Tíminn - 13.12.1969, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.12.1969, Blaðsíða 3
LATJGAKDAfJUR 13. desember 1969. TIMINN Tíð umferðarslys í Reykjavík í gær OÓ-Reykjavík, föstudag. Þrjú umferSarslyis urðu í Rvík í dag. í einu slysinu urðu tvö börn fyrir sama bílnuim, en eikkert slysanna er mjög alvarlegt. Um kl. 18,30 varð kona fyrir KVEIKT A JÓLATRÉNU í HAFNARFIRÐI Kiveilkt verður á jiólatré þvi, sem Fredriksberig í Danmörku hef ur. gefið Hafnarfj arðarbæ, sunnu- d'aginn 14. diesember kl. 16.00. Jólatréð er staðsestt á Thors- plani við Strandigötu. Lúðrasveit Hafniarfjarðar undir stjórn Hans Ploder leikur á und- an athöfninni. Ambassador Dan- merkur herra Birger Ove Kron- man afhendir tréð. Dösnk konia bú sett í Hafnarfirði, frú Lizzy Bald- vinsson, mun tendra Ij'ósið. Bæjar stjóri, Kristinn Ó. Guðtnundsson, veitir trénu viðtöku, því neest syngur karla'kórinn Þrestir, undir stjórn Herberts H. Aigústssonar. Kynnir verður Helgi J'ónsson, fræðslustjóri. Fyrstu um- ræðu um EFTA málið iokið LL-Reykj'aivík, föstudag. í dag var fyrstu umræðu um EFTA-málið baldið áfram á Al- þingi. Töluðu þar, áður en kvö'ld- matarhlé var gefið þeir Björn Jónsson, Bjarni Benediktsson, for sætisráðherra og Lúðvík Jó'seps- son og Sveinn Gaðimundsson. Varð fyrstu umræðu lokið. Héldu þeir tveir fyrrnefndu langar ræður uim hagsæld EFTA- ríkja, en Lúðvík mælti gegn EFTA aðild. Björn Jónsson mæilti eindregið með EFTA aðild og kvað mót- mæli verkalýðsfélaga m. a. vera til komin vegna þess, að þekking á málinu væri ekki næg. Bjarni Benediktsson sagði, að fá mál hefðu verið betur undirbú- in en þetta mál, og hefðu þing- menn haft eitt ár til athugunar á því og algerlega þinglega að farið. Sagði Bjarni, að vel gæti þó komið til greina að gefa þing- mönnum tæikifæri til að skoða málin betur, ef þau yrðu afgreidd nokkrum dögum fyrir 1. marz. Ræddi ráðherra tengsl EFTA og EBE. Sagði hann, að það mundi taka a.m,k. 2—3 ár fyrir þau ríki, sem nú sækja um aðild að komast í EBE og væri óvíst hvort svo snennma gæti orðið að aðild t.d. Breta að EBE. EFTA ætti því eftir að standa enn um nokkur ár. Nefndi hann síðan ýmsan haig, sem ísland hefði af aðildinni, t.d. varðandi iðnþróunarsj'óðinn og markaði. Gagnrýndi ráðherra síðan nofck ur atriði úr ræðum Ólafs Jóhann- essonar og Lúðvíks Jósepssonar. Eúðvík Jósepsson hrakti ýmis ummiæli og öfugsnúning stað- reynda, sem kom fram í ræðu ráð- herrans. bíl á Lsugavegi, móts vfð Ás. Var hún á leið norður yfir götuna. Var hún komin langleiðioa yfir, þegar hún varð fyrir bfl sem var á leið vestur, eða niður Lauga- veginn. Hlaut konan höfuðáverka og var fiutt á Slysavarðstofuna. Bílstjórinn sagðist ekH. hafa séð konuna fyrr en rétt áður en báll- inn skall á henni, og konan mun ekki hafa séð bflinn fyrr en um seinan. Um kl. 17,00 varð fullorðinn maður fyrir bíl á Suðurlandsbraut á móts við biðskýli strætisvagn- anna við Múla. Bfllinn skemmdist talsvert við áreksturinn, en mað- urinn virtist hafa sloppið furðu- vel. Var hann fluttur á Slysavarð stofuna og þaðan heim til sín. Skömmu síðar urðu tvö börn fyrir bfl á Eskihlíð. Eru