Tíminn - 13.12.1969, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.12.1969, Blaðsíða 6
6 TÍMINN LAUGARDAGUIt 13. desember 1969. BÆKUR OG BÓKMENNTIR Eins og skemmtilegt kvöld- spjall hjá margfróðum vini Sigurbjörn Þorkelsson: Himneskt er að lifa III Prentsmiðjan Leiftur. Sigurbjörn í Vísi heldui; áfram að rita og' gefa út ævisögu sína. Þetta er þriSja bindi, er um 400 blaðsíður, og þó á Sigurbjörn vafa lítið efni í ein tvö eða þrjú enn, enda lösar hann aðeins merkis- árið 1930 í þessari bók. í þessu bindi eru víst einar 200 myndir, flestar af samferðamönnum Sig- urbjarnar, en þessi bók ber þau einkenni góðra minningabóka, að höfundur segir að minnsta kosti ekki minna af öðru fólki en sjálfum sér, og svo af atburðum, sem áhrif hafa í þjóðarsögunni, þótt höfundur hafi aðeins haft af þeim áhorfandasncrtingu sjálfur. Það, sem ef til vill er mikiivægast í sögu Sigurbjarnar er baksviðslýsing hans, en hún varpar oft björtu Ijósi á atburði og þróun mála og skýrir ýmsa þætti þeirra, sem óljósir eru oft og einatt og lítt skiljanlegir í yfir sýn opinbers staðreyndatals eða ytri frásagnar. Slíkar minninga- bækur manna, sem staðið hafa hið næsta vettvangi en ef til vill ekki í eldinum, þar sem hann var heit- astur eða í sviðsljósi dagsins, verða ærið oft ómetanlegur skýr- andi til skilnings þeim, sem síðar rita sögu eftir gögnum en ekki af eigin kynnum. Ævisaga Sigur- bjarnar í Vísi er tvímælalaust i fremstu röð slíkra bóka. Þetta staf ar af afstöðu Sigurbjarn- ar á vettvangi þjóðlífs og stjórn- mála langa ævi á miklum svipt- ingatímum, glöggri greind hans, áhugafjöri og að líkindum óvenju- lega trúu minni. Og Sigurbjörn er svo blessunarlega mannlegur, gæddur léttri kimnigáfu og skiln ingsríkur á blæbrigði lífsins, að það, sem hann man og kann frá mönnum og atburðum að segja er allt saman utan við hring hins þurra söguritara. Að sjálfsögðu leynir sér ekki, að Sigurbjörn hef ur verið pólitiskur maður og harð ur baráttumaður í flokki sinum og leggur mat á menn og málefni í samræmi við það, og ef til vill þykir einhverjum sem það sé ekki með öllu réttdæmi, og játað skal, Skjurbiörn Þorkelsson að ég er í þeim hópi. En samt skiptir þetta eiginlega engu máli, því að aðra kosti sögunnar ber svo miklu hærra, og enginn skyldi halda því fram, að Sigurbjörn dæmi þá menn, sem hann hefur verið andstæður í skoðunum, ódrengilega. Það er nú síður en svo. Þeim slær engu síður hið beita hjairta hans með mildu vin- arþeli eftir liðinn daginn. Sigur- björn segir einmitt frá mörgum pólitískum málum og viðburðum í þessari bók, og dregur ekki frem ur f jöður yfir átök sem urðu í hans eigin flokki en milli flokka og for ingja. Ég hygg til að mynda, að frásagnir hans af viðskiptum þeirra Ólafs Thors og Jónasar Jónssonar frá Hriflu, á fjörugum og hörðum fundum í Kjósinni, þyki flesitum bæði skemmltilegar og mannfróðlegiar lifandi myndir. Sumir telja ef til vill, að Slgur björn geri heldur smátínt og segi, ólþarflegia ítarlega frá smœlki í mannakynnum og dægurvolki, enda . lengir slíkt minningarnar óneitan lega tlöluvert. Em þeigar bebur er að gáð er það einmitt þetta, sem • gefur ffásögninni hinn lífrfka blæ < og leiðir lesandann blátt áfnam inn i á þennan horfna vettvang, svo» að hann sér allt betur fyiir sér, < jafnt menn sem þjóðlft Gaman væri að minaa á ýmsar • skemmtilegar frásagnir í bessu • minningabindi Sigurbjamar, sem ’ heitir Áfram liggja sporin, en þar j er satt að segja af svo miMia og ' mörgu að taka. Bókin