Vísir


Vísir - 25.08.1981, Qupperneq 28

Vísir - 25.08.1981, Qupperneq 28
Þriðjudagur 25. ágúst 1981. síminneröóóll veöurspá dagsins Eigandi Stokkhólma-Rauös: Ætlar sjálfur norður að leita að kúlunnl - rannsókn á dauða hestsins hefur enn engan árangur borið Kl. 6 I morgun var 995 mb. lægö 500 km austur af Langa- nesi á hreyfingu aust-noröaust- ur, en yfir Suöur-Englandi var 1032 mb. hæö. Suöur frá Græn- landi var allmikiö og vaxandi lægöardrag. Hiti var viöast 6—8 stig á landinu, en i dag veröa 9—11 stig. Suöurland og Faxaflói: Suö- vestan 2—4 og smáskúrir, geng- ur i sunnanátt I nótt og þykknar upp. Breiöafjöröur til Stranda og Noröurlands vestra: Suövestan og siöar sunnan 2—4. Smáskúr- ir. Noröurland eystra og Austur- land aö Glettingi: Vestan eöa norövestan 3—5 og sums staöar skúrir I fyrstu, en léttir til meö suövestan 2—4 i dag. Austfiröir og Suö-Austurland: Norövestan 3—5 og léttskýjaö i dag, en vestan eöa suövestan 3—4 og skýjaö i fyrramáliö. Veðrið hér og par Kl. 6 i mor ,un: Akureyri skýjaö 9, Bergenskýj- aö 10, Helsinkisúld 9, Oslóskýj- aö 13, Reykjavik þokumóöa 6, Stokkhólmur skýjaö 9. Kl. 18 i gær: Aþenaléttskýjaö 26, Berllnhálf- skýjaö 17, Chicago þokumóöa 28, Feneyjar léttskýjaö 22, Frankfurtskýjaö 18, Nuukþoka á siöustu klukkustund 4, London léttskýjaö'21, Luxemburg skýj- aö 14, Las Palmasléttskýjaö 24, Mallorka léttskýjaö 25, Montreal skýjaö 22, New York skúrir 22, Paris léttskýjaö 17, Róm háífskýjaö 25, Malaga mistur 23, Vin skýjaö 14. Loki segir I sjónvarpinu I kvöld er um- ræöuþáttur sem heitir „Lýöræöi I verkalýöshreyfingunni” Upp- haflegt heiti þáttarins var ,,Er lýöræöi I verkalýöshreyfing- unni?”, en útvarpsráö úrskurö- aöi vist aö þetta væri engin spurning! „Ég bauðst til að fara sjálfur ' norður og leita að kúlunni,” sagöi Halldór Sigurðsson, gullsmiður, þegar Visir leitaði frétta af rann- sókninniá dauða Rauðs 618. Hall- dór var eigandi hestsins. Halldór sagði, að enn hefði rannsóknin engan árangur borið, meöal annars vegna þess, að hvorki kúlan né skothylkið hefðu fundist. Hann taldi að sýslu- mannsembættið hefði gert allt, sem i þess valdi stóð, til að upp- lýsa málið, en þvi miður án ár- angurs. Hinsvegar telur hann likurnar á aö drápsmaöurinn finnist, aukast mjög, ef kúlan finnst. Þess vegna ætlar hann aö fara sjálfur og leita. Hann hefur eftir reyndum mönnum, aö likurnar á að hún finnist séu tæplega meiri en ein á móti hundrað. Halldór lét i ljós þá skoðun, að drápsmaðurinn hefði verið kunn- ugur oggóðskytta,ogað það væri ekki tilviljun, að þessi hestur var skotinn. Þegar hann var spurður hvort hann hefði einhvern sérstakan í huga, svaraði hann: „Maður hef- ur ekki leyfi til að varpa slikum grun á nokkurn mann.” — SV Sjávarútvegsráðu- neytið: Sendir eftir- litsmann til Færeyja Sjávarútvegsráðuneytið hefur sent fulltrúa sinn, Markús Guðmundsson, til Færeyja. Verk- efni hans þar á að vera að kynna sér hvernig staðið er að upplýs- ingamiölun um löndun á fiski af Islandsmiðum þar i landi. Sam- kvæmt samningum þjóðanna hefur ráðuneytið heimild til að fylgjast með þessum þætti, en hefur ekki nýtt hana fyrr. Að undanförnu hafa islensk skip landað miklum afla i Færeyjum og eins hafa færeysk skip veitt töluvert á Islands- miðum, samkvæmt heimild. Allar upplýsingar um magn og skiptingu aflans verður ráðu- neytið að fá og er för Markúsar gerötilaðgangaúrskugga um,að þær upplýsingar séu rétt gefnar. -SV Slldveiöar ganga hægt Sildveiðarnar máttu hefjast 10. þessa mánaðar i lagnet og þann 10. i reknet. örfá skip hafa verið aö leita fyrir