Vísir - 20.07.1981, Blaðsíða 24
24
marmlíí
VÍSIB
Mánudagur 20. júli 1981
Gamlir skór
Næst þegar þú færð þér nýja
sk(f skaltu ekki henda þeim
gömlu þvi þeir geta verið til
ýmissa hluta brúklegir eins og
meðfylgjandi myndir sýna.
meó nytt hlutverk
Eftir að hafa spreyjað þá að
innan með vellyktandi getur
þú nefnilega búið til úr þeim
nytsama hluta eða þá lista-
verk. Myndirnar voru teknar
á sýningu í „Fine Arts Muse-
um” i San Francisco og sýna
okkur hvernig nota má gömlu
skóna, en hugmyndum þess-
um er hér með komið á fram-
færi.
Skipt
I um
hlutverk
„Stúlkan"á meðfylgjandi
mynd heitir reyndar Tómas
og er karlmaður en ekki
kona þótt svo virðist í fljótu
bragði. A daginn stafar
Tómas sem sjúkrahúslæknir
i Uppsölum, en á kvöldin
dansar hann i konugerfi á
næturklúbb og kallar sig þá
,,Miss Miranda". Að sögn
hefur hann sjálfur hina
mestu ánægju af þessu en
„kollegar" hans á sjúkra-
húsinu eru sagðir lítt hrifnir
og telja þetta uppátæki
stéttinni ekki til sóma... i
Hér hefur kvenskóm verið breytt i öskubakka sem
likjast krókódilshöfði.
Fótskemlar úr gömluin skóm, afklipptum buxnaskálmum og skyrtum.
Listilega hannað hringborð.
Listaverkið „Broddgeltir”.
Umsjón:
Sveinn
Guðjónsson
Það má einnig nota skó til að búa til leikföng eins og þennan skrið-
dreka.
•s