þetta drengur og sfcúlka, fjögurra og sex ára gömul. Bíllinn var á leið aust ur EsHhlíð og bömin á leið suð- ur yfir götuna þegar slysið varð. Bílstjórinn sá börnin eHri fyrr en of seint og tókst honum ekH að stöðva bílinn og forða slysiuu og urðu bæði börnin fyrir framenda bflsins. Annað kastaðist til hægri og féll á götuna. Að árekstrinum afstöðnum lá hitt barnið við fram enda bíisins vinstra megin og sneri billinn þá þvert á götunni. Bæði börnin voru flutt á Slysavarð stofuna. En hvorugt harnanna mun mikið slasað. 16. bók Jack Londons og ný bók eftir Anitru Hnefaleikarinn og Silfurbeitið FB-Reykjavík, föstudag, Blaðinu hafa borizt tvær skáld- sögur, sem komnar eru út hjá ísafold. Þær eru Silfurbeltið eftir norsku skáldkonuna Anitiru, og Hnefaleikarinn eítir Jack London. Anitra lætur söguna Silfurbelt- ið gerast fyrir um síðustu alda- mót. Fjölskyldurnar á Leifcvöllum og Lindarbæ eru aðalpersónur sög- unnar. Helgi í Lindarbæ er ný- giftur en óhamingjusamur, og óveð ursnótt eina yfirgefur hann bú- garðinn í hálfgerðu óráði. Hvað gerist um nóttina er bæði honum og öðrurn óljóst og myrkri hulið. En merkilegur gripur, silfurlbelti, finnst í hesthúsinu daginn eftir og kemur til með að verða örlaga- valdur margra manna í Leifcvalla- héraði. Hnefaleikarinn er sextánda bók- in í ritsafni Jacks London. Þessi bók segir frá undrapiltinum Pat Glendon', sem er uppalinn í frum- skógum Kaliforníu. Faðir hans, Glendon eldri, sem er gamall hnefa leikameistari, vill að sonurinn. feti í fótspor sín og verði heimsmeist- ari í þessari íþrótt. Pat Glendon Maðurinn sem ekki var til FB-Reykjavik, föstudaig. Maðurinn sem ekki var til er frásögn úr beimBstyrjöldinni síð- ari, en bókin er nýútfcomin hjó Prentsmiðju Jóns Helgasonar. í kirkjugarði í litlu spænsbu þorpi hivilir brezkur þegn. Hlauu varð þjóð sinni að litJlu gaigni meðan hann lifði, en látinu bj'arg aði hanu þúsundum maunslífa. Nótt eina vorið 1943 sigldi brezki kafbáturinn Seraph neðansijávar að spænsfcu ströndinni, við hafn- arbæinn Huelva. 200 metra frá landi kemur hann upp á yfiiborð- ið. Nokkrir menn birtast á dekk- inu, berandi lík af manni. Lík- inu varpa þeir í sjóinn. Kafbátur- inn hverfur. Daginn eftir berst þýzku yfirhersstjóminni tilkynn- ing um að fundizt hafi lík af brezkum liðsforingja með mjög mikilvæg leynis'kjöl varðandi inn- rás bandamanna í Grikkland. Fljótlega var farið að flytja þýzk ar herdeildir frá Ítalíu til Grikk- lands til varnar. Nokkru síðar var innrás gerð á Sikiley án telj- andi mótspyrnu. er glæsilegur piltur og heljar- menni að burðum, en eins og bam í Hækjum og brellum þeirra, sem standa fyrir hnefaleikakeppni. Pat Glendon nær takmarki sínu og varður heimsmeistari í hnefaleik- um, en jafnframt lærist honum að sjá fánýti og tilgangsleysi íþróttar innar, þar sem hnefarétturinn og miskunnarleysið eitt ræður. Fótspor fiskimannsins FB-Reykjavík, föstudag. Fótspor fiskimannsins er komin út hjá Prentsmiðju Jóns Helgason ar. Sagan er eftir Morris L. West. Þessi bók Wests hlaut skjótt meiri vinsældir en dæmi eru til um skáldsögu á síðari árum. Nú hefur hún verið kvikmynduð