Vísir - 29.08.1981, Page 5
Laugardagur 29. ágúst 1981
VÍSLR
5
yBORNU ÞRÆLAR”
við hérlendis. Á það er t.d. bent i
formála að bókinni Kennimark
Kölska (tsafold 1976) að ofsókn-
irnar hér beindust að fólki úr öll-
um þjóðfélagshópum, háum sem
lágum, ólikt þvi sem tiðkaðist er-
lendis og „bendir þetta til að
kenning Trevor-Ropers sé ekki
rétt” (hvaö varðar ísland). Og
athyglisverður munur er þar á
galdraofsóknum hér og ytra, að
hérlendis voru karlmenn i mikl-
um meirihluta þeirra, sem
dæmdir voru fyrir fjölkynngi.
Þannig voru t.d. 21 kari brenndur
hér á báli en aðeins ein kona. En
látum sagnfræðingum og félags-
fræðingum eftir nánari vanga-
veltur um orsakir galdraofsókna i
bili og snúum okkur að galdra-
mönnunum sjálfum.
„Ljót er þessi fluga faðir
minn”
Fyrsta galdrabrennan á 17. öld
og önnurá Islandi var árið 1625 á
Melaeyrum i Svarfaðadaí. Sá
sem brann hét Jón Rögnvaldsson
og var sakaður um að hafa vakið
upp draug, er sótti að manni
nokkrum að Urðum i sama dal,
drap hesta og gerði aðrar glett-
ingar. Jón bar sökina af sér en
- blöð nokkur fundust hjá honum
með rúnamyndum og er sagt að
engin önnur likindi fyndust fyrir
sekt hans, en sá sem fyrir ásókn-
unum varð, tók guð til vitnis um
að enginn annar væri valdur að
þeim en Jón. Reið það bagga-
muninn. Að baki þessum stað-
reyndum er önnur saga og sist úr
vegi að skjóta henni hér inn.
Svo voru mál með vexti, að Jón
þessi átti bróður þann, sem Þor-
valdur hét og var frægur galdra-
karl. Þorvaldi þótti súrt i broti að
bróðirinn skyldi dæmdur saklaus
að hans mati og kenndi um öðrum
Jóni, var sá Sigurðsson og átti að
hafa egnt Jón bróður til verksins.
Og eftir liflát Jóns bróður, sendi
Þorvaldur Jóni Sigurðssyni
galdraflugu. „Var sonur Jóns við-
staddurerhún flaug að höfði föð-
ur hans og mælti: „Ljót er þessi
flúga, faöir minn.” Um leið flaug
hún ofan i Jón og varð honum að
bana.” (islenskir galdramenn,
útg. Akureyri 1948).
Ekki getur þjóðsagan þess,
hvers vegna Þorvaldur hlaut
enga relsingu fyrir sin brögð likt
og bróðirinn! En auðvitað var það
þannig, að þeir, sem virkilega
kunnu fyrir sér, komust undan
með aðstoð djöfulsins, það liggur
alveg i augum uppi!
„Um nokkurs konar
galdraform”
„Svo mælti nýlegaeinn islensk-
ur galdramaður, aö sá sem vildi
læra galdur, mætti aldrei hugsa
til guðs á meðan og biðja djöful-
inn fara i sig og venja hann svo
smám saman að sér með blóð-
dregnum charracteribus og öðr-
um ceremonium, er þar tilhlýða:
reyna siðan á hundi og með niu
háttum læra hvem characterem
sérhvert ár, siðan mætti senda
djöfulinn hvert sem væri” (1674,
sr. Páll Björnsson).
Character er galdrastafur og
áttu flest islensk galdramál
rætur að rekja til þeirra eða þá til
galdrablaða. Galdrastafirnir
voru ritaðir á bókfell, pappir
eða ristir á tré. Þeir vom stund-
um venjulegir stafir, sem raðað
var niður á óvenjulegan hátteða
þá rúnastafir, stundum margir.
