Tíminn - 13.12.1969, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.12.1969, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 13. desember 1969. ÍÞRÓTTiR TIMINN ÍÞRÓTTIR ÍÞROTTIR UM HELGINA fljAUGARDAGUR: r Handknattleikur: íþróttahúsið á S'eltjarnarnesi kl. 16.30, FH — Haufcar, úrslit í Gróttuimióti. Lauigardalshöll kl. 20.00. 2. deild bvenna, ÍBK — FH, 2. deiid karla, Þróttur — ÍR, 2. deild karla, Ármann — Grótta. Frjálsar íþróttir: LaugardaLshöll kl. 15.00 innanhúss mót á vegium KR — ÍR og Ár- manns. Keppt í 10 greinutn karla og kvenna. • Lyftingar: Tónabær kl. 15.00. Reykjavíkur- mót. Keppt í öilum þynigdarflokk- um. Badminton: Valsheimilið kl. 13.00. Einliða- og tivíliðakeppni unglinga á vegum TlBR. SUNNUDAGUR: Handknattleikur: LaugardalsíhöH kl. 14.00. 1. deiid kvenna, 3 leikir. Valur — Fram, Víkingur — Breiðablik, KR — Áirmann. 2. deild karila IA — Breiðablik. Laugardalshöll 19.15 2. d. karla ÍR — IBK oð 2 leikir í 1. deild karla KR — Víkingur, Fram — Valur. Knattspyma: Vetrarmót 2. deildar. Kópavogs- ttóllur kl. 14.00, Breiðablik — Hauikar. Þróttarvöllur kl. 14.00. Þróttur — Selfoss. Fá smáhvíld um jólin og nýárið — strangt æfingaprógramm landsliðsins í knattspyrnu Alf—Reykjavík. — Eftár mán- aðarhlé frá keppni og æfingum, fer landsliðið í knattspyrnu aft- ur á stúfana um helgina, en þá hefst æfingaprógram, sem stend- ur næstu 2 mánuðina, sem allt þar til landsleikurinn við Englendinga fer fram, en verður há»ur ytra 2. febrúar. Æfingaprógramjð verð- ur mjög strangt, því á tímabilinu 14. desember til 2. febrúar verða 20 æfingar og æfingaleikir. Verð- ur aðeins gert smáhlé um jólin og áramótin, en annars æft eða leikið annan hvem dag. Á sunnudagion leikur landsliðið Vinnur Valur Fram í 7. sinn í röð? klp—Reykjavík. Mikið verSur um að vera í hand- knattleiknum um þessa helgi. Fara 11 meistaraflokksleikir fram í Laugardalshöllinni bæði í 1. og 2. deild karla og kvenna. Segja má aó aðalleikirnir fari fram í 1. deild karla á sunnudags- kvöldið þá leika KR og Ví'kingur 6 meiddir hjá Manch. Utd Þegiar Manch. Utd. liðið gengur ta leiks í dag á Anfield Road — leifcvel’li Liverpool — musn vanta 6 góða leifemenm, sem eru á sjúkra lista, þ. á. m. George Best, Nobby Stiles og Alex Stepney. Mancðiester City safenar lands- liðsmaensiins Colin Bell, sesm meidd ist 1 landsleikmun gegm Portúgal, en City mætir Tottenham í dag á hieimavelli. Arsenal leifeur gegn Bumley — og teflir nú Bob Wilson fram sem markverði, en eins og kunnugt er handleggsbrotnaði hann og hefur verið frá keppni undanfamar vifcur. Wilson lék með Arsenal á Laugardalsvellinum, eins og menn muna. sem eru neðstu liðin í 1. deild en síðan leika Valur — Fram. Fram hefur ekki tekizt aið sigra Val í síðustu 6 leikjum, en hyggur á hefndir í þetta sinn, því Valsmenn hafa hirt af þeim Reykjavíkur- meistara titilinn tvö ár í röð. Berg- ur Guðnason leikur ekki með Val í þessum leik, þvi hann slasaðist á fæti á síiðustu æfingu. I 2. deiild