Tíminn - 13.12.1969, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.12.1969, Blaðsíða 8
8 TIMINN LAUGAKDAGUR 13. dcsember 1969. 0LGANDI BLÓÐ eftir akureyrska stúlku, HÖNNU BRÁ Saga Hönnu Brá er nútímasaga, ekki nein væmin „kerlíngabók“, heldur djörf og spennandi, atburðarás sögunnar er hröð frá upphafi til enda — og hefur skáldið í brennipunkti lífssvið, er nær jafnt til yngri sem eldri. Þótt bókin sé skáldsaga, birtir hún nakin raunveru- ' leiba, gæti verið t. d. lífssaga mín eða þín. Hafsteinn Þorvaldsson, formaður Ungmennafélags íslands-. r FRAMTIDARSKIPAN GET- RAUNASTARFSEMINNAR KAFLAHEITI BÓKARINNAR ERU ÞESSI: f nótt verS ég koma, Fanney og Hulda, Að 19 árum liKnum, Fóm á flótta, Barátta EIvu Dís, Hendur sem glata sál, Reiknings- stdl, Rós og illgresi, Dofri, l'ilfinningar í.litum. SKJALDBORG sf Hafnarstræti 67 . Akureyri . Sími 1-10-24 ©AUGIÝSINGASTOFAN Yokohama snjóhjólbaröar Með eða án nagla Fljót og góð þjónusta FÓLKSBÍLASTÖÐIN AKRANESI Af tilefni greinar Alfreðs Þor- steinssonar í Tímanum 7. des. sl. vil ég taka fram eftirfarandi: 1. Skipting getraunaágóSans: Varðandi ágóðann af getraunun um skiptir það auðvitiað höfuð- máli að honum sé varið til að efJa og styrkja íþróttastarfið í landinu á sem breiðustum grund velli. 1 greinargerð stjórnar UMFÍ kemur skýrt fram, að svo verði ekki, meðan núverandi skipting á áaóðanum, umfram sölulaun, er við lýði. íþróttanefnd eða einhver önnur samstarfsnefnd ÍSÍ og UMFÍ ætti að vera sá aðili, sem öll íþróttahreyfingin gæti treyst til að ráðstafa þessum ágóðahluta réttlátlega, og íþróttalögin eiga að sfciðla að þvi. Þetta er meiginatrið ið. Getraunaágóðinn er staðreynd og það verður að komast að sam komulagi um að verja honum sem sanngjarnlegast. Það samkomulag verður að nást í íþróttanefnd og milli þeirra aðila, er að henni standa. 2. Lagabrot og lagatúlkun: Ég get ekki séð að það sé deiluefni, hvort þessi lög hafi verið brotin með heimildarlausri getraunastarfsemi frá því á fyrra ári og þangað til í vor. Lögin sjálf eru ótvíræðasta vitnið um þetta, og öll getrauna- og happdrættis- starfsemi er háð opinberum leyf um. Hins vegar hygg ég, að í getraunavelgengni nútímans sé hægt að sleppa öllum ásökunum í því máli, ef það skerðir ekki íþróttaheiður okkar. Samkvæmt áðurnefndum lögum er það íþróttanefnd og enginn ann ar aðili, sem getur fengið leyfi ríkisstjórnarinnar til getrauna- starfsemi vegna íþrótta. Mér er ekki kunnugt um, að nokkur áhyrgur aðili innan íþróttahreyf ingarinnar beri brigður á þetta. Þótt íþróttanefnd hafi veitt nú- verandi reksturaðilum getraun- anna heimild til getraunareksturs um takmarkaðan tíma til reynslu, breytir það engu um einkarétt íþróttanefndar. 