Galdrablöð voru bæklingar þar
sem stöfunum var safnað saman
og eru Rauðskinna og Gráskinn-
umar tvær þekktastar galdra-
blaða. Galdrastafir ristir i' tré
voru alla jafnan það, sem kom
upp um galdramennina. Svo var
t.d. með Þórarinn nokkurn
Halldórsson sem árið 1667 var
dæmdur til bruna á alþingi. Saga
hans var á þá leið að sýslumaður
Magnús Magnússon stefndi þing
að Ögri i tsafjarðarsýslu til að
dæma um spjald eitt sem komið
var frá Þórarni. „Þórarinn
kvaöst hafa fengiö Jóni (nokkr-
um) spjaldið eftir bón hans og
hefði hann sagt við hann, að þeir
skyldu rista eftir þvi, sem stæði á
blaði þvi, sem fylgdi spjaldinu en
þar voru þessi orðskripi: Laoba
Agala boya vnene Ahon sy.” A
alþingi sama ár var spjaldið lagt
fram og er sagt ,,að ókenndir
stafir séu upp á þaö ristir eða
skornir, einnig blað ólæsilegt
næsta.” Var sýslumanni falið að
kanna máliö nánar heima i
héraði.
,,og hafi greinda ku
skoðað”
Heima i héraði voru leidd til
mörg vitni og höfðu þau margt að
segja um kukl Þórarins. Þannig
sagði t.d. húsfreyja ein, „að
leigukýr si'n af uppblásningi
kreinskt hafi, hvarfyrirhún seg-
ist hafa sent á tvo næstu bæi eftir
mönnum greinda kú að skoða.”
Einn mannanna var Þórarinn, og
heldur svo húsfreyja áfram:
„Þórarinn hafi þá svarað aö hann
hefði þær lækningar, aö ef glett-
ingar væri á kúnni, mundi henni
batna.takandipapplrsblaö úr bók
og fór út f fjós og skrifaöi þar
nokkuð á, en hvað þaö hafiverið,
segisthún ekki vita, og hafi hann
það i trefli bundið um háls á fyrr
greindri kú, svo henni þess
krankleika að þremur nóttum
liðnum batnaði.” Margt fleira
kom fram um galdramátt Þórar-
ins og fór svo, eins og áður sagði
að hann var dæmdur til dauða.
Hans meðkenning var, að hann
hafi „á eikarspjald upp ristið og
skoriö tvo stafi, er hann nefnir
ægishjálm þann meiri og minni,
en annars vegar á spjaldinu sé
signing og þetta spjald meðkennir
Þórarinn sin handverk vera.
Einnig að hann hafi tvær kýr
læknað meðþessu, einnig vetrung
að þessa sömu stafi með signingu
segist hann á spjaldið rist og
skorið hafa stúlku nokkurri til
læknisdóms að brúka, sem strax
þar eftir deyði.” „Hér eftir var
hans kroppur i eldi brenndur”
„Skratti vor, þú sem ert
i Viti!”
En stundum þurfti ekki rist
spjöld til að koma galdrakarli á
bálið. Borgfirðingurinn Halldór
Finnbogason var dæmdur fyrir að
hafa snúið Faðir vor upp á
skrattann, sömuleiðis skriftar-
ganginum, I þriðja lagi hefði hann
óvirðulega talað um siðustu
kvöldmálb'ðina, sagt að „sér
smakkaöist betur lýs og þeirra
blóð en berging brauðs og vins i
sakramentinu”. Og i fjórða og
siðasta lagi sneri Halldór sálmin-
um Eilifur guö og faðir kær á
þann hátt:
Eilífur skratti og faðir kær
án upphafs alls og enda,
á þig alleina trúum vær
sem helvitsk skript oss kennda
o.s .fr.
Fyrir rétti játaöi Halldór „ljúf-
lega” áburöinum og gaf i skyn aö
hann myndi ganga aftur, ef hann
yrði liflátinn. Ennfremur
sagöist hann hafa talað við djöful-
inn í svefni og gert viö hann sátt-
mála. Halldór var „sem cpinber
guðlastari og helgidómsins for-
smánari á lifinu straffaður með
svoddan meðferð að kroppurinn i
eldi brennist.”