sér og nokkur tonn er búiö aö veiöa en sildin er enn tæpast nógu feit, að sögn Jóns B. Jónassonar i Sjávarútvegsráöu- neytinu. „Menn eru að biða eftir að hún fitni, og hún hefur fitnað mikiö siðustu daga,” sagði hann. Frést hefur af sild fyrir mest- um hluta Norðurlands og svo suð- ur með Austfjörðum og er að heyra að sjómenn séu bjartsýnir á,aö mikil sild sé við landiö núna. Aflaskipið Gissur hviti er eina skipið frá Hornafirði, sem er farið á reknet, en hann hefur litið feng- ið.ennþá. Hann hefur verið aö leita fyrir Austurlandi og er nú fyrir Norð-Austurlandinu. — SV vísishðrn Dregið hefur verið i Lukkuleik sölu- og blaðburðarbarna Visis fyrir ágúst. Upp komu þessi númer: 14749 — 16820 — 16488 — 18690. Vinningshafar eru beðnir að hafasamband viðafgreiðslu Visis nú þegar og i siðasta lagi fyrir föstudag. Blaöamaöur VIsis blæs hérf blööruna eftir aö hafa neytt hins innflutta sælgætis. öllum viöstöddum aö óvörum sýndi blaöran grænan lit, sem skráöur heföi verið af 4. stigi i skýrslur — en þaö er hæsta stig, sem skráöer eftir slfkri mælingu. Beint i blóörannsókn, segir sú mæling. (Vfsism.: ÞL) Rallháltur af einu súkkulaðistykki! - blaðran sýndl grænan lil sem samsvarar ðkuleyflssviptlngu I eiit ár „Þaö er, sko, alveg klárt, að viö hefðum ekki tekið neinar súkkulaðisögur trúanlegar, hefði þessi litur komið á blöðru- stútinn”, sagði Sigurður Sigur- geirsson lögregluvarðstjóri, þegar hann og nokkrir aðrir úr lögreglunni i Reykjavik fylgd- ust með blaðamanni Visis blása i blöðru, sem gaf þennan lika skinandi fallega græna lit. Af áfengi? Nei, innfluttu súkku- laði!!!! Sú fregn hafði borist inn á rit- stjórnarskrifstofur Visis, að Bisquit-marsipan cognac frá dönsku súkkulaöi - og sælgætis- fabrikkunni Anthon Berg hefði þau áhrif, að sá sem neytti og blési svo i blöðru hjá lögregl- unni gæti framkallað hvorki meira né minna en IV. stig af fjórum mögulegum á litaskala þeim er blaðran gefur. Þaö myndi, ef samsvarandi áfengis- magn fyndist við mælingu á blóði, þýða ökuleyfissviptingu i eitt ár. Takk. Blaðamaður og ljósmyndari Visis ákváðu að sannreyna þetta og fengu Sigurð varðstjóra i lið með sér, sem lét fúslega i té nokkrar blöðrur. Fyrst var blásið áður en nokkurs súkku- laöishaföi verið neytt, og kom i ljós að allt var með felldu. Snæddi þá blaðamaður eitt súkkulaðistykki — marsipan, gegnbleytt i koniaki og súkku- laðihjúpur yfir — og blés siðan aftur. Blaðran litaðist fagur- græn, og viðstaddir löggæslu- menn horfðu hlessa á. Pilsner getur framkallað grænan lit, meira að segja maltöl, og jafn- vel epli — en súkkulaði, það þótti helst til ótrúlegt. Slikt mun enda ekki hafa gerst áöur. Aö loknu öðru súkkulaðistykki breyttist niðurstaðan ekki, en þá fór blaðamaður og skolaði munninn vel og vandlega eins oghannhafði lært hiá tannlækn- inum. Og blés i fjóröu blööruna. Og þá skeöu undur og stór- merki: enginn litur. Að sögn Sigurðar og félaga hans hjá lögreglunni, skipti það engum togum, að litur blöðr- unnar hefði þýtt, að viðkomandi heföi umsvifalaust verið ekiö á Slysavarðstofu til blóðsýnis- töku. Að sögn viðstaddra mátti ennfremur finna á andardrætti blaðamanns, að hann hefði komist I tæri við eitthvað annað en móöurmjólkina. Það gæti þvi hæglega farið illa fyrir bilstjór- unum 1 fjölskylduferöinni.ef svo óheppilega vildi til, aö lögreglan gæfi honum stans-merki, og hann kannski nýbúinn aö fá sér súkkulaöi... —ísi- Eitt súkkulaöistykki getur kotniö þér I vanda. Blöörustútarnir á undan og eftir súkkulaöiöátiö

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.