3. Framtíðarlausn málsins er höfuðvandinn: Áform uin endurvakninigiu get- raunanna hafa árum saman verið á dagskrá hjá íþróttanefnd og framkvæmdastjóri hennar Þor- steinn Einarsson, íþróttafulltrúi hefur gert athuganir og saman- burð á getraunastarfseminni í nágrannalöndunum og hugsanlegri starfsemi hér. Deilur um getraunaheimildina s. 1. vor ættu að vera óþarfar, ef samkomulag næst um framtíðar lausn málsins. UMFÍ og ÍSÍ hljóta að geta kom ið sér saman um farsæla lausn þessa máls hávaðalaust eins og jafnan hefur tekizt um sameigin leg mál. Samstarf UMFÍ og ÍSÍ hefur ætíð verið gott eins og vera ber meðal samherja, og þannig verður það líka að vera málstað ur íþróttanna vegna. 4. Hlutverk ungmenna- félaganna: Ungmennafélögin hafa borið íþróttirnar í dreifbýlinu uppi fyrr 1 og síðar og hafa alið upp mikið af ' góðu íþróttafólki. Eins og flestum ' mun og kunnugt, er þó einnig unn ið að fjölmörgum menningartmál um öðrum en íþróttum innan ung , mennafélaganna. Oft hefur verið of hljótt um það margþætta íþróttastarf, sem farið hefur fram á vegum ungmennaféalganna viðs vegar um landið. Þar hefur þó margt áunnizt, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Höfuðtakmark iþrótta starfsins, eru svo landsmót UMFÍ ' sem haldin haía verið þriðja hvert ár. Undirbúningur að þeim mót um er mjög umfangsmikill og tíma frekur og stendur stöðugt yfir milli landsmótanna. Oft hefur ver . ið um það rætt, að hafa þessi mót tíðari, en slíkt hefur ekki verið talið æskilegt vegna margháttaðrá erfiðleika í framkvæmd en þo fyrst og fremst kostnaðarins vegna og nauimra fjárráða ungmennafé- ' lagshreyfingarinnar. Því hefúr etóki orðið atf því að hafa mótin tíðari en lögð áherzla á að standa þannig að málum, að þau gætu orðið aö jafn glæsilegum hátíðum og raun ber vitni. Að endingu þetta: Ég ætla ekki að standa í per- sónulegum illdeilum við einstaka menn um þessi mál ef hjá því verður komizt, en treysti því, að blöð og bláðamenn muni veita nú- verandi stjórn UMFÍ aðstoð við að efla starfsemi ungmennafélag- anna á sem flestum sviðum. Hafsteinn Þorvaldsson. RAFSUÐUTÆKI HANDHÆG OG ÓDÝR Þyngd 18 kg. Sjóða vír 2,5—3,0—3,25 mm Kærkomin jólagjöf handa lagtækum mönnum. S M Y R I L L Ármúla 7. Sími 84450. Bílasala Matthíasar STIGAHÚS GÓLFTEPPI HÚSEIGENDAFÉLÖG Bílasala — Bílaskipti Úrval vörubifreiða Bílar gegn skuldabréfum BÍLASALA MATTHÍASAR Höfðatúni 2. Símar 24540 og 24541 í janúar og febrúar er rétti tíminn til þess að teppaleggja stigahús, stærri gólffleti og ganga, þá er bezt að fá hagstæða skilmála í stór verk. LeitiS tilboða strax og gerið samanburð á núver- andi ræstingarkostnaði. — ÞAÐ BORGAR SIG. ÁLAFOSS H.F. - Þingholtsstræti 2. Sími 22090. ---------:-------- Hann brag&ast vel BRAGÐAUKINN frá j*r MONU BREIÐHOLTSKJÖR I NÝ GLÆSILEG KJÖRBÚÐ r',: i,-,.- ARNARBAKKA 4-6 BREIÐHOLTSHVERFI I Allar fáanlegar nýlenduvörur og kjötvörur í fjölbreyttu úrvali. Rúmgóð bílastæði. Áherzla lögð á vörugæði og fyrsta flokks þjónustu. | Komið og reynið viðskiptin. Opið til kt. 10 í kvöld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.