Valdir að veikindum eða
bana
Mál voru höfðuð gegn mönnum
fyrir ýmsar sakir. Algengast var
sá áburöur að þeir heföu valdið
veikindum, jafnvel dauða manna.
Húsdýradráp var nokkuð algengt
og vanbrúkun heilagra orða. Þá
er getið um samninga við djöfui-
inn, uppvakningar á draugum —
einn gróf upp lik, likiega til aö ná
af þvi istrunni semþótti hentug til
galdra — aflabrögð voru hindruð,
mannskaöaveðrum komið á og
einu sinni var presti gefið að hafa
komist yfir konu með göidrum.
Tilberi áttisök á einumáli, en til-
berarvoru rifbeinúr manni, vafið
ullarlögðum, sem illum anda var
siöan hleypt i. Konur notuðu til-
bera til að láta þá sjúga m jólk úr
kúm eða ám annarra og komu
siðan tilberarnir hlaupandi heim
með fenginn. Og hitt og þetta
fleira átti galdrafólkið til!
Lækningar með kukli voru auö-
vitað algengar og ýmis ráð til
við flestum sjúkdómum. „Þegar
þér sem fellur i stóra neyð verð-
ur ráðlagt annað hvort að láta
lækna þig með galdrakviðlingum
eða ýmsa hluti utan á þig binda,
þá skyldir þú heldur allt það þér
tilfellur liða og umbera hraust-
lega (fremur) en nokkuð slíkt að
liða,” skrifar Daði Jónsson sýslu-
maður i Kjósarsýslu og er að
mæla mót göldrum. Þó getur
hann nokkurra aðferöa, sem að
gagni kunna að koma: „Móti
niöurfallssótt: Brúðguminn pissi
gegn um brúðarhringinn svo frir
sé frá impotienta. En að slita
elsku er látið tað elskandans i
elskhugunnar skó.” Og ráð til að
festa galdrakvinnu á árinu: þá
„er gjörð mynd af mold dauös
manns höfuðs, hverja skira skal i
annars nafni, hverrar nafn er
innskrifað með karakter, þá rist
með fúnu beini og lesnir aftur á
bak nokkrirDaviðssálmar, er þar
grafin i' tveimur stöðum.” Og sr.
Páll i Selárdal virðist vel vita
hvaða tilboð djöfullinn gerir
galdramönnum og hvað hann
ráöleggur: „Girnist þú fiskilán úr
sjó, svo tak minn galdrastaf og
geym hann þér i barmi” og „gim-
ist þú kvenpersónu þér til ekta, þá
gef þitt blóö í mitt charagma og
brúka það eftir minni forsögn,
sem ég hefilátið í minum bókum
út ganga og vert mér ei vantrúað-
ur.”
Á LSD trippi?!