leikur Grótta af Seltjarnarnesi sinn fyrsta leik f íslandsmóti í handknattleik og mætir Ármanni. Leikurinn sem ef- laust verður fjörugastur í þessari deild verður leikur Þróttar og ÍR. Liðanma, sem álitið er að séu sterkust í deildinni í vetur I 1. deild kvenna leika m. a Valur og Fram, og er ekki að efa að það verður spennandi leikur. Fyrsti leikurinn í 2. deild kvenna fer einnig fram um þessa helgi þar leika ÍBK og FH. æfingaleik við umglingalandsliðið, skipað lei'kmönnum 21 árs og yngri, og fer leikurinn sennilega fram á Melavellinum kl. 2. Lands- liðið í þessum leik verður þannig skipað: Þorbergur Atlason, Fram Jóhannes Atlason, Fram Guðni Kjartansson, Keflav. Einar Gunmarsson, Keflav. Magnús Jónatansson, Akureyri Halldór Björnsson, KR Matthías Hall'girímsson, Ákran. Gu'ðjón Guðmundsson, Akran. Eyleifur Hafsteinssom, KR Jón Ólafiur Jónsson, Keflav. Þess má geta, að Ellert Schram gaf etoki kost á eér til æfingaued- irbúningsins — og veita menn því fyrir sér, hvort hann muni legigja skóna á hilluna á hátindi ferils síns. — Þá mun Haraldur Stur- laugsson ekki geta tekið þátt í æfingaundirbúningnium, en hann er við nám í Samvinnuskólanum í Bifröst og stendur í prófum þessa dagana. Lyftinga- mót í dag klp—Reykjavík. I dag kl. 15,00 hefst í TiMiabæ við Miklubraut fyrsta Reyfcjaví'k- urmeistaramóti® í lytftingum. MiMIl áhugi er á þessari íþrótt, sem er svo til ný, hér á landi. En enlendis t. d. á Norðuriöndumum er hún mjög vinsæl íþrótt, sem dregur að sér fjölda áhorfenda sérstaklega í Svíþjóð og Finmlandi. Meðail keppenda á mótimu í dag verða Óskar Sigurpálsson og Guð- mundur Sigurðsson, en þeir eru. meðal tfremstu lyftinigamanma á Norðurlöndum, en haf-a fengið litla. keppni, og nú fyrst löglega keppni hér á landi, því nýlega voru út- skrifaðir fyrstu lyftingadómararn. ir hérlendis. Keppnim í dag verður eflaust jöfn og skammtileg, og ættu sem' flestir fþróttaunnendur að mæta' í Tónabæ í dag og kynnast þessari' nýju íþróttagreiin. Valsmenn sigruðu í Reykjavíkurmótinu klp—Reykjavík. Fram, sem á síðasta íslandsmóti i handknáttleik sigraffii í öllum flokkum nema í meistaraflokkun- um, fékk engan sigurvegara í Reykjavíkurmótinu, sem lauk á fimmtudagskvöldiffi. Affi vísu á Fram möguleika í 2. flokki kvenna, en þar urffiu 3 liffi jöfn meffi 6 stig. Valur, Fram og Víkingur. I meistaraflofeki kvenna voru. síðustu leikirnir á fimmtudag. Valur sigraði Fram 8—5, og hlaut þar með enn einn meistaratitil.' KR sigraði Ármann 5—4 og varð því í öðru sæti í mótinu. KR-stúlk umar eru mikið að sækja sig, og er félagið ekki á flæðiskeri statt með stúlkur eins og Hansínu Mei- Framh. á bls. 11. Keppir Þorsteinn fyrir sænskt félag? „Ég get fnllyrt, að þetta er ein sú skemmtilegasta og lær- dómsríkasta keppnisför, sem ég hef fariS“, sagði Þorsteinn Björnsson, markvörður lands- liðsins í handknattleik, þegar iþróttasíðan náði tali af hon- um, en landsliðið k«m heim á miðvikudagskvöldið. Raitmar ætlaði Þorsteinn að koma heim