-
herra, stjórnarmönnum Verka-
mannabústaða Húsnæðismála-
stjórnar og fleiri. tbúðin er um
125 fermetrar á tveimur hæðum
og talin geyma 5—6 herbergi. Hún
er afhent tilbúin. með frágengn-
um göngusti'gum og bilastæðum.
Verðið er 562—587 þúsund krónur
og greiðast tiu prósent við útborg-
un, en afgangurinn er á verð-
tryggðu láni til 42ja ára og 1/2%
vöxtum.
Það eru átta ibúðir sem nú eru
tilbúnar, en afhending hinna
stendur fram i febrúar á næsta
ári.
Nú eru liðin um tiu ár siðan
stjörn Verkamannabústaða kom
saman til fyrsta fundar og hafa á
þessum árum verið reistar 584
ibúðir i'Selja- og Hólahverfi. Haf-
in er bygging 176 ibúða við Eiðs-
granda og framundan um 200
ibúðir i Artúnsholti og Selás-
hverfi. Þá hafa verið fest kaup á
14 þriggja herbergja ibúðum, sem
tilbúnar verða fljótlega upp úr
áramótum.
Verkamannabústaðir i Reykja-
vi"k hafa nylega tekið við umsjón
með kaupum og sölu eldri ibúða
sem byggðar hafaverið á félags-
legum grundvelli, en þær munu
vera um 2000 talsins i Reykjavik.
1 stjórn sitja nú sjömenn, Guð-
jón Jónsson, formaður, Guð-
mundur J. Guðmundsson, Gunn-
ar Helgason, Hilmar Guðlaugs-
son, Kristján Thorlacius, Páll R.
Magnússon og Sigurður E. Guð-
mundsson. Framkvæmdastjóri er
RikharðurSteinbergsson. JB
verðlaunahugmyndin í sogamýrl:
Megináhersla
lögð á útivist
Arkitektarnir Ormar Þór Guð-
mundsson og örnólfur Hall urðu
hlutskarpastir i hugmyndasam-
keppni um skipulag I Sogamýri.
Hluti þeirþrjáti'u og fimm þúsund
krónur f verðlaun.
Um tillöguna segir i dómnefnd-
aráliti að hún „leysi vel megin-
þætti samkeppninnar, að fullgera
á sannfærandi hátt jaðar byggð-
arinnar við Gnoðavog, jafnframt
þvi'sem haldið væri góðum mögu-
leikum til útivistar”.
Svæði það sem samkeppnin
sneristum mótast af Gnoöavogi,
Skeiðavogi, Miklubraut og endar i
Steinahliðarlóðinni við Elliðavog.
1 verðlaunatillögunni er reiknað
með samfelidri röð 3ja hæða húsa
sunnan við Gnoðavogsbyggð, en
mikil áhersla lögð á gott útivist-
arsvæði. 1 austurhluta er gert ráð
fyrir veitinga- og skemmtistað,
dyrasyningum og fjölþættri starf-
semi tengdri Steinahliðarsvæð-
inu.
Alls bárust tuttugu tillögur 1
samkeppnina. önnur og þriöju
verðlaun hlutu annars vegar
Finnur Björgvinsson og Hilmar
ÞórBjörnsson sem nutu aðstoðar
MogensLaurentzen og hinsvegar
Guðni Pálsson og Halldór Guö-
mundsson. Auk þess voru keyptar
þrjár aðrar tillögur.
Skipulagstillögurnar verða til
synis i Réttarholtsskóla fram til
22. júlinæstkomandi. JB
Haraldur Stefánsson opnaði nýlega gleraugnaverslun I Hafnarfiröi,
nánár tiltekiö aö Reykjavíkurvegi 62. Verslunin er i rúmgóöu húsnæöi
og þar fæst allt er lýtur aö gleraugnavörum.
VÍSIR
lallt undir einu þaki
þú verslar í
Byggin^vorudeild P ra^Seild
þú færö allt á einn og sama
kaupsamninginn/ skuldabréf
og þú borgar allt niður i
20% SEM ÚTBORGUN,
og eftirstöðvarnar færðu lánaðar allt að
9 MÁNUÐUM.
Nú er að hrökkva eða stökkva, óvist er hvað þetta tilboð stendur lengi (okkur getur snúist hugur
hvenær sem er). Þegar þú hefur reitt af hendi útborguniha og ritað nafn þitt undir
KA UPSA MNINGINN,
. kemur þú auðvitað við i
MATVÖRUMARKAÐNUM
~ og birgir þig upp af ódýrum og góðum vörum.
OPIÐ:
FIMMTUDAGA i öllum deildum til kl. 22
FÖSTUDAGA
Matvörumarkaöur, Rafdeild og Fatadeild Jón Loftsson hf.
til kl.22 — aörar deildir til kl. 19 Hringbraut 121
LOKAÐLAUGARDAGA
JIS
□ auc
---- - uJUQQajj-j
— ---JlJUQOJ
Sc
Simi 10600
THF507S
MITSUBISHI
Getum afgreitt strax hinar glæsilegu 20 manna
fólksflutningabifreiðar frá MITSUBISHI.
Mjög hagstætt verð.
Hafið samband við sölumenn okkar.