er barrna- full af þessu ferska Iffl. í raun ’ og veru eru þessar bækur miklu 1 nær munnlegri frásögn en ritaðri i bók, og þegar maður situr við lest-' urinn finnst manni sem sögumað- ’ urinn sé kominn inn í stofuna, ’ sitji þar hýreygur og kfminn og' segi frá af lifandi áhuga með at1 vöruglettm hins lifsreynda manns, ’ og maður nýtur bókarinnar á sama ’ hátt og kvöldrabbs hjá margfróð- um vini — AK. ' Líkur afa sínum, amtmanninum Séra Jón Thorarensen Séra Jón Thorarensen: MARÍNA Önnur útgáfa. Nesjaútgófan s.f. Keykjavík 1969. Séra Jón Thorarensen hlaut milklar og verðskuldaðar vinsæld- ir fyrir skáldsögu sína „Útnesja- menn“ (Saga Kirkjubæjarættar- innar 1694—1914), secn kom út í tvcimur útgáfum 1949, en áður var hann orðinn lamdskunnur af snilldarlegri þjóðsagnarit*un (Rauðskinna 1—12) og lýsimgu á sjávarútgerð á Suðurnesjum, þar sem hann ólst upp (Sjósókn 1945). Marína, skáldsaga séra Jóns, sem seldist upp fyrir tæpum tiu ároim, er nú komin út í annarri útgáfu — Marína er gædd sömu meginkostuim og einfcennum og Útnesjamenn, margbreytilegum og litríkum náttúrulýsimgum, lýsin-g- um á sjólagi og veðurfari sam- fara ótæmandi þefckingu á öllu, sem að sjósókn lýtar í fornum stfl. Ekki er sízt gaman að lýsing- um hans á æðisgemgnum veizlum og því, sem þar er á borð borið, svo og sérkennilegum tilsvöruim manna og tilteiktum. Svo mikil er mælska hans og orðgnóttin marg- auðug, þar sem honum tekst bezt, að rit hans munu verða orðabók- arhöfundum drjúg náma í fram- tíðinni. Höfundurinn er ónízfcur á efni- við sinn, og koma hér sögur innan i sögu eins oig í Útnesjamönnum, sem hver um sig gæti verið efni stórar skáldsögu. En lesandinn fær grun um, að höfundurino hafi það á tilfinnimgunni, að honum muni ekki endast tími til að gera þeim öllúm skil, og því stráir hiann söguefnum sínum sitt á hvað, enda er af gnótt að taka. Sjálf aðal-sagan, ástarsaga kota- drengsins Magmúsar Hjaltasonar og stórbóndadótturinnar Marinu, minnir um"SU'mt á Vi'ktoríu eftir Hamsu.n, en er láuslega dregin og kannske ekki alltaf með fullum sennileik. En gæta verður þess, að ástin er við'kvæm á unglimgsskeið- inu og fljót til misskilnings undir þessum kringiumstæðum. Skáldsögur séra Jóns eru barma fullar af skemmtilegu og hugð- næmu efni, og er sterkt svipmót yfir ritverkum hans. Yfirleitt er hann svo einstakur og sérfcennileg ur í list sinni, að hann fer sínar eigin leiðir og er engum öðrum Gunnar M. Magnúss: Völva Suðurnesja — Skuggsjá gaf út. Þær eru margar bækumar, sem fjalla um dulræna reynslu fólks af ýmsu tagi, og þær eiga stóran lesendahóp. Völva Suðurnesja, frá. sögn af dulrænni reynslu Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst í Garði og samtalsþættir við hana um þessi efni, er meðal hinna athyglis verðustu í þessum flokki í haust. Hún er einkum athyglisverð fyrir það, að þar segir frá reynslu af nokkuð öðru tagi en venjulegast er í slíkum bókum, þeim dularþætti í sálarlífi manna, sem margir telja verðan mestrar athygli sem merki legt sálfræðilegt fyrirbæri, en það eru svonefndar sálfarir eða hug- ferðir í draumi eða vöku á fjar- læga staði þar sem sjá má at- burði, sem eru að gerast. Þessi dularhæfileiki er alkunn- ugt fyrirbæri víða um heim en fremur fátítt í þeim dulfræðibók- um, sem hér hafa komið út. Þenn an hæfileika er hins vegar auð- veldara að prófa og sannreyna með vísindum en ýmsa aðra þætti dul- rænnar persónureynslu. Ýmisleg atvik, sem greint er frá í þessari Thoroddsen, en báðir eru