á þriðjudagskvöldið, en lenti í miklum „hrakningum" ásamt Sigurði Einarssyni og Jóni Erlendssyni, landsliðsnefndar- manni. „Við fórum á þriðju- dagsmorgni frá Vín áleiðis til Lundúna um Frankfurt, en þeg- ar til kom, var flugvöUurinn í Lundúnnm lokaður og urðum við að fara til Birmingham og þaðan til Lundúna. Máttum við þakka fyrir að ná heim á mið- vikudagskvöld. Svona fer, þeg- ar maður ætlar að reyna að missa ekki of marga viimudaga úr.“ — Hvalð viltu segja um leik- ina ytra, Þor9teinn? — Að mínu áliti var leikur- inn gegn Noregi nokkuð góður. Þó getum við gert enm betur. T. d. náðu hvorki Jón Hjalta- lín né Einar M. að sýna sitt bezta. Senniilega hefðum við unmið leikinn, ef þeir hefðu leifcið aí fullri getu. Einnig verður að taka með í reitoninginn, að norski mark- vörðurkm átti stórgóðan leik — og hefur ekki leikið betur í annan tíma að sögn. — En hvað unn leikina við Austurriki? — Ja, fyrri leikuirinin var hálíigerð vitleysa. Hvort tveggja var, að við lögðum otfctour etoki alla fram út af Pólverjunum, sem kvikmynduðu leikinn, og hitt, að við vorum fú'll kæru- lausir. >ar að auki var austur- ríska liðið mun betra en þegar það lék hér heima. Annars hef- um við eflaust unnið leikinn með 5—6 mörkum, hefðum við leikið rólega og „taktiskt“. — Þetta hefur verið lær- dómsrík för? — Já, lærdómsrík og skemmtileg. Samstaðan innan hópsims er mikil, líkt og um félagslið væri að ræða. Við lærðum margt, t. d. að spila verður á austantjaldsdómarana. I leikjunum gegn Austurríki dæmdu ungverskir dómararar voru satt að segja mjög óhag- stæðir í fyrri leiiknum. 1 síðari leiknum snerist þetta við, enda vorum við þá búnir að læra Þorsteinn Björnsson ræðir við bl.ðamann Tímans. kenjar þeirra. Þá má segja, að við höfum lært að vera ekki of sigurvissir fyrirfram. — Því hefur verið fleygt, að þú munir flytja af landi brott og leika handknattleik í Sví- þjóð? — Það er nú allt á byrjunar- stigi, en þó get ég sagt þa@, að ég hef möguleika á að fara til Svíþjóðar og keppa þar fyrir 2. deildarlið. 1 Svíþjóð eru kjörin góð — og þar geta menn stund- að íþrótt sína án þess að verða gjaldþrota og fá magasár. Keppnisferðirnar, sem ég bef farið ávvegum HSÍ undanfarin ár, hafa kostað mig úr eigin vasa um 200—300 þúsund fer. Ég hef bara efcki efni á þessu lengur og verð því að gera upp við mi'g, hvort ég eigi að hætta að keppa eða stunda íþróttina erlendis. Auðvitað væri það ekki með glöðu geði, að ég færi utan. Helzt af öllu vildi ég, alí ég gæti keppt á Islandi, án þess þó, að venða fyrir mikiu fjárhagslegu tjóni. Annars kemur Svíþjóðarför ekki til greina fyrr en eftir HM og Is- landsmótið. — Nú er hafi söfnun fyrir landsliðsmenn. — Já, við erum þakklátir fyrir það, ekki einungis pen- inganna vegna, heldur vegna velviljans, sem liggur á bak við. íslenzkir handknattleiks- menn eiga trygga stuðnings- menn — og við munum gera allt, sem við getum, til a!ð stamda okkur. —alf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.