Sr. Páll Björnsson var einn
þeirra klerka, sem hvað haröast
ofsóttu galdramenn. A sama báti
er sr. Jón Magnússon sem fyrr er
getið. Tveir sýslumenn báru af ef
svo má að orði komast i' aö elta
uppi og dæma menn, þeir Þorleif-
ur Kortsson sem fyrst var i
Strandasýslu, seinna í Isaf jarðar-
sýslu, og Eggert Björnsson i
Barðastrandasýslu. 1 þessum
sýslum komu upp flest galdramál
og þar voru flestir brenndir. Olaf-
ur Daviðsson segist hafa rakiö 120
galdramál á tslandi á árunum
1554-1719 og af þeim eru 32 i Isa-
fjarðarsýslu og 22 i Barða-
strandasýslu. Ýmsir vilja halda,
að þvi ráöi meira en tilviljun aö
svo var, nefnilega þaö aö Vest-
firðingar séu göldróttari en aðrir
landsmenn. A staöreyndunum og
getgátunni verða engar skýringar
gerðar. Þó má geta þess, að sú
uppástunga hefur komiðfram, að
sú staöreynd að fyrir vestan sé
jafnan meiri rekaviður en
annarsstaðar á landinu, þvi hafi
verið hægarum vik að brenna þar
menn. Annars eru alltaf aö koma
fram nýjar kenningar um orsakir
galdra og galdraofsókna og sú
frumlegasta er liklega sú að þær
séu efnafræðilegs eðlis: Vegna
þess hve mikið var etið hér af
skemmdu mjöli hafi stór hluti
landsmanna þjáðst af ofsjónum
þvi i skemmdu mjöli myndist efni
sem hafi svipuö áhrif á manns-
heilann og LSD eða svipuð eitur-
lyf. Upphafsmaður þessarar
kenningar fullyrðir t.d. að of-
sóknarskrif sr. Jóns á Eyri séu
einkennandi fyrir mann á LSD-
trippi. Þessa kenningu er eflaust
réttara að selja ekki dýrt — en ef
fótur er fyrir henni er varla nema
von að fólk hafi séð púka og
furöuhluti i hverju homi!
Limalát og hýðingar
Staöreynd er þaö alla vega að á
17 öld voru 22 menn brenndir lif-
andi fyrir galdur, tugir annarra
fengu að visu vægari refsingu en
vonda þó. Stundum var mönnum
dæmt limalát, svo sem eyra eða
hendi. Oft var dæmt i útlegð frá
landinu en venjulegast var þó að
hýða menn. Húðlátsrefsing var
margvisleg, stundum gild og
alvarleg, stundum „húðlát hart á
lagt” eöa „húðlát, sem næst
gangi lifi. örsjaldan komfyriraö
menn væru sýknaðir.
Sögulok
Eftir þvi sem á leið var farið að
taka vægar á galdramálum og ár-
ið 1698 er svo komiö að nægja
þykiraö láta menn greiöa sektir.
Siðast var dæmt i galdramáli áriö
1720 segir Ölafur Daviðsson.
Siöasta löglega galdrabrenna i
Evrópu var i' Sviss áriö 1782 en
siðust ólögleg I Póllandi 1793.
Virðist það vera fyrir ótrúlega
skömmu siðan.
Eftirmáli
Hérer auðvitaö ekki ætlunin að
gera göldrum önnur eöa meiri
skil en þau að raða saman á
sæmilega skipulegan hátt
nokkrum forvitnilegum punktum.
Það er liklega óðs manns æöi, þvi
galdrar og galdramál eru ótæm-
andi og erfitthefur reynst að gera
upp á milli punktanna. Hér hefur
t.d. litið verið skýrt frá þvihvern-
ig framgangur mála var fyrir
þingum eða hversu vonlitil bar-
átta þeirra ákæröu var fyrir rétti
sinum. En vonandi verður þetta
þó einhverjum til gamans og
gagns. Visað er til þeirra bóka,
sem einkum var stuðst viö, jafn-
óðum og til þeirra er vitnað.
Ms.
oé
eV1
'“c’ .......
. I. V'
Ss*:
u.'
u'""*’ ,Av'»
V' t,vA““
tveil lír -
sóknWP^
^pingi meii sk;Juk,<-'*»
,-li
l‘-i 11 )<’!!- i.
■•íiiiii) !.ln„ !«i .
"".III ‘,r’ °f! /’.'l' !
hotarinn H
da' b
a bál f
1625
. .
o.fskap
. fékK bre»nsaöl669~’67o
óttirfeK ftareiM #
Inum »«CÖ V,:,, { j .f
'<ZT" C
1 ;"'í.... A
lXSím-
.úmViVi
. ; V,t,»lWV,,lUU M‘l 1,.,
'^'vlsv’ ...............................
......^iiut •
'**.«<•» V(:
1 faU
. ' khl ‘inóit .
: “> L«i» •
'."»>.»»,, '<■«."„ vkí
...............