þeir arf takar íslendingasagnanna í frá- sagnastíl. Mig grunar, að sögur hans muni enn verða liesnar, eftir að sumit það er gleymjt, sem meira þykir móðins nú. Bókin er mynd- skreytt af Elínu, dóttar höfundar- ins, sem er listfeng mjög á þessu sviði, og er bókin einmitt fyrir það meiri kjörgripur. Ég hygg, að séra Jón Thoraren- sen sé mjög líkur langafa sínum, Bjama amtmanni, að persónugerð og skáldigáfu. En mikil listagófa er einnig í móðurætt hans, svo að ekki er að undra, þó að huig- smíðaafl hans sé frjlótt ag penn- inn leiká í höndum hans. Bjami hirti ekki mikið um búninig kvæða bók eru með þeim hætti, að unnt hefði verið að staðreyna þau með vottfestum athugunum. Er raunar iflt til þess að vita, að þeir, sem vissu um þennan merfcilega hæfi- leika Unu Guðmundsdóttur, sem virðist — af þessum frásögnum að dæma — þroskaðri en hjá flest um öðrum, sem sagt hefur verið frá hér á iandi, skuli ekki hafa átt framkvæði að meiri rannsókn- um á honum. Raunar væri eng- in goðgá að hugsa sér, að sú deild Háskóla íslands, sem sálfræði heyr ir til, efndi til slíkrar rannsókn- ar á takmörkuðu sviði, þegar sér- stakar aðstæður bjóðast. Ef vitað er um fólk með sérlega þroskaða þá dularhæfileika, sem auðveld- ast er að rannsaka og staðreyna með raunvísindalegum aðferðum, á ekki að láta slíkt tækifæri ónot- að og það heyrir undir sálfræði- deild háskólans. Annars skai vikið lítið eitt betur að þessari bók. Þar er sagt frá fyrirburðum af mörgu tagi, en auk sálfaranna er skyggni mestur þáttur í því, sem frá er greint. Eru margar þessar frásagnir óneit anlega töluvert merkilegar og snerta fjöldá nafngreinds fólks. sinna, en bann vtar þrátt fyrir það j eitt af mesta sfcáldum, sem ort' hafa á vora tangn. Kvæði hans1 urðu til á stapulum standnm, er I hann hafði afgangs frá annamfldn ? embæitti, og var þeim naumast f veitt mifcil athygli meðan haun i lifði. UMeiga hefur amtmanninn f aldrei grunað, að hamn mundi íj framtíðinni verða fyrat og fremst * frægiur af sfcáldsbap sínum. Senm- , lega dreymir séra J. Th. ekM um > það heldur. . Þessi bófc msin síðar verða taön , til sígildra verba vegna þjóðhátt- arlýsinga hennar, og lengi til gild- ' is metin, þótt eikki væri fyrir am-' að en málsnifld. Benjamín Kristjánsson. Gunnar M. Magnúss, sem ritar , þættina eftir Unu, forðast mála- , lengingar og segir látlaust og ' greinilega frá. Una virðist ekki sérleg málskrafskona sem betur < fer af bókinni að dæma, og hún , •er einlæg og hispurslaus, miMar þetta á engan hátt fyrir sér og vekur þá trú hjá lesanda, að hún ! skýri satt og rétt frá, eftir því: sem reynsluskyn hennar nær til. , Þess vegna er bóMn læsileg og þykir vafalítið gott framlag til ' þessara mála meðal þess fólks, ' sem hugsar mikið um þau. Þó að ekki séu gerðar tilraunir til þess að færa óyggjandi sönnur á nema fátt eitt af því, sem frá er sagt, til að mynda með vitnaleiðslum og vottorðum, verður frásögnin trú- verðug og lesandi sér enga ástæðu til að rengja þessa einlægu konu. Miklir tilburðit til sannana slíkra fyrirbæra, oft með rökfræðilegri ' brotalöm, vekja hins vegar oft tortryggni á siíkum bókum, og langar bollaleggingar til sanninda merkja verða leiðigjarnar. Beztar eru frásagnir af þessu tagi sagðar hispurslaust og stuttlegs eins og þær gerðust án miklunar, og það er gert í þessari bók. — AK. likur. Einna helzt lífcist bann Jom Slíka dularhæfileika þyrfti að rannsaka og staðreyna fyrirbæri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.