með þeim árangri að myndin var kjör- in bezta mynd ársins á kvikmynda hátíðinni í Cannes. Aðalhlutverkin eru líka í höndum snillinga eins og Anthony Quinn, Vittorio de Sica, sir John Gielgud og sir Laur ence Olivier, að því er segir á bókarkápu. Áður hafa verið þýddar á ís- lenzku tvær af sögum Morris Wests, Babelstuminn og Málsvari myrkrahöfðingjans. GIINNA GERIST BARNFÓSTRA FB-Rieykjavík, föstudag. Gunna gerist barnfóstra heitir bók eftir Catherine Wooley, sem komin er ú't hjá Stafafelli. Gunna og Geirlflug hyggjast vinna sér inn aukaskildinig fyrir jólin. Þær velta fyrir sér, hvað þær eigi að giera til þess, að reyna að fá störf, sem barnfóstrur. Fyrst sýna fáar mæður þeim traust, en að lokum fær Gunna starf, og gtengur meira að segja svo langt að hún stofn- ar barnaiheimili heima hjá sér. Hún kemst oft í þær aðstæður, sem koma myndu fullorðnu fólki úr jafnvægi, en hún er indœl stúlka, óhrædd við að reyna hæfileifea sína, og nœr líka ó- væntum árangri. Sagan mun sjálf sagt gleðja lesendur sína hér sem annars staðar, einkanlega telpur á alddnum 8 til 14 ára. Eitt HúsiS, sem sýnt er. (Tímaftiyrrd Genna r) i SÝNING Á VERÐLAU N ATEIKNIN6UM AMERÍSKRA ARKITEKTA í dag hefst sýniinig á h.úsateikn- imgum efitir bandarísfca arkitiekta í húsakynmum Bygginigarþjónustu Arkitektafélaigs ís'lands á Lauiga- vegi 26. Samtímis hefst yfirlits- sýning jrfir skipulaig borga fyrr og nú, í Ameríkska bófcasafninu. Angalangur - bók fyrir yngstu lesendurna FB-Reykjavík, föstudag. Inga Birna Jónsdóttir er höfund ur bókarinnar Angalangur, sem komin er út hjá ísafoldanprent- smiðju. Teikningar í bóHna gerði Silja Aðalsteinsdóttir. Bók þessi er ætluð yngstu lesendunum. Hún er með stóru letri, og sfereytt ein- földum og skemmtilegum teikning um í svörtu og rauðu. í Bygginigaiþjiónustunni enu) sýndar 34 teikninigiar að margs, konar húsum, einlbýlishúsuim, rað- , húsum, sambýlishúsum oig báhýs-, um. Er um að ræða verðlauna-, teiknimgar, úr samkeppni, sem bandaríska arkitektaféliagið efnir til reglulega og er þetta í ellefta sinn, sem samfceppni þessi er bald' in-, Á sýninigunni í Amierfska bófca-1 safninu, sem einnig er tekin sam-' an af Aktitektafélaigi Bandaríkj- • anna, er gefið yfinlit yfir þróun, borgarskipulags á ýmsum tímum og jafnframt sýnt það nýjasta á því sviði. Tímarit og bæfcur um byggingar list mun liggja frammi á meðan á' sýninigunni stendur. Sýningin í Byggimgiarþjónnstu, Arkitekt'afélagsins er opin kl. 13 til 18 virfca daga, til fimmltu- dagsins 18. des'ember, en sýninig-' in í Amieríska bókasafninu er opin > H. 10—19 virka daga til jóla. Jólagjöf ársins D y M O er alltaf gagnleg gjöf. Jólagjöfin, aftnælisgjöfin, gjöfin sem notuð er allt árið. D Y M O leturtækið er gjöf sem alltaf vekur gleði. Með D Y M O komið þér reglu á hlutina á heimilinu. Tilvalin gjöf fyrir hvem sem er í fjölskyldunni. Þér þrykkið stöfum á sjáíf- límandi D Y M O leturborða og merkið siðan hvað sem yður sýnist. Gefið öðrum D Y M O — Gefið sjálfum yður D Y M O . f VERÐ V 385,- m hf REYKJAVÍK SKÓLAVÖRDUSTÍG 25 DYiVlÖ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.